Þjóðviljinn - 17.07.1964, Síða 12
/ jeppa á nótt sem degi
Fyrra sunnudag mættu
læknar á Norðausturlandi til
fundar á Þórshöfn til þess
að ræða vandamál lækna á
þessu svæði;
Þeir sömdu erindisbréf til
landlæknis og væntanlegrar
læknaráðstefnu í landinu,
sem haldin verður á fsafirði
seinna í sumar.
Þetta var ekki fjölmennur
fundur. því að þeir eru ekk
margir læknarnir á þessu
svæði. Þama voru mættir-
Þóroddur Jónsson. héraðs-
læknir á Breiðumýri. Daníel
Daníelsson. héraðslæknir á
Húsavík. Konráð Sigurðsson
héraðslæknir á Raufarhöfn og
Kópaskeri og Friðrik Sveins-
son, héraðslæknir á Þórshöfn.
Allir eru þessir læknar svo
störfum hlaðnir, að þeir geta
sennjlega ekki mætt á lækna-
ráðstefnunni á ísafirði.
Meðfylgjandi mynd er af
héraðslækninum í Þórshöfn
ásamt einkabílstjóranum
Bergsteini Ámasyni, lögreglu-
þjóni á Þórshöfn. Friðrik
segir, að Bergsteinn sé hörku
ferðamaður og er ekki van-
þörf á því í hinu víðlenda
læknishéraði. Hér standa
^þeir við læknisjeppann.
Á nóttu sem degi er lækn-
irinn kallaður út fyrirvara-
laust og eru þetta engar smá-
vegalengdir innan héraðsins.
Föstudagur 17. júlí 1964
29. árgangur — 158. tölublað.
Þannig eru 86 km til kaup-
túnsins á Vopnafirði * frá
Þórshöfn.
Þeir hafa ekið þá vega-
lengd á einum klukkutíma
og sjö mínútum og tóku þó
benzín á Skeggjastöðum. Það
er eins gott að kunna um-
ferðarreglumar, segir Berg-
steinn. Þá . hefur læknirinn
þurft að sinna vitjun að
Burstafelli í Vopnafirði. Sú
vegalengd er 130 km.
Þá hefur læknir farið tvisv-
ar í vetur til Skoruvíkur á
Langanesi. Það eru 50 km. Til
Bakkafjarðar eru 50 km. og
inn í Víkurnar eru einnig
50 km. Það eru Kollavík og
Krossavík.
Svo er það sveitin í Þistils-
firði og nágrenni Þórshafn-
ar.
Margir leggja gott orð til
Friðriks sem læknis í þessu
víðlenda héraði og er hann
orðlagt lipurmenni í þjóh-
ustu.
En nú er að koma læknir
til Vopnafjarðar. Kemur
hann næstu daga. Hann heit-
ir Friðþjófur Bjömsson og er
sonur Hauks Bjömssonar.
heildsala í Reykjavík.
— (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
Miklar endurbætur
ú Hóte! Valhöll
Miklar endurbætur hafa nú
verið gerðar á Hótel Valhöll á
Wngvöllum. Er þar um að ræða
lagfæringar á gigtiherbergjum og
hafa þau tekið miklum stakkar-
skiftum. 1 húsinu eru nú 26 her-
bergi með öilum nýtízku útbún-
aði.
Valhöll hefur nú loks fengið
rafmagn frá Sogsvirkjuninni, en
hingað til hefur aðeins verið
Ijósavél þar. Nýtt tvöfalt gler er
Rósberg G. Snædal
Hringhendur Rós-
bergs G. Snædals
komnar út
Rósberg G. Snædal hefur sent
frá sér vísnakver og nefnist það
„101 hringhenda“. Vísur þess-
ar hefur hann valið úr syrpum
sínum gömlum og nýjum, en
áður hefur Rósberg tvisvar gef-
ið út vísnakver, en þau voru
í litlu upplagi og ekki sett á
almennan markað.
I formála segir höfundur m.a.:
..Kverið er sent frá mér til
þeirra og fyrir þá eina. sem
hafa yndi af stökunni, en ekki
vegna þess að ég haldi mig
kveða öðrum mönnum betur.
Flest eru þetta dægurflugur. En
dasgurflugur verða líka til á
morgun, hvort sem mönnum lík-
ar betur eða verr.”
Bókin er 00 blað-.'ðnr ? sm*n
broti •— •'••orVuð ' Þ- —' —
Björns '-,l'sonar.
nú víðast í húsinu. Ennfremur
er nýkomið heitt og kalt vatn
i öll herbergi og bað f húsið,
sem skort hefur hingað til. Þá
hefur verið skift um rafmagns-
leiðslur í öllu húsinu en hinar
eldri voru gjörsamlega ónýtar
og var þessi framkvæmd mjög
kostnaðarsöm. Breytingamar hóf-
ust um miðjan apríl síðastliðinn
og lauk núna síðustu dagana.
Um helgar er venjulega fullt
hús í Valhöll en gestakoma hefur
þó verið með minna móti 1 sum-
ar vegna leiðinlegs tíðarfars.
Bátar eru ávallt til leigu til
notkunar á vatninu. Einnig er
unnt fyrir gestina að fá veiði-
leyfi svo að sjá má að flest er
gert þeim til hæfis.
Síðastliðið ár var veitingahúsið
í Valhöll opið til 20. október og
núna er ætlunin að hafa það opið
eins lengi og veður og færð leyfa.
Yfir sumartímann ganga lang-
ferðabílar austur til ÞingvaTla
einu sinni á dag rúmhelga daga
en tvisvar á dag laugardaga og
þrisvar á sunnudögum. Geta má
þess að fjöldi ferðanna gefur
engan veginn rétta hugmynd um
gestafjöldann þar sem stöðugt
fleiri ferðast nú með eigin bif-
reiðum.
Margir merkir gestir hafa
heimsótt Valhöll í sumar. Má þar
nefna margfrægan Filipus prins.
Kíefballettinn og svo dætur Krú-
stjoffs og fleiri.
Herbergin eru við verði frá
Framhald á 3. síðu.
Nýr bátur kom til
Sandgerðis í gær
í gær kom til Sandgerðis nýr bátur, Arnar RE
21, smíðaður í Noregi. Hann er 235 rúmlestir og
er búinn ýmsum nýjungum sem ekki hafa þekkzt
hér fyrr.
f Amari er 600 ha. Wichmann-
vél og tvær Lister ljósavélar. í
honum eru Elok síldarleitartæki,
sem draga 3.6 km og er sendiork-
an 5 kw., en algengast er í bát-
um hér að sendiorka sé 1-2 kw.
Þá er í skipinu sjálfritandi sjáv-
arhitamælir. Vélar eru til ís-
framleiðslu og ísgeymslu. Sér-
stakur rafmagnsútbúnaður er í
byrðingi til vamar ryðtæringu.
Gálgar eru tveir fyrir kraft-
blökk, svo að hægt er að kasta
áThvort borð sem er. I reynslu-
för gekk báturinn 10,8 sjómílur.
Skipstjóri á Amari verður
Hrólfur Gunnarsson er áður vax
með Áma Magnússon; er skips-
höfnin að mestu sú sama og var
á Áma, 1. vélstjóri er Ámi
Ámason. Eigandi Amars er
Búðaklettur h.f.. stærsti hluthafi
er Einar Ámason. Amar hélt
til Reykjavfkur í gær en fer síð-
an á síldveiðar fyrir Austurlandi.
Helgarferð
út / hláinn
Helgarferð „Út í bláinn" verð-
ur farin á vegum Fylkingar-
deildanna í Reykjavík og Hafn-
arfirði. Ákvörðunarstaður verður
ekki kynntur fyrr en þangað er
komið. Lagt verður af stað á
morgun frá Tjamargötu 20 kl. 2
stundvíslega. Þátttaka tilkynnist
í skrifstofu ÆFR sími 1T513 og
ferðaskrifstofuna LANDSÝN, —
sími 22890. Þctta verður ódýrasta
helgarferð ÆFR og ÆFH á þessu
sumri og er öllu æskufólki heim-
il þátttaka.
Myndin hér að ofan er úr Gjánni í Þjórsárdal, þar verður komið
við í ferðum Landleiða um dalinn. — (Ljósm.: Þorv. Ágústsson).^
Aldrei fleiri er-
lendir ferðamenn
Þjóðviljmn hafði í gær samband við Ferðaskrifstofu
Geirs Zoéga og Ferðaskrifstofu ríkisins og spurðist fyrir
um ferðamannastraum hingað til lands í sumar. Forsvars-
menn beggja þessara fyrirtæk'ja voru sammála um að
aldrei hefði verið meira um erlenda ferðamenn hér
en einmitt í sumar. Síðan í vor hafa gist landið fjöí-
margir hópar erlendra ferðamanna af öllu mögulegu þjóð-
erni, og eftirtektarvert er að íbúar Suður-Evrópulanda
sækja nú meira hingað en nokkru sinni áður.
Ferðaskrifstofa Geirs Zoega
hefur í sumar tekið á móti 5
stórum sþemmtiferðaskipum og
á von á tveimur í viðbót á
næstunni. Á þriðjudaginn kemur
eitt stærsta skemmtiferðaskip
Þjóðverja hingað til lands og
eru farþegar á því um 850.
Viku seinna kemur svo gríska
skipið Akropolis og er farþega-
BÆTT AÐSTADA FERDA-
FÚLKS f ÞJÓRSÁRDAL
í sumar hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu ferða-
fólks sem gistir Þjórsárdal til að njóta friðar og unaðar
á þessum fagra stað. Þá hefur margt verið gert til að auð-
velda fólki að ganga þriflega um tjaldstæðið. Skipulagð-
ar verða ferðir á stórum bílum um innri hluta dalsins og
að ýmsum stöðum sem fólk kemst ekki auðveldlega til á
minni bílum.
Ladleiðir h/f hafa sérleyfis-
ferðir um Skeið og Hreppa
og í Þjórsárdal, og í sumar
skipuleggja þeir ferðir um dal-
inn, bæði héðan úr Reykjavík
og eins fyrir fólk sem dvelst
fyrir austan. Forráðamenn fyr-
irtækisins hafa unnið að því
1 samvinnu við Félag íslenzkra
bifreiðaeigenda og Skógrækt
ríkisins að gera ýmsár endur-
bætur á tjaldstæðinu í dalnum
til að auðvelda fólki dvölina
þar, gerð hafa verið ný tjald-
stæði. ruddar göngubrautir um
skógarkjarrð og sett upp spjöld
til leiðbeiningar. Einnig er þar
margt gert til að stuðla að
bættri umgengni um svæðið,
sorptunnur eru þar víða og
hentug salerni til afnota fyrir
ferðafólk.
Landleiðir hafa áætlunarferðir
frá Reykjavík að tjaldstæðunum
fimmtudaga. föstudaga og laug-
ardaga, en á miðvikudögum og
sunnudögum verða famar
skemmtiferðir eins og áður seg-
ir. Lagt verður af stað úr
Reykjavík frá BSÍ kl. 9 árdeg-
is á miðvikudögum og kl. 10
á sunnudögum. Ekið verður
austur að Selfossi og fólki gef-
inn tími til að drekka kaffi þar.
Síðan verður haldið upp Gríms-
nes og Kerið skoðað, þaðan í
Skálholt og ekið um Skeið og
Hreppa inn í Þjórsárdal. Þar
verður stanzað við tjaldstæðin
og þeir sem þar dveljast geta
slegizt í hópinn' í hringferð um
dalinn.
Áætlað er að hringferð um
dalinn frá tjaldstæðunum og að
þeim aftur taki um 5 klst., og
verður ekið að ýmsum merkum
og fögrum stöðum, stöðum sem
fæstir hafa séð, þótt þeir hafi
komið í Þjórsárdal. Fyrst er
haldið að Stöng og hinar fornu
bæjarrústir skoðaðar, þaðan er
skammt í Gjána. þar sem Fossá
hefur grafið djúpa geil í bergið,
hún er grasi gróin og aúðvelt
að komast þar niður. Síðan er
haldið að Þjórsá austanvert við
Búrfell að Tröllkonuhlaupi, þar
sem gerðar hafa verið athuganir
um hugsanlega virkjun. Sfðan
er ekið til baka nokkurn spöl
og niður með Búrfelli að vest-
anverðu að Þjófafossi, vatns-
mesta fossi landsins, þaðan er
hæfileg gönguferð að sérkenni-
legum hólmum ofar í Þjórsá.
Næsti áfangi er við hinn fagra
foss Hjálp og þaðan ekið síð-
asta spölinn að tjaldstæðunum.
Til Reykjavíkur er svo komið
kl. 9—10 um kvöldið, Kunnur
leiðsögumaður verður með í
ferðinni.
Þessar skemmtiferðir Land-
leiða eru mjög ódýrar. kosta
Framþald á 9. síðu.
fjöldi þess á fimmta hundrað
manns. Auk þess hefur ferða-
skrifstofan tekið á móti og
greitt götu fjölda annarra ferða-
hópa og einstaklinga. Forstjór-
inn sagðist búast við að næsta
ár myndi ferðamannastraumur-
inn hingað enn aukast og með
því hótelrými sem Reykjavík
hefði uppá að bjóða mtmdi erf-
itt reynast að útvega ferðafólki
gistingu.
Forstjóri Ferðaskrifstofu rík-
isins, Þorleifur Þórðarson, sagði
að ferðaskrifstofan hefði aldrei
haft jafn mikið að gera og í
sumar. Hér dveldust nú á henn-
ar vegum fjölmargir hópar
ferðalanga og þessa dagana bæri
einna mest á sjónvarpsmönnum
og kvikmyndatökumönnum viða
að úr heiminum. Mætti þar
nefna menn frá danska, sænska
og brezka sjónvarpinu og kvik-
myndatökumenn frá Ameríku og
ítaliu. Einnig væru hér mis-
jafnlega stórir ferðamannahóp-
ar frá Finnlandi, Svíþjóð, Sviss,
Þýzkalandi, Frakklandi og It-
alíu svo eitthvað væri nefnt.
Skemmtiferðaskipið Caronía
kom á vegum Ferðaskrifstofu
ríkisins í sumar og voru með
því um 560 manns. Þetta mun
vera í 13. sinn sem Caronia
kemur hingað t'l lands. og hef-
ur ferðaskrifstofan alltaf ‘tekið
á móti því með mestu virktum.
Þann 4. ágúst kemur svo amer-
íska skemmtiferðaskipið Argen-
tína 0g með því verða hátt á
fjórða hundrað manns.
Norræna góðtemplararáðið
heldur námskeið í Reykjavík og
á Akureyri daganna 17.—28. júlí
næstkomandi. Eitt hundrað og
fimmtíu þátttakendur frá hin-
um Norðurlöndunum sækja
námskeiðið, auk margra Islend-
inga.
Námskeiðið verður sett í há-
tfðasal Hapaskólans laugardag-
im 18. júlí klukkan 9 árdegis.
í
V