Þjóðviljinn - 17.07.1964, Side 3
Föstudagur 17. JdK 19S4
Skæruliðar í sqkn
SAIGON, 16 júlí — Á þriðjudag-
inn gerðu skæruliðasveitir Viet-
Cong árás á víggirt þorp tólf
kilómetra frá höfuðborginni.
Árásin var gerð um miðjan dag,
en áður hafa skæruliðar aðeins
gert næturáhlaup á víggirt þorp.
Ein af bækistöðum stjórnar-
hersins á hásléttunni hefur tví-
vegis orðið fyrir árás skæruliða
á stuttum tíma.
Peron vill snúa
heim
MADRID. 15. júlí. Blaðafulltrúi
Juans Perons, fyrrum einræðis-
herra Argentínu sagði í gær, að
Peron hefði fullan hug á því að
snúa aftur heim. Og byggist
Peron við því. að enn nyti hann
Verulegs stuðnings meðal þjóðar-
innar.
Peron er nú 69 ára gamall.
Hann var rekinn frá völdum 1955
og flæktist síðan um nokkra hríð
en hefur um nokkurra ára skeið
verið búsettur á Spáni eins og
margir afsettir valdamenn aðrir
Stúdentar brutu rúður
fyrir Bretum
LONDON 16/7 — f fyrrakvöld
var ráðizt á Kenyatta, forsætis-
ráðherra Kenya, á götu í Lond-
on og hefur mál þetta vakið
mikið umtal og hefur rikisstjórn '
Kenya sent harðorð mótmæli
til London
f gær réðist hópur afrískra
stúdenta á sendiráð Breta í
Sofíu, höfuðborg Búlgaríu til að
láta í ljós reiði sína yfir árás-
inni. Brutu þeir rúður með
grjót- og flöskukasti og sködd-
uðu eftir föngum sex bíla er
stóðu fyrir utan bygginguna.
Um þrjátíu stúdentar tóku þátt
í þessu áhlaupi. Tjón varð ekki
á mönnum.
Skaut niður fluevél
með vodkaflösku
MOSKVU 16/7 — Popof nokk-
ur, flokksritari í Tambofhéraði
hefur verið rekinn úr Kommún-
istaflokknum fyrir ósæmilega
hegðun.
Popof var að skemmta sér við
mat og drykk úti í náttúrunni
með öðru fólki og brást reiður
við þegar hann fékk tilbúinn
áburð i súpu sína frá flugvél
sem var að dreifa áburði á akra
þar í grennd. Greip Popof
vodkaflösku og henti í flugvél-
ina, sem flaug mjög lágt, með
þeim afleiðingum að annar
vængur hennar skaddaðist og
neyddist flugmaðurinn til að
lenda. Rauk þá Popof og lið
hans að flugmanninum með ill-
yrðum.
Krústjoff til Bonn?
BONN 16/7 — Talsmaður vest-
urþýzka utanrikisráðuneytisins
skýrði frá því i gær, að sovét-
stjórnin hafi lýst sig reiðubúna
til að taka upp afttir umræður
um viðskiptasamninga milli
landanna. En samningar þessir
áttu að réttu lagi að hefjast í
fyrrahaust.
f Bonn er álitið að þessi til-
laga standi í sambandi við
væntanlega heimsókn tengda-
sonar Krústjoffs. Adsjúdei, til
Bonn, — en Adsjúbei er rit-
stjóri stjórnarmálgagnsins íz-
véstía og hefur verið álitinn
væntanlegur eftirmaður Grom-
ikos j starfi utanríkisráðherra.
Einnig er álitið í Bonn, að til-
gangur heimsóknar Adsjúbeis
sé fyrst og fremst sá nð kanna
möguleika á heimsókn Krústjoffs
sjálfs til Vestur-Þýzkalands.
------------------------------HÖSVIUINN
Fundur Afríkuleiðtoga að hefjast
SM J
KAIRO 15. og 16. júlí. — Forystumenn 34 Afríku-
ríkja safnast nú til höfuðborgar Egyptalands til
að ræða samstarf og samstöðu Afríkuríkja í ýms-
um málum. Tsjombe, nýorðinn forsætisráðherra
Kongó, verður ekki með, og valda því mótmæli
ýmsra leiðtoga, sem muna klofningsstarfsemi hans
í Katangafylki á árunum og ábyrgð hans á dauða
Lúmúmba, fyrsta forsætisráðherra Kongó.
Tsjombe hafði sannarlega. full-
an hug á því að koma til ráð-
stefnunnar þrátt fyrir öll
mótmæli og hafði talsmaður
Kongóstjórnar í Kaíró margítrek-
að þá ákvörðun hans. Hassan,
konungur Marokkó, lýsti því
hinsvegar yfir á miðvikudaginn
að hann myndi alls ekki mæta til
Eundar ef Tsjombe yrði þar fyr-
ir. Forseti Dahomey sendi og
frá sér mótmæli á leið sinni til
Kaíró. og kvaðst ekki geta
hrifamaður í samtökum Afríku-
þjóða hefur einnig lýst sig mjög
andvígan þátttöku Tsjombes. Og j
fór svo að lokum að Tsjombe
hlaut að hætta við förina.
Undirbúningsnefndir ráðstefn-
unnar hafa átt annríkt síðustu
daga. Það hefur m.a. verið á-
kveðið, að rædd skuli tillaga
Ghana um afríska ríkisstjórn og
sámeiginlega herstjórn fyrir öil
ríkin. Þá verður á ráðstefnunni
að líkindum samþykkt að lýsa
alla álfuna kjarnórkulaust svæði
Með erfiðari viðfangsefnum
ráðstefnunnar verður hin stirða.
sambúð Somalí og Eþíópíu. en
é landamærum þeirra hefur hvað
eftir annað komið til átaka und-
anfarin missiri.
Þýzk skjöl á
TSJOMBE VÍSAÐ
Á BAK OG BURT
Tsjombe
’leymt því sem gerðist i Korigó
'yrir nokkrum árum er Tsjombe
•éð fyrir Katanga. Nkrumah,
'orseti Ghana, og einn helzti á-
vatnsbotni
PRAG 16. júlí — Kafarar hafa
náð af botni stöðuvatns eins í
Bæheimi nokkrum kössum af
þýzkum skjölum frá styrjaldar-
ái’unum. En ekki er vitað um
hverskonar skjöl hér er að ræða.
Kassarnir fundust af tilviljun.
Við sjónvarpstöku á vatninu
ui;ðu menn varir við einhverja
dularfulla hluti á botni þess og
ákváðu að senda niður kafara.
Málið er í rannsókn.
ER BORMANN
ENN Á LÍFI
Vesturþýzk yfirvöld telja sig næstum því viss
um að Martin Bormann, sá nazistaforsprakki
sem næst gekk Hitler að metorðum, sé enn á lífi
og feli sig þá einhversstaðar í Suður-Ameríku.
Hvarf Bormanns hefur oft
verið á dagskrá og síðast nú á
þriðjudaginn komu nýjar upp-
lýsingar um þetta mál frá hátt-
settum vesturþýzkum lögfræð-
ingi, Wilhelm Metzner.
Grunsemdir um að Bormann
hafi lifað af síðustu daga stríðs-
ins hafa styrkzt við það. að ekki
fundust neinar leyfar af honum
á þeim stað í Austur-Berlín þar
sem hann átti að hafa verið
grafinn. Metzner fór nýlega á-
samt starfsbróður sínum til Aust-
ur-Berlínar til að ræða
við tékkneskan mann, Jaroslav
Dedic, sem síðustu daga stríðsins
vann í greftrunarsveit í Berlín.
Hann sagði að einn af beim sem
í sveitinni voru hefði þótzt
bekkja Bormann dauðán í lik-
hrúgu sem grafin var upp úr
rústum. Ekki fundust nein skil-
ríki á líkinu. en í vasa þess var
bréf til Bormann frá háttsettum
nazista í Berlín.
r- r
Fyrstur til að óska Goldwater
til hamingju með fsiguriftn var
Nelson Rockefeller og síðan hver
af öðrum fyrri andstæðingar
hans. Scranton hélt ræðu og
hvatti mjög til þess að allar
væringar yrðu nú grafnar og
gleymdar og skyldi flokkurinn
einbeita sér að baráttunni við
Demókrata. Þykir þetta benda
til þess að svokallaðir frjáls-
lyndir Repúblikanar hafi sætt
sig við hlutskipti sitt enda
greinilegt orðið að þeir mega j
sín einskis gegn afturhaldsstefnu ,
Goldwaters.
í £ömu mund og Ban-y Gold-
water var útnefndur forseta-
efni héldu nokkrir baráttumenn
fyrir mannréttindalögunum j
þangað sem þingið situr tii j
Kýrhallar með kistu. s.em á var
letrað: Frelsið er dautt. Nokkur
hundruð manns söfnuðust sam-
an fyrir utan höllina, sungu
sálma og mótmæltu kjörj. Gold-
wátérs.' "Þár' vörú úpþi' 'spjöld
með áletruninni: Repúblikana-
flokkurinn — Fæddur 1960 —
látinn 1964.
Kampakátur
Goldwater var kampakátur er
hann ræddi við fréttamenn að
lokinni kosningu. Hann lagði á-
herzlu á það að varðveita yrði
einingu flokksins og sagði að
utanríkismál yrðu höfuðmálefni
kosningabaráttunnar í haust.
Meira f jármagn
í Y-Þýzka herinn
Valhöll
Framhald af 12. síðu.
180-450 krónur og fyrir einstakl-
inga allt niður í 120 krónur.
Eigendur hótelsins eru þeir
Ragnar Jónsson og Sigursæll
Magnússon. Hafa þeir i þjónustu
sinni 36 manna starfslið á staðn-
um. Gestgjafamir hvetja ferða-
menn til að koma á staðinr og
kynna sér hin glæsilegu húsa-
kynni og njóta lífsins.
WASHINGTON 16/7 — Land-
varnarráðherra Bandaríkjanna,
Robert McNamara lagði áherzlu
á það á blaðamannafundi í gær-
kveldi, að brýn nauðsyn væri á
því. að Vestur-Þýzkaland stór-
yki fjárframlag sitt til hersins,
svo landið gæti gegnt skyldum
sínum við NATO, en þær eru
að Veatur-Þýzkaland leggi til
12 herdeildir.
McNamara ræddi þessi mál i
sambandi við yfirlýsingu, sem
hann gerði nýlega í þinginu, þar
sem hann benti á að hemaðar-
útgjöld V-Þýzkalands hefðu auk-
izt um 30% síðastliðin tvö þrjú
ár, en þetta hrykki ekki til að
landið gæti uppfyllt skyldur
sínar. Vestur-Þýzkaland yrði
að fjölga mönnum undir vopn-
um og halda áfram að. færa
herbún^ð sinn í nýtízkuhorf.
Landvarnarráðherrann sagði
einnig m.a., að enn haldi her-
menn frá N-Vietnam áfram að
streyma inn í Suður-Vietnam í
gegnum Laos. En ekki kvað
hann ástæðu til að ætla að heil-
ar hersveitir frá N-Vietnam
tækju þátt í bardögum í land-
inu.
Hann sagði sð hermenn i suð-
ur-vietnamska hernum gerðust
æ áreiðanlegri og færri gerðust
núorðið liðhlaupar. Þá staðfesti
hann að 600 bandariskir her-
fræðingar og sérþjálfaðir her-
menn yrðu sendir í viðbót til
S-Vietnam, en aðrar hersveit-
ir dregnar til baka, er þeirra
vœri ekki lengur þörf.
Johnson
I-lann kvaðst vilja berjast á mál-
efnalegum grundvelli og forðast
persónulegan skæting. Hafði
hann þó kvöldið áður kallað
Johnson forseta svikahrapp og
hinn mesta svindlara.
Varaforsetacfni
Er Goldwater hafði lokið við-
rsfðum. sínum við leiðtoga Repú-
blikariáflokksins seint í gær og
skipað í ýms&r mikilsverðar
stöður í flokknum tilnefndi
hann varaforsetaefni. Fyrir val-
inu varð William Miller, 44 ára
gamall fulltrúardeildarþingmað-
ur frá New York.
Viðbrögð um víða veröld
Hvarvetna á byggðu bóli vekja
fréttirnar um tilnefningu Gold-
waters ugg og áhyggjur. Heims-
blöðin öll bæði í austri og
vestri lýsa einum rómi vonbrigð-
um sínum. Málgagn Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna Pravda
segir, að stefnuskrá þessa hægri-
sinnaða öldungadeildarmanns sé
afturhaldssamasta stríðsæsinga
og æfintýramennsku kosninga-
plagg í sögu Bandaríkjanna.
Blaðið Sovétskaja Rossija segir
að ágengustu hópar auðmanna,
ofstækismenn í kynþáttamálum,
krossfarar gegn kommúnisman-
um og Ku Klux Klan hafi tek-
ið höndum saman og myndað
nýtt afturhaldsbandalag í Banda-
ríkjunum.
BT í Kaupmannahöfn segir að
Goldwater hafi náð tilnefningu
á svo andstyggilegan máta, að
vert sé að minnast orða
de Gaulle forseta, að ekki sé
hægt að treysta Bandarikjunum.
því það sé aldrei að vita hver
geti orðið forseti þar. Vígreif
andkommúnísk stefna öldungar-
deildarmannsins muni mynda
djúp milli Ameríku og Evrópu
sem sé jafn breitt Atlanzhafinu.
Kaupmannahafnarblaðið In-
formation telur víst að flokkur
Abrahams Lincolns hafi framið
sjálfsmorð í San Francisco.
I sænska blaðinu Expressen
segir að Goldwater gæti komið
Bandaríkjunum út í þvílíkar ó-
göngur, að atómstríð yrði ekki
lengur hugsanlegur möguleiki,
heldur síðasta athvarfið.
Extrablaðið segir að Lyndon
B. Johnson mun eiga auðunn-
inn sigur í haust. ef Bandarikja-
menn séu ekki orðnir gjörsam-
lega óðir.
*
4
é