Þjóðviljinn - 25.07.1964, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 25.07.1964, Qupperneq 3
ta-ugardagör 25. jóH 1964 HOBVnjKN Ráðherrafundur Ameríkuríkjanna í Washíngton Mexíkó, Chile, Boiivia og Uruguay eru á móti refsiaðgerðum gegn Kúbu WASHINGTON 24/7 — Enda þótt horfur séu á að Banda- ríkin muni geta knúið fram samþykkt um refsiaðgerðir gegn Kúbu á ráðherrafundi Ameríkuríkjanna sem nú stendur yfir í Washington, er greinilegt að mikill ágrein- ingur er um það mál og hvemig slíkum refsiaðgerðum skuli háttað. Fjögur hinna sjálfstæðari ríkja rómönsku Ameríku eru þannig talin munu greiða atkvæði gegn til- lögunni um refsiaðgerðir. Búizt er við auknum aigerium Vietcongs SAKJON 24/7 — Stjómarvöld í Saigon óttast nú að þjóðfrels- Mierúm Vietcong hugsi sér hreyfings Og ætli aö auha að- Þessi fjögur riki eru Mexíkó, Chile, Bolivia og Uruguay, en fulltrúar 'annarra ríkja eru einnig sagðir vera andvígir því að hsett sé öllum viðskiptum við Kúbu og bannaðar allar samgöngur við landið. eins og Bandaríkjastjóm hefur krafizt og stjóm Venezúela sem átti frumkvæði að fundinum í Was- hington hefur lagt til. Málam iðlunartillaga? Þannig hefur fulltrúi Argen- tínu gefið í skyn að hann muni bera fram málamiðlunartillögu sem gengur mjög til móts við tillögu Venezúela, en bannar þó ekki viðskipti við Kúbu með öllu. Búizt er við að í tillögu hans muni gert ráð fyrir að slíkum viðskiptum megi halda áfram ef gildar „mannúðar- ástæður" eru fyrir hendi. Fiskimenn í USA sagðir vilja 100 mílna landhelgi BOSTON 24Z7 — Piskimenn á austurströnd Bandaríkjanna munu sennilega fara þess á leit við stjómina í Washington að hún færi fiskveiðilögsögu Bandaríkjanna út í 100 sjómílur. Samtök þeirra héldu fund í Boston í gær og var skýrt frá því að sovézk fiskiskip mokuðu upp af!a rétt undan ströndum Bandaríkjanna með nýstárlegufn veiðiaðferðum, m.a. sogdælum. Mætti búast við að fiskstofninn á þessum miðum myndi alger- !eða eyðast ef ekki væri komið í veg fyrir slíka veiði. Tveir þriðju Eftir að Kúbu var vikið úr Bandalagi Ameríkuríkja eiga 19 fulltrúar sæti í ráðherranefnd þess. Til þess að samþykktin um refsiaðgerðir sé gild þurfa tveir þriðju fulltrúa að greiða henni atkvæði og þykja horf- ur á að svo verði. Búizt er við að 14 eða 15 ráðherrar muni styðja hana, en fulltrúar þeirra fjögurra ríkja sem áður voru nefnd ýmist greiða atkvæði á móti henni eða sitja hjá. Víst þykir að utanríkisráðherrar Mexíkó og Ohile, tveggja af auðugri og sjálfstæðari ríkjum álfunnar, muni beita sér ein- dregið gegn hvers konar refsi- aðgerðum gegn Kúbu og senni- legt að ráðherrar Boliviu og Uruguay muni einnig fylgja þeim að málum. Fundarslítum frestað Það þykir benda til þess að Bandaríkjastjóm hafi gengið erfiðlega að fá fulltrúana í ráð- herranefndinni á sitt band að ákveðið hefur verið að fvndin- um skuli haldið áfram á laugar- dag og xnnudag, en npphaflega hafði verið ætlunin að honuni lyki á föstudag; M.a.s. fulftrúi Brnsiliu. þar sem harðvítug afturhaldsstjóm situr við völd eftir valdaránið i vor, er fealinn andvígur því að slitið sé öHum viðskipta- tengslum við Kúbu. Líklegt er talið að nú sé veríð að reyna að semja ályktunartilögu sem hann og aðrir sem á svipaðri skoðun eru getn sætt sig við. Verður henni framfylgt? Verði samþykkt á ráðherra- fundinum með tilskildum meiri- hluta að banna öll viðskipti við Kúbu og fyrirskipa öllum að- Kynþáttaóeirðirnar Aftur róiegra í New York en viðsjárvert NEW YORK 24/7 — Lögreglan i New York handtók í nótt sem leið 22 blökkumenn og einn hvít- an mann eftir nokkra minnihátt- ar kynþáttaárekstra í borginni. Rólegra var þar í nótt en undan- famar nætur, en þá hafa verið stöðug uppþot í blökkumanna- hverfunum. Póstverkfalli var afíýst LONDON 24/7 — Verkfalli 123.000 póstmanna sem hefjast átti í Bretlandi um helgina hef- ur verið aflýst og sömuleiðis banni því sem stjóm þeirra hafði sett á eftirvinnu. Sam- komulag he-ur tekizt milli henn- ar og ríkisstjómarinnar um umræðugrundvöll. Póstmenn vilja 10,5 prósent kauphækkun. Kosningabaráttan er þegar hafin í Chile, enrforsetakosningar fara fram í september í haust. Mynd- in er tekin I Santiago de Chile og sýnir áróðurslest til stuðnings dr. Salvador Allende, frambjóð- anda vinstriaflanna, sem kmnmúnistar styðja og talinn er hafa miklar signrlíkur. gerðir sínar i námunda við höf- uðborgina, Vietcong hefur haft sig æ meira í frammi undanfarið og hafa hersveitir stjórnarinn- ar yfirieitt farið hailoka í við- ureignum víð hann. Svo virðist eirrnig sem Viet- cong hafi nú komið sér vel fyrir á nýjum slóðum, þ.e. fyr- ir norðan Saigon. Fram að þessn hefur þjóðfrelsisherinn einkum látið til sín taka á óshólmum Mekongfljóts fyrir sunnan og vestan höfuðborgina, en orust- an mikla á fimmtudaginn var háð fyrir norðan hana, við veg- inn milli bæjanna Ban Me Thuot og Ban Briang, 1 þeirri orustu var einn af hinum banda- rísku „ráðgjöfúm" felldur, en annar særðist. Hafna samningum Stjóm Khanhs hershöfðingja I Saigon hafnaði í dag tillögum 0 Þants, framkvæmdastjóra SÞ, um að kvödd verði saman í Genf ráðstefna fjórtán rikja til að fjalla um ástandið í Vietnam. — Slík ráðstefna myndi aðeins gera illt verra, nú þegar til úrslita dregur í bardögunum, segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í Sai- gon. — Hvaða lausn sem yrði nið- urstaðan af slíkri ráðstefnu myndi hún aðeins leiða til und- irokunar Suður-Vietnams undir Peking og Hanoi, segir ennfrem- ur í yfirlýsingunni. ildarríkjum að bandalaginu að slita stjórnmálasambandi við landið eru þau skuldbundin samkvæmt stofnskrá þess að hlita þeim fyrirmælum. Svo kann þó að fara að sum þeirra, eins og t.d. Chile og Mexíkó. neiti að framfylgja samþykk- ------«------------------------ Slys eða skemmdarverk? inni og segi sig fremur úr banda- laginu. Kosningar í Chfle Forsetakosningar fara fram i Chile í september og þykir ó- sennilegt að stjómin þar áraeði að ganga í berhögg við almenn- ingsálitið í landinu, sem er ein- dregið á bandi Kúbumanna. Það er því ósennilegra sem slík af- staða myndi verð^ mikil lyfti- stöng fyrir frambjóðanda vinstri- aflanna, dr. Salvador Allende. sem nú þegar er talinn einna liklegastur til sigurs. Fjörutíu manns biðu bana er sprenging varð í skipi / Bone ALGEIRSBORG 24/7 — Mikil sprenging varð í egypzka skipinu „Alexandria* í höfninni í Bone í Alsír í gær- kvöld og segir blaðið „Alger Ce Soir“ í Algeirsborg að 40 manns a.m.k. hafi beðið bana, en 165 sært í henni. Blaðið bætir því við að ýmis- legt bendi til þess að um Geysifjölmennt lögreglulið er enn á verði í Harlem og Bedford-Stuyvesant-hverfinu í Brooklyn. Lögreglan skakkaði leikinn á einum stað þegar um 300 hvítir unglingar réðust á tvo af forystumönnum mannrétt- indasamtakanna eORE og tókst að forða þeim undan múgnum. Sprengjuárás 1 nótt var kveikt í veitingahúsi í St. Augustine í Flórida þar sem óeirðimar hafa verið hvað mestar undanfarið. Eldfimum vökva var kastað inn um glugga og síðan kveikt í. Þó tókst að slökkva í húsinu áður en það yrði alelda. Eigandi veitingahússins hafði opnað blökkumönnum aðgang að húsinu eftir að þingið hafði sam- þykkt lögin sem banna að gert sé upp , á milli kynþáttanna í veitingahúsum og öðrum opin- berum stöðum. Skömmu áður en kveikt var í húsinu höfðu mörg hunöruo manna safnazt saman á Ku Klux Klan fundi í St. Augustine. Samkotnulag um fjarskiptatungl WASHINGTON 24/7 — Á ráð- stefnu í Washington hefur náðst samkomulag um samvinnu milli Evrópurikja- og Bandaríkjanna um notkun gervitungla til fjar- skipta. Ætlunin er að slík reglu- bundin fjarskipti hefjist á árinu 1967. skemmdarverk hafi verið að ræða. Landvarnaráðuneyti Alsírs hefur sent sérfræðinga á vett- vang til að kanna orsakir spreng- ingarinnar. Bone er ein helzta hafnarborg landsins, um 600 km fyrir austan Algeirstoorg. Eldur kom upp í skipinu og breiddist hann út til húsa við höfnina. Logaði hann glatt alla nóttina, en snemma í morgun tókst slökkviliði borgarinnar að ráða niðurlögum hans. Klukkutíma eftir að spreng- ingin varð í „Alexandria" sökk skipið og mörg hús við höfnina eyðilögðust í eldinum. Meðal þeirra mörgu sem létu lífið við sprenginguna voru hafnarverka- menn sem unnu við uppskipun, einnig vegfarendur sem voru á ferli í nágrenni skipsins. Óstaðfestar fregnir herma að skipið hafi verið hlaðið skotfær- um. Egypzki flotinn hefur notað það sem skólaskip. Þota sem fer með hreföldum hraða hljóðsins í USA WASHINGTON 24/7 — Johnson forseti skýrði frá því á fundi með blaðamönnum í Washington í dag að Bandaríkjamenn hefðu nú smíðað þotu sem farið geti með þreföldum hljóðhraða og myndi ætlunin að nota hana til njósnaflugs um allan heim. Smíðþ- þessarar flugvélar hefur fram að þessu kostað um einn miljarð dollara. Helander ætlar ekki að áfrýja STOKKHÓLMI 24/7 — Heland- er biskup hefur ákveðið að á- frýja ekki dómi lögmannsréttar- ins sem 3. júlí s.l. taldi hann sekan um að hafa skrifað níð- bréfin um keppinauta sína um biskupsembættið fyrir rúmum áratug. Óvíst er enn hvort á- kæruvaldið áfrýjar dóminum, sem var heldur mildari en fyrri dómurinn í máli hans. Bonnstjórnin á móti stefnu de Caulle 19 drepnir og 450 særðir í Singapore SINGAPORE 24/7 — Heldur var rólegra í Singapore í dag en undanfarna þrjá sólarhringa, þcgar vcríð hafa stöðugar óeirðir milli manna aí malajskum og kínverskum ættum. I? menn eru taldir hafa látið lífið. en 450 særzt í þcim átökum. Forustumenn þjóðarbrotanna hafa verið á fundum og Iafa skipað sameiginlegar nefndir sem eiga að hjálpa borgaryfir- völdunum að bæla niður óeirð- irnar. Enn í dag kom þó til nokkurra árekstra, en ekki urðu teljandi r .eiösl á mönnum. Fyrirski/.að hefur verið út- góngabann cg var það i dag frarilengt yfii' heigina. BONN 24/7 — Vesturþýzba stjórnin hefur vísað á bug þeirrí gagnrýni de Gaulle Frakklands- : forseta í ræðu á blaðamanna- j fundi í París í gær, að hún j tefji fyrir myndun óháðrar Evrópu. I yfirlýsingu sem gefin var út í Bonn í dag segir áð vesturþýzka stjórnin muni ekki hvika frá þeirri stefnu sinni að láta hvorki Frakka né Banda- ríkjamenn segja sér fyrir verk- um. — Stefna Vestur-Þýzkalands er hvorki háð vilja Frakklands né Bandaríkjanna, «ar sagt í yfirlýsingunni sem fclaðafulltrúi Erhards forsætisráðherra von Hase las upp íyrir fréttamönn- um í Bonn í dag. Von Hase neitaði þvi hins veg- ar að ummæli de Gaulle væru nokkur íhlutun í innanríkismál Þýzkalands. Búizt er við að þau öfl í flokki Kristilegra demó- krata sem viíja nánari sanv- vinnu við Frakkland, en forystu- menn þeirra eru Adenauer, fyrr- verandi forsætisráðherra og Strauss, fyrrverandi landvama- ráðherra. muni notfæra sér gagnrýni de Gaulle í baráttunni gegn stefnu þeirra Erhards og Schröders utanríkisráðherra. Mikið er rætt og ritað um ræðu de Gaulle, en fram að þessu hafa ekki aðrar stjómir vesturveldanna látið hafa neitl eftir sér um hana. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.