Þjóðviljinn - 25.07.1964, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 25.07.1964, Qupperneq 8
3 SÍÐA \ ( sem ég laug fyrir hann að öllu þessu kvenfólki. Alveg eins og hún Hilda hans lýgur nú að mér. En maður skyldi þó ætla að einhvem tíma hlyti hann að hætta — væri nokkuð fráleitt að hann breyttist einhvem tíma til batnaðar. Hann er þó orðinn fimmtíu og sex ára? Hvemig er með þig? Hún leit illilega á Jack. — Þú gerir ekki konuna þína brjálaða, er það? — Ég veit ekki, sagði Jack varlega. — Við höfum okkar vandamál eins og annað fólk. — Það hefur enginn við sömu vandamál að stríða og ég. sagði Clara blátt áfram. — Líttu nú á hana þama. Hún kipraði munn- inn af viðbjóði og benti Barzelli 6em stóð þétt hjá Delaney og axlir þeirra snertust — Þessi feita, ítalska dræsa. Mér þætti gaman að vita hvernig hún lítur út þegar hún er komin á minn aldur. Þau eru alveg blygðunar- laus. Þeim stendur á sama þótt aHir viti það. Allir í þessari bölvaðri borg. Honum er skít- sama hvað sagt er um hann. Það var nú einn af hans aðal- kostum, hugsaði Jack, honum var alltaf skítsama um hvað aðrir sögðu um hann. En það gat hann ekki sagt við Clöru. — Og það er ekki af því að hann þurfi að sækja út fyrir heimilið til að fá það sem hann vill. hélt Clara á'fram. — Hann er alveg vitlaus í mig. Spyrðu hann og þá segir hann það. Guð veit að ég er ekki nein fegurðardis og hef aldrei verið það, en ég er ennþá með kropp eins og ung stúlka.... Hún þagnaði og starði á Jack, eins og hún ætti von á að hann and- mælti henni og segði að hún væri ekki með kropp eins og ung stúlka. Jack kveikti sér í sígarettu. — Við erum ástríðu- full, sagði Clara hárri röddu. — Rétt eins og við værum ungir elskendur í blóma æskunnar. Hann fær ekki nóg af mér. Hún hikaði. — Stundum. bætti hún við. — Nokkra mánuði. Rómaborg, hugsaði Jack leiður. AUir létta á hjarta sínu við ein- hvem i Róm. Við mig. Það hlýt- ur að vera sérlega skilningsrík- ur svipur á andlitinu á mér um þessar mundir. HÁRGREID^l AN HárgreíðsTu og enyrtistofa STEINTJ og DÓDÖ Laugavegi 18. III h. flyftaí SIMI 24616 P E R M A GarSsenda 21 SÍMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa DömurT Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SlMI' t4662 HARGRETÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍML 1465« — Nuddstofa á sama stað — Og það er ekki nóg með það, hélt Clara áfram þúsund- asta kaflanum í hinni óendan- legu bók, sem heitir. ást. sjálfs- meðaumkun, sjálfsréttlæting, af- brýði. þrá, eigingimi; og hún hafði byrjað á daginn sem hún kom ung og ekki sérlega falleg, inn í kvikmyndaver í Holly- wood og sagði: — Herra Delan- ey, ég kem frá hraðritunarfyrir- tækinu. Hún lækkaði röddina eins og hún hefði einhverjar leynilegar upplýsingar, ætlaðar eyrum Jacks einum. og hann varð að færa sig nær hemri til að geta heyrt það sem hún sagði gegnum raddakliðinn umhverfis þau. — Það er vinnan. Hver heldurðu að hjálpi honum með handritin? Hver heldurðu að hafi hjálpað honum að um- skrifa þessa kvikmynd? Uha, hugsaði Jack, alls staðar eru glæpamennimir sem fremja hin leynilegu, skriflegu afbrot. — Við hugsum einj og ein sál, hvíslaði Clara. — Þegar við vinnum saman erum við enn ná- tengdari hvort öðru en þegar við sofum saman. Og svo byrja upp- tökumar, og þá kemur ein af þessum feitu dragmellum og vaggar sér í lendurrum og þá. gæti ég rétt eins verið dauð. Hann gleymir dögunum og nótt- unum við vinnu okkar, hann gleymir.... Hún saug reiðilega upp í nefið. Svo rétti hún úr sér með þrjózkusvip. — En ég kvarta ekki, sagði hún. — Ég hef aldrei kvartað og ég hef ekki hugsað mér að byrja núna. Og í þetta sinn verður það ó- maksins virði. Þú hefur lesið handritið. er ekki svo? Og þú hefur séð kvikmyndina? — Já, sagði Jack. — Hún er falleg, sagði Clara biðjandi. — Er hún ekki falleg? — Jú, sagði Jack. — Mjög falleg. — Hún á eftir að breyta öllu. sagði Clara næstum eins og í trúnaði. — Hann verður aftur ofaná. Heldurðu ekki? — Það er enginn efi á því, sagði Jack. Ekkert f sambandi hans og Delaneys skuldbatt hann til þess að vera hreinskiHrm við konu Delaneys. — Þú veizt kannski, að þeir vilja að hann undirskrifi samning um þrjár kvikmyndir héma í Róm, sagði Clara hreykin. — Herra Holt minntist eitt- hvað á það. já, sagði Jack. — Ég er að leita að íbúð, sagði Clara. — Til árs. Og dug- legri eldabusku. Þá hefur hann til einhvers að hverfa á kvöldin. Þá yrði hann ef til vill rólegri. Síðustu árin hefur hann verið svo. — Hún þagnaði og horfði hugsi þvert yfir salinn á Delan- ey og Barzelli. — Veiztu hvað ég hef hugsað mér að gera, Jack? Ég hef hugsað mér að stinga af. Honum mislíkar hræði- lega þegar hann finnur að ég lít á hann sem eign mína. Ég hverf í kyrrþey. Maður verður að vita hvemig á að haga sér við mann af hans tagi. Jack, maður verður að vita. hvenær hæet er að setja honum stólinn fvrir dymar og hvenær ekki Segðu engum að ég sé að fara. Hún mjakaði sér út á hhð í þrönginni áleiðis til dyra. svo hvarf hún án þess að nokkur ÞJÖÐVILJINN yrðí þess var. Eftir tvo tíma færi Delaney kannski að svipast eftir henni og velta fyrir sér hvar hún væri; síðan myndi hann yppta öxlum og halda leið- ar sinnar með Barzelli, guðsfeg- inn því að sleppa við að koma með afsakanir af því að hann sendi hana eina heim. Jack andvarpaði. Og einu sinni hélt ég að fólk færi 1 veizlur til þess að skemmta sér. Hann fann að komið var létt við handlegg hans. Það var frú Holt, í fylgd með manni sínum eins og ævinlega. — Þú varst hugulsamur að koma. sagði hún með hrjúfri, afsakandi röddu. — Þú hlýtur að hafa svo mikið að gera í Róm, þurfa að hitta svo marga.... — Alls ekki, sagði Jack og tók í höndina á Holt. Holt var í silkismoking. sýnilega saumuð- um í Róm, og frú Holt var eina konan í salnum í kvöldkjól. Hann var ljósblár og unglings- legur og um herðarnar hafði hún híalínssjal. Hún var alltgf að fikta við sjalið. — Ég þekki næstum engan, sagði Jack. — Meðan ég man, Sam. varðandi það sem við vorum að tala um í gærkvöld....... — Já, sagði Holt og gaut aug- unum sem snöggvast til konu sinnar. — Ef það er of mikil.... — Ég' talaði við mann í sendi- ráðinu, sagði Jack. — Mann að nafni Kem. Þú gætir farið og talað við hann. Kannski £etur hann liðsinnt þér. Holt ljómaði af gleði. — Mik- ið ér þetta fallega gert af þér. Jack, sagði hann. — Að bregð- ast svona fljótt við. 28 — Hann þarf að fá nokkrar upplýsingar, sagði Jack, sem vildi ekki aðvara Holt nánar. — Mér datt í hug að það væri bezt að þú talaðir við hann sjálfur. — Já. auðvitað, auðvitað, sagði Holt. — Það er í sambandi við ættleiðingarskjölin, sagði hann við frú Holt. — Þau hafa svo raunamædd augu, sagði frú Holt og tárin stóðu í augum hennar. — Þau eru svo kurteis að maður fær fyrir hjartað. Ég gat ekki sofið nóttina eftir síðustu heimsókn okkar — litlar, raunamæddar mannverur í þessum skelfilegu svörtu fötum. Mig langaði til að þrýsta þeim öllum að brjósti mér. — Jack. sagði Holt. — Mig langar til að spyrja þig að einu. Ertu bundinn því opinbera það sem þú átt eftir ólifað? — Tja, sagði Jack dálítið ringl- aður. — Ég hef víst aldrei hugs- að um það. Ég er víst ekki bein- línis bundinn, ef þú átt við það.... — Já, því að mér dettur í hug. sagði Holt, — ef eitthvað hagstætt skyti upp feollinum, eitthvað sérlega hagstætt, mynd- irðu þá vera til viðtals um það? — Já, það tel ég alveg víst. sagði Jack og velti fyör sér hvort Holt væri í þann vegirm að bjóða honum stöðu vegna klukkusttmdar kynna þeirra í næturklúbbnum og gönguferð- arinnar meðfram Tiber kvöldið áður. — Ég er áreiöanlega til viðtals engu síður en aðrir. Ég hef aldrei hugsað wm það. Hann brosti. — Það hefur ekkert sér- lega hagstætt skotið upp kollin- um síðast liðin tíu ár. — Agætt, sagði HoTt föstum rómi, eins og Jack hefði verið að gera við hann góð vittekipti. — Það gleður mig að heyra. — Mig, langar til að segja þér eitt. Jack, sagði frú Holt. — Þegar við komum heim í gær- kvöldi, sagði Sam við mig: Mér feltur vel við þennam unga mann. Hann er heiðarlegur. Harm er ekkert likur flestum öðram Bandaríkjamönnum sem búrið hafa erlendis í mörg ár — og eru léttúðugir. kaldhæðnir og útsmognir. Hún horfði hrifin á Jack, edns og hún væri að sæma hann orðu með hrósi eigin- manns. — Þetta var gott að heyra. sagði Jack alvarlegur. — Eink- um þetta um unga manninn. — Ég veit ekki hversu gamall þú ert. Jack, sagði frú HcJt. — En þú virðist vera býsna ungur. — Kærar þakkir, Berta, sagði Jack og hugsaði: Ég ætti kannski að fá hana til að tala máli mínu við Bresach. — Gerðu svo vel að líta inn til okkar þegar þér sýnist, Jack, ságði Holt. — Nú veiztu hvar við eigum heima. Þú ert alltaf velkominn. — Og — hann litað- ist hreykinn um í samsafni gest- anna sem gæddu sér á víninu hans — það er aldrei að vita hvaða fólk þú hittir hér hjá okkur. — Þetta er andleg nautn. sagði frú Holt. — Eftir að ég kom til Rómar, finnst rhér sem heil- inn í mér hafi stækkað. Já, bók- staflega stækkað. Hefurðu trúað því, að ég hef ekki fvrr en í kvöld hitt raunverulegt tónskáld sem semur nútíma tónlist! Þau héldu hrifin áfram göngu sinni til að heilsa skáld- sagnahöfundi frá Sikiley. sem var nýbúinn að senda frá sér bók um stríðið, en þrjóturinn í sögunni var kapteinn í banda- ríska hernum. — Jack .... Það var Despiére sem tók í handlegginn á honum. — Ég var að vona að þú kæmir í kvöld. — Ég hafði ekki tækifæri til að heilsa þér, sagði Jack og tók í höndina á honum. — Ég var svo önnum kafinn við að reikna út. hvort ég væri með hnöttóttan hnakka eða flathöfða Henry Ford. Despiére hló. — Mér fellur vel við hann, ítalann. Að minnsta kosti kenningarnar hans. Það kæmi þér á óvart, ef þú vissir hve ég hitti marga nú til dags, sem þverneita því að hafa nokkr- ar kenningar. — Já, meðal annarra orða, sagði Jack og reyndi að vera kæruleysislegur. — Ég hitti ný- lega ungan mann sem segist vera vinur þinn. Náunga sem heitir Bresach. — Bresach? Despiére hnyklaði brýnnar og strauk hárlokkinn frá enninu. — Vinur minn? — Já, svo sagði hann. — Jæja. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum með Veronicu. Hann leit glettnislega og dálítjð illgimislega á Jack. — Laglegur strákur. Veronica er vitlaus í honum. — Já, svo sagði hann, sagði Jack áhugalaust. — Hvað vildi hann? — Ekki neitt, laug Jack. — Ég hitti hann af tilviljun. — Farðu varlega að honum, sagði Despiére. — Hann reyndi einu sinni að fremja sjálfsmorð í baðherberginu hjá einhverj- um. Hann er mjög dramatískur. Ég hef séð hann lemja Veron- icu í andlitið, vegna þess að hún brosti til gamals vinar i veit- ingahúsi. — Hvað gerði hún? spurði Jack, sem gat ekki trúað því Klapparstíg 26 Sími 19800 O BÍLALEI9AN BÍLLINN RENT-AN-ICECAR SÍM1 18833 (^onóuf Cfodina ercury Cfömet áóóa-jeppar Zephyr 6 £ BILALEIGAN BILLINN HÖFÐATÚN 4 SÍM1 18833 Laugardagur 25. júli 1964 Skrá yfir umhoBsmenn Þjóð viljans úti á iandi AKRANES: Arnmundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 —• 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVÍK: Kiartan Kristófersson Tröð HAFNARF.TÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDALUR: Helffi Bjömsson HÓLMAVÍK: Ámi E. Jónsson, Klukkufelli. HÚSAVÍK: Arnór Kristjánsson. HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f. HÖFN, HORNAFIRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson. ÍSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f. KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRI-NJARÐVÍK: .Tóhann Guðmundsson. ÓLAFSF.TÖRÐUR: Sæmúndur Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir RAUFARHÖFN: Guðmundur Lúðvíksson. . BÚÐAREYRI. REYÐARFTRÐI: Hhm Relian. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓTTTJR• Hulda Sícmrhiömodóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 189, SELFOSS: Magnús Aðalbiamarson. Kirk'juvegi 2. SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason. SlGLUFJÖRÐUR: Kolheinn Friðbiarnarson, Suðurgötu 10. Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gísladóttir, Hof- túni við VífilsStaðaveg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR' Jón Gurmarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. Sími 17-500. FEiÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPT1N FERÐASKRIFSTOFÁN LAN D SVN ú- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — BEYKJAVfiC. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Auglýsið / Þjóðviijanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.