Þjóðviljinn - 25.07.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 25.07.1964, Page 4
V SIÐA HðÐVIUINN Ctgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sígurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason, Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftárverð kl- ðÓ.ÓÓ á rtiáóuði. MikiSvægasta verkefnið r ^ sunnudaginn var minnti Þjóðviljinn á þá stað- l reynd að afköstin í fiskveiðum íslendinga eru hin mestu í heimi, aflamagnið á hvern sjómann hér er um það bil tvöfalt meira en hjá þeirri þjóð sem næst kemur, VeStur-Þjóðverjum. En sé litið á aflaverðmætið breytist myndin; verðmætið á hvern vesturþýzkan sjómann er hærra en hjá okk- ur. Ástæðan er sú að næstum því helmingurinn af aflamagni okkar fer í þá framleiðslu sem óarð- bærust er, fiskimjölsvinnslu. jjessar staðreyndir sýna okkur ótvírætt, að með því einu að koma fiskiðnaði hér á svipað stig og í Vestur-Þýzkalandi, gætum við tvöfaldað verð- mæti sjávaraflans. Og þau umskipti myndu jafn- gilda stökkbreytingu í íslenzkum efnahagsmálum, því fiskafurðir eru sem kunnugt er yfir 90% af útflutningi okkar og um það bil fjórðungur þjóð- arframleiðslunnar. Og raunar á okkur að verá 1 lófa lagið að komast langt fram úr Vestur-Þjóð- vérjum og hverri annarri þjóð 1 fiskiðnaði; við höfum hið ágætasta hráefni á grunnmiðum um- hverfis landið, á sama tíma og flestar aðrar þjóðir verða að senda flota sína langar leiðir til þess að komast á fiskimiðin. Allar aðstæður ættu að gera okkur kleift að vera forustuþjóð og nýungaþjóð í fiskiðnaði á sama hátt og við höfum nú forustu í veiðitækninni sjálfri, stórauká þannig þjóðarfekj- umar og tryggja atvinnuöryggi á ýmsum 'þeim stöðum sem nú -búa við erfitt árferði. jþetta er nærtækasta og mikilvægasta verkefni íslendinga í atvinnumálum. En í stað þess að sinna því halda stjórnarvöldin áfram að fimbul- famba um það að nú eigi íslendingar ekki annars úrkosta en að selja erlendum auðfélÖgum fallorku okkar þótt slík viðskipti myndu auk alls annars aðeins færa þjóðinni í aðra hönd örlítið brof af þeim verðmætum sem fullkominn fiskiðnaður gæti trygg.t. Á lógu stigi JJinar daglegu stjórnmálaumræður blaðanna eru einatt á lágu stigi og minna helzt á pex í krökk- um sem skiptast á stóryrðum án þess að hugsa um merkingu þeirra. Orðaskipti síðustu daga eru glöggt dæmi um þetta, en þá hafa blöð Sjálf- stæðisflokksins kallað Framsóknarflokkinn flokk Goldwaters, og Tíminn hefur valið Sjálfstæðis- flokknum hliðstæð heiti. •. jyjálflutningúr af þessu tagi er ekki aðeins barna- legur, heldur og háskalegur. Uppivaðsla of- stækisaflanna í Bandaríkjunum er alvarlegri en svo að vert sé ^ð hafa hana í flimtingum, og vissulega er ástæða til að óttast að hliðstæð öfl reyni að færast i aukana hér á landi. Ættu þeir menn í SiálMæðisflokknum og Framsóknar- flokknum sem eru andvígir ofstækisfullri aftur- haldsstefnu að hugleiða þann háska í fullri al- vöru, í stað þess að slæva dómgreind fólks með því að hrópa úlfur, úlfur í ótíma. — m. Laugardagur 25. júlí 1964 Kapplið ísfirðinga og Siglfirðinga, fyrstu knattspyrnuliðin, sem ke pptu á nýja iþróttavellinum á ísafirði. — Ljósm. Jón A. Bjarnason. Lokið fyrsta áfanga nýs íþrótta- svæðis á tsafirði og hann vígður ísafirði 21/7 — Síðastliðinn laugardag var tekinn hér í notkun nýr íþróttavöllur á Torfnesi. Völl- urinn var vígður með því að fram fór kappleikur í knattspyrnu milli ísfirðinga og Siglfirðinga í II. flokki. Einnig fluttu ávörp Bjarni Guðbjörns- son, forseti bæjarstjórnar, sem afhenti ísfirzkum íþróttamönnum þennan fyrsta áfanga fyrirhug- aðs íþróttasvæðis, og Sigurður Jóhannsson, for- maður íþróttabandalags ísafjarðar. Á sunnudag kepptu söfnu að- ilar aftur á nýja vellinum, en að þeim leik loknum bauð í- þróttabandalag Isafjarðar bæj- arstjóm Isafjarðar, ásamt sigl- firzkum <yg ísfirzkum knatt- spyrnumönnum til kaffi-1 drykkju í Eyrarveri. Þar fluttu ávörp þeir Frið- rik Bjamason, formaður Knatt- spyrnuráðs Isafjarðar, sem af- henti Siglfirðingunum staskkaða ljósmynd af fyrstu liðunum sem kepptu á nýja íþróttavell- inum, Sigurður Jphannsson, formaður IBI, fararstjóri Sigl- firðinga Bogi Nielsson, Bjami Guðbjömsson forseti bæjar- stjórnar og Högni ÞórðarSon. bæjarfulltrúi. Nýi völlurinn, sem nú hefur verið tekinn í notkun. er mal- arvöllur. Síðar verður honum breytt í grasvöll, en annar mal- arvöllur gerður við enda hans á fyrirhuguðu íþróttasvæði, en mestur hluti þess hefur verið fylltur upp. Var landið þama áður að mestu undir sjó. Fyrir ofan íþróttasvæðið er brekka, þar sem komið verður fyrir á- horfendasvæði. Úrslit i kappleikjunum urðu að Isfir jngar sigruðu. I fyrri leiknum unnu þeir með 1 marki gegn engu, en í þéim síðari með 2 mörkum gegn 1. — Fréttaritari. 1 , Islandsmótíð í handknattleik íslandsmótið í handknattleik utanhúss hefst á morgun, sunnudag, suður í Hafnarfirði, keppt verður á íþróttasvæðinu á Hörðirvöllum. FH sér um framkvæmd mótsins og er Hallsteinn stjóri. Hinriksson móts- flokkunum verður skipt í riðla. Keppni hefst kl. 4 á sunnu- Þátttaka er með mesta móti dag og leika þá FH og Haukar að þessu sinni. sex lið í mfl. karla, sjö i mfl. kvenna og sjð i 2. fl. kvenna, í kvenna- í mfl. karla og síðan Fram og IR í mfl. karla. Næst vérður Framhald á 7. síðu. Leit að rökum fyr- ir „illri nauðsyn «< Nokkrar íimræður hafa orð- ið í blöðunum undanfaríð um utanríkisstefnu íslands vegna ummæla dr. Kliesings for- marms fastanefndar þing- mannasambands NATO-ríkj- anna um minnkandi herhaðar- gildi iandsins vegna tilkomu langdrægra flugskeyta og slíkra vopna. Hafa þessar umræður eðlilega snúizt að mestrj um herstöðvar Atlanzhafsbanda- lagsins hér á landi. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum um að her- námið sé einungis til komið af „illri nauðsyn" og að herliðið eigi auðvitað að hverfa úr landi strax og ,,aðstæðurleyfa“hefðu , engir átt að gleöjast meira yf- ir ummælum dr. Kliesings en máisvarar hemámsins sem gef- ið hafa umræddar yfirlýsingar til bess að reyna að sætta ó- ánægða JVlgismenn sína við það. En það er mála sannast. að hernámssinrum er meiniila við að fólk geri sér þessar stað- reyndir Ijósar. Það kynni að opna augu fólks fyrir því, að ráðamenn hernámsflokkanna halda í það éins og drukknandi maður í síðasta hálmstráið. Fræg eru þannig knéföll Guð- mundar I. utanríkisráðherra fyrir bandaríska sendiherran- um til þess aðmótmælaminnk- andi hemámsframkvæmdum. Af sama toga er spunninn ákafi hernámsblaðanna að finna ný ,.rök" fyrir hinni „illu" nauð- syn hernámsins þegar gamlar blekkingar^ verða gagnslausar vegna þess að erlendir menn, eins og dæmin sanna með dr. Kliesing, umgangast viður- kenndar staðreyndir ekki af þeim sama hrokagikkshætti og virðingarleysi fyrir dómgreind almennings. sem einkénnir mál- svara hemámsins. ■ Utanríkisstefna rekin sem laumu- spil Utanríkisstefna Islands hefur allt frá stofnun lýðveldisins verið rekin sem laumuspil nokkurra útvalinna. sem um þau mál hafa fiallað. Mikil- vægustu mál hafa bannig ver- ið undirbúin með leynisamn- ingum. unz þing oe bióð stóð frammi fyrir gerð,,m hlut. og önnur atriði sem haldið er lejmdum með ölhf Það nægir að nefna sem ^mmi KéflaVík- ursamninginn. ,'nnnönguna í átlanzhafsbandalagið. komu hernámsliðs Bandaríkjanna hingað og undabsláttarsámn- ing núverandi ríkisstjómar í landhelgismálinu. Það er því engan veginn að ástæðulausu, að Alþýðubandalagið lágði fram á síðasta þingi tillögu til álykt- unar um utannkisstefnu ís- lenzka lýðveldisins, þar sem skýrt er kveðið á um grund- vallaratriði hennar. ■ Grundvallaratriði Þingsályktunartiilaga Alþýðu- battdalagsins kvað á um sjö grundvallaratriði utanríkis- stefnunnar, og eru þau þessi: 1. að íslenzka þjóðin hialdi fuilú sjálfstæði sínu. stjóm- arfarslegu sem efnahagslegu; 2. að íslendingar einir hafi eignar- og yfirráðarétt yfir auðlindum lands sins og at- vinnutækjum; 3. að hvorki sé á íslandi her né herbækistöðvar; 4. að Island sé hlutlaust í hern- aðarátökum, enda segi það sig úr Atlanzhafsbandalaginu jafnskjótt og samningar leyfa; 5. að Island starfi innan Sam- einuðu þjóðanna og hvar- vetna á alþjóðavettvangi að friðsamlegri lausn . deilu- mála og styðji hverja þá viðleitni til takmarkaðrar eða almennrar afvopnunar. sem fram kann að koma; fi. að Island veiti undirokuðum pg nýfrjálsum þjóðum ötul- an stuðning í baráttu þeirra fyrir fullu frelsi og efna- hagslegu sjálfstæði; 7. að Island hafi við hverja þjóð sérhver þau skipti. menningarleg og viðskipta- leg. sem samrýmast hags- munum og sæmd íslenzku þjóðarinnar." ■ Að skapi Gold- waters I fljótu bragði hefði mátt ætla, að allir flokkar hefðu getað orðið sammála um a.m.k. þá 5 liði tillögunnar, sem ekki varða hemámið og aðild Is- iands að Atlanzhafsbandalag- inu. Það er mál, sem mikið er og hefur verið deilt um. og þess naumast að vænta að af- staða henámsflokkanna beytist á skömmum tíma i þeim efn- um, einkum þegar þess er gætt, að afstaða þeirra er ekki byggð á málefnalegum rökum eins og svo Ijóslega hefur sannazt bæði fyrr og nú. En ríkisstjórnin og binglið hennar taldi sér samt ’nenía betur að fella tillöguna { heild, og talar það sínu máli. Atburðir eins og framboðGold- waters hins bandaríska , við forsetakosningar þar í landi á hausti komanda, sýna mönnum enn ljóslegar nauðsyn bess að marka sjálfstæða og heilbrigða íslenzka utanrfkisstefnu. sem ekki er háð persónulegum duttlungum heirra manna. sem mótmæla jafnvel bví að dreg- ið sé úr hernámsframkvæmd- um hér á landi, þegar spennan í alþjóðamáium fer minnkandi að allra dómi. Slíkir menn eru trúlega að skapi Barry Gold- waters. en heir eru ekkj fær- ir um að a^v'kfsstefnu íslenzku þjóðarinnar. — Skafti * » 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.