Þjóðviljinn - 28.07.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.07.1964, Blaðsíða 6
V V. 0 SfÐA Söltunar— dagur á Seyðisfirði □ Maður gengur niður grænan hjalla með hoppandi smá- lækjum og fyrir neð- an blasir við síldarplan með áttatíu stúlkum. Þær eru allar að salta af kappi og hróp eftir tunnum og salti rýfur morgunky rrðina. Fjörðurinn er spegil- sléttur og hvert síldar- skipið eftir annað öslar inn fjörðinn með full- fermi; þau heyja sitt daglega kapphlaup í höfn með veiði nætur- innar. Hvít röstin frá bát,- unum myndar skáhall- ar rákir á bláum firð- inum og vélamar eru spenntar fil hins ítr- asta. Þetta er eins og ’á veðreiðum eða knatt- spyrnukappleik og það er mikið í húfi- fyrir bátana. Tvær skips- lengdir á eftir geta kostað þriggja sólar- hringa löndunarbið, og þeir eru að ausa upp síldinni fyrir utan dag eftir dag. Eimskipin pípa' við bryggjurnar og svartir reykjarbólstrar' stíga til lofts frá síldarverk- smiðjunni. Vörubílar þjóta eftir götunum og allss’taðar er annríki og spenna í kaupstaðn- um. Síldargróser í góðu skapi Maður kemur ofan úr fjalls- ' hlíðinni frá hoppandi smá- lækjum, huldufólkshömrum og lömbum að leik og sogast inn í annríkið á planinu með hin- um áttatíu stúlkum. Síldarsaltandi er að spóka sig þarna í góða veðrinu og leikur við hvem sinn fingur. Hann heitir Ólafur Óskarsson og síldarplanið hans Hafaldan. — Þeir eru fallegir morgn- amir á Seyðisfirði, segir hann. — Héma við bryggjuhausinn liggur Guðrún frá Hafnarfirði með þúsund tunnur af fall- egri síld og allar stúlkumar mínar eru að salta þessa stundina. Hver vörubíllinn eftir ann- an ekur þarna að stæðunni og héldur á brott með full- fermi af tunnum. Það er nefn'- lega útskipun í fullum gangi á sama tíma. Síldin streymir inn á planið og síldir streym- ir út af planinu. Svona vilja bankamir hafa það. — Síldarplönin þjóta hér upp á Seyðisfirði og eru þó land- þrengsli mikil og stutt út í aðdýpið. Stórar jarðvinnsluvél- ar ráðast á fjaHshlíðamar, og hver undirlendisspotti er eftir sóttur undir athafnasvæði. Síldarplanið. mitt er til dæm- is héma undir Bjólfinum, eins og þetta er árennilegur risi Pscr eru að spóka sig á götu á Scyðisfirði á dögunum og salta síid hjá SunnuverL Hvað eru þær búnar að salta margar tunnur O, ætli það séu ekki bundrað hver. Það er ógurlega spennandi á Seyðisfirði og var bítlahljómsveit hér í gærkvöldi og keflvísku bitjámin eru væntanleg næstu daga. Þær heita taiið frá vinstri: Þóra Benediktsdótíir frá Reykjavík, Sigriður Agústsdóttir og Þóra Agúsísdóttir frá Grindavík og Hrcfna Axeisdóttir frá Hafnarfirði. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. júlí 1964 mm ; ;V- MM ém 0 ' ■- : - |’TT' að kljást við í þessum efnum. Við horfum lóðrétt upp í loft- ið. Svo kemur kannski lang- varandi stormur með regnveðri og bylur á klettunum og skrið- urnar falla og sópa síldarplön- um eins og spýtnarusli út á fjörðinn. — Níu sildarplön eru rekin hér í sumar og salta sex hundruð stúlkur tólf þúsund tunnur í tíu stunda lotu. Að- alveiðisvæðið er héma fyrir utan fjörðinn og þrýstingurinn er mikill frá flotanum. Hér verður saltað mikið í sumar að líkum. Reykvískar geimkellingar Það er lífleg sjón að horfa á áttatíu stúlkur önnum kafn- ar við söltun eftir næstum endlausri kassaröðinni á plan- inu. Þessar iðandi hendur með blikandi hnífa á lofti í hvítu og seyðfirzku sólskini. Það er vígaleg sjón. Svo fikrar maður sig eftir stúlknaröðinni á sleipu plan- inu og mundar myndavélina á fjórar stúlkur af handahófi í þessu iðandi lífi og það heyr- ist lágur smellur. Ein þeirra gellur þegar við: Jæja, — karlinn. Þar náðirðu nú loksins mynd af reykvísk- um geimkellingum á síld. Ás-1 dís Kvaran hefur orðið. — Við Kvaransystur erum alltaf létt- sorterum þar timbur upp á líf og dauða. Svo erum við líka stundum í tímavinnu ó B.P. stöðinni. Þeir ráða svo illa við olíutunnurnar. Ekk- ert skil ég í því að hafa aldrei farið áður á síld. Jack London stæll — Lífið hér á Seyðisfirði er eins og í skáldsögu eftir Jack London, segir Ásdís Kvaran. — Hér hafa allir frelsi tjl þess að gefa hver öðrum á kjaftinn og ganga hver frá öðrum án þess að nokkuð sé bókað. Þetta er villt og yfir- spennt líf. Einhversstaðar eru hér tveir lögregluþjónar að paufast í bænum. Annar er frá rikislögreglunni og hinn er bæjarlögregla. Þeir eru alltaf í íelum. Ein harðsnúin skipshöfn get- ur tekið völdin hér í kaup- staðnum. Það má heldur ekki sjást mastur úti á firðinum, þá enj þeir búnir að skella ríkinu í lás. En möstrin eru mörg á firðinum í sumar. Þessvegna er ríkið alltaf lok- að. Það er ljótur rekstur á einu fyrirtæki og væri áreið- anlega öðru vísi í einkaeign. Tíkarleg fyrirbrigði ske hér stundum á nætumar. AIls- konar dólgar ráðast inn á heimilin og venjulega upp úr miðnættinu. Mynt/ir og texti eftir G.M. ar á bárunni. Ég veit hins- vegar lítið um þessar saklausu dúfur hér við hliðina á mér. Þær eru víst frá Vestmanna- eyjum. Við köllum þær Surts- ey og Vesturey af því að allir ruglast á nöfnunum. Þær kalia sig Emu og Erlu Páls og eru eins og tvíburar. Þetta er líka svo ungt og reynslulítið i heiminum, blessuð skinnin. Surtsey og Vesturey fara að hlæja og krunka eitthvað sam- an. Það var bítladansleikur i gærkvöld á Seyðisfirði. — Ósköp er nú heilsusam- legt að salta síld í svona góðu veðri. segir Ásdís Kvaran. — Við Kvaransystur byrjum dag- inn með þvi að elda okkur hafragraut og borðum hann af beztu lyst. Svo drekkum við lýsi í hádeginu og annan lýsis- snaps á kvöldin. Það er allt og sumt. Við getum líka aldrei verið iðjulausar. Þegar ekki er ver- ið að salta síld, þá erum við roknar í fayggingarvioixu og Þeir reka konumar úr ból- unum og skelfa bömin og heimta kaffi og meðlæti. Mannstráið á heimilinu er að vinna einhversstaðar út í bæ og þeir passa sig að hafa sím- ann lokaðan á nóttunum hér á Seyðisfirði. Konan er varn- arlaus og verður að sitja uppi með þessa dólga og stjana undir þá fram á nóttu, og neyðist oft til þess að setja allt af stað í eldhúsinu og standa jafnvel í bakstri og matargerð fyrir þessa ókunn- ugu menn. Þeir ættu að reyna að koma í hafragrautinn til okkar Kvaransystra. Við höf- um flugbeitta exi undir rúm- inu, og ætli væri ekki auð- velt að reka úr þeim vind- inn. En hvar er lögreglan? Hún er í felum. Mér er tjáð, að aðeins séu veittar hundrað þúsund krónur til löggæzlu í Seyðisfirði og Vopnafirði ’sam- anlagt. Hið villta líf fær að dafna hér og blómstra í friöi. Hér sést yfir síldarplanið Hafölcluna á Seyðisfirði og eru áttatíu stúlkur að salta þarna önnum kafnar á pianinu. Við bryggjuhaus- inn er Guðrúu frá Hafnarfirði og losaði þúsund tunnur í salt. — tJrkast var fjörulíu prósent og þykir gott þessa stundina. Þessar stúlkur eru aö salta hjá Haföldunni í sumar og er önnur skosk og heitir Carole 'og hin austurrísk og heitir Erika. Framlög og gjaf- ir til Skálhoits Sigurbjöm Einarsson biskup hefur beðið Þjóðviljann að birta eftirfarandi grein um gjafir til Skálholts: Á Skálholtshátíðinni. sem haldin var um síðustu helgi, vakti símskeyti frá sóknar- nefndum Holtsprestakalls í önundárfirði sérstakan fögnuð og hrifingu hátíðagesta. Skeyt- ið var svohljóðandi: „Skálholtshátíðin, Skálholti. Hreppsnefndimar í Holts- prestakalli í önundarfirði hafa ákveðið að heiðra minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar með því að gefa til Skálholts 25 kr. á hvern gjaldanda í hreppnum og hefur Flateyrar- hreppur ákveðið það næstu fimm ár. Hreppsncfndirnar vænta þess að önnur sveitar- félög veiti Skálholti svipaðan stuðning. Sóknarnefndir Holtspresta- kalls“. Ekki efa ég það, að þeim ágætu mönryjm, sem að eig.'n frumkvæði hafa sýnt Skálholti þvílíkt drengskaparbragð. muni verða að þeirri trú sinni, að aðrir fylgi fordæmi þeirra. Hef ég þegar fengið þá von stað- festa á eftirminnilegan hátt, er Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri, sendi mér bréf það sem hér fer á eftir: . .Framlag til Skálholts. Endurreisn Skálholts á að vera áhugamál og metnaðar- mál allra^ þjóðarinnar. Þar á að rísa aridleg aflstöð landi og iýð til farsældaj í framtíð. En slík uppbygging er mik- ið átak og þurfa því sem allra flestir að leggja þar hönd á plóg. Nú hafa Önf irðingar sýnt hug sinn í verki. Þeir hafa í virðingarskyni við Brynjólf biskup Sveinsson heitið að gjalda til Skálholts næstu 5 árin 25 króna skatt af hverj- um gjaldanda í sveitinni. Er þetta rausnarbragð önfirðinga til njikillar sæmdar, Þótt ég sé ekki Önfirðingur að uppruna átti ég lengi heima meðal þeirra. gegndi margs- konar trúnaði og undi hag mínum yel. Er þó efst í hug mínum nú það óvenjulega drengskapar. bragð, sem gamlir nemendur mínir úr önundarfirði sýndu mér á raunastund fyrir 15 ár- um. Minnugur alls þessa vil ég nú taka undir með önfirð- ingum á þann hátt að heita Skálholti, í þeirra nafni, 100 króna framlagi á mánuði frá l júlí þessa árs og áfram alla Framhald á 4. siðu. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.