Þjóðviljinn - 28.07.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.07.1964, Blaðsíða 7
I Þriðjudagur 28. júlí 1964 ÞJðÐVILJINN StÐA ORKUMÁL, er nafn á upp- lýsingariti, sem raforkumála- stjóri sendir frá sér öðru hvoru og hefur að geyma skýrslur ýmiskonar, upplýs- ingar og ýmsan fróðleik um þessi mál. 1 nýjasta hefti Orkumála ritar Jakob Gislason raforku- málastjóri m.a. grein um þró- un rafveitumála á íslandi, allt frá því að stofnað var til fyrstu rafmagnsveitunnar hér á landi árið 1904 með vatns- aflstöð Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði og fram á þenn- an dag Raforkumálastjóri segir að líta megi svo á, að nú sé að hefjast þriðja þróunartima- bilið í rafveitumálum lands- ins, nýtt 30 ára tímabil, og að kenna megi það við lands- virkjun og landsveitu. Síðan segir hann: „Á þvd tímabili verða án efa allar hinar aðskildu sam- veitur svo og kauptúnaraf- veitur tengdar inn á eitt meg- inveitukerfi er að lokum tek- ur yfir allt landið og má nefnast „Iandsveita". Á tíma- bilinu verður stigið hvert skrefið öðru stærra í virkjun stóránna og orka þeirra flutt um landsveituna hvert á land sem hennar er mest þörf. Þessi þróun kemur sem eðlilegt áframhald af fyrra tímabilinu, samvirkjunum og samveitum, og grundvallar- þáttur hennar er að sjálf- sögðu eins og fyrra tímabils- ins sá, að hverfa að enn stærri og um leið hagkvæmari virkjunarframkvæmdum en áður voru komnar. Fullvirkj- un Sogsins markar eðlilega þessi tímamót. Nú er að stíga skref að hefja virkjun í stór- ám landsins. Það skref er svo stórt, að eðlilegt er að líta á hina fyrstu virkjun í stórám landsins sem landsvirkjun og nefna hana því nafni og ó- hjákvæmilegt að sköpun og þróun landsvirkjunar og landsveitu fylgist nokkum veginn að. Bins og að framan getur, kemur nú mjög til athugunar að'virkja sameiginlega í einni stórvirkjun fyrir fimm af samveitusvæðum landsins, sem enn eru aðskilin; 100.000 kilowatta virkjun fyrir þau sameiginlega endist þeim ekki nema fram á árið 1974. Fyrir þann tiíma þarf næsta orkuver þar á eftir að vera komið upp. Þá er árleg aukning aflþarf- ar á svæðinu orðin full 15.000 kw og síðari virkjunin getur ekki orðið undir 50.000 kw að stærð. Á næstu 10 árum verð- ur þvi að virkja að minnsta kosti 150.000 kw fyrir þetta svæðx allt .... v Þar eru þær þrjár ár, sem taldar eru bezt fallnar til virkjunar af stórám landsins, Hvítá, Þjórsá og Jökulsá á Fjöllum, en auk þess Sogið, sem nú er fullvirk jað og ( Laxá í S. Þing., sem er mjög vel fallin til virkjunar. Með hagkvæmum virkjunum í þessum ám má örugglega fá þá orku, er hér segir: GWh Sogið .................. 500 (þegar virkjað) Hvítá (án Sogs) .... 2000 Þjórsá (með þverám) 8000 Jökulsá á f jöllum .... 3000 Laxá x S. Þing.......... 500 Samt. 14.000 GWh Hvenær er Iandsveita tímabær? Mjög mikill meirilhluti eða kiingum 80% af aJlri raf- orkunotkun þjóðarinixar fer fram á Suðvesturlandssvæð- inu. Það orkusveitusvæði er því þegar orðið svo stórt, að þvi er fremur lítil hagsbót að þvi að hin smærri svæði verði tengd við það. Mismunur virkjunarkostnaðar á hvert kw er ekki mikill hvort um 80.000 eða 100 kw virkjun er að ræða. Stofnkostnaður virkjana af þeim stærðum er nú áætlaður 8.000 — 9.000 kh/kw. Hins vegar eru 3000 — 20000kw virkjanir að jafn- aði til muna dýnari eða 12.000 — 24.000 kr/kw. Fyrir hin minni orkuveitu- svæði er það hins vegar, að öðru jöfnu, venilegur hagn- aður að verða þáttakandi í stórvirkjun með öðnim, í stað þess að virkja smávirkjanir einar. 3.000 til 10.000 kw virkjanir geta orðið tvisvar til þrisvar sinnum dýrari á afleiningu en stórvirkjanir. Á slikri smástöð getur kostnaðannunurinn numið 50 — 100 miljón króna miðað við sama afl frá stórvirkjun. Á móti kemur evo kostnaður við að flytja orkuna lengri leið frá stórvirkjun í öðrum landshluta en fiá smávirkjun heima fyrir. Um þessi atriði þarf að sjálfsögðu að gera nákvæmar áætlanir í hvert sinn og bera saman mismun- andi valkosti. Á annan hátt getur það orðið hinu litla orkuveitu- svæði verulegt hagsmunamál, að tengjast heldur stæira orkuveitusvæði og stórvirkj- unum en að virkja heima fyr- ir. Með tengingu við stór- virkjun tryggir hið minna svæði sér að jafnaði aðgang að margfalt meira afli um tengiveituna en það hefur fjárhagslegt bolmagn til að virkja sjálft heima fyrir, eða hagvæmt getur talizt að virkja þar, meðan ekki er vitað um næga hagnýtingar- möguleika aflsins. Sambandið við stórvirkjun gefur meiri mögxileika en ella til stað- setningar aflfrekra fyrirtækja á orkuveitusvæðinu og til ör- ari aukninga og losar hérað- ið á sinn hátt úr einangnin og hokurbúskap í orkumálum sínum Eins og áðxir er getið, verð- ur með samanburðaráætl- unum um stofnkostnað og rekstur að fá skorið úr því í hvert siim, hvort hagkvæm- ara er að virkja heima fyrir í héraði eða tengjast við stóra virkjun í öðru héraði eða landsihluta, en það getur tæp- lega onkað tvímælis að það er eftirsóknarvert fyrir héruð og landshluta eins og Snæ- fellsnes, vestanvert Norður- land og Austurland að kom- ast sem fyrst í samiband við stóra virkjun. Hið sama gildir í rauninni einnig um Laxár- virkjunaisvæðið, þótt þar sé nú þegar um til mun-a meiri raforkuvinnslu að ræða en á þeim þremur svæðum, er nefnd voru. Einn af kostum þess að tengja aðskilin rafveitukerfi sam-an í eitt stærra er sá, að orkuverin nýtast betur í sam- rekstri en hvert út af fyrir sig. Samreksturinn veiður á ýmsan hátt' hagkvæmari en aðskilinn rekstur, vatnsnotk- un í vatnsorkuverum verður drýgri, eldsneyti nýtist betur þar sem um það er að ræða, eldsneyti sparast við hagan- legri vatnsnotkun eftir sam- tengingu, vinnuafl sparast með auknum möguleikum til verka- og vaktaskiptinga og þörf á varaafli er minna en ella. Víða á landinu hagar svo til, að fyrir hendi eru vatns- föll, sem að visu eru allhag- kvæm til virkjunar, ef full- virkjað er á virkjunarstað, en til muna kostnaðarsamara að virkja í svo smáum áföng- um sem gem þarf vegna lítill- ar orkuþarflar héraðsins með- an það er einangrað.. Sem dæmi um þetta má taka Laxá í S. Þingeyjarsýslu. Ljóst er, að fullvirkjun Laxár við Brú- ar er hlutfallslega ódýrara en virkjun í mörgum áföngum. Því kemur til athugunar, að tengja Laxáivirkjunarsvæðið nú við Suðurland og við stór- virkjun þar í stað þess að gera litla virkjun í Laxá, en fullvirkje, Laxá við Brúar síð- ar inn á heildarkerfið, er þá . getur tekið við allri orku þeirrar virkjunar. Um Hraunsfjarðarvötn á Snæ- fellsnesi gildir að nokkm leyti hið sama. Ef virkjun Framhald á 9. síðu. •Á Jiessu ári eru liðin 60 ár síðan stofna« var til veitunnar hér á landi árið 1904. Var það vatnsaflsstöð Jóhann- esar Reykdal í Hafnarfirði. Myndirnar hér fyrir ofan eru af Hafnárfjarðarlæknum og rafstöð Jóhannesar. En er á leið daginn, þá lét Haraldur konungur bera í tjaldið töskur mjög margar. Þar báru menn og klæði og vopn og ann- ars konar gripi. Þe3 fé miðlaði ’hann, gaf hann og skipti með mönnum Magnúss konungs, þeim er þar voru í veizlunni. Síðan lét hann leysa töskumar, mælti þá til Magnúss kon- ungs: 24. DAGUR aldi, frænda sínum. Þórir af Steig gaf Haraldi konungsnafn þar á þinginu. Þann dag bauð Haraldur konungur Magnúsi konungi til1 borðs síns, og fekk hann um daginn með sex tigu manna til landtjalda aralds konungs, þar sem hann hafði veizlu búið. Voru þar þá báðir konungamir í samsæti, og var þar veizla fögur og -veitt kappsamlega. Voru konximgarn- ir kátir og gláðir. Þá stóð upp Haraldur og þakkaði honum vel tign og veg- semd. Setjast þá niður báðir og voru allkátir þann dag. Um kvöldið gekk Haraldur og hans menn til skips síns. Eftir um morguninn lét Magnús kónungur blása til þings öllu liðinu. En er þing var sett, þá lýsti Magnús konungur fyrir öllum mönnum gjöf þeirri, er hann hafði gefið Har- Landsveita um Suðvestur-, Norð- ur-og Austurland innan 10 ára? i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.