Þjóðviljinn - 28.07.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.07.1964, Blaðsíða 10
10 SÍÐA Iejradu í Róm síðustu þrjú þús- und árin. — Ef það verður meira uppi- etand út af honum í verinu, sagði Delaney og horfði reiði- lega á Stiles sem var langt í burtu fyrir framan gluggann, — þá lumbra ég á honum. Tucino horfði áhugalaus á Stiles. — Leikarinn gerir ekki uppistand. sagði hann. — Hann er búinn að fá mánaðarlaun fyrirfram. Hann myndi svelta. — Ef ég gaeti kosið upp aftur, sagði Ðelaney, þá ' myndi ég greiða atkvæði með banni. Eink- um fyrir leikara og rithöfunda. Hann yppti öxlum og hætti að hugsa um Stiles. — Og hvað um Clöru, sagði hann vígreifiir. — Ég sá að hún stóð og lét móðan mása við þig. Hvað var hún að þusa? v — Hún hefur áhuga á að fá eér dugandi kokk. sagði Jack, — svo að þú hefðir að einhverýu að hverfa heima á kvöldin. Nær- andi máltíð. — Drottinn minn, sagði Del- aney, og Barzelli hló mjúkum Mátri. — Kokk. 6g skal segja þér, að þetta endar með því að ég dreg mig í hlé í einsetu- mannskofa og læt ekki sjá fnig nema við fyrsta dags upptökur. — Já. við treystum því þá —, eagði Jack. — Jack, kæri vinur, sagði Tucino og strauk jakkaermi Jacks. — Ég er mjög glaður. Maurice segir mér að þér talið þessa rödd mjög vel. með mik- illi tilfinningu. — Maurice er lygalaupur, sagði Jack. — Það vitum við allir, sagði Tucino. — Maurice er lygalaup- ur. Hvað ætti hann annars að gera hér f Róm? Hann hló, á- nægður með borgina sína. — Sæll, Jack. Brutton leikar- inn sem gat ekki lengur unnið f Hollywood hafði nálgazt hóp- inn án þess að tekið væri eftir honum. Hann sló hjartanlega á öxlina á Jack og stóð með framrétta hönd og óöruggt bros á dökku, yfirspenntu andlitinu. — Þú manst eftir mér Jack? — Já. auðvitað. sagði Jack. Hann tók f útrétta höndina. — Ég frétti að þú værir í Róm, sagði Brutton. Rödd hans HÁRGREIOSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SlMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN, — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HÁRGEIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (María Guðmundsdóttirt Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. var hás og útjöskuð og það var auðheyrt að hann vildi gjaman að hún væri hjartanleg og frjáls- leg, en hann blekkti engan, ekki einu sinní sjálfan sig. Svitadropar stóðu á enriinu á honum. Hann minnti á mann sem reynir að komast inn á íþróttakeppni með ógildan aðgöngumiða. — Allir birtast í Róm fyrr eða síðar nú á dögum er það ekki, Jack? sagði Brutton. Hann hló óþjálum hlátri og Jack fann að honum leiddist sjálfum hávaðinn sem hann framleiddi. — Sælir, herra Delaney. Hann sneri sér að Maur- ice og rétti fram höndina. — Ég hef lengi verið að velta fyrir mér, hvenær þér þyrftuð á góð- 30 um leikara að halda og gerðuð boð eftir mér. Ég kann ennþá að tala ensku! — Sælir, Brutton, sagði Maur- ice kuldalega. Hann lét sem hann sæi ekki utrétta höndina. Svitinn glampaði á enrii Brutt- ons og hann deplaði flöktandi augunum. — Ég réttj fram hönd- ina herra Delaney. sagði hann. — Já, ég sé það sagði Delaey. Tassetí þokaði sér ögn nær Delaney og horfði á glaður og áhugasamur. Það voru svona at- vik, sem Tasseti lifði fyrir, og hann broti blíðlega, reiðubúinn að verja yfirboðara sína útdeila höggum og gegna varðhundshlut- verkinu. út í yztu æsar. Brutton lét höndina sfga. Hann dró andann djúpt nokkrum sinn- um. — Jack tók f höndina á mér, sagði 'hann skerandi röddu. Hann þykist ekki af góður til þess. Og þó er hann í þjónustu hins opin- bera. — Jack er diplómat, sagði Delaney og starði kuldalega á Brutton. — Hann varður að taka í höndina á hvaða drullusokki sem er, ef farið er fram á það. — Gætið nú að yður! sagði Brutton hátt Qg tómlega. — Svona er ekki hægt að tala við mig! Delaney sneri bakinu að Brutton og sagði við Brazelli og strauk handlegg hennar blíð- lega. — Þú ert falleg í kvöld, carissima. Ég kann vel við þessa nýju hárgreiðslu. Brutton færði sig. svo hann stóð aftur andspænis Delaney, og Jack sá að Tasseti kreppti hnefana vongóður og beið þess að slagsmálin byrjuðu. — Nú skal ég segja yður álit mitt á yður. sagði Brutton hásri röddu við Delaney. — 35g held að þér séuð laumukommúnisti Það eru ennþá margir af yðar tagi f Hollywood, látið yður ekki detta annað f hug. Síðast þegar ég kom þangað, kom ég inn á Chase og ég gekk framhjá borði og ein- hver hellti úr glasi yfir mig .... Þar sátu sex menn, stór nöfn f kvikmyndaiðnaðinum, flokks- bundnir repúblikanar. og þegar ég spurði hver hefði gert þetta. þá hlóu beira bara . — — Taktu það rólega, sagði Jack og skammaðist sín fyrir Brutton. skammaðist sín fyrir kvikmyndaiðnaðinn, fyrir banda- ÞIÓDVILISNN ríkjamenn heima og erlendis. Harm tók um handlegginn á Brutton. Maðurinn titraði. — Nefndin gaf mér fyrsta flokks vottorð. hélt Brutton á- fram. — Þegar ég vitnaði, tóku þeir í höndina á mér; þeir sögðu að ég væri sannur Bandaríkja- maður og föðuriandsvinur sem hefði séð villu síns vegar og viljað bæta fyrir. Ég get sýnt yður bréfið. — Nefndin myndi gefa tauga- veikisbakteríu fyrrstaflokks vott- orð, ef hún Ijóstaði upp um hinar taugaveikibakteríumar eins og þér gerðuð, sagði Delan- ey. — Ef ég á að segja mitt álit. þá mætti segja mér að þér vær- uð ennþá kommi í hjarta yðar, ef þér eruð þá nokkuð. Þér eruð nógu vitlaus til þess. Þér eruð gunga og þér leystuð frá skjóð- unni til að bjarga sjálfum yður og komuð upp um hóp af veslings aulum, sem voru beztu vinir yðar og gerðu aldrei neitt verra en skrifa undir skjal sem hróp- aði húrra fyrir rússneska hern- um árið 1944. Ég vorkenni yður, en ég tek ekki í höndina á mönnum af vorkunsemi. Ef þér eruð úti að aka og þurfið á hjálp að halda. getið þér komið á skrifstofuna til mín á morgun og ég skal láta yður hafa pen- inga. Vegna þess að mér finnst það skylda mín að halda lífinu í öllum leikurum. líka þeim lé- legu eins og yður. af því að ég lif nú einu sinni á þeim sjálfur. Og hypjið yður svo út héðan. Þér hafið þegar látið alltof mik- ið á yður bera. — 6g ætti að berja yður, hvís- aði Brutton en hreyfði ekki handleggina. — Já. reynið það. sagði Delan- ey kuldalega. — Einhvemtíma seinna. Hann sneri sér að Bar- zelli. — Eigum við ekki að fá okkur drykk, carissima, sagði hann. Hann tók í handlegginn á henni og gekk að bSrnum. Tasseti brosti blíðlega og horfði á Brutton með ánægju- svip. Tucino yppti öxlum. — Ég verð að segja, að ég get aldrei botnað í Bandaríkjamönnum. sagði hánn. Brutton þurrkaði sér um enn- ið með grænum silkivasaklút pg aúgun. sem voru næstum tárvot, flöktu frá einum til annars. — Hann er gpðveikur af sjálfs- dýrkun, sagði Brutton hátt. — Bíðið bara þangað til hún nær yfirhðndinni. Hann sýndi tenn- umar og gerði óhugnanlega til- raun til að sýnast kærulaus og yfirlætisfullur. — Við sjáumst seinna. Jack. Mér þætti gaman að bjóða þér að borða og sýna þér hvemig fátæklingamir lifa. — síðasta sinn svipaðist hann um, flóttalega og næstum biðj- andi. Enginn sagði neitt. Tass- eti stakk höndunum í vasana, vonsvikinn yfir að ekki skyldi koma til líkamsmeiðinga. Brutton sneri sér við og gekk með mis- heppnuðum glæsibrag út í eitt homið á salnum, þar sem tveir italskir kvikmyndakjúklingar töluðu saman; hann lagði hand- leggina utanum þær og fór að tala við þær. Harður hlátur hans hljómaði inn salinn. gegnum hávaðann af samræðunum. — Hvemig liggur i þessu? purði Tasseti á næstum óskiljan- legri frönsku sinni. — Hefur Delaney stungið undan kvik- myndaleikaranum ? — Kannski, sagði Jack. — Ein- hvem tima. Hann tók í hend- umar á Tucino og Tasseti og gekk í átt til dyra. Hann var búin að fá nóg af samkundunni. Meðan hann stóð frammi í anddyrinu og beið eftir frakkan- um sínum. sá hann eina af laglegu, bandarísku skólastúlk- unum sitja á marmarabekk upp vig vegginn og kjökra. Það blæddi úr vörinni á henni, og hún þurrkaði blóðið í bleika bréfservíettu. Tvær vinkonur hennar etóðu fyrir framan hana. alvarlegar á svipinn, meðan þær reyndu að vemda hana fyrir augnaráðum • gestanna sem voru að koma og fara. Jack forðaðist að lita á hana aftur, og það var ekki fyrr en næsta dag að hann frétti, að hún hefði farið inn j svefn’herbergi með einum af ungu, ítölsku greifunum. sem hefði fleygt henni f rúmið og bitið hana f vörina. þegar hún reyndi að hindra hann f að kyssa sig. Það þurfti að saurr.a sárið saman með tveimur spor- um. 13 Undir daufu skini mánasigð- arinnar gjálfraði Miðjarðarhafið mjúklega við ströndina. Jack og Verónica hölluðu sér upp að kletti í skjóli fyrir golunni. Þeim var notalega hlýtt í frökk- unum og loftið var óvenju tært og ilmandi á þessum árstíma. Það var nær miðnætti og aðeins örfá ljós sáust í vetrarauðum húsunum við ströndina. Þegar Veronica stakk upp á því að fara til Fregepe og borða kvöld- verð þar, þótti Jack það mjög notaleg tilhugsun eftir hitann og' æsinginn í samkvæmi Holts. Þau höfðu borðað í lítilli krá. fábrotinn mat og drukkið flösku af nýju rauðvíni. og svo höfðu þau reikað í útjaðri furuskógar- ins við ströndina og niður á auða svæðið, þar sem þau voru nú. Þar var ilmur af saltvatni og furutrjám og Jack hélt um mittið á Veronicu og horfði á mánasilfrið á öldunum. Þessi mynd hlýtur að heita „Tveir elskendur við hafið,“ hugsaði Jack með ánægju. Þessa stundina voru Delaney og Bar- zelli og Stiles o.g Brutton og all- íh- deilur og pex og vandamál mjög fiarlæg og þýðingarlítil. — Mér hefur dottið í hug. sagði Veronica. — hvort ég ætti að fara til Parísar. Hún hikaði andartak með höf- uðið við öxlina á- Jack. og hann vissi að hún ætlaðist til bess að hann segði: Já. þú ættir að til Parísar. En hann sagði það ekki. — Ég er þreytt á Róm. sagði hún. — Og auk þess get ég ekki falið mig fyrir Róbert til eilífðar. Og auk þess gerir hann mér lífið óþolandi. — 1 veizlunni hjá Holt sagði Delaney mér. að hann hefði einu sinni séð Brasach berja þig á veitingahúsi. sagði Jack. — Er það satt? — Já, sagði Veronica óg hló stuttaralega. — Einu sinni. — Hvað gerðir þú? — Ég sagði honum. að ef hann gerði þetta aftur, þá færi ég frá honum. sagði hún. — Hann gerði það aldrei aftur, en ég fór frá honum samt. Hún hló aftur. — Hann hefði þess vegna getað veitt sér þá ánægju. Hún tók handfylli af sandi f lófann og lét hann renna niður úr greip- inni. — Ég get talað frönsku. sagði hún. — Ég gæti fengið vinnu á ferðaskrifstofu. Það koma milljónir Frakka til Italíu á hverju ári. Hún hikaði. — Mig hefur allt- af langað til að eiga heima í París. Ég gæti fengið mér litla íbúð og svo gætir þú komið í heimsókn til mín. Jack hreyfði sig til og honum varð hálfórótt. Hann sá fyrir sér, hvemig hann flýtti sér heim af skrifstofunni og bölv- aði við stýrið í allri umferðinni til að þjóta upp skældan stiga í hrörlegri St-Germain-des-Prés byggingu með leiguíbúðum og háttaði hjá Veronicu meðan hann reyndi að stilla sig um að vera alltaf að líta á klukkuna; og kveðja hana síðan of fljótt af elskhuga að vera og of seint af eiginmanni. og þjóta síðan heim hæfilega snemma til að kyssa Helenu og bjóða bömunum HióJbarðaviðgerðir OPIÐ ALLA DAGA (LIKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FRAKL. 8 T1L22. Gúmmívixinustofan h/i Skipholti 35, Reykjavik. Þriðjudagur 28. júlí 1964 Skrá yfír umboðsmenn Þjóðviljans útí á landi AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVlK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVÍK: Kiartan Kristófersson Tröð HAFNARE-TÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDALUR: Helrri Biömsson HÓLMAVÍK: Árni E Jónsson, Klukkufelli. HÚSAVÍK: Amór Kristjánsson. HVERAGER.ÐT: Verzlunin Reykjafoss h/f. HÖFN. HORNAFTRÐT- Þorsteinn TÞorsteinsson. ISAEJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f. KEELAVÍK. Masnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helsa .Tóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRT-N.TARÐVlK- .Tóhann Guðmundsson. ÓLAF.SE.TÖRÐUR- Sæmundur Ólafsson. ÓLAESVÍK: Gréta Jóhannsdóttir PATTFARHÖVN- Guðmundur Lúðvíksson. REYÐAREJÖRÐUR: Biörn Jónsson, Reyðarfirði. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sivu-rVdörnodóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 189. SELFOSS: Maanús Aðalbiamarson. Kirk'juvegi 26. SEYÐISFJÖRÐUR: Sieurður Gíslason. SIGLUF,TÖRDUR • Kolheinn Friðb'jamarson, Suðurgötu TO. Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr:. Siaurlaug Gísladóttir, Hof- túni við Vífilsstaðaveg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ælgissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR- Jón Gn^vsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. Sími 17-500. FERDIZT LANDSÝN • Seljum farseðla með skipum Greiðsluskilmálar Loffleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L/\NI O SVN Tr TÝSGÖTU 3. SlMI 22890. — P.O. BOX 465 UMBOÐ LOFTLEIÐA. — EEYKJAVfiC. i % .1 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.