Þjóðviljinn - 31.07.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.07.1964, Blaðsíða 7
: „idagur 31. júlí 1964 HÖÐVILIINN SÍDA 7 i <'< u /V Ný jarðskjálftaathugunar- stöð starfrækt á Akureyrí Frá hafnarborg í Paraguay Höfn í Paraguay, við fljótsbakka 1860 km. frá hafL Verið er að skipa út yerba maté, nokkurskonar teblöðum, sem þjóðar- drykkur Paraguay er framleiddur úr. Frá Veðurstofunni hefur borizt svohljóðandi fréttatilkynning: Þann 28. júní 1964 hófst starfræksla nýrrar jarðskjálfta- athugunarstöðvar á Akureyri. Stöð þessi er ein af rúmlega 120 sams konar stöðvum, sem Landmælingastofnun Banda- ríkjanna (U.S. Coast and Geo- detic Survey) hefir kbmið á fót víðs vegar um heim. Legg- ur Landmælingastofnunin vís- indatæki til jarðskjálftastöðv- arinnar og greiðir einnig hluta af byggingarkostnaði hennar. Stöðin er til húsa í kjallara nýju lögreglustöðvarinnar á Akureyri. Jarðskjálftamælar stöðvarinn- ar eru meðal hinna fullkomn- ustu, sem völ er á. Þeir geta stækkað jarðhræringar allt að 750 þúsund sinnum. Slíka stækkun verður þó ekki hægt að nota hér á landi, vegna stöðugra hreyfinga jarðskorp- unnar, sem stafar af vind:,4>- sjávargangi og fleiru. Stöðinni var ' valinn staður á Akureyri vegna þess að álitið var, að þar bæri einna minnst á þess- um hræringum. Athuganir með hinum nýju mælum benda til, að þessi skoðun reynist rétt. Stöðinni fylgir einnig full- kominn útbúnaður til tíma- mælinga. Er hann að mestu sjálfvirkur, og þarf stöðin því litla gæzlu. Starfsmenn Landmælinga- stofnunar Bandaríkjanna, þeir Mr. Leonard Kerry og Mr. David Vanevenhoven sáu um uppsetningu jarðskjálftamæl- anna ásamt Leifi Steinarssyni, áhaldasmið. Veðurstofan sér um rekstur stöðvarinnar og úr- vinnslu mælinga, en dagleg gæzla stöðvarinnar verður und- ir eftirliti Gísla Ólafssonar, yf- irlögregluþjóns á Akureyri. Frumrit jaa-ðskjálftamæling- anna verða send Landmælinga- stofnun Bandaríkjanna, sem Ijósmyndar þau, og sendir af- rit af þeim til vísindastofnana. er þess óska. Frumritin verða síðan endursend til Veðurstof- unnar. Gamli jarðskjálftamælirinn, sem verið hefur , í Menntaskól- anum á Akureyri, undir um- sjón Árna Friðgeirssonar hús- varðar, verður væntanlega fluttur að Vík í Mýrdal, í stað mælisins * sem þar er nú, en þarfnast gagngerðrar við- gerðar. Ný bók í flokkn- um „1 mn ÁlögÓ útsvör í Kópavogi um 31 milj. króna á þessu ári Álagning útsvara í Kópa- vogskaupstað er lokið og var útsvarsskráin lögð fram í gær, fimmtudaginn 30. júlí. Utsvassskráin liggur frammi hjá umboðsmanni skattstjóra að Skjólbraut 1. Skattstofa um- boðsmanns verður opin frá kl. 1—7 e.h. dagana 30. og 31. júlí n.k., en síðan alla virka dagn nema laugardaga til og með miðvikudegi 12. ágúst n.k. frá kl. 4 — 7 e.h. Einnig liggur útsvarsskrá frammi í bæjarskrifstofunum á II. hæð Félagsheimilis Kópa- vogs við Neðstutröð. á venju- legum skrifstofutima frá 30. júlí til 12. ágúst n.k. að báð- um dögum ^meðtöldum. Við álagningu útsvara var fylgt eftirfarandi reglum: Lagt var á hreinar tekjur til skatts að frádregnum lögboðn- um persónufrádrætti til út- svars og útsvari fyrra árs er greitt hafði verið að fúllu fyr- ir áramót. Eftirtalin frávik voru þó gerð: v 1) Bætur samkv. alm. trygg- ingalögum, aðrar en fjöl- skyldubætur, voru undanþegn- ar útsvarsálagningu. 2) Tekjur bama voru undan- þegnar álagningu hjá framfær- anda, að því leyti er þær námu hærri fjárhæð en fjölskyldu- frádrætti vegna viðkomandi bams. 3) Tekið var tillit til að- stæðna þeirra er getur í a, b og c liðum 33. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, þ.e. dauðsfalla, eignatjóns, mikillar tekjurýrnunar eða annarra ó- happa, sem skerða gjaldgetu Framhald á 9. síðu. Blaðinu hefur borizt nýútkom- in bók ,,Við þjóðveginn”, sem gefin er út af Ferðaskrifstofu ríkisins. Hér er um að ræða þriðju bók í bókaflokki með þessu nafni, sem ferðaskrifstofan gefur út. Sú fyrsta fjallaði um leiðina frá Reykjavík um Þing- völl, Uxahryggi og Kaldadal upp í Borgarfjörð. Sú næsta um hina venjulegu leið frá Reykjavík, / fyrir Hvalfjörð til Akureyrar. Hin nýútkomna bók fjallar um leiðina frá Akureyri til Mý- vatns og þaðan til Húsavíkur. Fyrirhugað er að gera skil öll- um helztu ferðaleiðum um land- ið í þessum bókaflokki. Bjöm Þorsteinsson sagnfræð- ingur hefur skrifað allar leið- arlýsingamar til þessa af glögg- skyggni og nákvæmni. Bjöm er reyndur ferðamaður og þaul- kunnugur þessum leiðum. Hann hefur gætt frásögnina kímni. kryddað hana víða skemmtileg- um tilvitnunum í fomsögur. Hann útskýrir ðrnefni og beinir athygli ferðamannsins að því, sem markverðast er og forvitni- legt á leiðunum. í hinni nýútkomnu bók er mikið af Ijósmyndum, margar teikningar eftir Halldór Péturs- son ásamt kortum af leiðunum. Keflavíkurbár Þorgríms Halldórssonar Innanlands í einum skúr íslendingur byggði, frjáls og glaður fékk sér túr fínt um' Kan’ans einkabúr, enga skvísu í athöfn sinni hann styggði. Uppábúinn með agt og pí ' á sínu dyggðaflakki / innanum Kanann æ og sí uppbyggði siðalögmál ný, aldrei hvar fæðist óskilgetinn krakki. Eitt er til lokað eðalt búr, enginn hvar kynnast vildi við ólifnað vom í allskyns dúr, óskilgetnað og tjaldkúltúr allan sem er í gildi. Upp mun sá prúði íslandsmann eitt sinn því búri lúka. Allsfeginn um vorn auma rann ástfanginn Kaninn spranga kann og alla synd af oss strjúka. Aumur er siður enn sem fyrr - og illska í voru landi, hneysa og spell við hvers manns dyr, heilsast þeim bezt er ekki spyr óláns af okkar standi. Ótugt þá vora og aumleiks stand umbæta Kanar skulu, hórur okkar þeir hífa á land, hreinsa vom kopp og skúra úr sand, allt sem í einni þulu. Boða mun Kaninn blítt um strönd bindindi meðal kvenna, básúna þeirra breið um lönd banna mun kortérs hjónabönd og meinlæti meyjum kenna. Fríðan sinn meydóm frillur þá færa til nýrra tekna. Allt þeiira böl og eymdastjá eriginn mun framar líta á né æmna illa skekna. Auglýsum þvi vort auma land, opnast nú Kanans búrið; Þorgrímur frægðar brýnir brand, birtir erlendum allt vort stand. Ei mun hans auga stúrið. HVUTTI. Í||^:Bl||lllllÉllÍ:Í|||llÍKÍ|:; KlwlllllliÉiiöÍllllliiiiP® 26. DAGUR ' Þá svarar Magnús konungur: „Svo hefur gefizt ófriður og etórir leiðangrar, að nálega allt gull og silfur er upp gengið, það er í minni varðveizlu er. Nú er eigi meira gull en hringur þessi i minni eign“; tók hringinn og seldi Haraldi. Hann leit i og mælti: „Það er lítið gull, frændi, þeim konungúer tveggja konunga ríki á, en þó munu sumir efa um, hvort þú átt r Jnna hring“. Þá svaraði Magnús konungur áhyggjusamlega: , Ef ég á eigi þenna hring að réttu, þá veit ég eigi, hvað ég hefi rétt fengið, því að Úlafur konungur inn helgi, faðir minn, gaf mér þenna hring á inum efsta skilnaði". Þá svarar Haraldur konungur hlæjandi: „Satt segir þú, Magnús konungur: Faðir þinn gaf þér hringinn. Þann hring tók hann af föður mínum fyrir ekki mikla sök. Er það og satt, að þá var ekki gott smákonungum í Noregi, er faðir þinn var senv ríkastur". Sveinn Úlfseon lá eftir í svefni, þá er Haraldur hafði brott farið. Síðan leiddi Sveinn að spurningum um farar Haralds. Eln er hann spurði að HauJdur og Magnús höfðu sætzt og þeir höfðu þá einn her báðir, þá hélt hann liði sínu austur fyrir Skáneyrarslðu og dvaldist þar til þess, er hann spurði um veturinn, að Magnús og Haraldur höfðu norður haldið liði sínu til Noregs. Síðan hélt Sveinn sínu liði suður til Damrverkur, og tók hann þar allar konungstekjur þann vetur. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.