Þjóðviljinn - 31.07.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.07.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐJL Otgelandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl- 90,00 á mánuði. Hinir ánægðu... ■*/forgunblaðið reynir í gær meir af vilja en mætti -*-*-*- að guma af skattastefnu ríkisstjórnarinnar, enda eru „vinsældir“ þeirrar stefnu löngu sprungnar á sjálfumglöðu hóli ráðherranna um þessi verk sín. Þær gjafir hafa aldrei þótt mikils virði, sem menn hafa þurft að gjalda margföldu verði eftir á. Lítils háttar niðurfærsla á beinum tekjuskatti er þannig tekin aftur margfaldlega af launþegum í stórhækkuðum söluskatti, sem ríkis- stjórnin hefur lagt á allar almennar neyzluvörur. Sú skattheimta leggst að sjálfsötsiá*i þyngst á þá, sem einungis hafa þurftartekjur, og er það því vissulega blygðunarlaus óskammfeilni, þegar því er haldið fram af stjórnarblöðunum, að skatt- heimta ríkisins af lægstu launum hafi verið af- numin. Útsvarsskráin í Reykjavík sannar mönn- um líka eftirminnilega, að bæjarstjórnarmeirihlut- inn fylgir stjórnarstefnunni dyggilega eftir í ó- svífinni skattheimtu af borgurunum. TT'n það er þó rétt hjá stjórnarblöðunum að til eru ■“. þeir aðilar, sem hafa._sérstaka ástæðu til þess að vera ánægðir með stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta- og útsvarsmálum. Frá því 1958 hafa út- svör í Reykjavík nærfellt tvöfaldazt að krónutölu. Árið 1958 námu álögð útsvör rúmum 225 miljón- um króna en eru í ár komin upp í röskar 436 milj- ónir. Hækkunin nemur þannig hvorki meira né minna en 211 miljónum króna, en nálega öll þessi hækkun eða tæpar 203 miljónir er lögð á hinn almenna skattgreiðanda, en hækkun á félögum og stórfyrirtækjum nemur aðeins röskum 8 miljón- úm. Ef jafnframt er litið á það að þessi 8 miljón króna hækkun og meira til er öll borin af einu fyrirtæki, Loftleiðum, sem greiða 16 miljónir í út- svar, sést að álögur á öðrum stórgróðafyrirtækjum hafa í rauninni lækkað um 8 miljónir á sama tíma og álögur á einstaklinga í bænum hafa hækkað um nær 203 miljónir króna sem að framan grein- ir. Þannig hafa skattar og útsvör lækkað gífurlega á stórgróðafyrirtækjum eins og t.d. H. Benedikts- son h.f., olíufélögunum, Sameinuðum verktökum, Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni svo aðeins örfá dæmi séu nefnd, en að sjálfsögðu eru þessir aðilar harla ánægðir. Þessar staðreyndir ættu menn að hafa í huga, þegar þeir fá í hendur ska'ttmiða sína. Verzlunarmannahelgin 1 Tm næstu helgi, verzlunarmannahelgina, má bú- ^ ast við miklum straumi ferðafólks út um byggðir landsins. Oft hefur það borið við, að um- gengni fólks í slíkum ferðum hefur verið mjög ábótavant, og margskonar leiðindaatburðir og jafn- vel slys hafa komið’fyrir, þar sem fjölmenni hefur safnazt saman. Þjóðviljinn beinir því til manna að gæta fyllstu varfærni á vegum úti, ganga alls staðar vel um og koma menningarlega fram jafnt á skemmtistöðum sem á víðavangi. Allir þurfa að Hggjast á eitt til þess að tryggja að skemmtanir verzlunarmannahelgarinnar veiti mönnum gleði og ánægju, en komi ekki ómenningarorði á þjóð- ina. — b. ÞlðÐVILIINN Föstudagur 31. jall 1954 Gísli Jóhannsson, s!:r*fstofustjóri Minning Gísli Jóhannsson, skrifstofu- stjóri Síldarútvegsnefndar í Reykjavík er í dag til moldar borinn. Hann lézt af slysförum hinn 24. þ. m. tæpra 35 ára að aldri. fæddur 5. ágúst 1929. Að hon- um var mannskaði og eftirsjú Gísli var kominn af merkuni bændaættum í Skagafirði. son- ur hjónanna Sigríðar Gísladótt- ur, sem ættuð er frá Ljóts- stöðum á Höfðaströnd og Jó- hanns Guðmundssonar, bónda að Þrasastöðum. Bam að aldri fluttist Gísti með foreldrum sinum til Siglu- fjarðar og hafa þau átt þar heima síðan. En strax er Gísli hafði aldur til settist hann i Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan prófi vorið 1948 með góðum vitnisburði. enda mikill námsmaður og góðum gáfum gæddur. Árið 1952 kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni Guðrúnu Gunnars, fósturdóttur hjón- anna Steinþóru Einarsdóttur og Gunnars Jóhannssonar, fyrrv alþingismanns. Siglufirði. Þau hjónin Guðrún og Gísli eignuðust þrjú börn, dreng. sem er 12 ára og tvær stúlkur. 8 og 2 ára. Síðustu 14 ár ævinnar var Gísli starfsmaður Sfldarútvegs- nefndar og síðustu árin skrif- stofustjóri á skrifstofu nefndar- innar hér í Reykjavík. Hinn stutti — aflt of stutti — æviferill Gísla Jóhannssonar er saga um prúðmenni á stöð- ugri þroskabraut, sem aldrei varð gengin til enda. Með atorku og fyrirhyggju hafði Gísli og Guðrún kona hans búið sér og börnum sín- um fyrirmyndar heifnili að Kleppsvegi 46 í Reykjavík, vistlegt, friðsælt og hagkvæmí. Á því heimili ríkti ástúð og eindrægni. Nú er þar á bak að sjá ástríkum eiginmanni og föður. Oft hef ég heyrt þá, sem ná- kunnugastir eru þeim efnum hafa orð á því hve Gisli: hafi verið foreldrum sínum og tengdafoi’eldrum ljúfur. eftir- látur og hugulsamur sonur og systkinum sínum elskulegur og hjálpsamur bróðir. Það er einkunn góðs manns. Þessi nánustu skyldmenni og tengdafólk Gísla heitins Jó- hannssonar eru lostin dýpstum harmi við fráfall hans. Ástvinamissir veldur ávallt tárum og sársauka, jafnvel þegar aldraðir ástvinir falla frá, þeir, sem lokið haía ævi- starfi sínu og falla samkvæmt réttum rökum lífsins.. En þeim ofurþunga sorgar og saknaðar. sem lýstur þá, er missa ást- vini sína óvænt meðan þeir eru í blóma lífsins fá þeir ein- ir skiflð, er reynt hafa. Þar eru orð einskis nýt til hugg- unar. En ég óska þess ykkur til handa, ástvinum Gísla heit- ins Jóhannssonar, að ykkur endist þrek og styrkur til að rétta við, eftir þetta þunga á- fall, sem þið hafið orðið fyrir. Ég, sem þessar linur rita, hef átt því láni að fagna að hafa náin kynni af Gísla Jó- hannssyni á annan tug ára og hef löngum unnið í nánu sam- starfi við hann. Frá þeim samvinnu og sam- verustundum. á vinnustað og utan, á ég margar minningar og góðar. Hann var óvenju farsæll starfsmaður. Vann verk sín með þeirri stillmgu og aðgæzlu, sem honum var öðrum mönn- um fi-ekar lagin, flausturslaust og með fullu öryggi. þó margt kallaði að í senn. Mér er óhætt að fullyrða, að allir sem höfðu skipti við hann — og þeir voru margir — báru til hans fullt traust og virðingu fyrir starfs- hæfni hans óg prúðmannlegri framkomu. Ekkert var honum fjær skapi en sýndai-mennska og yfirlæti. Hann sóttist ekki eftir mannvirðingum og hafði ímugust á þeim, sem gera til- raunir til að hlaupa virðing- una uppi. Vissi sem er, að hún dvelur langdvölum hjá þeim einum. sem tilhennar vinna og eru hennar verðir. Það er eftirtektarvert hve oft menn, sem voru honum kunn- ugir leituðu til hans þegar þeim þótti úr vöndu að ráðá, jafnvel þegar á fyrstu starfs- árum hans hjá Síldarútvegs- nefnd. Mörg hollráð Voru til hans sótt af mönnum, sem voi-u honum eldri að árum. Á- stæðan er auðsæ: Svörin voru • Framhald á 9. síðu. SUPA-MATIC Handklœðaskápar Allir vilja að sjálfsögðu fá hreint handklæði eftir handþvott á vinnustað eða skemmtistað. Svarið við þeirri sjálfsögðu . ósk er SUPAMATIC-handklaeðaskápur. Við sjáum um uppsctningu og viðhald skápanna — og sjáum um þvott á handklæðarúllunum, sem skáparnir geyma, á Iægsta fá- anlegu verði. Sá sem handklæðis þarfnast, dregur sér einungis hreinan kafla, og tímastillir i skápnum gefur eftir ákveðna Iengd af hreinu, áferð- arfögru handklæði, en vefur hinu notaða á aðra rúllu í skápnum. Þegar rúllan er tæmd, setjum við hreina rúllu í skápinn, en tök- um hina í þvott. Umstang og umsjón er öll í okkar höndum — alltaf hreint hand- klæði fyrir hendi. Supamafic handklæðaskápurinn er sterkbyggður og vandaður. Hann geymlr rúllu með um það bil 41 m. löngu handklæði úr góðu efni. Tíma- stilllr í skápnum „skammtar,‘ ca. 200 tandurhreina fleti. Slikt tæki er nauðsynlegt í snyrtiherbergjum hjá verksmiðjum, skrif- stofum, veitinga- og skemmtistöðum, kvikmyndahúsum, verzlun- um, skólum, sjúkrahúsum .. — og allsstaðar þar sem hreinlæti er í heiðri haft. •: ' : ; • - . ■' -2'- '5 70<J Supamatic junior cr smærri gerð handklæðaskápanna. Minni skápur- Inn er eins sterkbyggður og sá stærri. Skápurinn er 35,5 sm. á hæð en skagar aðeins 20 sm. út frá vegg. Hann vegur aðcins tæp 7 kg. (auk handklæðis) og gæti hangið á hurð. Akjósanlegt hreinlætistæki fyrír smærri verzlanir, Iitlar skrifstofur, læknastofur, tannlækna og jafnvel á heimilum. Skápurinn er svo auðveldur í notkun, að jafnvel barn gæti skipt um rúllu í honum. Við gefum allar upp- lýsingar um uppsetn- ingu skápanna, verð og kostnað við rúllu- þvottinn. Aukið hreinlæti og sparnaður. Dragið ekki að setja upp handklæðaskáp, þeir eru fyrirliggjandi núna. Borgarþvottahúsið h.f. Borgaxtúni 3. — Símar: 17260, 17261 og 18350.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.