Þjóðviljinn - 02.08.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 02.08.1964, Side 3
Sunnudagur 2. ágúat 19ðS L HOOTIUBM SlÐA 3 HÆTTULEG KOSNINGABARÁTTA Á HVÍLDAR- DACINN Eðlilegur fulltrúi Hinn algeri sigur Goldwat- ers á flokksþingi repúblíkana í Bandaríkjunum heiur vald- ið ugg víða um lönd. Ýms blöð sem á undanförnum árum hafa hegðað sér eins og heim- ilismálgögn Hvita hússins í Washington hafa virzt skelf- ingu lostin, líkt og ritstjór- arnir hefðu sjálfir verið farn- ir að trúa áróðri sínum um hið vestrsena stórveldi sem endurheimta paradís friðar og farsaeldar. En öll er þessi undrun gersamlega ástæðu- laus. Kenningar þær sem Goldwater boðar hafa í verki verið einn af hornsteinum bandarískrar utanríkisstefnu alla daga síðan síðari heims- styrjöld lauk. Það er ekkert nýmæli hjá Goldwater að Bandaríkin eigi að sitja yfir hlut annarra þjóða um heim allan, halda uppi herstöðvum £ löndum þeirra og láta her- styrk sinn skera úr um stjórn- arfar*, þessi hefur nú verið iðja hins bandaríska stórveldis um langt skeið — eins og við ís- lendingar fengum að kynnast þegar 1945, er Bandaríkin kröfðust þriggja herstöðva hér á landi til 99 ára, áður en um var að ræða „kalt stríð“ eða Kóreustyrjöld eða aðrar þær síðbornu röksemdir sem hafa verið notaðar til réttlætingar hemámsstefnunni. Ekki er ýkjalangt síðan utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hét John Foster Dulles, og myndi flest- um reynast erfitt að finna eðl- ismun á stefnu hans og þeim kenningum sem Goldwater boðar. Ekki er heldur neitt fjarska langt siðan maður að nafni Joseph R. McCarthy reið húsum í Bandaríkjunum og virtist koma fram hverjum þeim ofsóknum sem honum þóttu benta á sviði mannrétt- inda, en ekki er sjáanlegt að Goldwater sé ofjarl hans að neinu leyti á þeim sviðum. Forsetaefni repúblikana er á- gætur fulltrúi afturhaldsins í Vesturheimi, hann er sprott- inn á eðlilegan hátt upp úr bandarískum jarðvegi. Það sem úrslitum ræður láti vel að birtast kjósendum í þeim gervum sem tryggja for- setum fylgi þar í landi, hvort sem hann íklæðist kúreka- klæðum eða dansar trylltan stríðsdans Indíána eða heldur á sér nektarsýningar með hundinum sínum. Stóriðja v Málgögn Bandaríkjanna skyldu einnig varast það mjög að taka of alvarlega það sem frambjóðendur kunna að segja í kosningabaráttunni. Forseta- kjör í Bandaríkjunum á fjarskalítið skylt við lýðræðis- legar kosningar, þar sem hinir óbreyttu þegnar gera upp hug sinn um stórmál, ganga síðan í kjörklefann og láta persónu- lega sannfæringu sína eáða at- höfnum. Kosningar af -vestur- heimsku tagi ber heldur að flokka til nýtízkulegrar stór- iðju, þar sem beitt er tækni og vélbúnaði okkar tíma, aug- lýsingasnilld, markaðskönnun og lögmiólum framboðs og eft- irspurnar. Stóru flokkarnir beita ekki aðeins sjónvarpi, út- varpi, blöðum, kvikmyndum og öðru þvílíku til þess að reyna að hafa áhrif á kjósend- ur heldur kanna þeir af mik- illi nákvæmni hvað kjósendur vilja heyra, hvað þeim fellur í geð, og láta síðan rafeinda- heila reikna út hvað fram- bjóðandinn á að segja og hvernií? hann á að hegða sér alístísk ríki, beitti í kosninga- baráttu sinni fyrir fjórum ár- um ýmsum þeim rökum sem Goldwater hampar nú. Hann réðst á stjórn repúblíkana fyr- ir það að hún hefði verið of samvinmiu-'ð við .^.umúnista, látið of mikið undan þeim og að hún hefði ekki lagt nægi- legt kapp á hervæðingu og vopnavald. Og deilur Kenne- dys og Nixons náðu hámarki í umræðum um Kúbu. Fyrst kepptu þeir um það hvor gæti farið harðari orðum um bylt- ingarstjórnina, og náði Kenn- edy að lokum forustu með því að ráðast harkalega á stjórn Eisenhowers fyrir það að hún styrkti ekki nægilega flótta- menn frá Kúbu til hermdar- verka í landinu og til vopn- aðrar innrásar. í>á sneri Nix- on snögglega við blaðinu og réðst á Kenredy fyrir „fráleitt ábyrgðarleysi". í sjónvarps- kappræðunum <>i. októbér 1960 — þegar Nixon var ekki nægi- lega vel farðaður — komst hann m.a. svo að orði: „Mér virðast kenningar Kennedvs öldungadeildarmanns og til- lögur hans um það hvernig snúizt skuli við stjórn Castros sennilega vera þær háskaleg- ustu og ábyrgðarlausustu til- lögur sem frá honum hafa komið í kosningabaráttunni. Það sem Kennedy öldunga- deildarmaður leggur í raun og veru til er að stjórn Banda- ríkjanna ætti að aðstoða Goldwaier íæiur vei ao birtast kjósentlum í þeim gervum sem tryggja forsetum fylgi í Bandaríkjunum. ___ Hin skelfdu málgögn Banda- ríkjanna á íslandi reyna að hugga sig við það að Gold- water hafi engar Mikur á að ná kjöri, en sízt skyldu þau binda of mikinn trúnað við þær vonir. Munurinn á fram- bjóðendum stóru flokkanna í Bandaríkjunum hefur yfirleitt verið fjarska lítill í forseta- kosningum. Þannig var það aðeins brot úr prósentu sem skildi Kennedy og Nixon í seinustu kosningum, svo lítill atkvæðamunur að hann ætti frekar að flokkast til tilvilj- ana en mismunandi sannfær- ingar kjósenda. Enda ber flest- um saman um það að úrslitin hafi ekki verið ráðin af ólík- um kenningum Kennedys og Nixons eða mismunandi per- sónuleik þessara frabjóð- enda, heldur hafi Nixon beðið ósigur af því einu að hann var klaufalega farðaður í einni sjónvarpssendingu. Ef Barry Goldwater kann vel þá list að núðra sig og mála fyrir sjón- varp, eða hefur snjallari áðunauta í þeirri grein en J ohnson forseti, kann áferð- arfagurt litaraft að opna hon- um gáttir Hvíta hússins. Og Morgunblaðið hefur þegar' skýrt frá því að Goldwater til þess að hafa jákvæð áhrif á sem^flesta. Þau háþróuðu kaupskaparlögmál, sem birtast í auglýsingum á tannkremi, hrærivélum og naglalakki, eru einnig notuð út í æsar við sölu á forsetaefni, og forseta- efninu eru lögð orð í munn og framkoma hans umsteypt eftir því sem talið er að við- skiptavininum þóknist. Hafi báðir stóru flokkarnir árnóta gott vald á þessum gagnverk- andi lögmálum framboðs og eftirspurnar þarf ekki að undra þótt árangur beggja verði mikils til hinn sami, þannig að áferðin á sjónvarps- púðrinu sé það sem úrslitum ræður að lokum. Kennedy og Nixon í þessu sambandi er athygl- isvert að rifja það upp að Kennedy heitinn forseti, sem hefur hlotið þau eftirmæli að hann hafi verið maður friðar og bættrar sambúðar við sósí- fióttamennina og þá innan Kúbu sem andvígir eru stjórn Cast- ros____ Ég veit að ef við ætt- um að fylgja þessari tillögu myndum við glata öllum vin- um okkar í Rómönsku Ame- ríku, við yrðum sennilega viíttir af Sameinuðu þjóðunum, og við myndum ekki ná því marki sem við stefnum að. Og ég veit meira. Með þessu væri hr. Krústjoff opinskátt boðið upp á íhlutun, upp á að hlut- ast til um málefni Rómönsku Ameríku og gera okkur aðila að átökum sem yrðu borgara- styrjöld og jafnvel meira en það.“ Kosningabragð Þegar hinir púðruðu fram- bjóðendur héldu þessar harð- skeyttu ræður frammi fyrir miljónum áhorfenda — Kenn- edy sem boðberi árásar, Nix- on sean boðberi hófsemdar og friðar — höfðu málaliðarnir sem siðar gerðu innrás á Kúbu verið við æfingar í þrjá mánuöi í Retalhuleu í Guate- aa«f» SffiiSígS*? <>>: ■ ; ***'«:* Kosningar af vesturheimsku tagi ber að flokka til nýtízkulegrar stóriðju. mala undir stjórn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Kennedy vissi fullvel um þennan stuðning Bandaríkja- stjórnar við flóttamenn, þegar hann flutti gagnrýni sína, en hann skákaði í því skjólinu að ekki væri hægt að ljóstra upp um staðreyndif. Og frið- arengillinn Nixon hafði sem varaforseti Bandariikjanna lagt á ráðin um innrásarund- irbúninginn allan og tekið þátt í öllum þeim fundum þar sem fjallað var um árás á Kúbu. Síðan hefur sannazt að einmitt um þær mundir sem þeir Kennedy deildu á þennan hátt frammi fyrir landslýðnum lagði Nixon til að árásin á Kúbu yrði framkvæmd án taf- ar. Hann gerði sér fullkomlega Ijóst að hún myndi mistakast, en með því ætlaði hann að sanna mál sitt úr sjónvarpinu, þannig að Kiennedy stæði uppi sem háskalegur og ábyrgðar- laus ævintýramaður. Ekki tókst þó að framkvæma það sérstæða kosningabragð, en hálfu ári síðar fékk Kennedy tækifæri til að sanna hvert hald var í hinum herskáu framboðstillögum. En þá var að visu of seint fyrir Nixon að hagnýta sér þá sneypuför sem hann hafði sjálfur átt upptökin að. Hættulegur tími Þetta dæmi er til marks um þær kaldrifjuðu aðferðir sem notaðar eru í kosningabarátt- unni í Bandaríkjunum. Þar er ekki aðeins hagnýtt háþróuð sölutækni í orði, heldur kann valdi Bandaríkjanna að vera beitt í framkvæmd á hinn háskalegasta hátt. Enn er Kúba á dagskrá, og málsvarar beggja stórju flokkanna magna stóryrði sín og gera sér ef- laust vonir um að koma bragði hvor á annan i verki. Hin sauruga styrjöld Bandaríkj- anna í Víetnam er einnig á dagskrá, og gagnrýni Gold- waters um slælega framgöngu Bandaríkjastjórnar í þeim á- tökum hefur þegar orðið til þess að Johnson er að magna íhlutun sína. Á þeim slóðum er sífellt rætit um nauðsyn þess að hefja árás á Norður- Víetnam og ógna Kínverjum með kjarnor-kusprengjum ef þeir þoli ekki bandarískan yf- irgang við bæjardyr sínar. Á þeim tíma sem eftir er fram að kosningum munu ákvarð- anir um þau efni ekki fyrst og fremst fara eftir raunsæju mati á aliþjóðamálum, heldur þeirri trylltu keopni sem háð verður um atkvæðin innan Bandaríkjanna sjálfra, þar sem einskis verður svifizt í keppn- inni um völdin og örlög ann- arra þjóða verða höfð að peð- um í stjórnmálataflinu. Þeir menn sem óttast valdatöku Goldwaters skyldu ekki síður skelfast þau ábyrgðarlausu viðhorf beggja aðila sem ævinlega einkenna kosninga- mánuðina í Baudaríkjunum. Staðaíslands Áhyggjur manna út af stjórnmálaþróuninni í Banda- ríkjunum ...hafa. orðið ..til, „þess að margir hérlendir hafa á nýjan leik farið að hugsa um stöðu íslands í heiminum, eftir að hafa um skeið litið á her- námið og aðildina að Atlanz- hafsbandalaginu sem óumbreyt- anlegan raunveruleika. Jafn- vel Vísir hefur viðurkennt að bóndinn í Hvíta húsinu fari ekki aðeins með málefni Bandaríkjanna, heldur ráði hann stefnu Atlanzhafsbanda- lagsins og skeri úr um það hvort kalt stríð breytist í heitt. Verði Barry Goldwater forseti Bandaríkianna or f<,land orðið hlekkur í valdakerfi hans, eitt af tækjum þeim sem hann notar til að framkvæma þá stefnu sem öll dagblöðin á ís- landi hafa lýst ógeði á. Þá kynni ísland að vera hagnýtt til athafna sem væru í óþökk yfirgnæfandi meirihluta ís- lenzku þjóðarinnar. Engin staðreynd sýnir betur hversu fráleit hernámsstefnan er og sú afstaða að okkur henti æv- inlega að vera halakleppur og herstöð erlends stórveldis. Sú stefna ein er í samræmi við hagsmuni íslenzku þjóðarinnar að við ráðum málum okkar einir og óháðir, að við getum haft samvinnu við Bandaríkin þegar okkur hentar en hafnað bandarískri stefnu þegar hún er í andstöðu við skoðanir okkar og hagsmuni. Með slíkri stefnu getum við einnig að okkar leyti haft áhrif á fram- komu Bandaníkj anna í al- þjóðamálum, hvort sem forset- inn þá og þá heitir Johnson eða Goldwater. Úr villidýri í frelsara Enda þótt öll hernámsblöðin hafi fordæmt Barry Goldwat- er, skyldi þó enginn ímynda sér að valdataka hans yrði til þess að forustumenn hernáms- flokkanna og ritstjórar þeirra taki af sjálfsdáðum upp óháða stefnu gagnvart Bandaríkjun- um. Þegar Napóleon fór frá Elbu fyrir hálfri annarri öld hrópuðu blöðin í París í stór- um fyrirsögnum að villidýrið óða væri laust úr búri sínu. Eftir því sém Napóleon nálg- aðist París mildaðist orðalag- ið með hverjum degi sem leið, unz blöðin fögnuðu honum við borgarhliðin sem hinum glæsta og sigursæla keisara og frelsara frönsku þjóðarinnar. ■ Á sama hátt þarf enginn .að undrast þótt blöðin í Reykja- vík breyti villidýrinu frá Arísóna á nokkrum mánuðum í vammlausan og glæstan leið- toga frelsis og lýðræðis og vestrænnar menningar. — Austri. Játaðisölu á einni flösku Lögreglan á Raufarhöfn tók í gær mann. sem lengi hafði ver- ið grunaður um leynivínsölu. Tildrög þess voru þau, að fyrr um daginn lentu í höndum lög- reglunnar menn, með nokkrar vínbrigðir. Kváðust þeir hafa keypt vínið hjá fyrrgreindum manni. Var nú sýslumaður til- kvaddur og maðurinn kallaður til yfirheyrslu. Játaði hann eft- ir nokkurn tíma, að hafa ' seit mönnum þessum vín, en ein- ungis eina flösku. Situr nú lög- reglan uppi með manninn og óvíst er hvort hann verður dæmdúr fyrir sölu á einni eða fleiri flöskum. Efnahagslíf Júgó- slavíu í blóma PARlS 30/7. Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu OECD birti op- inberlega í gær skýrslu um Júgóslavíu, þar sem sagt er að cfnahagslíf landsins sé heilbrigt og gangi vel. Júgóslavía, er eina landið f Austur-Evrópu. sem er í tengsl- um við OECD. Annars spáir efnahagssam- vinnustofnunin því að nýja sjö ára áætlun Júgóslavíu geti leitt til vaxandi atvinnuleysis og dregið úr stöðugleika verðlags og launa og aukið vandamál út- flutningsins. 1 skýrslunni er sagt að efna- hagsMf Júgóslavíu í fyrra hafi einkennzt af stöðugum vexti, sem olli stórbættum lífskjörum, jafnframt því sem jafnvægi í verðlagi var haldið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.