Þjóðviljinn - 02.08.1964, Page 5
Sunnudagur 2. ágúst 1964
ÞIÖÐVIUINN
siða g
13.000 ára gamlar
myndir fundust í
helli í Portúgal
Málverk sem fundust fyrir til-
viljun í helli einum nálægt
Escoural í Alentejohéraði í
suðurhluta Portúgals hafa
reynzt verá 13.000 ára gömul.
Portúgalski fornleifafræðing-
urinn dr. Farinha dos Santos,
sem rannsakað hefur myndirn-
ar skýrir frá þessu.
Máli Helanders
endanlega lokið
STOKKHÓLMI 31/7 — Mála-
ferlunum gegn Dick Helander
biskupi, sem voru einhver um-
fangsmestu og umtöluðustu mál
i sögu sænskrar réttvísi, er nú
endanlega lokið.
í dag varð það Ijóst að hvor-
ugur málsaðili, ákæruvaldið né
biskupinn ætla að áfrýja mála-
lokunum til hæstaréttar.
Hann sagði að fundizt hefðu
margir hellar sem mönnum
var áður ókunnugt um þegar
verkamenn unnu að sprengi-
ingum í marmaranámu við Es-
coural. Hann taldi að það
myndi taka a.m.k. tíu ár að
kanna alla þessa hella og leita
þar að fleiri myndum.
Ein myndanna sem virðist
sýna galdramann er sögð vera
bæði jafn haglega gerð og vel
varðveitt og hinar frægu
hellnamyndir í Lascaux og
Altamira. Hinar myndirnar
sem hingað til hafa fundizt
eru flestar af dýrum.
Dr. Santos sagði ennfremur,
að sérfræðingar teldu að
myndirnar væru afbrigði af
þeirri list sem kölluð hefur
verið franco-cantabríönsk og
gerð- var á tímabilinu 10.000
—13.000 árum fyrir tímatal
okkar.
'fi.l
Helmílisfrygfgíng veitir
fjölskyldunni aukið öryggi
gegn margs konar óhöppum.
Hringiö ■ síma 17700
og fáið frekari upplýsíngar.
Tryggíng hjá „Almennum”
tryggir öruggari framtíð.
ALMENNAR
TRYGGINGARf
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SlMI 17700
VONDUB
Sfeuzþórjóttssvn
Jlafina$&tm8
Tilkynning
frá Húsnæðismálastjóm.
’Að marggefnu tilefni vill húsnæðismálastjórn taka
fram að ennþá eru í gildi lög um 1^0.000.00 kr. há-
markslán til íbúða oe ekki verður á þessu stigi
sagt hvenær gildistaka hnðaðrar lagasetningar um
ný hámarkslán á sér stað.
HÚSMÆÐUR
— En í Vietnam og Laos munum við verja mannréttindin!
(EI Dia, Mexíkó)
Hofía fundinn sekur
um miljónasvindl
Formaður stærsta verka-
lýðssambands Bandaríkj anna,
flutningaverkamannasamb ands-
ins Teamsters Union, James
Hoffa, hefur af rétti í Chicago
verið sekur fundinn um að
hafa dregið sér miljónir doll-^"
ara úr sjóðum sambandsins og
á hann á hættu að verða
dæmdur í allt að tuttugu ára
fangelsi.
Réttarhöld í máli hans og
sex annarra sakborniga hafa
staðið fyrir héraðsdómstól í
Chicago í þrettán vikur.
Fyrir tæpum fimm mánuð-
um, 4. marz, var Hoffa sak-
felldur fyrir að hafa reynt að
múta kviðdómara. Dómstóll í
Chattanooga í Tennessee
dæmdi hann þá í 8 ára fang-
elsi. Hann hefur áfrýjað þeim
dómi.
Dómstóllinn í Chicago taldi
hann sekan um þrjú ákæruat-
riði fyrir fjársvik og eitt fyrir
samsæri. Mestu viðurlög við
þessum brotum eru 20 ára
fangelsi og 13.000 dollara sekt.
Hver sakborninganna sjö
var ákærður fyrir 20 mismun-
andi fjársvikaatriði, fyrir að
hafa á sviksamlegan hátt út-
vegað lán úr lífeyrissjóði sam-
bandsins sem námu 20 miljón-
um dollara (uppundir miljarð
ísl. kr.) og hafa stungið rúm-
lega miljón dollurum í eigin
vasa.
Tíu kirkjur
brenndurá
60 dögum
Síðustu sextíu dagana hafa
tíu kirkjur svertingja í Missi-
sippi brunnið til kaldra kola
eftir að ofstækisfullir svert-
ingjahatarar höfðu borið eld
að þeim. í síðustu viku brann
kirkja í Madisonsýslu og lof-
aði sýslumaðurinn, Jack Cau-
then, þá ' „nákvæmri eftir-
grennslan“, en hætt er við
að hún beri jafnlítinn árang-
ur og rannsóknir á öðrum
hermdarverkum gegn blökku-
mönnum í Missisippi.
Varaforsetaefni
Demokrata í IISA
NEW YORK 31/1 — öldunga-
deildarþingmaður Demókrata
frá MinneSota Hubert Ilumphrey
er nú talinn líklegastur J stööu
varaforsetæfnis Demókrata, sem
valið verður á flokksþinginu í
Atlantic City.
Augu manna beindust að
Humphrey. sem er af norskum
ættum eftir að Johnson forseti
lýsti því yfir í gær að ekki
kasmu til greina í þes,sa stöðu
neinir sem nú sitja í rikisstjórn.
New York Herald Tribune seg-
ir að meðal stjórnmálamanna í
Washington sé álitið klappað og
klárt, að Humphrey verði út-
nefndur á flokksþinginu vara-
forsetaefni Demókrata.
New York Times ræðir málið
frá þeirri hlið. að Johnson hafi
ekki útnefnt Robert Kennedy og
segir að tillegg hans til fram-
gangs mannréttindalaganna hafi
valdið töluverðri andúð á Dem-
ókrataflokknum í Suðurríkjun-
um, þar sem hann muni standa
mjög illa að vígi, þó hann stánd’-
ti’austum fótum í Norðurríkjun-
um.
Nokkrir Demókratar eru þeirr-
ar skoðunar, að Johnson sé
mjög áfram um það að vinna
kosningarnar, án þess að njóta
til þess ljómans og virðingar-
innar, sem borin er fyrir Kenne-
dy-fjölskyldunni, segir blaðið.
Kennedy segir sjálfur i viðtali
við blaðið, að forsetinn vilji
koma upp ríkisstjórn Demókrata
án þess að nokkur Kennedy sitji
í henni.
New York Times segir meðal
annars. að vel geti hugsazt að
Johnson vilji helzt varaforseta-
efni, sem sé reyndur í kosninga-
baráttu og þeir einu, sem nú
starfa með Johnson og hafa
slíka reynslu eru Adlai Stev-
enson og landbúnaðarráðherr-
ann Orville Freeman.
Talar á þjóðhá-
tíðinni í Eyjum
Prófessor Richard Beck og frú
eru nýkomin aftur til Reykja-
víkur úr ferð sinni til Færeyja,
Grímseyjar, Norður- og Austur-
lands.
1 ferðinni flutti hann ræður
á tveim samkomum í Færeyj-
um, erindi við guðsþjónustu í
Grímsey. ræðu við messu í
Matthlasarkirkju á Akureyri.
ennfremur ávarp í stúkufundi
og erindi á fundi Rotaryklúbbs-
ins þar í bæ.
Róma þau hjónin mjög hinar
framúrskarandi viðtökur, sem
þau áttu alls staðar að fagna;
einnig voru þau mjög heppin
með veður, sérstaklega á Norð-
ur- og Austurlandi.
Þau hjónin sækja þjóðhátíð-
ina í Vestmann aeyj um, þar sem
prófessorinn verður ræðumaður;
annars mun þau dvelja í Reykja-
vík mikinn hluta ágústmánaðar,
einkum seinni helming þess
mánaðar. en vestur um haf
halda þau 2. september.
• Vélin yðar þarfnast sérstaks
þvottaefnis — þessvegna
varð DIXAN til.
• DIXAN freyðir lítið og er því
sérstaklega gott fyrir sjálf-
virkar þvottavélar.
• DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum
árangri, einnig hvað viðkemur gerfiefnum.
• DIXAN er í dag mest keypta efni í þvotta-!
vélar í Evrópu.
• DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur-
Þýzkalandi.
Nýlega urðu tvö
DAUÐASLYS
þegar hemlar þungra bifreiða
biluðu á örlagastund.
LYF-CARD
LYF-QAKD
MtTMMm MAMT cnwMM
' ■ •**• i* ‘m.
Skiptir hemlakerfinu í tvo sjálfstæða hluta,
sem vinna saman, þar til bilun verður í
öðru hvoru kerfinu, en þá loka LYF-GARD
fyrir á sjálfvirkan hátt og getur því komið
í veg fyrir itjón, sem aldrei verður metið
til f jár.
TVÖFALT HEMLAKERFI ER NAUÐSYN
Bifreiðaverkstæðið
STIMPILL
Grensásvegi 18. — Sími 37534.
VÖRUR
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
KRON - búðirnar.
Verkumenn óskust
Viljum ráða nokkra verkamenn.
L Ý S I H. F:, Grandavegi 2.