Þjóðviljinn - 08.08.1964, Síða 1
KOSNINGAÁRÁS
JOHNSONS
Sjá grein MTÓ á bls. @
BAN DARISKAR HERÞOTUR
HRAKTAR FRÁ N-VIETNAM
Gífurlegur mannf jöldi lýsti stuðningi
sínum við N-Vietnam á fundi í Peking
HANOI og PEKING 7/8 — Bandarískar herflug-
vélar fóru í dag- hvað eftir annað inn í lofthelgi
Norður-Yietnams, en voru jafnharðan hraktar á
flótta með skotum úr loftvarnahyssum, segir
norðurvietnamska fréttastofan. Gífurlegur mann-
fjöldi safnaðist saman í Peking í dag til að mót-
mæla árásum Bandaríkjamanna á Norður-Viet-
nam og lýsa yfir fullum stuðningi Kínverja við
nágrannana þar.
í fréttinni frá Hanoi segir að
bandarísku flugvélarnar hafi
komið úr suðaustri og hafi þær
flogið yfir héruðin Quang Binh
og Nghe. Þeta var um hádegis-
bilið eftir staðartíma. Flugvél-
arnar sneru við þegar þær urðu
fyrir harðri skothríð úr loft-
varnarbyssum í Nghe-héraðinu.
Loftvarnir efldar
Samkvæmt öðrum heimildum
hafa Kínverjar sent herflugvélar
til Hanoi sem eiga að vera til
varnar ef Bandarikjamenn halda
áfram árásum sínum. Engar
orustuþotur voru sendar gegn
bandarísku árásarflugvélunum
á miðvikudaginn, heldur var að-
eins skotið á þær frá jörðu. Þá
fréttist að orustuþotur hefðu
verið sendar frá Sovétríkjunum
um Kína til Norður-Vietnams, en
ekki hefur það verið staðfest.
Blaðið „China News“ í Taipeh
á Formósu kveðst hafa heimild-
ir fyrir því að mikill viðbún-
aður sé í suðvesturhéruðum
Kína og hafi mörg þúsund or-
ustuþotur af Mig-gerðum vér-
ið sendar þangað frá öðrum
stöðvum í landinu.
Gífurlegur mannfjöldi safnað-
ist saman í Peking í dag til að
lýsa samstöðu Kínverja með í-
búum Norður-Vietnams. Fór
,mannfjöldinn gangandi fram
hjá sendiráði Norður-Vietnams
í borginni og var gangan fimm
kílómetra löng. Jafnframt birti
Framhald á 3. síðu.
Á tveim veiði-
svæðsim eystra
Eftirtaldir bátar hafa til-
kynnt síldarleitinni á Raufar-
höfn um afla sinn síðan í gær-
morgun: Faxi GK 1600 mál,
Hafrún ÍS 1600 mál, Halldór
Jónsson SH 800 t., Smári ÞH
800 t., Oddgeir 1300 t., Akra-
borg 1350 mál, Höfrungur III.
AK 2000 mál, Helga RE 1600
mál og Héðinn ÞH 400 tunnur.
Bátarnir halda sig aðallega á
tveim veiðisvæðum, annað er
um 210 mílur í austur frá Rauf-
arhöfn og hitt 70—80 mílur
norðaustur frá Dalatanga. Veður
er gott á síldarmiðunum.
Morgunblaðið klifar nú. á
því dag eftir dag að aðstöðu- _
gjöld fyrirtækja séu hliðstæð
útsvörum. en sú staðhæfing
er alger fölsun. Aðstöðugjöld
eru tekin sem ákveðinn
hundraðshluti af veltu fyrir-
tækja, hvemig svo sem af-
komu þeirra er háttað. Fyrir-
tækin leggja þess vegna að-
stöðugjöldin ofan á fram-
leiðsluvörur sínar og þjón-
ustu, og viðsbiptavinirnir
greiða þau að fullu. Aðstöðu-
gjöldin eru þannig einskonar
söluskattur, borgaður af al-
menningi. Þannig jafngilda
þessi gjöld á engan hátt
tekjuskatti eða útsvari, sem
taka á af ágóða fyrirtækja.
heldur eru fyrirtækin aðeins
að' innheimta þetta gjald af
almenningi handa borgar-
sjóði. Og öll þau fyrirtæki,
sem falsa framtöl sín, stinga
hluta af aðstöðugjaldi' því
sem þannig er innheimt i eig-
in vasa, á svipaðan hátt og
þau hirða hluta af söluskatt-
inum með sömu aðferðum.
Þannig eru staðhæfingar
Morgunblaðsins um aðstöðu-
gjöltjin fleipur eitt. Aðstöðu-
gjöldin eru engin baggi á
fyrirts#kjum, heldur aðeins
ein skattategundin sem tekin
er af almenningi.
Bandariskur ,,ráðunautur“ segir suðurvietnömsku m hermönnum fyru- verkum.
BGA MENNAÐ UFA
Á KVITTUNUM?
■ í gær var almennur útborgun-
ardagur, — og jafnfram't um leið
fyrsti dagurinn, sem skattheimt-
an lætur til sín taka eftir álagn-
ingu útsvara og annarra opin-
berra gjalda. Má þar með segja
að „hinar miklu lækkanir" stjórn-
arflokkanna á útsvörum og skött-
um almennings sé að koma til
raunverulegra framkvæmda. Til
þessa hafa menn aðeins fengið
„reykinn af réttunum“ eins og
forsætisráðherra kallar það —
séð tölurnar á gjaldheimtuseðl-
unum.
■ En í gær voru það sem sagí
réttirnir sjálfir, sem bórnir voru
fram. Fjölmargir menn sneru sér
til Þjóðviljans í gær og höfðu þá
sögu að segja, að í stað kaup-
greiðslna fengu þeir kvittanir
frá skattayfirvöldunum. Algengt
var að helmingur og allt upp í
ALLT kaupið væri „greitt“ á
þennan hátt. Menn spurðu að
vonum, hvort þeim væri ætlað
að lifa á kvittunum frá skatf-
heimtunni, — eða kannski hafa
stjórnarflokkarnir í hyggju að
gera þær að nýjum gjaldmiðli.
<>
\
<»
\
\
Stríð við N- Vietnam
undirbúið í Snigon
Bandaríkjaþing hefur samþykkt að veita
Johnson heimild til sérstakra aðgerða
SAUiUW og WASHINGTON 7/8 — Mikill við-
búnaður er nú í Suður-Vietnam og hefur verið
hertur undirbúningurinn undir stríð við Norður-
Vietnam. Útgöngubann hefur verið sett í Saigon
og að öðru leyti hert á herlögunum sem ríkt hafa
í landinu lengi. Þetta var gert í samráði við
Bandaríkjamenn. Bandaríska þingið samþykkti í
dag að veita Johnson forseta heimild til hvers
konar aðgerða sem hann kann að telja nauðsyn-
legar vegna stríðsins í Vietnam.
Khanh hershöfðingi skýrði í
dag frá því í Saigon að hert
yrði á herlögunum og hafðihann
áður ráðgazt við fulltrúa Banda-
ríkjanna. Maxwell Taylor sendi-
herra og Westmoreland hers-
höfðingja, yfirmann bandaríska
hersins í Suður-Vietnam.
Úrslitastundin er runnin upp,
sagði Khanh. Örlög þjóðar okk-
ar verða ráðin næstu daga. Síð-
an skýrði hann frá þv£ að hann
myndi fara í liðskönnun við
landamæri Norður-Vietnams.
Útgöngubannið í Saigon er frá
23 til 4. Búizt er við að enn
frekari hömlur verði settar á
blaðaútgáfu í landinu og ritskoð-
unin hert. Á síðustu mánuðum
hafa mörg blöð verið bönnuð
í Saigon.
Eins og á bezta
sveitaheimiii
Er Þjóðviljinn hafði samband
við lögregluna í Vestmannaeyj-
um seint í gærkvöldi. * var allt
í friðsemd og rólegheitum á
þjóðhátíðinni, ,,eins og á bezt".
sveitaheimili" sagði lögreglu-
þjónninn. Geysilegur fjöldi að-
komumanna er á hátíðinni, um
2—3 þús. manns er gizkað á.
Heimild samþykkt
Báðar deildir Bandaríkjaþings
samþykktu í dag að veita John-
son forseta heimild til að gera
„allar nauðsynlegar ráðstafanir
í því skyni að hrinda árásum á
herafla Bandaríkjanna".
Tveir þingmenn öldungadeild-
arinnar greiddu atkvæði á móti
heimildinni. þeir Wayne Morse
frá Oregon og Emest Gmening
frá Alaska, báðir Demókratar.
Morse sagði að áiyktunin
heimilaði Johnson forseta að
heyja styrjöld, en Gruening
sagði að allt Vietnam væri ekki
þess virði að því væri fómað
lífi eins bandaríska hermanns.
Fulltrúadeildin samþykkti
heimildina einróma. Fulltrúinn
Hermenn frá NorOur-Vietnam
frá Harlem, Adam Clayton
Powell, sat þó hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Alsal
Umræður urðu litlar sem eng-
ar í fulltrúadeildinni. en í öld-
ungadeildinni hélt Wayne Mors-
tveggja klukkutíma ræðu gegn
Framhald á 3. síðu.