Þjóðviljinn - 08.08.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.08.1964, Síða 6
Laugardágur 8. ágúst 1961 Miljónir atvinnulausra Bandaríkjamanna draga fram lífið á sama hátt og þeir, sem sjást hér á myndinni þ.e.a. s. á matargjöfum. 0 SlÐA Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki aðeins heimspekilega sinnaðir hugsjónamenn. Þeir voru líka athafnamenn og skoðanir þeirra báru svip af 18. öldinni. Þannig var hvötium þeirra og hleypidómum breytt í eilíf stjórnarskrárákvæði. sem verður ekki í reynd breytt, nema með byltingu. Árangur- inn var sá að þau stjómmála- einkenni, sem þeir töldu rétti- lega vænlegust til þróuhar landi sínu, eru enn tveim öldum síðar meginstoðir í þjóð- félagsbyggingunni: Alvarlegt vantraust á sterkri yfirstjóm; dreifing sjálfræðis, sem frek- ast er mögulegt til að -ná jafn- vægi í framkvæmdavaldi; 6jálfstæði löggjafarvaldsins; miklu meiri mætur á framtaki einstaklinga en samvinnu, kosningafyrirkomulag, sem er hagstæðara sveitahéruðum en borgum. Samtvinnaðir hafa þessir þættír komið í veg fyrir þró- un nútíma stjómmálaflokka. sem starfa með þrautskipulögð- um flokksvélum og ströngum aga og túlka verulega and- stæðar stjómmálaskoðanir. Þjóðþingið er mikla líkara neðri deild brezka þingsins á 18. öld, en nokkurri annarri samtíma stjómrrtálastofnun, Atkvæðamagn h<%fur miklu minni áhrif á gerðir þess, eh þrýstingur skipulagðra hags- munahópa á hina lausu og hvarfiandi / þingmannahópa. Þeir fátæku greiða atkvæði, flestir, en þá skortir fjármagn og skipuiagningu til þess að koma fram málum í Washing- ton, og því síður í höfuðborg- um fylkjanna, þar sem sterkir staðbundnir hagsmunir ráða lögum og lofum. Byltingarástand Þegar stjómskipun sviptir mikinn fjölda karla og kvenna stjórnmálalegum áhrifum á stjómarstefnu, kemur sígilt byltingarástand upp. Það sem lögin neita þeim um. munu þau hrifsa með ofbeldi er timar líða. En til að þessi sögulega grundvallarregla geti komið fram, er gert ráð fyrir því, að minnihluti, sem nýtur forrétt- inda neiti meírihlutanum um völd. 1 Bandaríkjunum nú á dögum er þessu snúið við: 40 miljónum er bolað frá og þrúg- aðir undir fargi sjálfsánægðs og vel efnum búins megin- fjölda, sem nýtur lífskjara sem ekki hafa áður þekkzt í sög- •unni. Jafnvel þó við föllumst á sjónarmið hinna svartsýnni hagfræðinga. að fátæklingar í Bandaríkjunum séú nær einum þriðja eða tveim fimmtu þjóð- arinnar. sér meirihlutinn sér samt enn mikinn hag í því að halda núverandi ástandi við. Þar sem þeir eru miklu fleiri, kemur það í veg fyrir nokkra möguleika á víðtækri bylting- arhreyfingu til að breyta nú- verandi ástandi með ofbeldi. Vaxandi ofbeldi Það sem líklegast er að ger- ist þess í stað er óskipulögð ofbeldisverk í ýmsum smærri stöðum. Það er satt að í ein- stöku tilvikum hafa fátækir Bandaríkjamenn lært að skipu- leggja sig og náð smávægileg- um árangri innan núverandi kerfis. I Kalifomíu, þar sem fátæk gamalmenni eru mikill og vaxandi hlutur íbúanna hafa þau myndað furðu her- ská samtök. sem hefur tekizt að hækka nokkra tryggingar- flokka og komið þeim hærra en nokkurs staðar annars staðar í Bandaríkjunum. Hægt er að tilfæra fleiri örlítil dæmi. eins og t.d. í Chrystal City í Texas, þar sem GREiN ÚR NEW STATESMAN EFTIR x ; PAUL £'t J0HNS0N Seinni hluti, aðeins styttur í þýðingu mexikanskir Bandaríkjamenn. 85% íbúanna, hafa skipulagt það að taka stjórn bæjarins í sínar hendur í fyrsta skipti. En almennt virtist vera um tvennt að velja: sinnulaust afskipta- leysi eða vonlaust ofbeldi. í sumum hlutum Appalachia t.d. þar sem námuhagsmunir ráða lögum og lofum í héraðs- stjómum og koma þannig í veg fyrir nokkrar framfarir eftir löglegum leiðum, munar engu að algjört stjómleysi taki við. Þar á bókstaflega hver fjöískylda sér eigin skotvopn og margir geta orðið sér úti um sprengiefni. Veturinn 1962 —63 voru brýr og aflstöðvar sprengdar í loft upp. Þó námu- félögin hafi heitið 5000 dollur- um var enginn handtekinn. Hér boða verkalýðsleiðtogar ekki aðeins ofbeldi en framkvæma það oft. En það er í samfélögum blökku- manna, að leiðin til _ofbeldis- aðgerða er greinilegust. Þar sem hver ríkisstjóm af ann- arri hefur ekki getað eða vilj- að lögfesta jafnrétti. hafa þær leitað til Hæstaréttar til að framkvæma breytingamar. Þetta hefur aftur haft þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að sýna blökkumönnum, að lögin eru laus í reipum, færanlegt vígi sem liggur beint við á- rásum. Margir þeirra álíta reyndar að lögin hafi ekki lengur nokkra algilda þýðingu. þau séu aðeins eitthvað sem ákvarðast af jafnýægi líkam- legra krafta í hverju héraði. Þannig eru meginreglur skipu- lagðs þjóðfélags eyðilagðar og þetta er þegar farið að koma í Ijós í stjómleysinu sem sækir hægt fram í stórum hverfum stórborganna. Hráskinnsleikur Kjami margra þessara borga — Chicago og Oakland í Kali- fomíu t.d. er samfélag blökku- manna mestan part: þegar hvíta fólkið flytur í úthverf- in, flytjast blökkumenn inn og hyggja aftur fátækrahverfin. Raunhæf framkvæmd laga sem meginþorri íbúanna telur sér framandi verður æ erfiðari. Lög hvítra manna eru ekki lengur í gildi. 1 nokkrum borg- arhverfum eru blökkumenn að taka frumkvæðið í sínar hend- ur. Hvítir menn verðá að fara upp á eigin ábyrgð til Harlem, jafnvel um hábjartan dag. I augum sumra þeldökkra tán- inga eru jafnvel Svörtu Múh- ameðstrúarmennirnir ,.aftur- haldssamir, þeirra hetjur eru meðal hinna sigurglöðu þjóð- emisleiðtoga í Afríku. Fyrir mörgum þeirra er nýja mann- réttindalöggjöfin einskis virði: Hún er málamiðlun á mála- miðiun og verður alla vega ekki framkvæmd þar sem hennar er mest þörf. Þeir stefna miklu fremur að að- skilnaði en jafnrétti. Hugsandi Bandaríkjamenn verða æ áhyggjufyllri vegna sífléiri sannana þess að þjóð- félag þeirra. sem náð hefur svo skínandi árangri og gefið svo óendanlega fögur fyrir- heit, ræki engan veginn sitt ætlunarverk eins og það ætti að gera. Þeir skammast sín innilega fyrir fátæktina í Bandaríkjunum og eru skelfdir vegna þess hve hún breytist ört í ofbeldi. En áhyggjur þeirra eru enn ekki komnar fram í raunhæfri athafna- stefnu. Fátækt er enn ekki nema umræðuefni, hentugur hráskinnsleikur á kosningaári. Úr frægiun „fátæktarlagabálk" Johnsons forseta er raunveru- lega aðeins helmingurinn: 500 miljón dollarar ný fjárframlög og það af heildarfjárhagsáætl- un sem er um 100.000 miljón dollarar. Róttækir hagfræðing- ar telja að eitthvað um 5000 miljón dollarar á ári séu nauð- synlegir til þess að hafa ein- hver teljandi áhrif á vanda- málið. Þar að auki kemur fátækt- aráætlunin að mestu. leyti ekki til framkvæmda sambands- stjómarinnar: mestum hluta fjárhæðarinnar verður veitt til fylkis- og héraðsstjóma og lát- inn renna til verkþjálfunar, sem þær skipuleggja og stjórna. 1 mörgum tilvikum eru það einmitt þessi yfirvöld sem eru ábyrg fyrir þeim kringum- stæðum sem halda fátækt við og auka hana. Ég skyldi halda, að Washington hefði ríkulega og bitra reynslu erlendis af fá- nýti þess að afhenda stórfé þeim ríkisstjómum, sem kæra sig ekki um að gera þjóðfé- lagsbreytingar sem einar geta tryggt að slík hjálp komi að notum. Rétti maðurinn? Það virðast liggja tvær á- stæður að misheppnan sam- bandsstjórnarinnar í því að láta ákveðið til sín taka. önn- ur er vafasöm afstaða John- sons forseta sjálfs. Tilfinninga- bönd hans við hið bandaríska kerfi frjáls framtaks eru gjör- samlega ósættanleg við þá ósk sem hann hefur látið í Ijósi um að heyja ..algjört stríð” við fátæktina. Ef útrýma á fátækt úr Bandaríkjunum hlýtur það að koma við töluvert marga kaupsýslumenn, ekki svo mjög við pyngjur þeirra en við ann- að. sem þeim er jafnvel enn dýrmætara: hugrriyndafræði- lega hleypidóma þeirra — sér- staklega meinloku þeirra um hallalaus fjárlög. Er Johnson maður til að gera þetta? Ferill haps í afstöðunni til allra helztu félagsmála. verkfalls- réttar, vinnulöggjafar, sjúkra- trygginga, lágmarkslauna og atvinnuleysisbóta, er tortryggi- legur. I öllum þessum málum hefur hanii borið kápuna á báðum öxlum og verið bæði með og móti . á mismunandi tímum. Hin æðstu völd og yf- irvofandi kosningar hafa gert hann heldur róttækari, en sé dæmt eftir því sem hann hef- ur sjálfur sagt lítur hann svo á áætlunina í fátæktarmálum, að hún stefni aðeins að um- bótum en ekki breytingum á þjóðfélagsbyggingunni. Hann hefur lýst því yfir að áætlunin ,,verði að njóta stuðn- ings og stjórnar í fylkjum og héruðum”. ,.Við munum hvetja samfélög og héruð og hjálpa þeim til að setja fram eigin framkvæmdaáætlanir ... Við setjum okkar megintraust á snilli. framtak og dugnað ein- staklinga”. Enskur sýslumað- ur á 18. öld hefði hjartanlega getað skrifað undir þessi 'um- mæli. Eina færa leiðin /Nokkrir vonglaðir Banda- ríkjamenn búast við því að Johnson verði frjálslyndari og á- kveðnari þegar hann verður örugglega fastur í sessi. En jafnvel þó svo yrði eru fram- kvæmdamöguleikar hans mjög takmarkaðir. Á öðrum sviðum en utanríkismálum er forseti Bandaríkjanna tiltölulega á- hrifalaus persóna. Hann getur ekki aukið almannatrygging- ar sambandsstjómar um eitt sent án þess að þingið fallist á það. Ekki er hægt að út- hluta einum dollara af skatt- fé til atvinnúbótavinnu án full- gildrar atkvæðagreiðslu í báð- um þingdeildum. Jafnvel er það ekki á hans valdi að á- kvarða bankavexti sem er eitt megintæki til efnahagsáætlun- ar. Alhliða efnahagsáætlun. sem lögleg yfirvöld létu gera væri kom'in undir náð og miskunn löggjafarþings. sem á afar lítilsverða hagsmuni sam- eiginlega með framkvæmda- valdinu. Staðreyndin er sú, að vandkvæði forsetans eru þau, NIKOSIU 6/8 — Hörð skothríð var í dag í fjallahéruðunúm á Norffvestur-Kýpur, þar sem á- standið hefur veriff mjiig við- »járvcrt síffustu dagana. Bæði Gríkkir og Tyrkir beittu sprengjuvörpum og vélbyssum og sögðu talsmenn gæzluliðs SÞ í Nikosíu að aldrei áður hefðu verið notuð jafnþung vopn í að hann hefur öll tækniúrræði sem komið hafa fram eftir daga Einsteins 1 hendi sér, en verður að nota þau í stjóm- málaramma sem takmarkast við þröngan andlegan sjón- deildarhring John Locke. Hugsjónalega er lítill vafi á því hvað gera verður. Afnám fátæktar og hraðari fram- leiðsluaukning haldast ekki að- eins í hendur en eru í raun og veru eitt og það sama. Méð stórauknum almannatrygging- um og byggingum skóla, sjúkra- húsa, akvega og raforkuvera, sem sambandsstjfemin stæði fyrir gæti ekki aðeins útþurrk- að verstu þætti fátæktar í Bandaríkjunum, en með því að skapa aukna kaupgetu neyt- enda gæti hún tryggt árlega framleiðsluaukningu um 4—5 prósent. Andmælin, að þetta mundi hafa í för með sér endalausan halla á fjárlögum. sæma ekki þjóð. sem hefur gert lánakerfi að megintaug efnahagslegra framfara á sviði einkaframtaksins. Þegar til lengdar lætur kem- ur í ljós að þjóðfélagslegar breytingar eru óhjákvæmileg- ar. Endurskoðun kjördæma- skiptingar. endurbætur á hinni fomfálegu öldungadeild og breytingar á henni, þannig að hún annist aðeins eftirlit, for- setinn hafi rétt til að knýja fram ákvörðun og endalok hins fáránlega farsa um rétt- indi einstakra ríkja — allt gæti þetta með tíð og' tíma skapað nútíma tveggja flokka- viðureignum þjóðabrotanna þar. Þetta virðist staðfesta það sem talið hefur verið aC bæði þjóð- abrotin hafi fengið birgðir vopna og skotfæra frá Grikk- landi og Tyrklandi ' að undan- fömu. 1 kvöld var ekki vitað um manntjón í þessum viðureignum í dag, en í gær féll einn Grikki og tveir særðust. Gríkkir og Tyrkir berjast enn á Kýpur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.