Þjóðviljinn - 08.08.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 08.08.1964, Page 10
10 SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Laugardagur 8. ágúst 1964 og beit í brauðið. Hún hefði getað rúið þig innað skyrtunni. — Ætlar þú að heimta- pen- inga þegar við skiljum? sagði Jack brosandi. — Þinn síðasta eyri, sagði Carlotta. — Þá er betra að við höngum saman, finnst mér, sagði Jack. — Já, það finnst mér líka. sagði Carlotta. Hún kom til hans og kyssti hann á hvirfilinn og rótaði með fingrunum í hári hans. — Mér finnst að i Califomíu 6éu indaelir Califomíu-morgnar á morgnana. sagði Jack. Finnst þér það ekki líka? , — Jú. það finnst mér líka, sagði hún. Hún kyssti hann einu sinni til og settist svo aftur í sæti sitt til að Ijúka við að að borða. — Hvernig var það með hana f kvikmyndinni? Varstu ekki giftur henni? — Jú. — Var hún þér að skapi? — Já. Hún var mér mjög að skapi. — Þetta hefði aldrei komið fyrir ef ég hefði sofið í mínu eigin rúmi, sagði einhenti lyftu- pilturinn með cockneyrödd sinni. en Penelópa fraenka kom í heimsókn og mamma taldi hana á að gista, þess vegna fór ég til Alfreðs vinar míns í næstu götu og fékk að sofa þar. Og svo þegar loftárásimar byrjuðu þá þairt ég fram úr rúminu til að opna gluggann og ég heyrði þetta bölvað ýlfur og sprengj- an kom niður þrem húsum neð- ar f götunni og allt gólfið gekk í bylgjum eins og köttur sem skýtur upp kryppu og það hékk risastór spegill á veggnum og ég sá hann koma hægt í áttina til mín eins og á hægfara kvik- mynd og svo snerist hann í loft- inu og ég horfði á hvemig hann skar af mér handlegginn upp við olnboga . . . Þeir voru enn að spiia póker á hóteiinu og það voru komnir nýir peningar með nýjum flug- liðsforingia sem var nýkominn frá Bandarikjunum, ungur og ákafur og lifandi m'eð tvær auð- veldar flugferðir að baki. og honum fannst hann vera maður HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STETNU og DÓDÖ Laugavegi 18. III. h. flyfta) — SÍMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R 1 Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tiarr.ar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttirl Laugavegi 13 — SÍMT- 14 6 56. — Nuddstofa á *ama stað. með mönnum og eyddi öllum málanum sínum í spilum. Ég skal segja ykkur, sagði lauti- nantinn. að ég hef aldrei upplif- að annað eins leyfi! Ég held varla að ég hafi komizt einu sinni í buxumar í heila þrjá daga, Ég var í Viktorville við eyðimörkina og áður en ég fór af stað til Los Angeles gaf vin- ur minn mér símanúmer og sagði að ég yrði endilega að hringja þangað og kvenmaður- inn væri tií í tuskið strax og á stundinni og alveg upp á gamla móðinn. Og svo hringdi ég til hennar og hún sagði: Hvað heit- ið þér? og ég sagði: Dineen lautinant, frú, og hún sagði: Dineen, lautinant. mættu hér á slaginu sex, og ég mætti og hún var dálítið gömul, kannski þrí- tug, en bráðhugguleg og kvik og hún gaf mér naumast tíma til að drekka úr glasinu og við litum ekki upp frá verkinu eða feng- um ökkur matarhlé fjrrr en kl. hálftvö. Hún sagðist- vera milli tveggja kvikmynda og hafa nög- an tíma og við sprönguðum okk- ur í stóra hvíta húsinu við end- an á_jmjóa. bugðótta stígnum, allsnakin, nemá hvað hun var með giftirigarhringinn og stóri lögguhundurinn elti okkur um j allt. og hann fékk að sjá sitt af hverju. Ég sagði við hana: Frú; ef þetta er stríð, þá komið með óvininn. Og ég fékk þakk- læti heillar herdeilqlar, B-17, þegar ég lét simanúmerið af hendi áður en ég fór yfir Atl- anzhafið. — Þrír kóngar. sagði Jack ró- legur. Ég á pottinn. Hann rótaði vinningnum til sín. Sjötíu og tvö pund. Hún er meira en þrítug, lautinant, sagði hann. Hún er þrjátíu og tveggja. Skömmu seinna fór hann inn í næsta herbergi og talaði í sím- ann og seinna um kvöldið svaf hann hjá annarri stúlku i fyrsta skipti síðan hann giftist Carl- ottu. 1 bréfunum heim nrinnt- ist hann ekki á unga lautinant- inn eða herdeildina B-17, og þegar hann skrifaði Carlottu að hann elskaði hana, var honum ■ full alvara og hann gat sagt það' af öllu hjarta. Hann hafði liðiðof f mikið vegna afbrýðissemi Júh’u í til þess að vilja brenna sig aft- s ur á einhverju svipuðu og hann sagði við sjálfan sig að þetta væri stríðinu að kenna bg næst- um allt sem stæði í sambandi við stríð hlyti að verða ljótt og ömurlegt og flókið og hjónabönd þar með talin. En síðustu höftin á sesku- dyggðum hans voru leyst og hann svaf hjá öllum þeim áfjáðu stuikum sem fylltu Lundúna- borg þennan æðislega hluta stríðsins. Hann svaf hjá fallegu stúlkunum með gleði fagurker- ans og hinum ófríðu með vissri samúð; en hjá þeim öllum var hann með ánægju og innlifun og hann varð mjög eftirsóttur þeg- ar það fréttist að hann hefði skipt um afstöðu. þótt hann neitaði afdráttarlaust að segja við nokkra stúlku að hann elsk- aði hana, hversu faileg eða elskuleg eða ánægjuleg sem hún var. Slíkar yfirlýsingar ætlaði hann að geyma og aðeins þær. Og þegar innrásin var gerð og hann neyddist til að fylgja Sign- al Corps Camera Unft, sem hann var í vegna þess að harm hafði starfað við kvikmyndtr fyrir stríðið, þá yfirgaf hann London með trega, vegna þess að enn voru þar eftir þrjú eða fjögur hundruð stúlkur sem hann hafði ekki komizt yfir að sofa hjá. Síðan frétti Jack að flugvél unga lautinantsins heEði sprung- ið í fimmtu ferð sinni yfir Ruhr. Engar fallhlífar sáust. Spilað út í hönd. Aðeins hægt að leggja undir það sem Iiggur á borðinu. Það var hljótt á sjúkrastof- unni. náttlampinn logaði með daufu skini yfir dyrunum við vegginn lengst burtu, vinrauðu baðsloppamir héngu snyrtilega á snögum bakvið rúmin, maður hraut lágt, annar bylti sér í rúminu og umlaði eitthvað sem lét í eyrum eins og Savannah. Jack var vakandi. Kvalimar voru nú látlausar og alls staðar. Stórar trumbur virtust lemja hljóðfall sitt inni í höfðinu á honum, hálsinum. kviðnum, í loftinu umhverfis hann. Þegar hann hreyfði sig á koddanum fannst honum eins og höfuðið á honum væri gert úr þunnu, glæru plasti og það væri hægt og hægt verið að fylla það með brennandi gasi. Hann langaði til þess að æpa en gerði það ekki. Það sváfu fimmtán menn aðrir í sjúkrastofunni og hann viidi ekki vekja þá. Hann beið. Ef þetta lagast ekki á fimm mínút- um, hugsaði hann. þá hringi ég aftur. Eftir tvær mínútur þrýsti hann á hnappinn. Honum fannst líða margir klukkutímar áður en hjúkrun- arkonan kom. Hann þekkti hana ekki. Hún var ný, ung og lagleg og áköf eftir að gera allt rétt. — Þér eruð búinn að fá pill- una yðar fyrir löngu, lautinant. hvíslaði hún. Af hverju emð þér ekki þægur drengur og far- ið áð sófá? Hún siéttaði kbdd- arm hans með samúðarsvip. — Ég er að deyja, sagði hann. — Nei, heyrið mig nú. sagði hjúkrunarkopan. Þér megið ekki missa móðinn. Hún strauk aftur yfir koddann hans. Hún hlaut að hafa fengið þá hugmynd ein- hvem tíma að það væri mjög hjúkrunarkonulegt að strjúka kodda. — Ég held að það sé bezt að þér náið í lækninn, sagði Jack, og segið honum- að ég sé að deyja. — Læknirinn kom til yðar klukkan átta. lautinant, sagði hjúkrunarkonan og reyndi að vera þolinmóð í rómnum en varð í staðinn gremjuieg. Hann sagði að þetta væri örlítil bólga og hann myndi líta á yður aftur í fyrramálið. Nú áttaði Jack sig á því að hann þekkti hjúkrunarkonuna. Hún var þegar búin að koma þrisvar inn til hans um kvöldið og svara hringingum hans og hann mundi að hún hafði sagt nákvæmlega hið sama í öll þrjú skiptin. Það var laugardags- kvöld og helmingurinn af starfs- fólkinu áttí fri um helgar og hún var of ung til að vilja taka á sig þá ábyrgð að óhlýðnast lækninum. Ef læknirinn hafði sagt klukkan átta, að þetta væri aðeins lítils háttar bólga og hann skyldi athuga hann betur í fyrramálið, þá leit hjúkrunar- konan á það sem fjrrirskipun. Auk þess voru mennimir á þess- ari sjúkrastofu allir saman í afturbata. Enginn bjóst við því að þeir væru deyjandi, allra sízt um miðja nótt og á hennar vakt. Þess vegna strauk hún kodd- ann rétt einu sinni og fór út aftur. 1 Jack lá kyrr andartak í við- bót. svo þokaði hann sér fram á rúmstokkinn með hjálp heilu handarinnar. En þegar hann reyndi að standa upp, sviku fætumir hann og hann datt eða lyppaðist öllu heldur’ niður á gólfið. Hann lá þar og reyndi að hugsa gegnum rauðu þokuna. Eftir andartak lyfti hann heilu hendinni og togaði f rúmfötin á næsta rúmi. Wilson, hvíslaði hann, Wilson! Hvar í fjandanum erta mað- ur? sagði Wilsoru Svo birtist höf- uðið á Wilson yfir rúmstokkinn og andartaki síðar brölti Wilson með varúð, því að þeir voru ekki búnir að tína málmflísar úr fætinum á honum. niður á gólfið til hans. — Heyrðu Wilson, sagði Jack. Ef ég kemst ekki til læknis, þá dey ég. Wilson var ekki eins og hjúkr- unarkonan. I fyrsta lagi hafði hann verið lengur á sjúkrahús- um en hún og hann vissi hvað komið gat fyrir. Hann kinkaði kolli og gekk hægt út í hinn endann á sjúkrastofunni, þar sem tveir hjólastólar stóðu og kom aftur til Jacks með annan þeirra. Það tók tíu mínútur, og báðir voru orðnir rennsveittir áður en Jack komst upp á stól- inn. Svo ýtti Wilson, berfættur og stynjandi af áreynslunni við að ganga. stólnum á undan sér útúr sjúkrastofunni og fram í langan, auðan ganginn. Enginn sást hvorki í gangin- um né í neinni af varðstofun- um. Allir voru annaðhvort í fríi yfir helgina eða sváfu eða voru að drekka kaffi eða sinna alvar- legum tilfellum í öðrum álmum hússins. — Veiztu hvert þú vilt fara? spurði Wilson og dró andann þungt þar sem hann laut fram á stólbakið. Hann var frá Tex- as og talaði hægt og drafandi. Fjölskylda hans átti búgarð í nánd við Amarillo og það var auðséð þegar hann lá í rúminu og starði á eyðilagða fætur sína, að hann var að velta fyrir sér hvernig það yrði að reyna að sitja hest. Jeppinn hans hafði ekið á jarðsprengju í Italíu og allir sögðu að hann hefði verið mjög heppinn að halda lífi. — Nei, sagði Jack og reyndi að átta sig á dauflýstum, löng- um og mjóum ganginum. Finndu bara næsta lækni. Það lágu gangar í allar áttir út frá ganginum sem þeir voru í. leyndardómsfullir og eins og í völundarhúsi. Sjúkrahúsið var nýbyggt og skipulagt af miklu hugviti, en það þurfti að þekkja lausnarorðið. Eftir nokkra stund fannst þeim báðum sem þeir gætu haldið áfram til eilífðar að renna stólnum eftir dökku gólfinu; rúlla áfram endalaust meðan Wilson dró bera fætuma með erfiðismunum, framhjá ó- tölulegum grúa lokaðra dyra eða villandi ljósum frá tómum her- bergjum, þvottaherbergjum og yfirgefnum eldhúsum. * rúlla á- fram í eilífri villu óséðir af öll- um í þögulli sjúkrahússnóttinni. Loksins sáust dyr með mattri glerrúðu og ljósi fyrir innan. Jack sýndist ljósið mjög lítjð, fjarlægt og jaðrað rauðu. Með örþrifaátaki ýtti Wilson stólnum á dymar sem opnuðust. Bakvið skrifborð sat maður með of- urstastjömu á öxlum frá- hnepptrar skyrtunnar og sneri að dyrunum. Hann var lítill og grár og laut yfir skjöl á skrif- borði sínu og las gegnum gler- augu i stálumgjörðum. Wilson settist örmagna í stól við skrifborðið. Ofursti, hvíslaði hann. Ofursti . . . Ofurstinn sagði ekkert. Hann leit sem snöggvast á Wilson, svo gekk hann til Jacks og fór að taka umbúðimar af höfði hans með fimum fingmm. Hann at- hugaði sárið meðfram kjálkan- um fáein andartök og kom var- lega við Jack. Svo blístraði hann lágt milli tannanna og gekk að símanum á skrifborðinu. valdi númer og sagði: Það er Murphy ofursti. Gerið klárt fyrir upp- skurð í stofu tvö. Við skerum eftir tuttugu mínútur. Plastpokinn var nú orðinn þaninn af brennandi gasinu, en Jack brosti til ofurstans, vegna þess að ofurstinn hafði trúað honum. Ofurstinn trúði því líka að hann hefði verið að deyja. Og nú var hann í höndum of- urstans og myndi' ekki deyja. Og það hafði eiginlega verið til- gangur Jacks með stríðinu — að deyja ekki. — Hún er meira en þrítug, Iautinant. Hún er þrjátíu og tveggja. — Það hefði aldrei komið fyr- ir, ef ég hefffi sofið í mínu eigin rúmi . . . — Ég skil ekká af hverju þeir SKOTTA ,,Þó við náum ekki í bíó á réttum tíma er þeim alveg sama, eina sem ÞEIR þurfa til þess að vera hamingjusamir er smávegis VÉLARBILUN“. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staídingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFST OFAN L/\N O SVN n- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. ÆFR - Félagsfundur ÆFR efnir til félagsfundar næstkomandi sunnu- dagskvöld kl. 20,30 í Tjamargötu 20. Dagskrárlið- ir eru sem hér segir: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Goldwater, mannréttindalögin og afstaða íslands. Félagsmál, undirbúningur þingsins o.fl. Veitingar- Umræður um Goldwater og félagsmálin. ÆFR hvetur félaga sína til að koma og ræða þessi mikilvægu mál. — Nánar auglýst síðar. 3. 4. 5. Flagsýn HJ. sími 18S23 FLUGSKÓLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla i NÆTURFLUGl IFIRLANDSFLUGI BLINDFLUGI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar i nðvember og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSVN h.f. sírni 18823. L

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.