Þjóðviljinn - 08.08.1964, Síða 12
Mogginn nú farinn að af-
neita ,skattaumbótunum'
Séð yfir hátíðasvæöið og tjaldborgina. — (Ljósm. Bjarnleifur Bjarnleifsson).
Þúsundir við setningu þjóð-
hátíðarinnar í Herjólfsdal
SB Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum var sett í Herjólfsdal
síðdegis í gær í afburða góðu veðri og að viðstöddum
miklum mannfjölda. Munu á annað þúsund aðkomumenn
sækja hátíðina að þessu sinni, auk Vestmannaeyinga.
Laugardagur 8. ágúst 1964 — 29. árgangur — 176. tölublað.
EKKERTLÁTÍRÁ
60SINU í SURTI
■ Enn heldur gosið í Surti áfram af fullum krafti og í
fyrradag var þar mesta hraungos sem voi'ið hefur frá
því gosið hófst. Rann hraunið þá í um 30 stórum straum-
um til sjávar víðsvegar um eyna. í gær var gosið öllu
minna en samt ekkert lát á því.
Norræn Rauðakross
ráðsteha í Rvík
Reynir að búa til
sannanir um
útsvarshækkanir
fyrirtækja!
■ Morgunblaðið reynir í
gær að véfengja tölur Þjóð-
viljans um samanburð á út-
svarsgreiðslum nokkurra
hæstu gjaldenda útsvara í
Reykjavík 1958 og í ár. En
menn þurfa ekki annað en
að líta í skattskrána til þess
að sjá, hvað þar er kallað út-
svar og hvað ekki.
■ Það er nú að verða eitt
helzta kappsmál Morgun-
blaðsins að sanna fólki, að
útsvör fyrirtækja og tekju-
hæstu einstaklinga hafi
HÆKKAÐ frá því sem áður
var, enda þótt það hafi allt
fram til þessa verið helzta
stolt íhaldsins að hafa breytt
skattalögunum einmitt þess-
um aðilum í vil.
■ En skattskráin gefur betri
upplýsingar en Morgunblað-
ið um það, hverjir hafa feng-
ið skatta- og útsvarslœkkan-
ir, og viðbrögð blaðsins nú
endurspegla aðeins ótta þess
við þá almennu fordæmingu,
sem skattpíningarstefna
st]órnarinnar hefur hlotið.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja að meginástæðan fyrir
breyfingum þeim, sem viðreisn-
arstjórnin hefur gert á skatta-
og útsvarSiögunum, var kröfur
ýmissa stórlaxa Sjálfstæðis-
flokksins um rýmri ákvæði
skattalaganna til að auka gróða
fyrirtækja og auðfélaga. Hefur
þetta verið margsinnis játað í
Morgunblaðinu. Breytingarnar á
skattalögunum hafa líka allar
að meginefni gengið þá átt. Til
þess að leyna þessu og blekkja
almenning, voru hins vegar
gerðar nokkrar breytingar á
lægstu þrepum skattstigans, og
skattur felldur niður af þeim
tekjum. sem vegna dýrtíðarflóðs
viðreisnarinnar eru komnar
langt undir lágmark þurftar-
tekna. Þetta hafa svo verið kall-
aðar stórfelldar hagsbætur fyrir
almenning!. þótt aðaltilgangur-
■ inn hafi verið að þjóna stór-
gróðamönnunum.
Meðal breytinga á skatta- og
útsvarslögumim var sú. að tekið
Þjóðhátíðin var sett kl. 2 síð-
degis í gær af Guðlaugi Gíslasyni
alþingismanni, en síðan hófst
guðsþjónusta og messaði annar
sóknarprestanna í Eyjum, sr.
Þorsteinn L. Jónsson. Síðar um
daginn lék Lúðrasveit Vest-
mannaeyja undir stjórn Odd-
geirs Kristjánssonar, leikaramir
Rúrik Haraldsson og Róbert
Arnfínnsson fóru með gaman-
þátt, kvennakór söng. fram fóru
íþróttasýningar. bamaskemmtun
og handknattleikskeppni. í gær-
kvöld var svo kvöldvaka í Herj-
ólfsdal. þar sem skiptust á gam-
anþættir, söngur og eftirhermur,
en síðan var dansað fram eftir
nóttu. Á miðnætti kveikti
brennukóngurinn, Sigurður
Reimarsson, í bálkéstinum mikla
á Fjósakletti og skotið var flug-
eldum.
1 dag, laugardag, verður þjóð-
hátíðinni haldið áfram síðdegis,
Þá flytur dr. Richard Beck próf-
essor ræðu og fram fer íþrótta-
keppni. Síðar um daginn og í
kvöld verða ýmiskonar skemmti-
atriði og að lokum dansað fram
eftir nótfcunni. Flugeldasýning
verður á miðnætti.
Eins og áður er getið, er mik-
ill fjöldi aðkomufólks kominn til
Vestmannaeyja á þjóðhátíðina.
Flugfélagið hefur sjaldan flutt
fléiri til hátíðarinnar en nú,
enda hefur gefið einstaklega vel
til flugs nú síðustu dagana. í
fyrradag fóru Faxarnir 9 ferðir
til Eyja og í gær 15 ferðir, allt-
eínT
glœpurinn
Þjóðviljinn var í gærkvöld að
leita frétta hjá lögreglunni f
Reykjavík og víðar. Alls staðar
var tíðindalítið og blaðamaður-
inn að reyna að toga fréttir upp
úr lögreglunni. Sagði þá einn
lögregluþjónninn: „Eini glæpur-
inn sem hér hefur verið framinn
er útsvarsálagningin.“ Munu
flestir taká undir þetta með lög-
regluþjóninum, en spumingin er
hvort þeir sem í betta sinn eri
ábyrgir fyrir glæp verði látnir
standa skil gerða sinna.
af fullskipaðir, þannig að þessa
tvo daga hefur Flugfélag Islands
flutt á sjöunda hundrað farþega
héðan til Vestmannaeyja.
Merk pólsk mynd
í Stjörnubíó
Pólsk-íslenzka menningarfélag-
ið gengst í dag kl. 14 fyrir sýn-
ingu á merkri pólskri kvikmynd
í Stjörnubíói. Hún heitir .,Strák-
arnir frá Baskastræti“ og er gerð
af einum ágætasta kvikmynda-
meistara Pólverja. Alexandcr
Ford.
Öllum er heimill ókcypis að-
gangur að þessari sýningu.
Braut 5 rúður
með grjótkasti
í fyrrinótt handtók lögreglan
mann sem hafði gerzt sekur um
rúðubrot með grjótkasti og
munaði m.a. í eitt skipti Iitlu
að slys hlytist af.
Um kl. 2 um nóttina var lög-
reglunni tilkynnt að brotnar
hefðu verið tvær rúður inni í
Höfðaborg með grjótkasti og
lenti annar steinninn rétt við
höfuðið á konu sem lá sofandi
í rúmi sínu. Skömmu síðar var
lögreglunni aftur tilkynnt um
rúðubrot, að þessu sinni að Víði-
völlum við Sundlaugaveg. Hafði
þar verið kastað þremur stór-
um steinum í gegnum þrjár rúð-
ur. Lögreglan brá nú við og
sendi flokk lögreglumanna á
vettvang að hafa hendur i hári
spellvirkjans og fann bún söku-
dólginn loks liggjandi í felum
á milli skúra inni í Laugardal.
Var maðurinn tekinn og settur
í varðhald.
Þetta er orðin lengsta sam-
fellda goshrinan í Surti frá því
saga hans hófst og virðist hon-
um ekkert förlast með aldrinum,
ekki enn að minnsta kost’i.
1 fyrradag flaug Björn Pálsson
til Eyja með ítalska kvikmynda-
tökumenn sem ætla út í Surtsey
til þess að taka þar kvikmynd
Dagana 4.—8. ágúst stendur
yfir í Reykjavík ráðstefna nor-
rænu Rauða Kross félaganna.
Þátttakendur í henni eru frá
öllum Norðurlöndunum. þrír frá
Danmörku, tveir frá Finnlandi
tveir frá Noregi og átta frá fs-
landi.
Mörg mál eru til 'umræðu á
ráðstefnu þessari sem skiptist i
tvennt, í fyrsta lagi fram-
kvæmdastjóraráðstefna dagana 4.
og 5. ágúst og í öðru lagi for-
setaráðstefna 5. og 6. ágúst.
Á dagskrá framkvæmdarstjóra
ráðstefnunnar var m.a. Efna-
hagslegar ákvarðanir viðkomandi
norrænu Rauða Kross búðunum,
tillaga um undirbúningsráðstefnu
fyrir leiðtoga hjálparflokka, Al-
þjóðleg mál, sameiginleg tillaga
um Nígeríu, fyrirhugaðir fundir
i Genf í september.
Forsetaráðstefnan fjallaði m.a.
um 100 ára afmæli norska Rauða
Krossins 1965, Alþjóðlega hjálp-
arstarfsemi, Nígeríu — aðstoð
við Rauða Krossinn þar(,af hálfu
Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og
fslands, alþjóðlega Rauða Kross
ráðstefnu 1965 og einnig ákvörð-
un dagskrár fyrir næstu forseta-
ráðstefnu.
Forystumenn þessarar ráð-
sem nefnd er Sköpun. Ætlaði
Björn að reyna að lenda í eynni
en ekki reyndust tök á þvi að
lenda þar og hafa lendingarskil-
yTði spillzt frá því í vor. í gær
efndi Ferðaskrifstofan Lönd og
leiðir til Surtseyjarflugs og voru
farþegarnir hinir ánægðustu
með ferðina.
stefnu. hinnar fyi’stu sem hald-
in er á íslandi, kölluðu saman
blaðamannafund í gær og sagði
þar einn fulltrúi frá hverju landi
frá starfinu heimafyrir. Það er
fólgið í hinu venjulega starfi svo
sem við slys, aðstoð á sjúkrahús-
um, hjálparsveitir og aðstoð í
fangelsum svo eitthvað sé nefnt.
Norðurlöndin haf a talsverða
starfsemi út á við og er þar að
nefna hjálparstarf Dana í Kongó,
en þeir reka sjúkrahús í Leó-
poldville með belgísku starfsliðL
Nú hafa hin Norðurlöndin einn-
ig í hyggju að fara út í slíkar
aðgerðir og er stefnt að því að
styðja Rauða Krossinn í Nígeríu,
sem er afar fátækt land og þjóð-
in lítt menntuð.
í Rauða Kross samtökunum á
íslandi eru 4 þús. meðlimir í
20 deildum. Til samanburðar má
geta þess að í samtökunum í
Svíþjóð eru 550 þúsund meðlim-
ú.
---------------------------—3
NIKOSlU 7/8 — Franska
fréttastofan skýrði frá því i
kvöld að fjórar tyrkneskar
herþotur hefðu skotið á hafn-
arbæinn Polis fyrir austan
Nikosíu.
Framhafd á 5. síðu.
N/ðzt er á lágtekjumönnum
—fyrirtækin eftirlits/aus
★ Verkamaður hríngdi til blaðsins í gær og sagði því smávegis
frá samskiptum sínum við skattayfirvöldin. Hann kvaðst vera
i lausavinnu og hafa unnið hjá ýmsum einstaklingum og fyrir-
tækjum sl. ár. Af þeim sökum hefði hann ekki haft glöggt
yfirlit yfir tekjur sínar og samkvæmt bréfi frá skattstofunni
befði vantað á framtal hans rúmar tvö þúsund krónur frá
einum einstakling, sem hann vann fyrir og svipaða upphæð
frá fyrirtæki einu að því er launamiðar frá þessum aðilum
sögðu. Skattstofan bað um „skýringu" á þessum mismun, enda
þótt öllum ætti að vera ljóst af hverju hann stafar, enda komn-
ar upplýsingar til skattstofunnar frá vinnuveitendum um
launagreiðslur til mannsins. Hefði hann því talið það nægjan-
legt.
★ En með skattreikningi mannsins kom bréf frá skattstofunni,
þar sem honum var tilkynnt að tekjur hans hefðu verið hækk-
aðar um rúmlega 16 þúsund krónur vegna vantalinna tckna.
Honum er gert að greiða kr. 35.506 af 109.000 króna tekjum.
Þannig er níðzt á lágtekjumönnunum, en þeir sem skammta
sér tckjur sjálfir og reka fyrirtæki, sleppa við byrðarnar.
Skattstofan er ekki neitt að grufla ofan í þcirra framtöl, —
trúlega af því að þau séu svo alfuOkomin.
Ágúst Valfells yfirmaður almannavarna ásamt Frakka og íslenzk-
um lögregluþjónum er gættu skotsvæðisins meðan cldflauginni
var skotið á loft. — (Ljósm. Þjóðv. B. S.).
SÍÐARA SKOTID
HEPPNAÐIST VEL
★ Klukkan tólf í fyrrinótt skutu frönsku vísindamennimir á loft
síðari eldflaug sinni frá Mýrdalssandi.
★ Samkvæmt upplýsingum Eðlisfræðistofnunar Háskólans tókst
skotið sjálft mjög vel en mælitækjaútbúnaður bilaði lítilsháttar.
★ Frönsku vísindamennirnir eru mjög ánægðir með árangurinn
af eldflaugaskotunum tveimur.
★ Bjarminn af skotinu sást mjög vol frá Reykjavík því skyggni
var gott í fyrrinótt