Þjóðviljinn - 12.08.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.08.1964, Qupperneq 4
MÓÐVILJINN 4 SIBA Otgefandi: Samemingarflokkur aiþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Siguróur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Préttaritstjóri: Sigurður V Friðþ.iófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19, Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði Spor afturábak síðustu árum hafa orðið stórstígar framfarir í útbúnaði fiskiskipa og allri veiðitækni, og hafa Islendingar staðið flestum þjóðum framar í að búa bátaflotann nýjustu og fullkomnustu tækj- um. íslenz-kir sjómenn hafa náð mjög góðum árangri í meðferð þessara tækja, svo að aðrar þjóðir telja sig geta mikið af okkur lært í þeim efnum. Allar fiskveiðiþjóðir leggja mikið kapp á alhliða uppbyggingu fiskiskipaflotans og víða hafa framfarirnar orðið hvað mestar og gagnger- astar á sviði togaraútgerðarinnar, Fullkomnir skut- togarar búnir nýjustu fiskileitartækjum og að- stöðu til margvíslegrar vinnslu aflans um borð eru að leysa af hólmii gömlu síðutogarana hjá öðrum þjóðum. En hjá íslendingum er rætt um það í fullri alvöru að því er virðist, að tímabært sé að leggja togaraútgerðina niður. Yenjulegustu rökin gegn togaraútgerð á íslandi í dag eru þau, að „hinn gamli rekstrargrund- völlur“ þeirra sé „að mestu leyti horfinn“, eins og Vísir segir 1 leiðara sínum sl. mánudag, en sjaldnar er rætt um hinar raunverulegu orsakir þessa. Þjóðviljinn benti nýlega á, að sú uppáhalds- röksemd útgerðarmanna að launagreiðslur til skipshafna á íslenzku togurunum væru of stór lið- ur í útgerðarkostn¥ðinum og því þyngstar á met- unum í þessum efnum, hefur verið hrakin ræki- lega af Ósvald Gunnarssyni í Sjómannablaðinu Víkingi, og hefur enginn treyst sér til að vefengja þær staðreyndir, sem hann setur þar fram. Þann 4. ágúst s.l. birti Þjóðviljinn athyglisvert viðtal við ungan, reykvískan togaraskipstjóra, Guðbjörn Jensson. Hann bendir á, að íslenzki togaraflotinn hefur staðið 1 stað tæknilega síðustu tuttugu ár, og telur það meginorsökina fyrir erfiðleikum tog- araútgerðarinnar. Og mönnum er áreiðanlega hollt að hugleiða eftirfarandi spurningu, sem Guðbjörn setur fram sem óbeint svar við því í hverju erf- iðleikar togaraútgerðarinnar séu fólgnir: „Hvar stæðu t.d. síldveiðar- vélbátaflotans í dag, ef ekki hefði orðið þar tæknileg breyting við veiðarnar á síðustu árum með tilkomu nýrra og fullkomnari skipa, stærri nóta. kraftblakkarbúnaðar, að ó- gleymdum margfalt fullkomnari fiskileitartækj- um en áður þekktust?“ Qömlu íslenzku togararnir verða nú að keppa við ný og fullkomin skip annarra þjóða, og þgrf engan að furða þótt sú samkeppni reynist okkur erfið. En þau sjónarmið, sem hér hefur verið vak- in athygli á, ásamt þeim upplýsingum, að sú breyting ein að nota togvörpu úr gerfiefni í stað gömlu hampvörpunnar, hefur stóraukið aflamagn nokkurra íslenzkra togara undanfarið, gefa dá- litla vísbendingu um bað, hvernig snúast beri við erfiðleikum íslenzku togaraútgerðarinnar, Ef við viljum halda hlut okkar gagnvart öðrum þjóðum sem fiskveiði- og fiskiðnaðarþjóð, þurfum við á sama hátt og þær að endurnýja togaraflota okk- ar í samræmi við kröfur tímans Það væri „að stíga sporin afturábak" að leggja niður togaraút- gerð á íslandi. eins os hinn dusmikli tosaraskip- stjóri. Guðbjörn Jensson, leggur réttilega áherzlu á. — b. Miðvfkudagur 12. ágúst 1964 Gerirsömu hundakúnstir en þjáist ekki af peningaæoi Spjallað við Hallvarð Guðlaugsson um ferð til Austur-Þýzkalands „LEIKUR SÉR MEÐ LJÖNI LAMB I PARADÍS" — Tveir full- trúar frá íslaruli á VII. verkalýðsráðstefnunni í Rostock í góðum félagsskap í dýragarði þar í borg. Hailvarður Guðlaugsson húsa- smiður (t.h.) og Helgi Hóseasson prentari. Ég hef nú aldrei komið til Austur-Þýzkalands og því erf- itt að gera samanburð á lífs- kjörum þar nú og áður. En ég kunni mjög vel við fólkið, það virtist hafa nóg af öllu og er mjög frjálslegt í allri framkomu. Það var heldur önnur mynd sem blasti við þarna' en fram kemur í á- róðrinum hér heima, sem lýsir þjóðinni sem grátandi örvænt- ingarfullum lýð sem býður eftir því einu að komast í frelsið fyrir vestan. Fólkið þar austur frá vill ferðast ög væri áreiðanlega til í að koma sem slíkt til okkar í „frelsið", en Vestur-Þjóð- verjar hafa fengið- því ráðið að Austur-Þjóðverjar fá ekki áritun til Nato-landanna. Það er því heldur öfugsnúið að þeir sem standa í vegi fyrir að fólkið geti ferðazt til annarra landa skuli mest bysnast yfir að það sé innilokað í ófrelsi, og þessi áróður bergmálar hvað hæst í blöðunum hér heima. — Hvað er úm lífskjörin að segja að öðru leyti og vinnu- tímann? — Fólk virðist geta lifað sæmilegu lífi af 45 stunda vinnuviku, og þekkist varla að fólk vinni lengur. Verkalýðs- félögin geta þó veitt heimild til að unnið sé allt að 28 st. yfirvinna á máijuði, ef þannig stendur á og nauðsyn krefur, en það er algerlega bannað samkvæmt lögum að nokkur vinni lengur en það. Vinnu er yfirleitt lokið kl. 3 á daginn, og þar sem ég kom í verksmiðju kom verka- fólk í betri fötum til vinn- unnar, verksmiðjan sá því fyr- ir vinnufötum og hver hefur sinn fataskáp. Að lokinni vinnu um miðjan dag kemur verkafó;lkið svo út á götuna hreint og vel klætt og getur farið hvert sem er. Að þessu er nokkuð annar bragur og mennilegri en hér tíðkast. — Hvað gerir fólk þá heizt til afþreyingar í frístundum? — Þarna er mikið um al- menningsgarða og þar reikaði fólkið um og naut lifsins, einn- ig er þar áberandi mikið af veitingahúsum, sem fólk notar í ríkum mæli, os það stendur ekki á horleggjunum þetta fólk, eins og maður gæti hald- ið af lýsingum blaðanna hér heima. Unga fólkið gerir sömu hundakúnstir og hér, dansar twist og annað þvílíkt sem ég kann ekki að nefna, og stelp- urnar lita á sér hárið rautt og svart og hvítt og grátt, eftir því sem tízkan þýður alveg eins og hér. — Nú er nærtækt að spyrja um skattagreiðslur þar eystra. — Skattar eru teknir af launum jafnóðum og þau eru greidd. í verksmiðjum eru mismunandi launaskalar sem fer eftir því hvað vinna er mikilvæg og ýmsu öðru. Al- gengast er að skattar séu 10 —15% af launum eri fara upp í 25% af allra hæstu tekjum. — Er ekki erfitt með ibúðir fyrir ungt fólk þar eins og annars staðar? ; — Það hefur verið vanda- mál fram á síðustu ár, skilst mér, en er nú mikið að lag- ast, enda eru íbúðir ódýrari þar en hér heima og gerir fólk allt aðrar kröfur, og pen- ingaæðið virðist ekki þjaka fólk eins og hér. Þeim þykir undarlegt að við skulum yfir- leitt eiga okkar íbúðir sjálfir og þræla myrkranna á milli eins og skepnur til að borga þær niður á nokkrurri árum — það er varla að þeir geti skil- ið þetta. Þar er mest byggt af íbúðum af svipaðri stærð og er í verkamannabústöðum hér, og ungt fól’k á rétt á að fá inni í þessum íbúðum, tekur bið eftir þeim oftast 6 til 12 mánuði. Húsaleigan er 32-55 mörk á mánuði og er í hæsta lagi 10% af launum, þegar bú- ið er að draga frá skatta og aðrar skyldur. Vandamál ungs fólks í sambandi við húsnæði er ekki annað en standa skil á þessari leigu. Svo gilda á- kveðnar reglur um hvernig skipt er um íbúðir eftir þvi sem stærð fjölskyldunnar breytist. — Nota þcir aðrar vinnuað- ferðir við húsbyggingar en við? — Ekki virðist mér þeir standa okkur framar að verk- tækni, íbúðirnar eru ódýrari fyrst og fremst af því að minna er í þær lagt. Ég kom í átta íbúðir og þar sá ég t.d. hvergi glansandi harðvið í innréttingu, en frágangur virð- ist allur ágætur, bað og öll ríauðsynleg þægindi en eng- inn óþarfa íburður. Þetta verð- ur til þess að þeir geta byggt í miklu stærri stíl en ella, t.d. er byrjað að byggja nýtt í- búðahverfi við Rostock, sem er um 180 þús. manna bær eða svipaður fjöldi og við íslend- ingar, það er ætlað að byggja yfir 120 þús. manns á næstu 5 árum. Þetta gætu íslend- ingar eins gert ef eitthvert vit væri í íbúðabyggingum hér. — Sástu múrinn fræga í Berlín? — Ja, það fyrirbæri sa eg þó frekast fyrir tilviljun. Við vorum á gangi nokkrir sam- an í Berlín og komum þar að garði eða girðingu, sem v-ið veittum svo sem ekki sérstaka athygli, en þegar við höfðum snúið þar frá og ætluðum inn Framhald á 9. síðu. Þjóðviljinn hitti nýlega að máli Hallvarð Guðlaugsson formann verðskrárnefndar Trésmiðafélags Reykjavíkur, en hann var í hópi þeirra Islendinga sem sátu VII. verkalýðsráðstefnuna í Rostock í síðasta mánuði. Þjóðviljinn hefur áður sagt ítarlega frá ráðstefn- unni sjálfri og bað því Hallvarð að segja okkur eitthv^ið af kynn- um sínum af landi og þjóð. Bannfærum vopnavald á íslenzkri grund Efst á blaði Tímans 28. júlí er yfirskrift greinar þessi: ' „Tíminn flaug yfir Mýrdals- jökul í gærkvöldi“. Þetta geta menn gert þegar þeir vilja fá sem gleggsta yfirsyn, sjá og skilja það sem er að gerast eftir því sem framast er unnt. enda þótt það sé ekki í minnsta máta á valdi þeirra að stöðva hraunflóð eða eld úr iðrum jarðar og þeir eigi eng- an hlut þar að. En víðar stafar ógnun að en úr Mýrdalsjökli og annars eðl- is. Er (kristna) fólkinu hér í landi ekkert órótt, hugsar það ekkert til hreyfings í þá áttina að gera sér grein fyrir því, að svo miklu leyti sem unnt er, hvað er og hefur verið að ger- ast í Norður-Vietnam þessa dagana? Er því ekkert órótt. þó að vítisvélar hafi með þess hlutdeild varpað sprengjum þar á saklaust vamarlaust fólk? Hverskonar öfl eru það sem halda andvaraleysinu i sinum heljargreipum, ef ís- lenzka þ.ióðin andmælir ekki eftirminniL loftárásum Banda- ríkjanna á Norður-Vietnam? Getur íslenzka þjóðin ekki gengið útfrá þvi að óréttmætar .ögranir og eftirgrennslanir hafi legið að baki bandarískra her- skipa við strendur Norður- Vietnam? Getur íslenzka þjóð- in þvegið hendur sinar og sagt: Sýkn er ég að hafa gefið slík- um ögrunum byr í seglin? Hversvegna fóru forráða- menn íslenzku þjóðarinnar tíl viðræðna við valdamenn brezka heimsveldisins, þegar málum var þannig komið i landhelgis- deilunni. að brezk herskip höfðu hörfað út fyrir tólf mílna markalínu og íslenzku valdhafamir höfðu gefið tog- urunum sem stunduðu fiskveið- ar í landhelgi undir þeirra vemd upp allar sakir og meira að segja brezkum togurum, sem höfðu verið dæmdir sekir fyrir veiðar innan fjögurra mílna landhelgi? Eg endurtek: Hversvegna fóru ísienzkir vaitlhafar á fund þeirra brezku á bessu stiíti, þegar brezkir vaidhafar höfðu um stundar- sakir andmælt útfærslu land- hclginnar í tólf mílur með her- skipaverndinni. en höfðu svo hörfað út fyrir landhelgislín- una? Hversvegna svöruðu þeir ekki slfkri málaleitan brezkra valdhafa skýrt oe skorinort á þessa leið: Um síðustu aldamót sömdu brezkir valdsmenn við danska valdhafa, þáverandi yf- irdrottnara íslenzku þjóðarinn- ar, að færa íslenzku landhelg- ina inn um 13 mílur úr 16 mílna landhelgi innað lands- steinum, innan þriggja mílna landhelgi. Nú hefur íslenzka þjóðin ákveðið að færa land- helgina út um 8 mílur og þeirri ákvöðun verður ekki haggað. Með því að gefa þeim togurum öllum upp sakir sem nú hafa, undir herákipavernd og án hennar, stundað veiðar í íslenzkri landhelgi, höfum við í eins ríkum mæli og við get- um rétt ykkur sáttfús hönd. Á þessa leið hefðu íslenzku valdhafarnir átt að svara. En leiðinni sem þeir hljóta að hafa verið tilknúnir með ögrunum að fara. niður brattann sem beztu menn bjóðarinnar höfðu klifið með fulltingi vísindalegra rannsókna, dirfðist blað utan- ríkisráðherrans, Alþýðubiaðið. að túlka „Stórsigur í landhelg- ismálinu" með því stærsta letri, sem sézt hefur. þegar forráða- menn íslenzku bióðarinnar höfðu samið við Breta um veiðiréttindi á tveimur fengsæl- ustu fiskimiðunum inn að 6 mflum. Og ekki nóg með það, held- ur einnig ögrað öllum þjóð- um, sem fiskveiðar höfðu stundað hér við land til að koma inn í kjölfar Breta í landhelgina — ögrað þeim til þess með því að semja við Breta. við Breta, um heimild til útfærslu landhelginnar á tilteknu svæði yfir landgrunn- inu, utan tólf mílna markalínu. Þetta þýddi vitanlega skert veiðiréttindi allra þjóða á þvi svæði. Það má ekki minna vera en að íslenzka þjóðin sendi nú. þó að seint sé, hugheilar þakkir þeim þjóðum sem stóðust þessa ögrun eða þetta heimboð inní íslenzka landhelgi og feli jafn- framt forsætisráðherra Bjama Benediktssyni að tilkynna það Lyndon B. Johnson að þjóðin ávarni ekki vopnavaldsins guð í þjóðsöng sínum — að hún vilji af alefli stuðla að* réttlæti ogmannsæmandi siðgæði hvar- vetna þar sem hún fái því við komið og að hún vilji ekki lengur bandaríska hervemd á íslenzkri grund. Um þetta getur þ.jóðin sam- einazt. í bæjum og bvgaðum, innan sínna félags- og lands- samtaka. Guðrún M. Páisdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.