Þjóðviljinn - 12.08.1964, Page 5
Miðvikudagur 12. ágúst 1964
H6ÐVILIINN
SÍÐA
Þórólíur skorar þriðja niark lciksins af stuttu færi, óverjandi fyrir Sitldle markvörð (Ljósm. Bj. Bj.)
lslenzka landsliðið sem sigraði Bcrmuda á mánudag, fremri röð frá vinstri: Ríkharður Jónsson
(fyrirliði), Eyleifur Hafsteinsson, Þórólfur Beck, Sveinn Teitsson, Hrciðar Ássælsson. Aftari röð:
Karl Hermannsson, Heimir Guðjónsson, Jón Leósson, Ellert Schram, Jón Stefánsson, Iiögni
Gunnlaugsson. (Ljósm. Bjarnleifur)
á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld
Einn af þeim mönnum sem
hafa verið bundnir íþrótta-
hreyfingunni allt frá barnæsku
er Gísli Halldórsson forseti
ÍSÍ, og í dag heldur hann há-
tíðlegt 50 ára afmæli sitt. Hann
byrjaði sem ungur drengur að
leika knattspyrnu með félagi
sínu KR, og varð strax vel
liðtækur í þeim leik, og eftir
því sem aldur færðist yfir
hann færðist og þroski í kunn-
áttu hans og varð hann sjálf-
kjörinn í kapplið þeirra aldurs-
flokka sem hann tilheyrði. Og
maður með slíkan áhuga og ást
á knattspyrnu sem Gísli hafði
og hefur komst léttilega inn í
meistaralið KR í fyrsta ald-
ursflokki og voru það engir
aukvisar sem þangað kqmust
á þeim árum.
Það kom því fljótt fram að
Gísli hafði sterkan vilja og
vissi hvað hann vildi, og setti
hann sér eitthvert markmið
fylgdi hann því eftir með
festu.
Á unga aldri lærði hann
trésmíði, en honum var það
ekki nóg, hann vildi lengra,
og þá fer hann utan og stund-
ar þar nám í húsateikningum.
Á þeim árum mun Gísli lítið
hafa tekið þátt í iþróttum, en
þegar hann kom heim aftur
beið hann ekki boðanna, gerð-
ist virkur í starfi hjá félagi
síhu til að byrja með, og eins
og fyrr afkastamikill. Hefur
hann í sambandi við hið nýja
„landnám” KR við Kaplaskjóls-
veginn markað djúp spor í
þróunarsögu KR.
Fljótlega fór hann að taka
þátt í opinberum störfum fyr-
ir íþróttahreyfinguna og þó
fyrst í stjórn íþróttabandalags
Reykjavíkur og bráðlega gerð-
ist hann formaður þess og
hafði bað trúnaðarstarf í fjölda
ára. Átti hann sinn stóra þátt
í þvi að gera þau samtök sv.o
sterk sem þau eru í dag.
Samtímis þessum störfum
hefur hann um langt skeið ver-
ið sá maðurinn sem mótað hef-
ur flest þau íþróttamannvirki
sem byggð hafa verið á landi
hér, því fþróttasjóður hefur
leitað til hans um hugmyndir
og teikningar um slík mann-
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ.
virki, svo segja má að hann
hafi verið einn aðalráðunaut-
ur þeirrar stofnunar. Þgð má
þvi segja að Gísli hafi staðið
með annan fótinn í stjórnar-
starfi félagssamtakanna og
þar kynnst erfiðleikum þeirra
og starfi og með hinn við hlið
framkvæmdanna er miðuðu að
bættum skilyrðum iþróttanna
i landinu.
Það munu þvi flestir hafa
talið mann, með þann kunnu-g-
leika á starfi og þörfum íþrótt-
anna, sem Gísli hafði, vera
nokkuð sjálfkjörinn til að taka
við af Benedikt Waage er hann
lét af störfum sem forSeti ÍSÍ.
en i það ábyrgðarmikla starf
var Gísli kjörinn fyrir tveim
árum.
Þó ekki séu nema tvö ár
síðan hann tók þar við stjórn-
artaumum mun þegar vera far-
ið að gæta áhrifa af áhuga
hans og þekkingu á þörfum í-
þróttahreyfingarinnar.
Þeir sem þekkja nokkuð til
Gísla munu undrast hve miklu
hann getur afkastað, og hvern-
ig hann virðist hafa tíma til
alls, og ekki aðeins það að
vera í stöðunni. hann fram-
kvæmir, það skeður alltaf
eitthvað í kringum Gísla, hon-
um leiðist athafnaleysi og logn-
molla.
Hér hefur aðeins verið stikl-
að á stóru um starf Gísla að
íþróttamálum, um leið og hon-
um er árnað heilla með af-
mælið.
Frimann.
FH vann Armann
með 26 gegn 12
f gærkvöld voru háðir þrir
leikir í meistaramótinu í úti-
handknattleik sem haldið er í
Hafnarfirði.
Tveir leikjanna voru í meist-
araflokki karla og var annars
þeirra sérstaklega beðið með
mikilli eftirvæntingu þar eð
um úrslitaleik mótsins var að
ræða. Það var leikur FH og
Ármanns en Ármann hafði
sigrað Fram óvænt og var því
eina liðið sem ógnað gat sigri
FH. Raunin varð hins vegar sú
að FH sigraði með yfirburðum
26 mörkum gegn 12. Hinn leik-
urinn í mf. karla var milli
Fram og Hauka og lyktaði hon-
um með jafntefli, 21:21 eftir
mjög spennandi leik og jafnan.
Loks fór fram einn leikur í
II. fl. kvenna milli Ármanns
og Keflavíkur og sigraði Ár-
mann með 7 mörkum gegn 3.
Armann-Fram 24:17
Um helgina voru leiknir sex
leikir í Islandsmótinu i hand-
knattleik að Hörðuvöllum i
Hafnarfirði. Á laugardag vakti
K.S.Í.
Í.S.Í.
BERMUDA - KR
leika í kvöld kl. 8 e.h. á Laugardalsvellinum.
Tekst K.R. að sigra landslið Bermuda?
Knattspymusamhand íslands.
mesta athygli viðureign Fram
og Ármanns í mfl. karla. Ár-
mannsliðið virðist vera í góðri
þjálfun og sigi-aði auðveldlega
Islandsmeistarana innanhúss —
með 24 mörkum gegn 17. Ár-
menningar hafa raunar alltaf
náð betri árangri utanhúss en
innan, og á það er að líta að
Fram saknaði tveggja ágætra
manna úr liðinu. þeirra Guð-
jóns og Sigurðar Einarssonar. 1
mfl. kvenna sigraði Fram FH
með 4:3 og Breiðablik sigraði
Vfkine í sama flokki með 17:10.
Á sunnudag kepptu Valur og
Ármann til úrslita í öðrum
riðli í mfl. kvenna og sigraði
Valur eftir harða viðureign
með 8:7. FH sigraði Breiðablik
í 2. flokki kvenna mað 11:1 og
KR sigraði Víking í sama fl.
með 5:4.
Gísli Halldórsson forseti ISI
fímmtugur í dag
Myndir frá landsleiknum við Bermuda
D. Landy miðherji í landsliði
Bermuda (Ljósm. Bjarnleifur).
Bermuda-KR í kvðld
1 kvöld kl. 8 leikur landslið Bermuda við Islandsmeistarana KR
á Laugardalsvellinum. Lið KR verður þannig skipað:
Heimir
Hreiðar Bjarni
Þórður Hörður Þorgeir
Gunnar Guðm. Sveinn Gunnar Felixs. Ellert Sigurþór
Þórólfur skorar fyrsta mark leiksins af 30 m. færi og sést hann á myndinni efst til liægri. Lengst
til vinstri sést Eyleifur. (Ljósm. Bjarnleifur)
J
«