Þjóðviljinn - 12.08.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.08.1964, Qupperneq 10
SlBA HÖÐVILJINN Miðvíkudagur 12. ágúst 1964 á þessum stað. Vertu ekki að ræða þetta við hana. Ræddu þetta alis ekki við nokkurn mann. Far'ðu bara. • Þeir kvöddust ekki með hand- arbandi og skömmu seinna ekildist Jack við Delaney sem stóð eins og rómversk stytta í handklæðisskikkjunni við úfinn sjóinn. Jack gekk á milli tveggja nærliggjandi húsa út á veginn. þar sem bíllinn hans stóð, vegna þess að hann kærði sig ekki um að kveðja Klöru. Þegar hann kom heim. var Carlotta úti. Hann setti í skyndi niður í tvær töskur og skrifaði skilaboð á pappírsblað; svo ók hann austur á bóginn klukkan tvö sama dag. ir — Það var rétt af þér að yf- irgefa hana. Hún er hálfviti. — Hvernig geturðu ráðið það af einn bréfi? — Af því að hún fer ekki fram 4 peninga. Hún hefði getað rúið þig inn að skyrtunni. . — Ég er búinn að tala við lögfræðinga ungfrú Lee, sagði herra Garnett og ég er hræddur um að þetta verði erfiðleikum bundið, herra Andrus. Herra Gamett var prúður, hárlítill maður og fyrirtæki hans hafði ekki hjónaskilnaði að sérgrein. Jack hafði óbeit á hjónaskilnað- ariögfræðingum, rétt eins og læknum sem auglýstu það að þeir væru sérfræðingar í kyn- sjúkdómum. Hún fer fram á gífuriega fjárhæð. Lögfræðingar hennar hafa fengið heimild til að ioka bankareikningi yðar og öllum innstæðum vegna þess að þér hafið engar fastar tekjur sem gætu tryggt að fjárhæðin yrði greidd. Ennfremur halda þeir því fram að þér hafið í hyggju að fara af landi brott og konan yðar verður að tryggja sig. — Já, en þetta er hlægilegt, sagði Jack.. Það er ég sem fer fram á skilnað. Hann hafði ekki ákært hana fyrir ótryggð vegna bess að hann vildi ekki draga þetta allt niður f svaðið. Hann hefði gert sér vonir um hávaða- lausan ekilnað sem eyðilegði ekki meira en orðið var. Hvem- ig getur hún farið fram á pen- inga af mér? spurði hann. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SÍMI 23 6 16. P E R M A Garðsenda 21. — SIMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R 1 Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (María Guðmun dsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. — Hún kærir yður fyrir hjónabandsbrot, herra Andrus, sagði herra Gamett stiliilega. Og ég er hræddur um að hún geti sannað það. — Drottinn minn góður, sagði Jack. öll Californía veit að hún hefur sofið hjá öllum nema dyraverðinum í kvikmyndaver- inu. — Ég get ekki sannað það. en allir sem — — Hún getur sannað á yður hjónabandsbrot. herra Andrus. sagði herra Bamett og horfdi með lotningu á skjölin á borð- inu. Lögfræðingar hennar hafa tilkynnt mér að þeir hafi látið fyigjast með ferðum yðar með- an þér voruð í New York, og þeir hafa sannanir. — Guð minn góður, sagði Jack. Hann hafði hitt starfstúlku hjá Rauða Krossinum, sem hann hafði þekkt í Englandi og af einskærri einmanakennd hafði hann dvalizt fáeina daga í íbúð hennar. Án nokkurrar ánægju. — Þér hafið auðvitað líka ráð- ið leynilögreglumenn tíl að fylgjast með konunni yðar, herra Andrus, - sagði" herra Garnett-, enda þótt ég geri ráð fyrir að hún muni gæta mín þangað til málið kemur fyrir rétt. En kannski myndi það borga sig samt. Ég veit um ágætt fyrir- tæki í Californíu sem náði á- gætum árangri fyrr á árum og — — Nei, sagði Jack. Hann var að hugsa um morgunmatinn í garðinum fyrir langalöngu. Hvað svo sem fyrir kæmi, þá gæti hann ekki ráðið lögregluþjón til að njósna um konuna sem set- ið hafði andspænis honum þann morgun. Nei, sagði hann loð- mæltur. Gleymum því. — Það er eitt gott í þessu, sagði herra Gernett. Hún getur ekki hreyft við eftirlaununum. Samkvæmt lögunum eru þau friðhelg. — Blesuð lögin, sagði Jack og stóð upp. — Mig langar til að ráðfæra mig við yður um málið sjálft. sagði herra Garnett. Hvaða stefnu eigum við að taka í mót- leik okkar? — Við gerum engan mótleik, sagði Jack. Ég verð ekki einu sinni viðstaddur. Ég fer til Evr- ópu. — Ég kannast við fyrirtækið sem sér um málið fyrir konuna yðar, sagði herra Garnett. Þeir eru býsna — býsna harðir í horn að taka. Það getur orðið erfitt að komast að nokkru sam- komulagi við þá, ef þér hótið ekki einu sinni að neita að bera fram gagnákærur. — Og ef konan j ðar hefur verið svo. . . laus í rásinni, eins og þér segið, þá væri ef til viH auðvelt, jafn- vel nú, að fá yfirlýsingar frá hótelum og þjónustustúlkum og bílstjórum og þar fram eftir götunum. — Nei, sagði Jack. Ekkert þess háttar. Látið hana fá það sem hún fer fram á. Reynið að halda einhverju eftir handa mér, en ef það er ekki hægt, þá er bezt hún hirði það aHt saman. — Mér þykir þetta mjög leitt, herra Anídrus, sagði Garnett. Hann reis á fasfaa- ta að kveðja. Já, það er enn eitt. Konan yðar heimtar Hka bílinn sem þér ók- uð í til New York og ég held hún ætli sér að láta kyrrsetja hann. En auðvitað geri ég það sem unnt er til að sporna gegn þvtL Jack skellihló. Látið hana fá bílinn, sagði hann. Ég hef hvort sem er ekki efni á að kaupa á hann benzín. Látið kvienmann- inn fá allt saman. Þegar hann gekk út úr skrif- stofu lögfræðingsins fór honum að verða ljóst, að það myndi kosta mikið að bjarga morgnin- um í garðinum. ★ Gerið upp sakir næturinnar. Eftir skamma stund mun morg- unroðin koma í ljós yfir rúst- unum og styttunum og sjón- varpsloftnetunum í Róm, og það er tími til kominn að gera upp reikninga minninganna. Gleymd- ar raddir hafa talað, gamlir söngvar hafa verið 'sungnir, vof- ur hafa parað sig og skilið á ný, eldgömul sár hafa rifnað upp og blætt á ný, rómiverska nóttin hefur reynzt vera óstöð- ugur og hættulegur grunnur á veðruðum súlum fortíðarinnar, hinir látnu hafa birzt í svip og otað fingrunum aðvarandi ------- ic Dauðinn. Hann var hér aftur í her- 42 berginu hjá honum; hann and- aði í koddanum hjá honum, þol- inmóður og bíðandi. Honum fannst hann hafa orðið fyrir árás. Högg næturinnar höfðu sogið úr honum allan þrótt, fyrstu kirkjuklukkur morguns- ins voru síðustu sprengingarn- ar undir múrnum. Allt lífs- þrek hans, hreysti hans og þrótt- ur sem hafði gert honum kleyft að þola sár og sjúkrahúsvistir, víxlspor og missi ástarinnar, virtist renna burt. Með ferskt blóð á vörinrii fannst honum sem rödd hefði hvíslað í eyra honum meðan hann var ennþá milli svefns og vöku: Þú kemst ekki" lifandi frá Róm. Veronica, hugsaði hann. Af hverju er hún ekki hér? Af hverju í fjandanum er hún ekki hér? Hann lokaði augunum og hugsaði um likama hennar. Hann engdist af þrá til hennar. Ef hún væri hér, hugsaði hann, þá væri allt öðru vísi. ★ Það var árla morguns í Róm og á stöku stað heyrist Vespa suða meðfram gulbrúnum múr- veggjunum og klukkur hinna ýmsu kirkna, Sant’Andrea della Valle, Santa Maria Sopra Min- erva, Santissima Trinitá dei Monti, San Luigi de’Francesi, Santa Maria delia Pace, heilsa hinum nýja degi eftir martröð næturinnar. Það er haldin messa í Santa Maria in Trastevera-kirkjunni fyrir fimm gamlar konur með svört sjöl sem krjúpa giktveik- ar á köldu og hörðu steingólf- inu og hlusta á syfjaða unga prestinn sem segir: Kyrie Eleis- on, Christe Eleison, Kyrie El- eison, Kyrie Eleison, áður en þær fara í vinnu sína við að þvo gólf á sjúkrahúsum, skrif- stofum o£ gistihúsum. Það er verið að undirbúa markað á torginu framan við Farnese- höllina — blóm og artiskokkar frá Sikiley og rauðar appelsínur og soglíole og cefali og triglis frá Miðjarðarhafinu og parmes- noetur í þríhymingum og mortadella saiamis og hvít, vot egg mozzarellunnar sem liggja á strám. Síðustu glöðu gestirnir eru að koma uppúr kjallara- næturklúbb múlattans á Via Veueto, þeir hlæja hátt, tala fimm eða sex tungumál og ræsa bíla stna sivo að drynur í vél- inni í bláhvítri götunni. Jack er ölvaður, hnúar hans örlítið þrútnir, hann sefur órólega í bótelherberei sínu þrjár götur héðan, kvíðir komu morgunsins, jafnvel 1 draumi hýr hann sig undir fyrstu aspinintöflurnar, fyrsta sódavatnið. Lögreglu- þjónninn sem heldur vörð á Via Botteghe Oscure beint á móti bækistöðvum kommúnista- flokksins og heimili spænska ambassadorsins, hallar sér upp að veggnum í skjóli og veltir fyrir sér hverjir geri uppistand í dag og hverja hann neyðist til að slá niður, og vörðurinn fyrir framan bandaríska sendi- ráðið bíður glaður eftir þeim sem á að leysa hann af, feg- inn því að eiga næturvakt því að stúdenarnir hópast ekki að sendiráðinu á næturnar til að lýsa óánægju sinni yfir atburð- unum í Egyptalandi og Ung- verjalandi og Algier. Vörður- inn veltir því syfjulega fyrir sér hvernig staðið geti á því að ítölskum stúdentum finnist nauð- synlegt að lýsa óánægju sinni á umbrotum í Afríku og Mið- Evrópu með því að safnast sam- an fyrir framan bandaríska sendiráðið og veifa fánum. Tíb- er rennur í steyptum farvegi sínum framhjá Castel Sant’Ang- elo og Dómsmálaráðuneytinu, mjótt, tamið fljót, sem runnið hefur alla mannkynssöguna á leið sinni framhjá Ostia tíl hafs, framhjá Ostia Antica sem eitt sinn var blómleg höfn með tvö hundruð þúsund íbúum og nú er aðeins uppgrafnar rústir og endurbyggt útileikhús á græn- um völlum sem teygja sig nið- ur að svörtum hraunströndum. Kerrurnar renna gegnum Pi- azza Colonna með morgunblöð- in sem segja frá hneykslismál- um og stjórnarkreppum; verka- menn byrja að reisa trégrindur fyrir skrúðgöngu á veginum sem liggur að Colosseum; kaffilykt berst frá kaffihúsunum sem eru opin alla nóttina, síðustu mell- urnar yfirgefa nauðugar Piazza Barberini, þar sem gosbrunnur- inn fossar án afláts og vatnið fossar í stríðum straumum niður yfir vöðvastæltar herðar og upp- lyft höfuð og sporðinn á stóru bronsstyttunni af hafinu og jörðinni. / Og um alla borgina eru kon- ur komnar á stjá að kaupa brauð, útbúa morgunmat, senda börn í skóla; það heyrast lágar önuglegar stunur frá mönnum sem troða sér með erfiðismun- um í fötin sem eru stíf af svita frá vanborgaðri vinnu gærdags- ins og búa sig undir erfiði dags- ins fyrir sultarlaun. Skær, vetrarlegur Miðjarðar- hafsmorgunninn, fölgrænn og bleinkur, lýsir upp hvíta múr- veggina á Parionlis, byggða af miljónamæringum Mussolinis og byggða áfram af miljónamær- ingum Marshall-áætlunarinnar, snertir turn Vatikansins, hæstu trén í Borhese-garðinum, snertir höfuð Garibalda á risastóru styttunni í Ja niculum með frið- sælu, vonarlegu ljósi. Miðjarðarhafsbirtan seytlar inn í hótelherbergið þar sem Jack liggur með verkjandi augu, svefmvaria, flæktur í minningar fortíðarinnar um raddir frá öðru tímaskeiði. ★ Hann leit á ferðaklukkuna í leðurhylkinu. Það var kominn tími til að fara á fætur. Hann steig fram úr rúminu og rak- aði sig. Andlitið var þreytu- legt í skerandi Ijósinu í bað- herberginu og hann skar sig undir hökunni og það blæddi stöðugt úr sárinu. Hann klæddi sig og hann svimaði og fingurnir flæktust fyrir honum. Hann tók umslag Despiéres og lagði það í komm- óðushúffuna undir nokkrar skyrtur. Hann aðgsetti hvort hann hefði ekki með sér dökku gleraugun til verndar rannsak- andi augnaráði :Delaneys. Þegar hann var í þann veg- inn að fara, sá hann umslag undir stofuhurðinni. Hann beygði sig til að taka það upp og roksvimaði. Það stóð ekkert nafn á því, ekkert heimilisfang. Það var úr léttum, þunnum þappír og hann sá að í því var aðeins eitt lítið pappírsblað. Hann reif það upp í skyndi, sannfærður um aS þetta væri ný árás, lokaáhlaup næturinnar. „Andrus“, las hann. Það var skrifað með rauðu blieki og staf- irnir óreglulegir og flumbru- legir. „Ég rakst á tilvitaun sem þér hafið kannski áhuga á. Hún er eftir Plinius, endurskrifuð af Leonardo da Vinci í vasabókum hans. Hafið þér áhuga á nátt- úrufræði? Hér kermir það: Hinn stóri fíH hefur af nátt- úrunnar hendi fmgiff eigir.leika scm sjaldan fyrirfinnast hjá SKOTTA „Ég held ég hafi týnt stuðaranum, einhvers staðar þarna inni“. ÞRIGGJA DAGA FERÐ í Landmannalaugar Fararstjóri: ÁKNI BÖÐVARSSON ☆ Farið verður kl. 19.30 e.h. þann 14. ágúst Qg ekið i Landmannalaugar að fjaHabaki. ☆ Á laugard. verður geng- ið á Brennisteinsöldu og ekið í Eldgjá um kvöldið og tjaldað þar. ☆ Á sunnudag verður ekið að Kirkjubæjarklaustri, niður í Landbrot og Með- alland og komið til Reykja- víkur kl. 10 e.h. •sír Þátttakendur þurfa aS hafa með sér nesti og við- leguútbúnað. Rarmiðar afgreiddir í FERÐASKRIFSTOFUNNI LA\ M □ SYN *1r Týsgötu 3 — Sími 22890. FERDIZT MED LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX — FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir * REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐAS KRIFST OFAN N □ 5 V N ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — RF.YKJAVÍK UMBO0 LOFTLEIÐA. i «

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.