Þjóðviljinn - 12.08.1964, Síða 12
■I
Skattaumbœturnar" í framkvœmd
Hinir séríegu innheimtumenn
stjórnurínnur og skuttsvikin
Sérlegt trúnaðarmannakerfi
skattasvikara?
★ Meginstefnubreytingin, sem
núverandi stjómarflokkar beittu
sér fyrir í skatta- og útsvars-
málum. var sú að taka upp
söluskatta á allri vöru og þjón-
ustu og var almenningi sagt,
að þetta fyrirkomulag myndi
hafa í för með sér hinar stór-
felldustu laekkanir á hinum
beinu opinberu gjöldum, enda
þótt annað sé nú komið á dag-
inn En með söluskatfsaðferð-
inni var jafnframt tekið upp
víðtækasta skattheimtukerfi, sem
hugsazt getur; þar er hver ein-
asti aðili, sem hefur með hönd-
Erindi um áhrif mein
dýraeiturs á fugSalíf
Miðvikudaginn 12. ágúst kl.
20.30 flytur prófessor Joseph
J. Hickey frá Wisconsinhá-
skóla erindi með skuggamynd-
um í 1. kennslustofu háskólans
um áhrif meindýra- og illgres-
iseiturs á fuglalíf í USA
Erindi þetta verður flutt á
vegum Náttúruverndarráðs og
Hins íslenzka náttúrufræðifé-
lags en öllum er heimill að-
gangur meðan húsrúm leyfir.
Eftir síðasta stríð hafa verið
tekin í notkun mörg efnasam-
bönd, sem hafa reynzt frábær-
lega vel í baráttunni við mein-
dýr og illgresi, en sívaxandi
notkun sumra þessara efna
hefur hins vegar leitt í Ijós. að
þau geta undir vissum kring-
umstæðum reynzt stórhættuleg
öðrum dýrum en meindýrum
og jafnvel mönnum. Það eru
einkum lífræn klórsambönd,
en til þeirra telst meðal ann-
ars DDT, svo og lífræn fosfór-
6ambönd, sem hafa reynzt við-
sjál í notkun. Efnasambönd
þessi eyðast ekki í líkömum
manna og dýra, en geta safn-
azt þar fyrir á löngum tíma
og meðal annars valdið ófrjó-
semi og fleiri truflunum þegar
fram í sækir. Rannsóknir á
þessu vandamáli eru enn til-
tölulega skammt á veg komn-
ar, en þar sem þessum efnum
hefur verið dreift úr flugvél-
um yfir stór landsvæði hefur
bæði gróður og vatn mengazt
af eiturefnunum, sem síðan
hafa hafnazt fyrir í líkömum
ýmissa dýrategunda og jafn-
vel í mönnum. Prófessor Hick-
ey mun í erindi siriu skýra frá
niðurstöðum af nýjustu rann-
sóknum á þessu sviði og mun
hann einkum gera grein fyrir
áhrifum umræddra eiturefna á
fuglalíf í Bandaríkjunum.
Þótt meindýra- og illgresiseit-
Harkalegur árekstur varð á
Nýjavegi í Hafnarfirði aðfara-
nótt |sl. sunnudags. Leigubíll
hafði staðnæmzt á vegarbrún
er aftan á hann ók fólksbifreið
á ofsahraða með þeim afleiðing-
um að leigubíllinn hentist út í
hraun og skemmdust báðir bíl-
amir mikið.
ur sé ekki notað í 'jafnmiklum
mæli hér á landi og víða ann-
ars staðar virðist þó full á-
stæða til að láta fara fram at-
hugun á því, hvaða eiturteg-
undir eru notaðar hér í görð-
um og gróðurhúsum og hvern-
ig eftirliti með notkun þeirra
er háttað. Auk þess má benda
á, að til Islands er flutt mik-
ið magn af afurðum úr jurta-
ríkinu. og ekki er útilokað að
einhver hluti af þessum inn-
fluttu afurðum 6é mengaður
sumum hinna 6kaðvænlegu
efnasambanda.
um einhverskonar þjónustu eða
rekstur orðinn að skattheimtu-
manni ríkisins.. AÍlir þessir sér-
legu trúnaðarmenn Gunnars
Thoroddsens, fjármálaráðherra
leggja söluskattinn á vörur og
þjónustu af mikilli trúmennsku.
★ Aftur á móti er ekkert eftir-
lit með því, hvort þessi trú-
mennska nær lengra og stjórn-
arflokkarnir töldu það með öllu
fráleitt á síðasta þingi að þörf
væri á lagaákvæðum, sem
tryggðu slíkt. En það er eins og
nú sé komið annað h'ljóð í
strokkinn. Áður en við höldum
áfram samanburðinum á út-
gjaldahækkunum manna í ein-
stökum starfsstéttum, sem við
byrjuðum á í gær. skulum við
aðeins gefa Hannesi á Hominu
orðið. en hann segir í Alþýðu-
blaðinu í gær: .........,Skattsvik
éru orðin svo mögnuð að þau
blasa ' við margsinnis á hverri
einustu síðu skattskrárinnar, að
það þarf varla að lesa sig eftir
mannanöfnum heldur atvinnu-
titli. Ef maðurinn á verkstæði,
búð, eða- einhverja grýtu, hve
ómerkileg sem hún er, þá ber
hann lág gjöld, ef hann vinnur
aðeins með höndunum sínum eða
heila, þá ber hann þungar byrð-
ar.“ — Og nú er ekki úr vegi
að líta á samanburðinn:
Miðvikudagur 12. ágúst 1964 — 29. árgangur — 179. tölublað
60 þús. kr. styrkur
tíl grænlenikunáms
i gær barst Þjóðviljanum
fréttatilkynning frá mennta-
málaráðuneytinu þar sem lýst
OPINBER GJÖLD 1963 1964
Daníel kaupmaður 12.992,00 13.145,00 hækkun 153,00
Daníel vélstjóri 19.364,00 30.530,00 hækkun 11.166,00
Daníel verkamaður 16.650,00 26.425,00 hækkun 9.775,00
Daníel sjómaður 13.697,00 22-194,00 hækkun 8.497,00
Einar kaupmaður 15.331,00 14.593,00 Iækkun 738,00
Einar sjómaður 21.731,00 32.189,00 hækkun 10.458,00
Einar verkamaður 13.404,00 20.356,00 hækkun 6.952,00
Einar kennari 10.996,00 18.227,00 hækkun 7.231,00
Einar fulltrúi 22.333,00 35.389,00 hækkun 13.056,00
Einar útgerðarmaður 36.399,00 41.368,00 hækkun 4.979,00
Daníel kaupmaður er ekki er 11.166 krónur, á verkamann-
hálfdrættingur á við þá nafna inum 9.775 krónur og á sjó-
sina í stétt sjómanna, vélstjóra
og verkamanna í opinberum
gjöldum. Kaupmaðurinn þarf að
borga 153 krónum meira í op-
inber gjöld í ár en í fyrra,
meðan hækkunin á vélstjóranum
manninum 8.497 krónur. •
Og Einar kaupmaður, sem í
fyrra bar örlítið hærri opinber
gjöld en Einar verkamaður, fær
nú 738 króna hækkun. Aftur á
Framhald á 3. siðu.
er eftir umsóknum um styrk til
að nema grænlenzka tungu. Er
styrkur þessi veittur samkvæmt
fjárlögum 1964 en við afgreiðslu
þeirra flutti Einar Olgeirsson til-
lögu um þessa styrkveitingu og
var það eina þingmannatillagan
sem hlaut náð fyrir augum
stjórnarliðsins og náái fram að
ganga.
Tilkynning menntamálaráðu-
neytisins er svohljóðandi:
„í fjárlögum fyrir árið 1964
Á síðastliðnum fjórum árum eru veittar kr. 60.000 til íslend-
hefur Vestur-Þýzkaland aukið , ings, er taki að sér samkvæmt
útgjöld sín til landvarna um 62 I samningi við menntamálaráðu-
prósent, meira en nokkurt annaö neytið að nema tungu Grænlend-
Vestur-Þýzkaland
eykur herútgjöld
um 62 prósent
Nato-land, segir þýzka blaðið
Die Zeit.
Blaðið skýrir frá því að Vest-
ur-Þýzkaland eyði nú næstmest
allra landa í Atlanzhafsbanda-
laginu til hernaðarmála eða 5,7
miljörðum dollara. Bandaríkin
eru lang hæst með um 50 milj-
arða dollara. Hernaðarútgjöld
Bretlands eru um 5,3 miljarðar
dollara og Frakklands um 4,6
miljarðar dollara.
1961 greiddu Baridaríkin 73,4
% af hernaðarútgjö'idum Nato,
en 1964 munu þau greiða 71,7
prósent en hlutur Evrópu hefur
vaxið upp i 26,2% (Kanada borg-
ar afganginn).
Líkan af Norræna húsinu fyrirhugoðá í Reykjúvík
Ályktun Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík:
Islendingar þurfa að losna
við bandarísku herstöðina
Síðosta ÆFR-ferðin „út
í blóinn" farin í kvöld
★ ÆFR fer í kvöld í eina af hinum vinsælu ferðum sínum út í
bláinn. Lagt verður af stað frá Tjarnargötu 20 kl. 20 stundvíslega.
Minnt er á að þetta er síðasta ferðin út í biáinn á sumrinu og eru
áhugamenn hvattir tii að nota þetta tækifæri til þess að kynnast
ferðum Æskulýðsfylkingarinnar.
★ Mikil þátttaka hefur að jafnaði verið í ferðum Fylkingarinnar
S sumar og þó sérstaklega fcrðunum út í bláinn. Fólk er því hvatt
tii að láta vita í tima til skrifstofu Æskulýðsfylkingarinnar í
Tjarnargötu 20, sími 17513 og í síma ferðaskrifstofunnar Landsýn
sími 22890 og 50308 í Hafnarfirði.
Þjóðviljanum hefur borizt ályktun sem samþykkt var
á fundi Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík er haldinn
var sl. sunnudag. Er ályktunin gerð í tiiefni af framboði
Goldwaters sem forsetaefnis Republikanaflokksins í Banda-
ríkjunum og er þar bent á þær hættur sém okkur íslend-
ingum kann að stafa af stefnu Goldwaters í heimsmálun-
_____________________^ um vegna herstöðva Banda-
ríkjamanna hér á landi og
við
er
náinna tengsla okkar
Bandaríkin. Ályktunin
svohljóðandi:
Fundur í Æskulýðsfylkingunni
i Reykjavík, 9. ágúst 1964, bend-
ir á þá miklu hættu fyrir Is-
land, sem skapaðist þegar Gold-
water varð forsetaefni Republik-
ana í Bandaríkjunum. Vegna
herstöðvarinnar og þátttöku Is-
lands í Atlanzhafsbandaíaginu
eru örlög Islands mjög nátengd
Bandaríkjunum. Bandaríkin geta
notað herstöðina hér, sem stofn-
að gæti heimsfriðinum í hættu
og Bandaríkin eru hið leiðandi
afl í Atlanzhafsbandalaginu.
Goldwater, forsetaefni Repu-
blikana hefur heimtað, að hers-
höfðingjar fái að ráða hvenær
kjamorkusprengjur skuli not-
aðar, að stjómmálasambandi við
sósíalisku ríkin skuli slitið, að
striðið í Viet-nam ekuli út-
breitt, að nær alls staðar skuli
Bandaríkin reka stefnu, sem
ógnað gæti heimsfriðinum.
Framboð Goldwaters er þeim
mun meira ógnvekjandi. þegar
haft er í huga að það er engin
tilviljun. Því ráða sterk öfl í
Bandaríkjunum, eins og gróða-
félög er hagnast á. vígbúnaði,
sem er orðinn ískyggilega mik-
ilvægur þáttur í bandarísku
þjóðlífi. Enn fremur ráða þvi
alls kyns önnur afturhaldsöfl,
sem leikið hafa lausum hala í
Bandaríkjunum síðustu áratug-
ina nærast á andkommúnisma
kalda stríðsins og eru orðin
mjög voldug.
Framhald á 3. síðu.
☆ Hinn lieimskunni finnski
☆ arkitekt, prófessor Alvar
☆ Alto, hefur sem kunnugt er
☆ tekið að sér að gera upp-
☆ drætti að „Norræna húsinu”
☆ sem fyrirhugað er að reisa i
☆ Reykjavík. Líkan að bygging-
☆ unni samkvæmt tillögum pró-
☆ fessorsins verður til sýnis al-
☆ menningi í anddyri Þjóðmínja-
☆ safnsins dagana 14. — 20.
☆ ágúst n.k. kl. 13,30 — 16
daglega. — Myndin er af lík-
aninu.
inga. Er hér með auglýst eftir
umsóknum um styrk þennan, og
skal þeim komið til mennta-
málaráðuneytisins, Stjórnarráðs-
húsinu við Lækjartorg, eigi síð-
ar en 31. ágúst n.k. Umsókn
skulu fylgja upplýsingar um
námsferil ásamt staðfestum af-
ritum prófskírteina, svo og
greinargerð um ráðgerða tilhög-
un grænlenzkunámsins.
Umsóknareyðublöð fást í
menntamálaráðuneytinu”.
RAótmælá fram-
Nmu USAá
úlhöfunum
MOSKVU — I Sovétríkjunum
var skýrt frá þvi á Iaugardag
að bandarískar flugvélar, skip
cða kafbátar hefðu meira en
þúsund sinnum á þessu ári vald-
ið sovézkum skipum óþægind-
um á rúmsjó. Þetta hefur gerzt
á öllum heimshöfum, þar sem
sovézk vöruflutningaskip eru
undir stöðugu eftirliti Banda-
ríkjanna að sögn blaðanna
„Krasnaja Zvezda" og ,.Trud“.
Bæði blöðin birtu langa lista
um dæmi þessarar framkormi
Bandaríkjamanna.
,.Trud“ birtir auk þess mynd
af bandarískri flugvél, sem dýfir
sér yfir sovézka vöruflutninga-
skipið ,,Zenit“ og aðra af banda-
ríska kafbátnum „Siket“ sem
kom úr kafi á Atlanzhafi til að
huga að farþegaskipinu ,Balt-
isk“.
„Krasnaja Zvezda“ krafðist
þess, að Bandaríkin hiætti þeg-
ar í stað þessum truflunum og
lýsti því yfir: ,,að úthöfin verða
að vera laus við sjóræningja.“
Svipuð krafa er sett fram f
mótmælaorðsendingu, sem Sov-
étríkin hafa sent Bandaríkjun-
um.
Skátamót með nýju sniði
haldið við Útfljótsvatn
Nk. fimmtudag hefst í Borgar-
vík við Olfljótsvatn allnýstár-
legt skátamót. Mótið er haldið af
Minkasveit, Skátafélags Reykja-
víkur, i tilefni af fimm 'ára af-
mæli sveitarinnar, sem er stofn-
uð að Úlfljótsvatni, sumarið
1959.
Til móts er boðið einum starf-
andi skátaflokk frá hverju fé-
lagi drengjaskáta á landinu. Á
mótinu verður lögð sérstök á-
herzla á frumbyggjastörf, þar
sem skátarnir reisa tuma, brýr
og fleiri mannvirki úr trönum
og snæri án tilkomu hamars og
nagla. Auk þess munu þeir reisa
á tjaldbúðasvæðum sínum þau
mannvirki sem þeir telja nyt-
samleg eða æskileg til að auka
á þægindi þau er náttúran hef-
ur uppá að bjóða.
Dagskráin sem miðar öll að
því að herða á samheldni og
samstarfi flokkanna er þannig
uppbyggð, að eftir hvem lið
hennar er flokkunum gefin stig
sem síðan verður ákveðið eftir
hver flokkanna hljóti titilinn:
„Bezti skátaflokkur Minkamóts
1964“.
Á laugardag verður mótið
opið gestum eftir hádegi og fram,
til kl. 23.00. En dagskráin á
þeim tíma hefur uppá að bjóða
keppni í skátaíþróttum, en hún
er sú fyrsta sinnar tegundar
haldin hér á landi, og varðeld,
sem hefst kl. 20.30 um kvöldið.
1
*■