Þjóðviljinn - 20.08.1964, Qupperneq 2
HOÐVILIINN
-Fimmtudagur 20 ágúst 1964
Einn dulítill þakklætisvottur
,,Það er svo margt ef að er
gáð,” sem erfitt er að skilja.
En það sem nú er efst 1 huga
mínum er það, hve þjóðinni
gegnumsneitt gengur illa að
skilja og viðurkenna afrek nú-
verandi stjómar. Auðvitað
hefði fyrjr löngu átt að hefja
allsherjar söfnun í því skjmi
að steypa stjórnina í kopar í
flugmannabúningi. Þetta er
mjög einfalt mál, þar sem
peninga okkar ber svo hátt að
okkur munar ekkert um þessa
koparhlunka sem eru í gangi.
Fólk ætti því að safna þeim
til vara ef - nefnd upphæfist
sem fleytti máljnu áfram.
Faróarnir gömlu reistu sér
minnismerki fyrir almannafé
en enginn parf að huga slíku
að okkar stjóm.
Við erum svo heppin að eiga
ekki gullforða en peninga
svo mikla að þeir hafa legið
undir skemmdum. Stjómin sá
við því eins og öllu öðru. Ný
frystitækni hljóp af stokkun-
um sem skapaði bankastjórum
atvinnu og varði peningana
skemmdum.
Viðreisnin hefur verið með
þeim fádæmum að segja má
að allt hafi risið við, jafnvel
svindl, þjófriaður, fjárdráttur
og annað smávegis af því tagi
en þetta er bara punt innan
um alla grózkuna. Slíkt er
hliðstætt og í dýragarði þar
sem hýenum er leyft að fljóta
með. Og stendur ekki skrifað:
..Leikur sér með ljóni, lamb
í Paradís"? Menn hafa að
sönnu ekki risið upp ennþá, en
betta getur komið.
Frelsi okkar er nú loks orðið
veruleiki. Nú má hver gera
það sem honum dettur í hug.
Sem dæmi má nefna að hv?r
má selja eins dýrt og talpaþol
hans nemur og að sjálfsögðu
fylgja þau hlunnindi að hver
má kaupa á því verði sem
hann óskar. Sumir eru að stag-
a<?.t á úreltri samkeppni. meira
að s.egja óskabarn íslands vill
snuða Einar ríka um tuttugu
og sjö mi'ljónjr. Þetta er að
snúa faðirvorinu upp á þann
Gamla. Sönn samkeppni er það
að hver keppi við annan um
það að selja sem dýrast. Allt
er undir því komið að mann-
gildi okkar verði ekki fyrir
gengisfellingu,' því hvers virði
er sá maður sem vill kaupa
ódýrt?
Ein er sú tegund frelsis sem
eisisheimsóknir
Ferðaskri fstofan ::fv: hvíta
húsinu við Lækjartorg hef-
ur verið mikilvirk í sumar.
Auk hinna hversdagslegri
ferðalaga hafa tveir ráðherr-
ar verið i opinberum kurteis-
isheimsóknum að undanförnu.
annar austan hafs og hinn
vestan. og hafa þær heim-
sóknir einna helzt jafnazt á
við ferðalög forseta fslands
að reisn og skörungsskap Ut-
anríkisráðherra er búinn að
ljúka Noregi af og hefur nú
tekið til við Finnland: trú-
lega heldur hann þvínæst á-
fram um Sviþjóð og Dan-
mörku og hver veit hversu
langt suður á bóginn. For-
sætisráðherrann hefur á sama
hátt ferðazt um Kanada og
Bandaríkin. þannig að kurt-
eisinni er iafnt skipt beggja
vegna Atlanzhafsins. Báðir
ferðast ráðherrarnir með
fríðu föruneyti. þannig hef-
ur forsætisráðherrann sæmt
tvítugan son sinn nafnbót
einkaritara og komið honTim
þannig á launaskrá og ferða-
kostnaðarreikninga stjómar-
ráðsins Er sannariega skilj-
anlegt aty stjómarflokkarnir
telja þess nú engan kost að
lækka álögur á almenningi.
NATO
að Gimli
f Kanada fór forsætisráð-
herra um íslendingabvggðir
og hélt m.a ræðu á íslend-
ingadegi að Gimli Birti Vís-
ir í fyrradag langa frásögn
um þessa för forsætisráðherr-
ans, trúlega samda af hinum
nýútnefnda einkaritara. os
fylgdu henni einkar skemmti-
legar liósmvndir Var það tal-
ið sérstaklega fréttnæmt í
greininni , að forsætisráðherr-
ann hefði talað ,.á islenzku”
er hann flutti ræðu á fslend-
ingadaginn. bótt hann he^ðí
að vísu flutt hluta af ræð-
unni á onsku Fn rnálflntn-
ingur ráðherrans var endur-
sagður á þessa leið- ,.í ræð-
unni skoraði hann á menn
af íslenzkum ættum að halda
tryggð við ættland forfeðranna.
Hann sagði að nánari menn-
ingartengsl kæmu ættlandinu
að miklu gagni. Taldi hann
að slík tengsl. ásamt aðild að
Atlanzhafsbandalaginu, væri
bezta vörnin fyrir smáriki
eins og ísland” Er það til
marks um trúarlega afstöðu
forsætisráðherrans til Atl-
anzhafsbandalasrsins. að hann
skuli ekki einu sinni geta
talað við Vesturíslondinga
um þjóðrækni án þess að láta
mál sitt snúast um þetta
stríðsfélag.
Nýr
háttur
Það þarf því ekki að efast
um að ráðherrann hefur ver-
ið í algeru t.ilbeiðsluástandi
þegar hann fékk að heim-
sækja sjálfan Johnson Banda-
ríkjaforseta í Hvita húsinu
í fyrradag Hafa komið ná-
kvæmar og skemmtilegar frá-
sagnir um þann atburð i rík-
isútvarpinu. og Mnreunblaðið
í gær birtir um hann tvær
fréttir á forsíðu, væntanlega
með aðst.oð einkaritarans.
Segir Morgunblaðið að þegar
Bjarni Benediktsson kom,
hafi Johnson Bandarikiafor-
seti tekið .,upp nýja háttu í
móttöku eriendra ráðamanna”
með því að reika um garð-
inn í góða veðrinu og spjalla
„um alla heima og geima”.
Eru hinar heimssögulegu orð-
ræður þessara leiðtoga Atl-
anzhafsbandalagsins raktar
næsta nákvæmlega í Morgun-
blaðinu á þessa leið: „í sam-
ræðunum var drepið lítillega
á persónulegar venjur forset-
ans og íbúa Hvita hússins.
Kvaðst forsetinn hafa það
fyrir venju að taka sér síð-
degisblund. þar sem hann
vaknaði snemma á morgnana
og vnni oft eftir kvöldmat
— Ég vakna venjulega um kl.
hálf siö. en fer þó ekki strax
tekið hefúr glæsilega stökk-
breytingu í tíð núverandi
stjórnar. Hún er sú, að nú
geta menn fengið mannorð
sitt metið líkt og steinlút og
hnísukjöt.
Að sjálfsögðu getur það
komið fyrir þegar allt ,,rís” í
kringum menn að miljónaslatt-
ar geta lent í bakvasa fyrir
brjóstvasa. Fari svo einhverjar
skuggasálir að fjasa um slíkt
er opin leið að höfða mál og
heimta miljónir í miskabætur.
Slík manndómsfylling kenn-
ir smákörlum að reka ekki út
úr sér tunguna í björtu.
Sem sagt í tíð núverandi
stjórnar hefur myndazt ,,demo-
krati af en ný týn“ sem hvergi
þekkist annarsstaðar í heimin-
um og kannski ekki f geimn-
um.
Það sem ekki ber sízt - að
bakka eru hinar sígildu breyt-
ingar á skattalöggjöfinni sem
gera það að verkum að okkar
beztu menn standa nú ekki
málbola en almúginn tekur að
sér greiðslur opinberra gjalda.
Og mér er spum, til hvers er
almúginn ef hann á ekki að
vinna og borga? Sumir lág-
launamenn voru svo barnalegir
á fætur, heldur les og lít á
sjónvarpið — hef allar þrjár
stöðvamar á. . . Síðan sýndi
forsetinn gestunum sundlaug-
ina og benti þeim á svalir
hússins, þar sem hann sagði
að þau hjónin áætu oft á
kvöldin og nytu útáýnisins.
Einnig benti hann gestunum
á aðsetur fiármálaráðuneytis-
ins sem glitti í milli trjánna".
Ekki er þess getið að forsæt-
isráðherra íslands hafi kom-
ið að nema einni athueasemd
i þessum viðræðum: ..Forsæt-
isráðherrann kvaðst hafa
heyrt, að Johnson gengi um
Hvíta húsið og slökkti ljós-
in, og svaraði Johnson þvi
játandi — sagði bað öruggara
þar. sem böm væru í hús-
inu”.
Þetta
eru beztu hundar
Hámarki garðgöngunnar
lýsir Morgunblaðið svo á
þessa leið- „Við suðaustur-
hlið garðsins voru saman
komnir fjölmargir ferðamenn
er létu í liós áhuga á að sjá
forsetann og forsætisráðherr-
ann. Gengu þeir til fólksins
og heilsuðu því, og Johnson
saeði- ,.hér er sumt af þvi
fólki sem ég starfa fyrir“.
Kynnti forsetinn Bjarna
Benediktsson sem mikinn vin
Bandaríkjanna og Atlanzhafs-
bandalagsins” Og síðan hélt
forsetinn kynningum áínum
áfram: ..Þegar beir Johnson
og Bjami Benediktsson sneru
frá fólkinu, vom þar komnir
hundar forsetans. sem eru
systkin og heit.a „Him” og
„Her” Lék Johnson við þá
smástund og lét þá rísa upp
á afturfæturna. „Þetta eru
beztu hundar”. sagði forset-
inn. „og í dag haga þeir sér
bara vel, þeir eru að læra að
standa”. Og hann bætti^ við:
„Ég ætla að sýna fólkipu þá’’
og lyfti þeim upp fyrir ferða-
mennina sem klöppuðu þeim”
Vel
metinn
„Var mikil ánægja með
þetta tiltæki forsetans". seg-
ir Morgunblaðið og skal það
sízt dregið efa Ferðamönn-
unum hefur eflaust þótt það
einstaklega skemmtilegt að fá
í senn að klappa forsætis-
ráðherra fslands og forseta-
hundunum sem ha?a sér bara
vel og rísa upp á afturfæt-
urna samkvæmt gofrmm fvr-
að halda að lækka ætti skatta
þeirra en vor ágæta stjórn
hugsar afstrakt. Nú geta þess-
ir vanþróuðu menn hengt skatt-
seðilinn öfugan upp líkt og
maðurinn sem hengdi afstrakt-
málverkið upp á höfði og
huggað sig við þá útkomu sem
þar kemur í ljós. Er það
kannski ekki nóg að máttar-
stólpar þjóðfélagsins hugsi, fyr-
ir okkur, stjómi okkur og í
einu orði sagt geri allt fyrir
okkur? Ættum vjð svo í þakk-
lætisskyni að vera að plundra
af þeim 14—15 þús. í opinber
giöld, krónum sem þeir ætl-
uðu að gleðja sig fyrir — ut-
anlands eða innan ef stund
gæfist frá hugsuninnj um þjóð-
arhag,? Og hvað er almúginn
að kvarta yfir 20—30 eða 45
þús. króna opinberum gjöldum
sem ekki er nema brot af
aukningu þjóðarteknanna?
Spyrjið bara hagfræðingana.
þeirra tölur hafa aldrei slegið
„fejlpúst”.
Útsvörin eru sem sagt að
hverfa og í einum hreppi,
Sléttuhreppi, eru engin útsvör.
Kátbroslegast er begar verið
. er að kenna sjálfstæðið við í-
Framhald á 9. síðu
irmælum Og gleðilegt er til
þess að vi.ta að íslenzki for-
sætisréðherrann virðist einn-
ig hafa staðið sig vel i þess-
um félagsskap; IVJorgunblaðið
segir enn svo frá: „Forsetinn
sagði að „Him” væri dálítið
þrjóskur og hefði stundum
valdið honum vandræðum.
„En nú er hann þægur —
hann kann vel að meta for-
sætisráðherra". „Fátt vekur ís-
lendingum meira stolt en þeg-
ar þeir frétta að fuHtrúar
þeirra og leiðtogar séu vel
metnir af þeim erléndum að-
ilum sem dómbærastir mega
teljast.
Hern-
aðarleg athöfn
Eftir þessar stórmerku
samvistir kvöddust forseti
Bandaríkjanna og forsætis-
ráðherra íslands og skiptust
á gjöfum. Að sögn Morgun-
bjaðsins gaf forsætisráðherr-
ann forsetanum „Guðbrands-
biblíu sem gjöf frá ríkis-
stjóminni”, en því næst „gaf
Johnson Bandaríkjaforseti dr.
Bjarna ræðusafn eftir sig”
Er ánægjulegt þegar gjafir
standast svo vel á að hvor-
ugur þarf að telja á annan
hallað, Að þessu loknu fékk
forsætisráðherra fslands að
borða hjá utanríkisráðherra
Bandaríkianna sem kynnti
honum siðan „ástand heims-
málanna” á einum stundar-
fjórðungi án þess að til nokk-
urs ágreinings kæmi þeirra
á milli að því er fréttamenn
telja En hinni opinberu heim-
sókn lauk síðan með Því að
forsætisráðherra fslands lagði
blómsveig á leiði Kennedys,
hins myrta forseta. Segir
Biami siálfur svo frá þeirri
athöfn í Morgúnblaðinu i
gær: .,Ég lagði blómsveig á
leiði Kennedys frá íslenzku
þjóðinni og ríkisstjórninni og
síðan var lúðráblástur og
hálfrar mínútu þögn. Herfor-
ingi fylgdi mér að gröfinni
og má segja að þetta hafi
verið hernaðarleg athöfn”
Ekki skýrir forsætisráðherr-
ann nánar hvers vegna
mennsk viðbrögð eru allt 5
einu orðin að „hemaðariegri
athöfn", en vera má að hon-
um hafi fundizt hann vera
orðinn einn af æðstu hers-
höfðingjum Aflanzhafsbanda-
lagsins eftir bá sérstæðu við-
urkenningu sem hann hafði
hlotið í garði Hvíta hússins
/
— Austri
Ný sending af
HOLLENZKUM
KAPUM
TEKIN UPP I DAG
BERNHARD
L A X D A L
K j ö r g a r ð i .
jr
UtsaEa
Á útsölunni í Ultímu, karlmanna- og ung-
lingaföt.. —.Verð kr. 700,oo, 990,oo, 1290,oo,
1750,oo og 1990,oo.
lUtíma
[f KJORGARÐI
Hafnarfjörður og nógrenni
Hef opnað þvottahús að Hraunbrún 16 í
Hafnarfirði.
Sækjum og sendum tvisvar í viku. Sími
51368.
Virðingarfyllst,
HERLUF POULSEN.
mkMpiMi m
RA ÐSK0NU
vantar í einn til tvo mánuði.
Rafmagnsveitur ríkisins.
Jarðborunardeild, sími 17400.
Iðnskólinn i Reykjavík
Iðnskólanum hefur verið gefinn kostur á að gera
tillögur um námsstyrki til iðnaðarmanna, sem
eru kennarar eða hyggjast gerast kennarar í verk-
legum kennslugreinum í málmiðnaði við skólann.
— Styrkirnir miðast við 6—7 mánaða námsdvöl
erlendis. — Nánari upplýsingar gefur skólastjóri.
Skólastjóri.
Byggingalánas/óður
Kópnvogsknupstaðnr
í samræmi við 10. grein reglugerðar, fyrir bygg-
ingalánasjóð Kópavogskaupstaðar, er auglýst eft-
ir umsóknum um lán úr sjóðnum. Umsóknareyðu-
blöð ásamt reglugerð sjóðsins fást á skrifstofu
bæjarins. Umsóknarfrestur er til 3. sept. n.k.
Kópavogi 20- ágúst 1964.
Bæjarstjórinn.
Auglýsið í Þjóðviljnnum
í >
/
f í
*
*