Þjóðviljinn - 20.08.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.08.1964, Blaðsíða 5
Fimmtiudagur 20. ágúst 1964 HÖÐVILJINN SlÐA g Ríkarður, Hreiðar og Sveinn settir út úr landsliðinu íslenzka landsliðið, sem leikur gegn Finnum á sunnudaginn, hefur nú verið valið. Þrjár breyt- ingar eru gerðar frá síðasta landsleik, og vekur þar mesta athygli að Ríkarður Jónsson sem hef- ur verið fyrirliði þess í fjölda ára, er nú settur út úr liðinu . Liðið verður þannig skipað: Heimir Guðjónsson KR Jón Stefánsson ÍBA Bjarni Felixson KR Guðni Jónss. IBA Högni Gunnlaugsson IBK Jón Leósson IA Þórólfur Beck KR Ellert Schram, fyrirliði, KR Karl Hermannsson Eyleifur Hafsteinsson Sigurþór Jakobsson IBK lA KR Varamenn íslenzka landsliðs- ins eru: Gísli Þorkelsson KR Sigurður Einarsson Fram Sveinn Teitsson lA Axel Axelsson Þrótti Skúli Ágústsson ÍBA. Eins og sjá má hafa verið gerðar allmiklar breytingar á landsliðinu frá leiknum við Bermuda fyrra mánudag. Þrír elztu og reyndustu mennimir eru settir út úr liðinu, þeir Ríkarður Jónsson, Sveinn Teitsson og Hreiðar Ársælsson 1 stað þeirra koma Sigurþór • Jakobsson, Guðni Jónsson, sem nú leikur sjnn fyrsta lands- leik, og Bjami Felixson. Auk þess verða þær breytingar inn- byrðis í liðinu, að Karl fer yfir á vinstra kant þar sem hann er vanur að leika með sínu liði og Eyleifur tekur stöðu Ríkarðs sem miðherji. Með þessu hefur landsliðið verið yngt upp og hinir ungu menn Karl og Eyleifur, sem báðir eiga tvímælalaust heima í landsliðinu, komnir í þær stöður sem þeir eiga að vera. Nýliðinn í landsliðinu, Guðni Jónsson frá Akureyri, hefur átt mjög góða leiki í sumar og sýnist sjálfsagt að reyna hann í stað Sveins Teitssonar. sem stóð sig ekki nógu vel gegn Bermudamönnum. Hitt Finnar hafa ekki tápað fyrir Norðurlandaþjéð í tm ár Finnska landsliðið í knattspyrnu, sem leikur gegn íslendingum hér á Laugardalsvellinum á sunnudag, vann Svía fyrir skemmstu og hefur ekki tapað landsleik gegn Norðurlandaþjóð nú í tvö ár. Finnska landsliðið verður þannig skipað í leiknum á sunnudag: M. Halme, markv. 21 árs, hef- ur leikið 1 landsleik og tvo drengjalandsleiki. P. Mákipaa, h. bakv. 23 ára, hefur leikið 5 landsleiki. 5 unglingalandsleiki og 1 drengja- landsleik. T. Kautonen, v. bakv. 19 ára, hefur leikið 1 landsleik og 1 drengjalandsleik. Síðasti stór- leikurinn Landsleikur Islendinga og F/nna hefst á Laugardalsvell- inum næsta sunnudag kl. 4, og verður þetta síðasti stór- leikur sumarsins hér á landi Dómari verður P. J. Graham frá Dublin og línuverðir Baldur Þórðarson og Grétar Norðf jörð. Forsala aðgöngumiða hefst í dag við Ctvegsbankann. Stig Holmqvist, v. innherji, hefúr leikið 15 landslejki með finnska landsliðinu. S. Syrjavaara, h. framv. 21 árs, hefur leikið 2 lands'leiki. 2 unglingalandsleiki og 3 drengjalandsleiki. /A. R/nne, miðframv. 23 ára, hefur leikið 1 landsleik og 1 unglingalandsleik. O. Heinonen. v. framv. 27 ára, hefur leikið 23 landsleiki og 7 unglingalandsleiki. S. Nuoranen, h. úth. 22 ára, hefur leikið 5 landsleiki, 1 B- landsleik, 5 unglingalandsleiki og 1 drengjalandsleik. J. Peltonen, h. innh. 28 ára, hefur leikið 40 landsleiki, 4 B-landsleiki og 1 unglingalands- leik. Hann flyzt til Hamborgar i okt. og gerist atvinnumaður ,þar, í, borg, A. Tolsa, miðherji. Í9 ára, hefur 1 landsleik og 3 drengja- landsleiki að baki. . S. Holmqvist, v. innh. 28 ára. hefur leikið 15 landsleiki. 3 B- landsleiki og 4 unglingalands- leikj. H, Járvi, v. úth. verður 25 ára í dag, hefur leikið 1 landsieik. Finnai-nir leika landsleik við Norðmenn í dag og ákveðinn er landsleikur við Danmörku 6. sept. Auk þess leika þeir við Skota og Itali í heimsmeistara- keppninni síðar í haus.t og munu Skotar senda menn hingað á landsleikinn ,til að kynnast finnska liðinu. Finnska landsliðið kemur hingað annað kvöld og heldur heim aftur á mánudag. . Venezuelahúi jafnar heims- metið í 100 m hl. 10,0 sek. Horacio Egteves frá Venezu- ela jafnaði heimsmetið í 100 m hlaupi 10,0 sek. á móti í Cara- cas um síðustu helgi. Esteves er þriðji maðurinn sem jafnar heimsmetið í 100 m hlaupi. Skömmu fyrir síðustu Olymp- íuleika eða í ágúst 1960 hljóp Þjóðverjinn Armi Hary ó þess- um tíma og mánuði síðar Kan- adamaðurinn Jerome. Hary staðfesti svo afrek sitt með því að sigra á Olympíuleikunurra, en Jerome tognaði í undanúr- slitum. 10 Horacio Esteves byrjaði að keppa á drengjamótum í Ven- ezuela árið 1957 og var með nokkrum sinnum í milliríkja- keppni. Hann komst í undan- úrsit á Olympiuleikunum í Róm á tímanum 10.4 sek. Nú fyrir tveim vikum jafnaði hann Venezuelametið 10,2 sek. Það sýnir nokkuð í hve góðu keppnisformi Esteves er nú, að örfáum mínútum eftir að hann jafnaði heimsmetið tók hann þátt í 4x100 m boðhlaupi með félögum sfnum og sigraði sveit- in á 39,8 sek. I Félagsmúla- númskeið í Finnlandi Mótun og markmið félags- málastarfseminnar var tekið fyrir á sérstöku námskeiði Sameinuðu þjóðanna, sem hald- ið var í Kallvik nálægt Hels- inki dagana 2.—12. ágúst. A námskeiðinu var fyrst og fremst fjallað um vandamál og aðferðir við skipulagningu fé- lagsmála og opinberrar hjálp- arstarfsemi, en jafnframt var rætt um efni eins og skóla- göngu, heilbrigðiseftirlit og fátækrahjálp. Námskeiðið sóttu um 50 sérfræðingar frá ýms- um löndum Evrópu. Það var haldið í samvinnu við finnska félagsmálaráðuneytið. og for- stöðumaður þess var dr. Pekka Kuusi frá háskólanum í Hels- inki. (Frá S. Þ.) <4rkar aftur á móti tvímælis að þeir Bjarni og Sigurþór eigi erindi í landslið. Sigurþór hef- ur verið frá keppni í allt sum- ar og það sýndi sig í leik KR gegn Liverpool að hann er alls ekki kominn í æfingu enn. en á það er að líta að ekki er um auðugan garð að gresja í stöðu vinstri útherja. Þegar á allt er litið, virðist landsliðsnefnd hafa gert rétt í því að gera þessar breyting- ar á' liðinu frá síðasta lands- leik. Þeir þrír menn sem nú hverfa úr iiðinu hafa verið með sterkustu mönnum liðsins fjöldamörg ár og langan tíma sjálfsagðir menn í landsliði, en einhvern tíma hlaut að koma að því að þeirra hlutverki væri lokið og yngri menn tækju við. FréH fró FRÍ Stjórn FRl hefur ákveðið að fresta Unglingakeppni FRl, til 12. og 13. september, en mót þetta átti að fara fram upp- haflega 29.—30. ágúst. Tugþraut Meistaramóts Is- lands, 10 km hlaup og 4x800 m. boðhlaup færist aftur til 19. og 20. september. Keppnisdagar fimmtarþraut- ar og 3000 m. hindrunarhlaups munu tilkynntir síðar. Sambandsaðilar eru minntir á að senda laganefnd FRl af- rekaskrá fyrir Unglingakeppni FRl 1964 og eru síðustu for- vöð að senda þessa skrá hinn 31. ágúst n.k. Söguleg mynd? Ríkarður Jónsson var fyrirliði ísl. landsliðsins í leiknum gegn Bermuda í fyrri viku. Hér sést hann ræða við Sæmund Gíslason form. Iandsliðsnefndar að loknum þeim leik. Ríkarður hefur leik- ið oftar í landsliði en nokkur annar íslendingur, oftast verið helzta driffjöður Iiðsins og fyrirliði þess um margra ára skeið. Nú hefur Iandsliðsnefnd sett hann út úr liðinu og kannski er þetta söguleg mynd sem birtist hér fyrir ofan — hin síðasta af Ríkarði í landsliðsbúningi? (Ljósm. Bjarnl.). Haust útsala á kvenskóm Stendur aðeins þessa viku Eingöngu útlendur skófatnaður Stórlækkað verð SKÓVAL Austurstræti 18 — Eymundssonarkjallara. Við óskum eftir að rúða mann '■ til að starfa að slysavörnum í umferð og öðrum slysavörnum á landi. Æskilegt er að viðkomandi hafi aflað sér sérþekkingar á þessu sviði. Umsóknir sendist til skrifstofu Slysavarnafélags íslands, Reykjavík. Stjórn S.y.F.t t 1 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.