Þjóðviljinn - 20.08.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 20.08.1964, Síða 10
10 : --------- -------------- HÖÐVILIINN tala um yður vlð Delaney. Ef það gagnar þá nokkuð. Haldið þér að þér hafið hæfileika? — Ég hef ofsalega hæfileika, sagði Bresach alvarlega. Jack hló. — Kemur hann aftur þessi biilvaði hlátur, sagði Bresach. — Fyrirgefðu, sagði Jack. Hann hafði ekki ætlað að særa unga manninn, en hláturinn var alveg ósjálfráður. Það var vin- gjamlegur hlátur. næstum ■ sakn- aðarhlátur, vegna þess að Jaek þekkti þama hið örugga stolt og sjálfsálit hins óreynda, unga, ó- særða, óuppgötvaða. — Eiginlega hló ég vegna þess. sagði .Jack, að ég hefði getað sagt nákvæmlega hið sama ef einhver hefði borið þessa spumingu upp við mig þegar ég var á yðar aldri. — Þér selduð það. sagði Bres- ach. Hvers vegna? — Vertu nú kurteis, Róbert, sagði Max. Herrann vill þér ekkert illt. — Hvers vegna? sagði Bresach og lét sem hann heyrði ekki orð Max. — Ég skal útskýra það fyrir yður 1 löngu bréfi, sagði Jack. — Hvað fenguð þér í staðinn? sagði Bresach. Starf yðar í Par- ís? Hann hló fjandsamlega. Samtök úreltra, misheppn- aðra manna sem ímynda sér að þeir geti frelsað heiminn með skrúðgöngum og kokhraust- um yfirlýsingum við blaðamenn, og þegja vandræðalega um leið og þeir heyra hryssingshlátur raunveruleikans fyrir utan skrif- stofudymar? Hvað gerðuð þér þegar rússnesku skriðdrekamir stormuðu inn f Búdapest, Jack? Hvar voruð þér. þegar þrezki flotinn lá við mynni Súez- skurðarins? Hvaða tiliögur bár- uð þér fram þegar fallhlífaher- sveitimar pynduðu fellahna í Algeir? Hvemig er gagnrýni yð- ar þegar herra Nasser hvetur alia í kringum sig til að drepa alla hina? Ég veit allt um ykk- ur . . . sagði Bresach ofsalega. Ykkur þessa froðusnakka með mjúku rassana. mjúku raddimar og heilana sem sitia á tuttug- ustu öld og gefa frá sér mjúk HÍRGRFIOSLAN Hárgreiðslu og snvrtistofu STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SIMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21 — SfMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M D R 1 Hárgreiðsia við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tiamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA ÁUSTURBÆJ AR - fMaría Guðrr#ndsdóttir) Laugavegi 13 — StMT. 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. kurteisishljóð og hvíslast á í kokkteilboðum til að kæfa dmn- umar frá vetnissprengju-til- raununum og hrópin úr útvarp- inu, neyðaróp manna sem ættu að vera vinir ykkar. en eru myrtir milli þriðja og fjórða kokkteils ... — Ég geri það sem ég' gét, sagði Jack án þess að trúa því í raun og veru; gegn vilja hans kom hin ofsalega árás unga mannsins honum úr jafnvægi, auk þess sem hún bergmálaði ásakanimar í bréfinu frá Steve. Og hvað sem því líður, það sem ég geri er þó skömminni til skárra en þessar kolvitlausu kvikmyndir sem ég lék í. — Nei, sagði Bresach hátt. Þér voruð góður leikari. Þér vomð heiðarlegur. Þér voruð ekki að- ili að samsæri hálfvitanna. Þótt þér hafið ekki bjargað öðm, þá björguðuð þér að minnsta kosti sjálfum yður. Þér gáfuð mann- kyninu eina heilbrigða sál. Það er óþarfi að gretta sig yfir því. Svo mikilli birtu stafaði frá yð- ur. Ög hvað gerið bér nú? Sóið tíma yðar í að breiða út hemað- armyrkur og pólitíska ringulreið. Segið mér í alvöru, Jack, þegar þér vomð tuttugu og tveggia ára og lékuð í frystu kvikmynd- inni. hefðuð þér þá hagað yður eins og þér gerið nú í Róm? — Ég svaf hjá aðskiljanlegum stúlkum. þegar ég var tuttugu og tveggia ára, ef þér eigið við það. sagði Jack. — Þér vitið vel að ég á ekki við það, sagði Bresach. Nú emð þér giftur, er ekki svo? — Þér vitið vel að ég er það. — Hvað segið þér við konuna yðar? spurði Bresach. Segið þér henni að þér elskið hana? — Hættið þessu, sagði Jack. Haldið heldur áfram með póli- tísku ræðuna. — Ágætt. hélt Bresach áfram og rödd hans var vingjamleg og skynsamleg. Þér segið henni að þér elskið hana. En með innri fyrirvara. Við skulum reikna hann út í tölum. Fyrirvara upp á tíu prósent? Tuttugu prósent? Hvað segið þér? Hálfur mánuð- ur á ári í Róm, kannski hálfur mánuður í viðbót í London eða Washington í ferðalagi fyrir rík- ið, og alls staðar em Veronic- umar — og svo geng ég meira að segja útfrá því að þér séuð hreinlífur í París, og ég veit svei mér ekki hvers vegna það ætti að vera. — Þú móðgar hann, Róbert. sagði Max. — Við emm komnir af móðg- anastiginu, við Jack, sagði Bers- ach. Við emm á morðstiginu. Við emm á þeim stað, sem sannleikurinn liggur nakinn. Hann sneri sér við og horfði beint á Jack. Ég er að segja að líf yðar byggist á eintómum vamargörðum. Ástinni fómað svo og svo miklu. en auðvitað ekki öllu. starfinu fómað dálitlu — en auðvitað myndi ekki nema hálfviti fóma því öllu. Maður- inn sem lifir skiptur, sem elsk- ar skiptingu, hinn nýtízki. saur- ugi. gagnslausi. óábyggilegi, nið- ursneiddi villimaður. Tek ég of sterkt til orða? — Já, sagfS Jack. En haldið endilega áfram. — Hvað viðkemur trúnni, sagði Bresach, og það er nú efni til að ræða í borg eins og Róm. Eruð þér trúaður? — Nei. — Sækið þér kirkju? — Einstöku sinnum, sagði Jack. — Já. auðvitað, sagði Bres- ach. Embættismaðurinn. Allt frá því að repúblikanar tóku við hefur á hverjum sunnudags- morgni staðið straumurinn af frómu fólki innum kirkjudym- ar. Trúið þér á guð? — Ég verð að hlaupa yfir þessa spumingu, sagði Jack. Gleymið ekki hvað ég er önnum kafinn. Ég fer aftur til Parísar eftir nokkra daga. — Hvað eruð þér að nafninu til? spurði Bresach. Mótmæl- andi? — Lúterstrúar, sagði Jack, ef ég er þá nokkuð. Bresach kinkaði kolli. Ef þér eruð nokkuð. Og konan yðar? Jack hikaði. Kaþólsk. — Og bömin yðar? — Sem stendur sækja þau messur. — Aha, sagði Bresach sigrihrós- andi Sem stendur em þau ofur- seld hjátrú. kúgun, blóðugum þjóðsögum, einstrengingshætti, 49 fáfræði, hjáguðadýrkun. og þó fyrirlítur faðir þeirra þetta allt saman. Sjáðu til, Max, Bresach starði á Ungverjann, þessi mað- ur sem einn úr öllum þeim sæg sem byggir jörðina. er útvalinn til að eyðileggja líf mitt, hefur ekki einu sinni hugrekki til að standa við guðleysi sitt. er ekki einu sinni nógu heiðarlegur til að vera trúr trúleysinu. Hann reynir að láta allt rúlla. hann lagar sig eftir umhverfinu. Ef þú kemur að honum óviðbúnum, stendur hann með fingurinn upp í loftið til að athuga úr hvaða átt vindurinn blaes. Stundum breytir hann gegn eigin við- horfum. Og bað sem verrá er. hann leyfir það að saklaus og hjálparvana böm hans * breyti gegn þeim. Hann heldur jafn- vægi, hann hikar. hann brosir að eigin veikleikum, hann gerir gys að þeim hæfileikum sem hann hefur látið fara forgörð- um. hann hlykkjast eins og áll gegnum götin í þjóðfélagi voru, hann fær kaup fyrir að ráðslaga með ótta allra við að springa í loft upp í fyrramálið, hann heldur framhjá konunni sinni í ferðalögum, hann heldur fram- hjá sjálfum sér þegar hann and- ar. Auðvitað elska konur hann og falla fyrir honum, vegna þess að hann gefur hluta af sjálfum sér. og hvaða kona get- ur staðizt slíkan mann? Hann rennur niður í rúmið á sama hátt og hann rennur stundum inn í kirkju án þess að trúa á það i raun og veru, en hann kann vel við kórsönginn, ritúal- ið, samfarimar, amen. bléssað sé nafn þitt, amen, giftur ógift- ur amen, amen! — Talar hann líka svona þeg- ar hann er allsgáður? spurði Jack. — Oft. sagði Max. — Þið hljótið að eiga saman notaleg kvöld, sagði Jack. — Verið ekki að narrast, sagði Bresach hörkulega. Ég er að gera árás á yður. Það kem- ur að því að þér finnið fyrir höggunum og þá munuð þér gráta af sársauka og samvizku- biti . . . Hann muldi svartan pipar úr stórri piparkvöm nið- ur á mozzareliuna á diskinum. Þetta er gert úr vísundamjólk, sagði hann í samræðutón. Viss- uð þér það? — Nei, sagði Jaek. — Mig hefur alltaf langað til að eiga heima á stað þar sem visundar eru mjólkaðir. sagði Bresach og tók stóran ostbita á gaffalinn sinn og stakk honum uppí sig. I okkar heimalandi erum við búnir að losa okkur við vísundana og Charlie Chap- lin. Lifi McGranery! — Byrjaðu nú ekki aftur, Ró- bert, sagði Max. — Þegar ég varð heilbrigð- ur, sagði Bresach rólega ems og hann hefði aldrei hvarflað frá frásögninni af sjálfum sér og fjölskyldunni, tókst mér með fortölum og hótunum að fá móður mína til að pantsetja hring og gefa mér peningana til að komast til Italíu. Ég sagði henni, að ef ég kæmist ekki inn í kvikmyndabransann á einu ári, myndi ég koma heim aftur og búa til pappakassa það sem ég á eftir ólifað eins og góður drengur. Hvað gerði pabbi yðar annars, And- rus? — Hann átti dálitla verk- smiðju sem þurrkaði ávexti í Californíu. — Guð minn góður, hyemig fólk fer með líf sitt nú á dög- um! sagði Bresach. Trúði hann beinlínis á þurrkaða ávexti? — Nei. sagði Jack. Það var bara hans aðferð til að vinna fyrir sér og sínum. Hann tók ekki viðskipti sérlega hátíðlega. Hann vildi aðeins hafa nóg handa sér og sínum og geta keypt þær bækur sem hann hafði áhuga á. — Var hann Bandaríkjamað- ur? — Já. — Það var heppilegt að hann skyldi deyja áður en McGranery náði til hans. — Róbert, sagði Max aðvar- andi. — Ég er að læra allt sem ég get um manninn sem er mér hinn mikilvægasti í heimi, sagði Bresach. Hann John Andrus. Eða James Royal. Tvöfalda manninn. Hann er tveir þýð- ingarmestu menn í heimi. fyrir mig. vegna þess að hann hefur rænt mig því sem ég þarfnað- ist og þráði meira en allt ann- að í heiminum. Hann er And- stæðingurinn, hann er Djöfull Missisins, hann er Hið Tortím- andi Afl. Bresach æpti nú eins og óður maður, augun voru næst- um lokuð, svitinn streymdi nið- ur vangg hans. Þegar ég stend augliti til auglitis við hann. er eins og ég stæði frammi fyrir föður mfnum; þá stend ég frammi fyrir pappakassaverk- smiðjunni, ég sé dyrúm lokað í flasið á mér, ég sé ást mína hverfa eftir þúsund dimmum, óþekktum götum, ég sé rúmið mitt með hundeltum manni í. ekki hlýju stúlkunni sem þar á að vera og er horfin. Ég horfi á hann og ég man eftir degin- um þegar ég reyndi að fyrirfara mér . . . Það er mér óendan- lega mikils virði að faðir hans þurrkaði ávexti í Califomfu. Ég verð að komast að innstu leynd- armálum hans. — Þér eruð dauðadrukkinn, sagði Jack. — Það er líka hugsanlegt, sagði Bresach rólega. En drukk- inn eða ódrukkinn, þá verðið þér líka að vita allt um mig. Við erum flæktir inn í líf hvor ann- ars. Við erum aðalatriðið í lífi hvor annars. Við erum vafðir saman eins og slöngur í áflog- um. Þér eruð siðmenntaður mað- ur. Þér verðið að vita fullkom- lega hvað þér eruð að gera mér. Hvað sem fyrir kemur, þá megið þér ekki að lokum geta sagt við sjálfan yður: Ég vissi það ekki. KRYDDRASPIÐ FÆST I NÆSTU BÚÐ ■Fímmtudagur 20 ágúst 1964 SKOTTA ,,Tuttugu og fimm krónur takk, annars hleypi ég henni ekki út úr herberginu hennar." Skrá yfír umboBsmenn Þjóðviljans útí á landi AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárpötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Oleeir Friðfinnsson DALVÍK: Trvegvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI Pétur Gislason GRINDAVÍK: Kiartan Kristófersson Tröð HAFNARF.TÖRÐUR- Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDATJJR- Helei Biömsson HOLMAVÍK- Ami E Jónsson, Klukkufelli. HUSAVtK- Amór Kristiánsson. HVFR AGFRDT- Verziunin Revkiafoss h/f. HÖFN. HORNAFTRÐT- Uorsteinn 'Þorsteinsson. tSAFJÖRDUR,- Bókhlaðan h/f. KFFLAVTK' Maenea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34 KÓPAVOGUR: Heiga -Tóhannsd. Áshraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRT-N.TARDVfK- .Tóhann Guðmimdsson. OLAFSF.TÖRDUR- Sæmundur Ólafsson. ÓLAFSVÍK• Gréta Jóhannsdóttir R AUFAR.HÖFN' Guðmundur Lúðvfksson. REYÐARF.TÖRÐUR' Biörn Jónsson. Reyðarfirði. SANDGERÐT: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKROKUR- Hulda Sigurbiömsdóttir, Skagfirðingabraut 37 Sími 189. SELFOSS: Magnús Aðalbjamarson. Kirkjuvegi 26. SEYÐTSF.TÖRÐUR- Sigurður Gíslason. STGLUFJÖRÐUR- Kolbeinn Friðbjarnarson, Suðurgötu 10 Simi 194. SILFURTÚN, Garðahr: Sigurlaug Gísladóttir, Hof- - túni við Vífilsstaðaveg. SKAGÁSTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu. STOKKSEYRT- Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR • Erl. Viggósson. > VESTMANNAFY.TAR Jón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. ) Sími 17-500 Auglýsið í Þjóðviijanum Síminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.