Þjóðviljinn - 20.08.1964, Qupperneq 7
Kimmtudagur 20. ágúst 1964
HÓÐVILJINN
SfÐA 7
Kírkjugestur skrifqr:
SENDIRÁÐS-
TRÚBOÐINN
v Herra ritstjóri. Mér
er sagt. að þið á Þjóð-
viljanum séuð hund-
heiðnir og ákaflega
mikið á móti kirkjunni.
Ef þetta er satt, finnst
mér að blessaður herra
biskupimnn okkar ætti
að stofna nýtt prests-
embætti við Þjóðvilj-
ann. Það væri a.m.k.
þjóðlegra, heldur en að
senda þennan séra Jón-
as til þess að pípa úti
í Danmörku. íslenzk
kirkjuyfirvöld eru ein-
mitt nýþúin að fremja
eitt mesta kirkjusögu-
hneyksli, sem um get-
ur á íslandi með þess-
ari sendingu. Mér er
vel við kirkjuna og ef
þið eruð ekki eins
hundheiðnir eins og
Morgunblaðið og Vísir
segja mér að þið séuð.
langar mig að biðja
ykkur um að birta
þessa grein mína um
það mikla ' kirkju-
hneyksli, sem búið var
til í forsætisráðuneyt-
inu, en biskupinn síðan
kúskaður til að fram-
kvæma.
Með fyrirfram þökk
fyrir birtinguna.
Maður er nefndur Jónas
Gíslason. ,,Hann er lögulegasti
náungi og við fyrstu sýn sér
maður ekkert sérstakt við
manninn.’’ Svona hefi ég oft-
ast heyrt talað um Jónas þenn-
an, en svo láta menn bara allt-
af þessa viðbót fylgja með:
,.og þó!”
Hann er fremur ungur mað-
ur, en á bó þann einstæða
feril að baki sér, að vera bú-
inn að falla þrisvar sinnum i
prestskosningum og þar af tví-
vegis nér í borginni eins
og muna má. Slíkt er eins-
dæmi hjá ungum mannj, svo
að þetta hlýtur að vera eitt-
hvað öðru vísi en það ætti að
vera, ef allt væri með felldu.
Það segir sig líka sjálft, að
eitthvað ér að, úr því að fólk-
ið er þriswan sinnum búið að
rísá upp til þess að hafna
þessum manni. Ég er áreiðan-
lega ekki sá eini, sem hefur
brotið heilann um þetta furðu-
lega og óvenjulega fyrirbæri.
Mér er vel við kirkjuna og
reyni þess vegna alltaf að kom-
ast til botns í því, ef fólkið
rís upp gegn starfsmönnum
hennar. Og það verður aldrei
með réttu sagt, að ég hafi ekki
Kirkjumálaráðherrann
kynnt mér þessi ósköp öll með
hann Jónas og það einmitt'
hjá þeim, sem bezt þekkja til,
En ég fæ alltaf sama svarið
hjá þeim. sem þetta mál þekkja
bezt, að Jónas þessi sé bara
venjulegur maður, sem hafi
flaskað á því að gefa sig upp
sem miklu meiri mann, en
hann er, í þessu ku hundurinn
liggja grafinn. Það staðhæfa
líka allir kunnugir, að hefði
Jónas látið það ógert að haga
sér alltaf sem eitthvert yfir-
menni, væri hann fyrir löngu
kominn á græna grein. en
ekki í útlegð, eins og nú er
altalað. Alþýðan kýs aldrei þá
menn til presta, sem geta ekki
umgengizt alþýðuna, heldur
eru í staðinn með sífellt póli-
tískt ofstæki, frekjubrölt og
merkilegheit út á það eitt, að
þeir þekki eihhverja ráðherra-
nefnu! Sjálfstæðisflokkurinn
gleypti aumingja Jónas og síð-
an er hann alltaf í mínum
augum sem Jónas í hvalnum
og nú hefur hvalurinn spýtt
Jónasi á land í Danmörku!
Það er sjálfsagt sagt margt
ljótt um prestana eins og aðra
menn, en þó fullyrði ég það,
að engin stétt nema prestarnir,
hefði látið bjóða sér jafn
grófa móðgún sem þeir, er
þeir þögðu þunnu hljóði við
Danmerkurútnefningu Jónas-
ar, Hitt skilja allir, þegar
Sjálfstæðismenn vilja láta jörð-
ina gleypa sig. ef m^ður minn-
jst á þetta mál við þá. Starfs-
liðið í, Stjórnarráðinu hefur
hvíslað því að mér og fleirum,
að Jónasarhneykslið, sem
hlegið er nú að landa á milli,1
sé eingöngu gert fyrir hann
Presturinn
sem ncySarúrræði. Þetta ágæta
starfslið segir líka, að öll sé
þessj vitleysa komin úr for-
sætisráðuneytinu, en biskupinn
látinn leggja blessun sína yfir
allt klúðrið. af því að Jónas
sé búinn að vera hinn ólati
sendisveina Sjálfstæðisflokksins
jns I 15 ár eða meira. Sú var
þó tíðin. að einu sinni taldi
biskupinn þjóðinni annað nauð-
synlegra, en að púkka upp á
sendisveina Sjálfstæðisflokksins,
og muna það víst allir nema
hann! Þetta var víst svo á
þeim árum, þegar biskupinn
var tekinn alvarlega.
Islenzka ríkið setur upp nýtt
prestsembætti í Danmörku á
sama tíma og kirkjan kveinar
undan því að prestar fáist ekki
í ýms prestsembætti á íslandi!
Ef hér hefði., verið farið eftir
hefðbundinni venju, hefði öll-
um íslenzkum prestum verið
gefinn kostur á að sækja um
betta embætti og þeim íslend-
ingum í Danmörku, sem sagt
er að þessi prestur eigi að
þjóna. hefði vei’ið gefinn kost-
ur á að kjósa prestinn úr því
að slíkt fyrirkcmulag gildir
lögum samkvæmt gagnvart öll-
um venjulegum prestsembætt-
um íslenzku kirkjunnar. En
hvorugt af þessu var gert.
Heimdellingurinn sífallandi var
dubbaður upp í embættið og
þá mátti auðvitað ekki kjósa,
af því að hann fellur alltaf í
kosningum! Svona getur íhald-
ið verið sniðugt. Þjóðin hló
dátt að hinni fáránlegu útskýr-
ingarafsökun, sem biskupsskrif-
stofan var látin gefa á uppá-
tækinu. Ambassador ís'lands í
Danmörku og einhver danskur
biskup voru svo dregnir inn i
afsökunarromsuna, ef ske
kynni að málið liti þá ettt-
hvað skár út! En þjóðin held-
ur áfram að h'læja.
Það líður nú að því, að
prestastefnan verði haldin. Þá
ættu prestamir einu sinni að
sýna manndóm og spyrja sín
yfirvöld að því. hvers vegna
einn beirra sé, tekinn fram
yfir alla hina.
„Sendiráðsprestur”. segir fólk-
ið og skellihlær, en starfslið
Stjórnarráðsins segir: Sára-
bótadeild Sjálfstæðisflokksins
er byrjuð að úthluta „snuðum”
fyrir árið 1964. Þetta er s.vo
sent til Islendinga í Danmörku,
sem ekkj er vitað til, að hafi
hið minnsta til saka unnið.
Það er almælt í Stjórnarráð-
inú, að „sendiráðspresturinn”
verði þungur baggi á íslenzka
ríkinu, af því að auk hárra
launa og alls konar fríðinda sé
séra Heimdellingurinn látinn
vera á diplómatapassa!
Það væri svo gaman að vita,
af hverju sé verið að gera upp
á milli lslendinga. sem enu er-
lendis. Ef beim er nauðsynleg-
ur íslenzkur prestur, hvers
vegna fá þá ekki a'llir íslend-
íngar í öðrum löndum sinn
..sendiráðsprest”? Er það vegna
bess, að allir íslenzkir prestar
kunni að falla í kcsningum
nema Jónas? Hvernig er með
hina klerkana, s.em féllu í
Reykjavík í vetur, á ekki að
gleðja þá með því að gera þá
að diplómataklerkum erlendis?
Og" hvernig væri svo ‘fyrir
biskupsskrifstofuna að athuga
bað, þegar næst losnar prests-
embætti við dómkirkjuna í
Reykjavík að skipa þar án um-
sóknar og kosninga næsta fall-
kandídat íhaldsins?
Því miður hefur feril'l Jón-
asar markazt af pólitífkum
hamagangi ‘ svo að honum hef-
ur alltaf tekizt að fá meiri-
hlutann upp á móti sér. Þess
Forsætisráffherrann og for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
vegna heyrir maður því alls
staðar haldið fram, að óheppi-
legri fulltrúa hefði kirkjan
ekki getað rambað á, þar sem
væntanlega er ætlunin með
þessu nýja embætti. að safna
íslendingum í Danmörku utan
um kirkjuna.
Það eru líka einkennilegar
lýsjngar, sem maður heyrir á
því hvernig Skaftfellingar
kvöddu þennan frakka og fram-
gjarna klerk austur í Vík eft-
ir að vera búnir að umbera
hann 1 áratug. Þeir héldu ein-
hvers konar kveðjusamsæti,
sem eftir ótal lýsingum að
dæma hefur verið fullkominn
grínkabarett. Þar á einn vinur
og flokksbróðir Jónasar að
hafa haldið ræðu, sem var svo
skemmtilega vitlaus, að menn
telja sig ekki hafa heyrt ann-
að eins fyrr né síðar. Maður-
inn á nefnilega að hafa talið
upp öll þau skipti, sem Jónas
er búinn að falla! Og svo á
allt að hafa kórónazt með því,
að enginn viðstaddur hafi séð
ástæðu til þess að biðja ræðu-
karlinn að hætta hrakfalla-
lestrinum!! Segi menn svo, að
Skaftfellingar kunni ekki að
kveðja íhaldið!
Kirkjuhneykslið, sem ég hefi
rætt um { þessari grein verður
ekki héðart af þaggað niður.
Þegi prestamir. munu aðrir
tala. Það eru ýms félög til,
sem þegar hafa látið í ljós
andúð á hneykslinu, þótt ó-
formlega sé ennþá.
En hvernig er þetta annars
orðið með séra Jón Auðuns,
sem fólkið kaus um árið, af
bví að það hélt að hann væri
frjálslyndur kennimaður? Þor-
ir hann ekki að ræða svona
aagljóst hneyksli af stólnum í
næstu útvarpsmessu? Eða er
þegar búið að banna honum
það? Þetta kemur fljótlega í
Ijós.
'■ Kirkjugestur.
42. dagur
Kálfur Árnason hafði verið í vesturvíking, síðan er hann
fór úr Noregi, en oft á vetrum var hann í Orkneyjum með
Þorfinni jarli, mági sínum. Finnur Árnason, bróðir hans, gerði
orð Kálfi og lét segja honum einkamál þau, er þeir Haraldur
konungur höfðu við mælzt, að Kálfur skyldi hafa landvist í
Noregi og eígnir sínar og slíkar veizlur sem hann hafði haft
af Magnúsi konungi. En er Kálfi kom sú orðsending, þá bjóst
þann þegar til farar. Fór hann austur í Noreg, fyrst á fund
Finns bróður síns. Síðan tók Finnur Kálfi grið, og fundust
þeir sjálfir konungur og Kálfur; gerðu þá sætt sína, eftir því
Spm konungur og Finnui; höfðu fyrr bundið einkamálum með
sér. Gekk Kálfur til festu við konung og alls skildaga, slíks
sem hann hafði bundið fyrr við Magnús konung, að Kálfur
væri skyldur að gera þau verk öll, sbm Haraldur konungur
vildi og honum þætti sitt ríki bæta. Tók Kálfur þá upp eign-
ir sínar allar og veizlur, sem hann hafði fyrr haft.
/
En ið næsta sumar eftir hafði Haraldur kqnungur leiðangúr
úti, fór suður til Danmerkur og herjaði þar urn sumarið. En
er hann kom suður til Fjóns, þá var þar liðssafnaður mikill
fyrir þeim. Þá lét konungur lið sitt ganga af skipum og bjóst
til uppgöngu. Hann skipaði liði sínu, lét vera fyrir sveit Kálf
Ámason og bað þá ganga fyrsta upp og segir þeim, hvert þeir
skyldu stefna en hann kveðat mundu ganga upp eftir með
þeim og koma þeim að liði.
Þeir Kálfur gengu upp, og kom brátt lið í mótl þeim. Réð
Kálfur þegar til orustu, og varð sá bardagi eigi langur, því
að Kálfur várð brátt ofurliði borinn, og kom hann á flótta
og lið hans, en Danir fvlgdu þeim. Féll margt af Norðmönn-
um. Þar féll Kálfur Árnason. Haraldur konungur gekk upp
á land með fylking sína. Var það brátt á leið hans, að þeir
sjá fyrir sér valinn, og fundu brátt lík Kálfs. Var þaö borið
ofan +n skipa Pn konungur gekk upp á land og herjaði og.
drap þar margt manna.