Þjóðviljinn - 27.08.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.08.1964, Blaðsíða 1
Laust fyrir kl. 2,30 síðdegis í gær kom upp eldur í mjölskemmu Faxaverksmiðjunnar á Grandagarði en Eimskipafélag íslands hefur hluta hússins á leigu fyrir vörugeymslu og kom eldurinn upp þar. Eldurinn magnaðist mjög fljótt og fékk slökkviliðið ekkert við hann ráðið. Brann húsið til kaldra kola og vörur og vélar sem í því voru gereyðilögðust. Mun óhætt að fullyrða að þarna hafi orðið miljónatjón. Fimmtudagur 27. ágúst — 29. árgangur — 192/ tölublað. Miljónatjón í bruna í Reykjavík í gærdag Afarmikinn, kolsvartan og þykkan reykjarmökk lagði af brunanum yfir borgina lengi í gær. — (Ljó sm. Þjóðv. A.K.). dags. Bát hvolfir með 5 ungum drengjum t Fimm ungir drengir úr Kópavogi voru hætt komnir í gærkvöld er bát þeirra hvolfdi út af Amarnesinu. Fór þó betur en á horfðist og tókst lögreglunni i Kópavogi að ná drengjunum sem héngu í bátnum þar til hjálp barst. Það voru fimm ungir drengir í Kópavoginum sem hafa eign- azt bát með utanborðsmótor, og munu þeir þetta 12 til 14 ára. Fóru þeir að leika sér á bátn- um í gærkvöld um áttaleytið, og var enginn þeirra í björg- unarvesti. Alda var kröpp og er í 2—6. I fjórðu umferð á skákmótinu í Kaupmannahöfn vann Friðrik Ólafsson sína skák og er hann nú í 2.—6. sæti með 3 vinninga. Efstur er Dani með 4 vinninga. Bent Larsen er hins vegar aðeins með 2 vinninga eftir þessar fjór- ar umferðir talsverður vindur og hvolfdi bátnum út af Arnarnesinu og fóru allir drengirnir í sjóinn. Svo vel tókst til að fólk sá slys- ið úr landi og fékk lögreglan í Kópavogi léðan árabát hjá Kristjáni Vattnes fyrrverandi lögregluþjóni og fór hann með til að bjarga drengjunum. Höfðu þeir allir náð taki á bátnum á hvolfi og var þeim' náð upp , árabátinn og róið til lands. Þeir voru hraktir og kaldir sem vonlegt var, en fjórir það hressir að farið var með þá heim til sín, en hinum fimmta var ekið á Slysavarðstofuna, en mun þó ekki hafa orðið veru- lega meint af volkinu. Kópavogslögreglan fékk síð- an slökkviliðið á Reykjavíkur- flugvelli til að koma á hraðbát og leita að vélbátnum sem Mikil verðmæti í vörum eyðilögðust i brunanum hvolfdi. Fannst hann og var dreginn til lands. Það virðist sjálfsögð varúð- arráðstöfun að láta svo unga drengi vera í björgunarvestum ef þeim er leyft að leika sér að tækjum eins og bát með ut- anborðsmótor, og er það raunar ekki leikfang fyrir ekki eldri drengi. Gunnar Sigurðsson hjá Slökkvi- liðinu sagði. að slökkvistarfið hefði verið með því erfiðast'a, sem gerist vegna mikils reyks og hita. Slökkviliðið var kallað á vett- vang kl. 14.28 og fóru þá þrír fullmannaðir bílar á staðinn. Þeir byrjuðu þegar að sprauta á eldinn og sprautuðu í eina mín- útu er eldurinn magnaðist og urðu þeir þá að flýja út því þeir réðu ekki við neitt. Þá var þegar í stað gert út allt slökkviliðið og kom það á staðinn u.þ.b. 5 mínútum eftir að fyrri hópurinn var kallaður út. Alls voi-u 4 bxlar og 2 stórar ‘dælur notaðar við slökkvistarfið en þó tókst ekki að ráða niður- lögum eldsins fyrr en klukkan 20,30 í gærkvöldi. Gunnar sagði að það hefði tafið nokkuð slökkvistarfið að lágsjávað var, en þeir notuðu sjó 1 til slökkvistarfsins og einn- ' ig tafði það nokkuð, að þeir fengu rangar upplýsingar um benzíngeymi, sem átti að vera í einu horni hússins, sem þeir lögðu svo áherzlu á að verja en geymirinn reyndist vera nið- urgrafinn, er slökkviliðsmenn komust loks að honum, en að- eins dælan stóð upp úr. Slökkvistarf þetta var all- miklu erfiðara en í Hampiðj- unni. því eldurinn var mikið meiri og reykurinn. sem lagði frá 'hjólbörðunum, varð lika til að gera slökkvistarfið erfiðara. Síðastliðna nótt voru 8 slökkvi- liðsmenn með tvær dælur á staðnum þvf að enn lifði í hampinum og bréfarusli. sem þama var. Upptök eldsins Samkvæmt upplýsingum Magn- úsar Eggertssonar varðstjóra hjá rannsóknarlögreglunni voru tveir menn frá Eimskip að vinna í vörugeymslunni við að færa til vörur með lyftara er eldurinn Frá slökkvistarfinu í gær. Flest tæki slökkviliðsins voru í gangi og mikill fjöldi slökkviliðsmanna barðist við eldinn í fleíri klukku- -fíina. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). kom upp. Sáu þeir þá allt í einu að reykur gýs upp úr hampballa er var neðst í stæðu rétt fyrir aftan lyftarann, en þarna voni m.a. 2000 ballar af hampi geymdir. Mennimir brugðu við og tóku vatnsfötu er þama stóð og skvettu á eldinn en við það breiðist hann aðeins út og hrukku neistar vitt um stæðuna og læsti eldurinn sig í hana. Mennimir hlupu til dyra og báðu menn er þar voru að kalla á slökkviliðið og kom það brátt á vettvang. Eldurinn magnaðist hins vegar mjög fljótt. einkum eftir að hann komst í svamp sem þama var talsvert mikið geymt af og gaus þá upp mikill reykur. I geymslunni var einnig mikið af öðrum eldfimum vörum, t.d. bíl- dekkjum og breiddist eldurinn út um allt húsið svo að ekki varð við neitt ráðið. Herforingjarnir í Saigon eru hver á móti öðrum Sumir leiðtogar búddhamanna styðja endurkjör Khanhs, en andstaða og mikil ólga í norðurhluta S-Viefnams Þjóöviljinn leitaði í gær upp- lýsinga hjá Eimskipafélagi ÍS- Iands um tjón það sem orðið hefði á vörum í brunanum. Fyrst átti blaðið tal við skrif- stofustjórann og sagði hann að félagið hefði haft húsnæði þetta á leigu í um það bil hálft ann- að ár fyrir vörugeymslu, fyrst hjá Faxaverksmiðjunni og síðar hjá Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunni. Sagði skrifstofustjór- inn að ljóst væri að þarna hefðu eyðilagzt mikil verðmæti í vör- um en ekki væri búið að taka saman hve mikið magn hefði verið af vörum í geymslunni né reikna út verðmæti þeirra. Blaðið átti einnig tal við Sig- urð Jóhannsson verkstjóra og sagði hann að ékki hefði verið mjög mikið af vörum í geymsl- unni en þama hefðu m.a. verið hjólbarðar, hampur og harðviður svo og talsvert af vörum er hefðu verið búnar að liggja hjá 'elaginu síðan 1962 og hefði átt að fara að halda uppboð á þeim. SAIGON 26/8 — Hershöfð- fngjaklíkan í Suður-Víetnam sat f Cag margar klukkustundir á fundi, en tókst ekki að semja um nýjan Ieiðtoga, sem tæki við af Nguyen Khanh hershöfðingja, sem var neyddur til að segja af sér í gær. Khanh hershöfðingi sagði eft- ir fundinn, að ástandið væri mjög hættulegt, en hershöfðingj- arnir yrðu að ræða málið gaum- gæfilega áður en þeir gætu lagt Iausn sína fyrir þjóðina. Margir þekktir leiðtogar Búddhatrúarmanna hafa nú lýst stuðningi sínum við stjóm Khanhs hershöfðingja. en hann fó” frá sem kunnugt er vegna mikilla kröfugangna gegn stjóm hans og sjálfum honum persónu- lega. Bæði Búddistar og stúd- entar tóku þátt í þessum kröfu- göngum og því var haldið fram að ríkisstjórn Khanhs ofsækti Búddhamenn. Atburðir síðastliðins sólarhrings munu að líkindum leiða til þess að Khanh verði endurkjörinn leiðtogi þjóðarinnar, annað hvort sem forseti eða forsætisráðherra. Hins vegar er klofningur í byltingarráði hershöfðingjanna í afsioðunni til þess, hvort ráðið eigi að láta undan kröfum Búddhatrúarmanna þess efnis, að ráðið leysi sig sjálft upp. Á fundi byltingarráðsins í dag varði Khanh hershöfðingi mest af tíma sínum til þess að út- skýra hvers vegna hann hefði látið undan kröfum Búddha- trúarmanna. Þegar fundurinn hófst í dag var gefin út tilkynning um það, að yfirlýsingin, sem var gefin út á þriðjudag, þar sem gengið er að flestum kröfum sem komu fram í kröfugöngunum síðustu daga, verði staðfest og nýr leið- togi kosinn. En fundi var slitið án þess að hershöfðingjamir hefðu tekið nokkra ákvörðun. Ekki er vit- að hvenær annar fundur verður haldinn. Yfirlýsingin um stuðning Búddhatrúarmanna við Khanh var undirrituð af Tivh Tam Chau sem er einn af æðstu- prestum þeirra; Stjórnmálamenn í Saigon segja þessa yfirlýsingu gerða í tvennum tilgangi. f fyrsta lagi mun yfirlýsingin styrkja aðstöðu Khanh í byltingarráðinu. sem mun vafalaust taka tillit til óska Búddhatrúarmanna. I öðru lagi mun yfirlýsingin undirbúa jarð- veginn fyrir tilkynningu um það, að maðurinn sem Búddhatrúar- menn og stúdentar kröfðust að fæfi frá, hefði aftur verið kjör- inn þjóðarleiðtogi. Andstæðingar Khanhs Ókunnugt er um það, hvort leiðtogar Búddhatrúarmanna í miðju landi muni láta sér stuðn- ing Thivh Tam Chau við Khanh lynda. Þessir leiðtogar eru á- kveðnari í skoðunum og fyrir þeim er annar munkur Thich Tri Quang. Afstaða stúdenta er einnig misjöfn. Stúdentar í Saigon eru ánægðir með yfirlýsinguna frá þriðjudegi, en stúdentar í Hue. sem er helzta borg í héraði um Framhald á 3. síðu. t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.