Þjóðviljinn - 27.08.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 27.08.1964, Side 4
SIÐA ÞJðÐVILIINN Fimmtudagur 27. ágúst 1954 Ðtgeíandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- arinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust, 19, Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði Undanhald jfyjargt hefur gerzt síðan Vísir birti á forsíðu fyr- ir réttum mánuði aðalfyrirsögnina: „Flestir voru ánægðir með skattana sína‘( og lýsti því með ljóðrænu orðalagi hvernig menn hefðu horfið frá skattskránni „með bros á vör“ og talið álögurn- ar aðeins „smálús“ eins og það var orðað. Þessar lýsingar Vísis voru í samræmi við öll fyrirheit ríkisstjórnarinnar, fjölmargar ræður og greinar Gunnars Thoroddsens fjármálaráðherra; ritstjóri Vísis hefur mátt sanna það hvernig fer fyrir áróðursmonnum stjórnarflokkanna ef þeir taka leiðtoga sína trúanlega til frambúðar. Hinn glað- klakkalegí sóknartónn Vísis breyttist síðan á skömmum tíma í æ hraðari flótta, og enn er eng- an veginn séð hvar honum muni slota. ^ svipaðan hátt hafa orðið viðbrögð ríkisstjórn- arinnar sjálfrar. Ráðherrarnir gerðu sér í fyrstu vonir um að verk þeirra myndu standast og höfn- uðu kröfu stjórnarandstöðuflokkanna um algert endurmat á gjöldunum. En þeir koipust fljótlega að raun um' að sú hrokafulla afstaéa'vaT'haldl'átis:' Þá gripu þeir til þess ráðs að lofa því hátíðlega að þegar er þing kæmi saman skyldi framkvæmd alger endurskoðun á þeim lögum um skatta og út- svör sem talin voru til einstakrar fyrirmyndar í vor. Einnig hétu stjórnarflokkarnir því að taka upp strangt skattaeftirlit, þótt ekki væru nema nokkrir mánuðir liðnir síðan þeir felldu tillögur Alþýðubandalagsins um það efni. Og enn bauðst ríkisstjórnin til að lina skattpyndinguna með því að dreifa henni á sex mánuði í staðinn fyrir fjóra. gtjórnin hélt að þetta undanhald myndi nægja, en sú von stóðst ekki deginum lengur. Stjórn Alþýðusambands íslands sneri sér til ríkisstjórn- arinnar og lýsti yfir því að með skattaálögunum hefði samkomulagið við verklýðssamtökin frá því í vor verið svikið. og hlyti það að hafa alvarleg- ustu afleiðingár ef ekki yrði úr bætt án tafar. Rík- isstjórnin hóf þá viðræður við Alþýðusambandið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og hafa þær nú leitt til þess að sett hefur verið starfs- nefnd sem hefur m.a. það verkefni „að athuga alla möguleika á því að veita afslátt . á álögð- um opinberum gjöldum“, eins og það er orðað í erindisbréfi nefndarinnar. Þar með hefur ríkis- stjórnin í orði fallizt á að álagningin verði hrein- lega endurskoðuð frá grunni, enda verður á eng- an annan hátt bætt úr því herfilega ranglæti sem launþegum hefur verið ætlað að una. Er þess að vænta að la,unþegasamtökin og allur almennine- ur fylgi undanhaldi stjómarliða fast eftir oe tryggi að þau fyrirheit um gjaldalækkun sem nú hafa verið gefin í orði birtist einnig í verki. — m. Hálfrar aldar starf samtaka um dýraverndun hér á landi Nýútkomið hefti DÝRA- VERNDARANS er helgað hálfrar aldar afmæli dýra- verndunarsamtakanna á fslandi, en 13. júlí sl. voru liðin rétt 50, ár síðan Dýruvcrndunarfé- lag Reykjavíkur var stofnað, félagið sem árið eftir hlaut nafnið Dýravemdunarfélag fs- Iands. 1 Ritstjóri Dýraverndarans, Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur, ritar aðalgrein þessa nýja heftis og rekur þar sogu íslenzku dýraverndunarsamtak- anna í 50 ár i ýtarlegu máli. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi ritar um þróun lög- gjafar um dýravemd á íslandi, kveðjur og ámaSaróskir eru frá Gylfa Þ. Gíslasyni mennta- málaráðherra og Þorbimi Jó- hannessyni, formanni Sam- bands dýravemdunarfélaga Is- lands. Fleira efni er í heftinu, sem prýtt er fjölmörgum myndum, m.a. af ýmsum for- ustumönnum dýraverndunar- samtakanna á íslandi í 50 ár. í grein sinni segir Guðmund- ur G. Hagalín svo frá stofn- un Dýraverndunarfélagsins og fyrsta starfsári: Góðtemplarareglan var lengi vel hér á landi eini félags- skapurinn, sem starfaði sam- fellt og hlítti föstu skipulagi. 1 henni hafði verið að starfi mikið mannval allra stétta, og Ottó N. Þorláksson hún hafði þjálfað lið sitt til sameiginlegra átaka um land allt. kennt því fundarsköp, æft það í ýmsri menningar- starfsemi og aukið samfélags- legan þroska þeirra félaga sinna. sem eitthvað höfðu til brunns að bera. Og árið 1908 hafði hinu samtaka liði henn- ar tekizt að ná slíkum áhrif- um með þjóðinni. að samþykkt var við þjóðaratkvæðagreiðslu algert aðflutningsbann á áfeng- um drykkjum. Þar með töldu fjölmargir templarar, að náð væri lokatakmarki. bannið mundi útrýma áfengisbölinu og vinna fulla festu með þjóðinni. Því var það, að slakað var á starfi Reglunnar, og svo tók þá að dofna yfir stúkunum og ýmsir að heltast úr lest- inni. En allmörgum templur- um þótti vænt um félagsskap- inn — ekki ósvipað og áhuga- sömum nemanda um góðan skóla, og nokkrir voru í hópi þeirra. sem uggðu um afdr’f bannsins. ef menn væru ekki á verði um lögin. hafandi á bak við sig sem traustastan og fjölmennastan félagsskap. Hvorum tveggja þessara hópa þótti mikils um vert, að stúk- urnar tækju fyrir ný viðfangs- efrii, sem gætu örvað sam- heldni og félagsáhuga og aukið vinsældir Reglunnar út á við f stúkunum voru því tekin til umræðu ýmis mannúðar- og menningarmá] önnur en varnir aegn áfengisnautn. og meðal heirra dýravemdin, sem Trvggvi Gunnarsson hafði með Dýravinínum vakið á sívaxandi skilning méð bjóðinni og gert svo vinsæla, að líklegt var, að margir vildu Ijá henni lið sitt. Dýravemd var ekki að- eins rædd í stúkunum í Reykjavík. heldur var og vor- ið 1914 kosin nefnd, sem skyldi hafa ■ frjálsar hendur til fram- kvæmda um stofnun dýra- vemdunarfélags, ef nefndar- mönnum þætti við nánari at- hugun líklegt, að viðhlítandi árangur nasðist, — það margir starfhæfir og áhugasamir menn fengjust til að taka þátt i stofnuninni, að ætla mætti, að félagið yrði annað en dægur- fluga. Formaður þessarar nefndar var Ottó N. Þorláksson skip- stjóri. Hann var fæddur í Holtakoti í Biskupstungum 4. nóvember árið 1871, en fluttist ungur með foreldrum sínum að Korpúlfsstöðum í Mosfells- sveit. þá er þau hófu þar bú- skap. Hann vandist snemma hirðingu búfjár og varð mik- ill dýraviriur. þótt ekki yrði það hlutskipti hans að stunda landbúnað, því að eins og all- ur fjöldi ungra manna á Suð- urlandi á uppvaxtarárum hans tók hann ungur að stunda sjó. Þá var runniö upp hið glæsilega tímabil þílskipaút- gerðarinnar, og 24 ára gamall tók Ottó Þorlákssnn skipstjóra- próf. Hann var síðan í nokkur ár stýrimaður og skipstjóri. en hafði — þegar hér var komið — tekið að sér störf á landi. Hann hafði snemma hneigzt til afskipta af félagsmálum, gerzt templari og fengið í stúkunum þjálfun í fundar- stjórn. ræðumennsku og nefnd- arstörfum. Hann hafði verið mikill áhugamaður um stofn- un Bárufélaganna, sem- voru fýrstu félög sjðmannáj á Is- l'ándi. hafði' verið forgöngu- maður um stofnun sambands®- þeirra og verið kjörinn for- maður þess. Hann var vel máli farinn og fylgdi fast eftir þeim málum. sem hann hafðí áhuga á, Nefndin ákvað að boða til fundar um stofnun dýravernd- unarfélags, og var fundurinn haldinn í Templarahúsinu 13. júlf 1914. Á honum mættu 50 manns Ottó Þorláksson hafði framsögu fyrir hönd nefndar- innar, og mæltist honum skörulega. Sá varð og árangur fundarins, að 37 manns — eða nærfellt þrír fjórðu allra þeirra, sem mættir voru — ákváðu að gerast stofnendur dýravemdunarfélags. Félagið var svo stofnað á fundinum og samþykkt frumvarp til laga. sem nefndin hafði, undirbúið. Hlaut félagið nafnið Dýrai vemdunarfélag Reyk.javíkur. Þó að Tryggvi Gunnarsson væri, þegar hér var komið. orðinn háaldraður. — skorti aðeins þrjá mánuöi á áttatíu ára aldur, var hann einn þeirra, sem fundinn sóttu, og var hann einróma kosinn for- maður hins nýja félags, en með honum í stjóm þrír karl- ar og ein kona. öll úr hópi temþlara. Það voru Ottó Þor- láksson, Jóhann ögmundur Oddsson kaupmaður, Flosi Sigurðsson trésmíðameistari og frú Ingunn Einarsdóttir á Bjarmalandi. Það er alkunna. að oft tekst þannig til um val fyrstu manna í stjórn félaga, sem ekki starfa að beinum hagsmunamálum félagsmanna, að kosnir eru menn. sem loga af áhuga á nýju viðfangsefni, en ekki reynast að sama skapi framkvæmdasamír eða gseddir seiglu til .samfellds starfs, sem ekki ber fljótglæsilegan árang- ur. En reýndin varð sú, að vel hafði til tekizt um stjóm- arkosningu hins nýja félags. og þó að félögum fjölgaði ekki ört, voru flestir þeirra, sem við bættust, engu síður áhuga- samir og mikilhæfir en stofn- endurnir. Þegar á fyrsta ári átti félagið á að skipa ekki fjölmennu, en ærið völdu liði. Auk þessa .fólks, sem þegar hefur verið nefnt. má til dæm- is benda á Þórhall biskup Tryggvi Gunnarsson Bjamarson, Jón Þórarinsson fræðslumálastjóra. Magnús Einarsson dýralækni og Egg- ert Claessen yfirdómslögmann. Merkilegt starfsár Fundið var að því, bæði í blöðum og umtali, að hið nýja dýravemdunarfélag næði að- eins til Reykjavíkur, og þó að þar yæri fjöldi vagnhesta og margt bænda kæmi þangað vor og haust með hesta og fjár- hunda. væri þar þó þörfin einna minnst fyrir starfsemi dýravemdunarfélags. Slíks íé- lags gerðist mest þörf í sveit- um og í kauptúnum. þar sem verkamenn og sjómenn ætiu kindur. eh reyndist ' ’óft" örð- ugt að afla þeim fóðurs. En eldhugur stofnendanna var slíkur, aö þeir voru svo bjart- sýnir. að þeir töldu víst, að án mikillar fyrirhafnar yrði unnt að koma fljótlega upp dýraverndunarfélögum víðsveg- ar um landið. Munu templar- amir í félaginu einkum hafa treyst á forgöngu stúknanna f þeim efnum, og svo var þá ætlunin að stofna samband ís- lenzkra dýravemdunarfélaga. En eins og áður er á minnzt höfðu góðtemplarastúkurnar víða lognazt út af eftir að bannlögin voru samþykkt, og þar sem þær voru enn starf- andi, var starfsemin yfírleitt með litlura blóma. Það reynd- ist því allt annað en hægð- arleikur félausum samtökum í höfuðstaðnum að fá stófnuð félög úti um land. Eftir þriggja ársfjórðunga starf Dýravernd- unaríélags Reykjavíkur segir Jón Þórarinsson fræðslumála- stjóri í blaðagrein: ,.Enn er aðeiris eitt félag stofnað fyrir tilstilli „Dýra- vemdunarfélags íslands“. fyrir eitt kauptún. En vonandi líð- ur þetta ár ekki svo, að "þau verði ekki tíu eða fleirí. í hverri sveit er eirfhver, sem fer verr með skepnur sínar en skyldi, og sem því þarf aðhald og vinsamlegar leið- beiningar. Eitt félag í hverjum hreppi! Það er ekki of mikið". En hvað sem leið þeirri bjartsýni. sem fram kom í þessum orðum Jóns fræðslu- málastjóra, var það samþykkt á aðalfundi félagsins, að það skipti um nafn og héti Dýra- verndilnaríélag Islands. Skyldu allir hafa rétt til að gerast félagar. sem vildu vinna að dýravemd, en félagar, sem breyttu andstætt tilgangi fé- lagsins, skyldu rækir úr því. og var þessu ákyæði framfylgr stranglega í það eina skipti, Framhald á 9. síðu. Ferð með Landkynningu hf. Ekin Skeiðdalaleið norður Leiðdalaskeið bak við Leiðskeiðadal. á Dalskeiðaleið — fram á Skeiðleiðadal suður Dalleiðaskeið. Þar á Víghólastíg urðu Stíghólavíg undir Stígvígahól við Hólvígastíg ___ en á Vígstígahól urðu Hólstígavíg. Gist við Melkvíasel uppi’ á Selkvíamel innst í Selmelakví við Kvímelasel — rétt hjá Melseljakví undir Kvíseljamel. Heim með Stélfaxavél; — þar er Vélfaxastél tengt við vélstéljafax af Faxstéljavél. — Hvílíkt stélvélarfax! Hvílíkt faxvélarstél! i5SSl Þorsteínn Valdimarsson. K

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.