Þjóðviljinn - 27.08.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 27.08.1964, Page 10
10 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. ágúst 1934 meS. Þú skilur mig, er það ekki Jack? — Jú. — Það er ekki auðvelt starf, sem ég er að bjóða þér, sagði Holt. — Þú verður að þræla fyrir þessum aurum. Ríkið borg- ar þér tólf þúsund og fimm hundruð dollara á ári. Ég ætla að borga þér þrjátíu og fimm þúsund á ári í þrjú ár og fimm' prósent af hagnaðinum. — Og þegar þessi þrjú ár eru liðin? Holt brosti. Hann kom við koil- in á Stetsonhattinum sem hékk á ofnventlinum. — Við sjáum til, Jack, við sjáum til. Ég er bissnessmaður, ekki framfærslu- fulltrúi. Það heyrðist glamur í hælum og Tucino kom gangandi til Jacks og Holts við gluggann. — Heyrðu mig, Jack, sagði Tue- ino og það glampaði á gleraugu hans í daufri birtunni í spítala- ganginum. — Ég held það væri ráð að fara nú að hátta. Þér eigið erfiðan dag fyrir höndum. Nú verðum við að flýta okkur og ljúka talinu af sem fyrst. Ég get sagt yður að Delaney er kominn langt fram yfir kostnað- áráætlunina — við erum þrem vikum á eftir áætlun. Ég ér.'bú- inn að hlusta á það sem þér hafið talað inn. Mér finnst það ágætt, en það gengur alltof hægt. Ég veit að það er ekki yður að kenna .. .. Hann baðaði út höndunum til að undirstrika hve það væri fjarri honum áð áfellast Jáck. — Ég veit hvað meistarinn vinnur hægt. En nú tek ég per- sónulega við stjórninni á morg- un. Og þegar hann er fjarver- andi, þá gerið þér það fyrir mig að flýta yður, Jack, og vera samvinnuþýður. Við verðum að j reyna að koma allri myndinni saman áður en Delaney útskrif- ast af spítalamim, er það ekki? — Það veit ég ekki, herra Tucino, sagði Jack. — Ef ég hespa þetta af og\ Delaney líkar það ekki þegar hann kemur af sjúkrahúsinu, getur meira en verið að hann heimti. að þetta verði allt tekið upp aftur. — -Hver veit hvenær hann kemur af spítalanum? sagði Tucino æstur. — Hver veit hvort hann kemur þaðan lifandi eða dauður? Hvað viljið þér. að HÁRGREIÐSLAN' Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SIMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D O M U R i Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTCFAN - Tjamar götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — fMaria Guðmundsdóttiri Laugaveg 13 — SlMl I4R56 - Nuddc'ii't. - sama stað ég geri? Bíði? Borgi hundrað og tuttugu manns fyrir að hanga og gera ekki neitt, bara vegna þess að leikstjórinn minn vildi endi- lega fara í reiðskóla? Þegar Del- aneý getur farið að segja já eða nei eða kannski, verður kannski farið að sýna kvik- myndina á tíu þúsund kvik- myndahúsum. — Herra Tucino, sagði Holt hljóðlega, hann drafaði enn hægar en vanalega. — Æsið yður ekki upp. — Herra Holt, sagði Tucino og þreif í handleggi Holt. — Ég dáist að yður. Þér eruð hefðar- maður. Þér eigið olíulindir. Þér hafið efni á að bíða. Ég á engar olíulindir, herra Holt. Mér ligg- ur mikið á. Dyrnar að herbergi Delaneys opnuðust og læknirinn kom út. Hann var kuldalegur og fjar- rænn á svip. — Herra .... hm .... Andrus, hvíslaði hann. — Já, sagði Jack. — Hann vill endilega tala við yður, sagði læknirinn. — Ég segi tvær mínútur. Ekki lengur. Gerið svo vel að koma honum ekki í geðshræringu. Jack leit spyrjandi á hina. — Á ég að skila nokkru? spurði hann; ■ - - - Það var þögn. Svo sagði Holt: — Segðu honum að hafa ekki áhyggjur af neinu. Jack fór inn í stofuna og lok- aði á eftir sér. Það logaði á litlum, daufum lampa öðrum megin við rúmið og í skugganum úti í einu horn- inu sat hjúkrunarkona. Það var ekki nógu bjart til þess að Jack gæti séð svipinn á andliti Del- aneys eða litarhátt hans. Undir ábreiðunum sýndist líkami Del- aneys barnalegur og grannur í sjúkrarúminu og- andardráttur hans var hás og óreglulegur. Hann var náfölur. Hann hafði allur rýrnað við sjúkdóm þessa eina dags. Gúmmislanga var bundin við kinnina á honum og úr henni lágu greinar inn í nas- irnar. Þegar Jack kom inn og gekk fast að rúminu, hreyfði Delaney fingurna af veikum mætti í kveðjuskyni. Jack lang- aði mest til þess allt í einu að taka Delaney í fang sér, vagga honum og hugga hann, biðja fyrirgefningar. — Sam Holt er frammi í gangi, sagði Jack. — Hann segir að þú skulir ekki hafa áhyggj- ur af neinu. Delaney gaf frá sér hljóð sem Jack skildi að átti að vera hlát- ur. — Jack, hvíslaði Delaney og rödd hans var líka mjó og barnaleg. — Það er tvennt. I fyrsta lagi — láttu Tucino ekki eiga við kvikmyndina. — Hafðu engar áhyggjur af kvikmyndinni, sagði Jack. — Hann brennur í skinninu í að fikta við hana, hvíslaði Delaney. — Það vantar ennþá lokaatriðið. I bamum á jám- brautarstöðinni. Það er þýðing- armesta atriðið í kvikmyndinni. Hann gerir það að Aidu. Þú verður að hjálpa mér, Jack. Þú mátt ekki láta hann gera það. — Ég skal gera það sem ég get til að stöðva hann, sagði Jack og hann var hjálparlaus og gagntekinn samúð með Del- aney, vegna þess að hann skyldi fyrst og fremst hugsa um verk sitt, þótt hann lifði á aðkomu- súrefni og gæti naumast talað. Og svo var það svona verk! Jack kannaðist vel við atriðið í barnum á brautarstöðinni. Það var rétt hjá Delaney að það var þýðingarmesta atriðið í kvik- myndinni — en kvikmyndin var ekki neitt, einskis virði. Það var ömurlegt — fráleitt að maður sem var að dauða kominn, skyldi ekki hugsa um annað en tíu mínútna ræmu af celluloidi. — Drottinn minn, ég er að koma. En fyrst verð ég að fá vissa leikara til að gera það sem þeir eiga að gera. — Ef ég hrekk upp af, sagði Delaney, — þá vil ég ekki að ítalskur deli eyðileggi það síð- asta sem ég geri. — Þú hrekkur ekki upp af, sagði Jack. Delaney sneri höfðinu til á koddanum svo að hann gæti horft beint á Jack. — Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað, Jack, hvíslaði hann. — Ég er ekki hræddur. Ég veit ekki hvort það er af því að ég er hugrakkur eða vegna þess að ég er bölvaður asni eða vegna þess að ég er viss um að mér batni. Ég skal segja þér eitt, Jack — alveg til klukkan ellefu í morgun hef ég alltaf verið skíthræddur við að deyja. Og nú stendur mér alveg á sama. Það heyrðist skrjáf úr horn- inu, þar sem hjúkrunarkonan sat í skugganum. — Scusi, systir, sagði Delan- ey. — Það er óþverra munnur á mér. — Signore, sagði hjúkrunar- konan kuldalega við Jack. — Þér þreytið sjúklinginn. — Eina mínútu enn, systir, hvíslaði Delaney. — Aðeins eina mínútu enn. Hann er bezti vin- ur minn. Frá því að við vorum ungir. — Eina mínútu og svo ekki meira, sagði kalda og ákveðna röddin í myrkrinu. — Hlustaðu þá á, Jack, hlust- aðu vel á, sagði Delaney hrað- mæltur til ,að nota tímann. — Þú verður að gera þetta fyrii mig. Þú verður að taka við stjórninni. Ljúktu við myndina fyrir mig, Jack, eru að hlusta? — Já, ég er að hlusta, sagði Jack. — Og fjandinn hafi það, þú getur það vel, hélt Delaney á- fram með ákafa. — Þetta er ekkert nýtt eða dularfullt fyrir þig. Þú hefur tekið þátt í þessu nógu lengi. Ef þú reynir, yrð- irðu betri leikstjóri en megnið af þessum drullusokkum með frægu nöfnin nútildags. Og hvað svo sem þú gerir, þá verður það alla vega betra en hjá Tucina. Taktu myndina frá öllum sjón- arhornum. Taktu þér allan þann tíma sem þú þarft. Leyfðu þeirc bara að æpa. Fáðu aHt með. Farðu þér hægt við klippinguna og talið. Ég vil ekki að Tucina geri heilt eintak fyrr en ég kemst út af þessum bölvuðum spítala. Scusi, systir. Ef Tucina er með óhljóð, þá fáðu Holt til að þagga niður í honum. Holt er mín megin. Og hann er hörkutól. Hann getur brotið Tucino í mask ef hann vill. Og Tucino veit það. Eftir sex vikui kemst ég héðan út, Jack, lækn- irinn er viss um það, og þá get ég sett þetta allt saman sjálf- ur .... — Sex vikur, sagði Jaek næstum vélrænt. — Hvað segirðu. Jack? — Ekki neitt. — Reyndu að ná í unga manninn .... piltinn frá í dag ... hvað hét hann nú áftur ... úti á reiðskólanum? — Bresach. — Fáðu hann til að hjálpa þér. Kallaðu hann aðstoðar- mann eða meðleikstjóra eða það sem þér sýnist. Ég las handrit- ið hans — Delaney brosti dauflega á koddanum. — Ég vildi fyrst heyra hvernig hann talaði. Hand- ritið er alltof fjandi gott af pilti á hans aldrL Ég vildi ekki byrja á því að hrósa honum alltof mikð. Maður þarf alltaf að vera útundir sig, Jack .... Ég hef hugboð um þann ná- unga. Hann er góður. Hann er I með kvikmyndir í blóðinu. Hann kemur með fjöldann allan af góðum hugmyndum. Notaðu hann .... Notaðu hann, hugsaði Jack. Skipun. — Hlustaðu á hann. Notaðu heilann í honum, hélt Delaney áfram og tók andann á lofti. — Kannski er það einmitt það sem kivikmyndirnar okkar vant- ar. Ungan og ferskan skratta- koll eins og hann. Ég hef það á tilfinningunni að hann hafi eitt- hvað sérstakt í sér. Svona var ég sjálfur á hans aldri. Kannski tekst mér að byrja upp á nýtt með þessari mynd. Jack, þú lof- ar .... Sex vikur, hugsaði Jack. Hvað á ég að segja við Helenu? Og hvað við Jóa Morrison? Hvað verður um líf mitt? — Jack, sagði Delaney. — Þú lofar því, er það ekki? Ég þarfnast þín, Jack .... — Auðvitað, sagði Jack. Með- an hann stóð þarna hjá sjúkra- rúminu, vissi hann að frá þeirri stundu þegar Delaney hafði komið æðandi inn-í búningsher- bergið í Philadelphiu árið 1937, hafði þetta andartak, þetta lof- orð, þessi fórn, þessi vináttu- vottur verið óhjákvæmilegur. — Þú svíkur mig ekki, Jack, sárbændi Delaney. — Nei, ég svík þig ekki, sagði Jack. — Og nú held ég að þú ættir að reyna að sofna. — Jack, sagði Delaney hratt og með urghljóði. — Farðu til Clöru fyrir mig. Hún á að koma, segðu henni að hún eigi að l^oma. Bara andartak. Hún á bara að Mta inn andartak og kyssa mig á ennið. Guð minn góður, það ætti hún þó að geta, ha? .... Það er ekki til mikils mælzt eftir öll þessi ár? — Signor Delaney. Hjúkrun- arkonan kom að rúminu og bandaði með höfðinu til Jacks til merkis um að hann ætti að fara. — Nú verðið þér að hætta að tala. Deianey greip þéttar um úln- liðinn á Jack. — Og þú verður að fara til Barzelli fyrir mig, hvíslaði hann. Segðu, að hún megi ekki koma hingað. Ef hún kemur fæst Clara pkki til að koma nálægt mér ... Segðu henni það. Þú ætlar að segja henni það, er það ekki, Jack? — Signore, sagði hjúkrunar- konan hátt. — Ég kalla á lækn- inn, ef þér farið ekki út héðan undir eins. — Já, ég skal segja henni það, sagði Jack. — Góða nótt. Hann losaði sig úr taki Delan- eys. — Hún verður að skilja það, hvíslaði Delaney. — Clara .... Hann sneri höfðinu til á koddan- um. Jack fór útúr stofunni. — Jæja, spurði Tucino. Hann stóð rétt fyrir utan dyrnar og Jack fannst sem hann hefði reynt að hlera samtal hans og Delaneys gegnum þunga, slétta hurðina. — Hvernig líður hon- um? — Ágætlega, sagði Jack. — Mjög vongóður. Sjálfur var hann alveg ringlaður. Hann verkjaði í augun og það var eins og hann sæi ekki alveg skýrt. — Ég er viss um að hann spjarar sig, sagði Holt. Hann stóð með hattinn í hendinni, ferðbúinn. — Hvað sagði hann? spurði Tucina. — Sagði hann nokkuð um kvikmyndina? Jack hikaði ögn, svo ákvað hann að segja ekkert. Ekki í bili. Hann var of þreyttur og hann þurfti að ljúka ýmsu af fyrst. Tucino varð að bíða til næsta morguns. — Hann talaði ekki í samhengi, sagði Jack og hugsaði: Jæja, þetta er nú ekki eintóm lygi. Hann tók upp frakka sinn sem lá á stólbaki. — Ég held við ættum allir að reyna að sofa dálítið, sagði hann. Honum tókst að gefa Holt merki um að bíða, og ítalirnir tveir fóru niður í lyftunni og Holt og Jack urðu einir eftir. Jack útskýrði í skyndi hvað Delaney hafði beðið hann um. — Hafðu engar áhyggjur af Tucino, sagði Holt. — Ég skal sjá um hann. Hann tók í hönd- ina á Jack og bauð honum góða nótt. Á neðri hæðinni rakst Jack á Fogel, sem var nú loks farinn að reykja einn af vindlunum sínum. SKOTT ,,Magga er Ieynilega trúlofuð.” „Hvernig veiztu það?” ,‘Hún sagði það.” FERÐIZT MEÐ LANDSfN Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L A N □ SVN 1r TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Tii útsvarsgreiðenda í Selt/arnarneshreppi Hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps samþykkti á fundi sínum 24. ágúst s.l. að verða við tilmælum ríkisstjórnarinnar um fjölgun gjalddaga á eftir- stöðvum útsvara álögðum 1964, úr fjórum í sex hjá þeim launþegum, sem þess óska, enda greiði þeir útsvör sín reglulega af kaupi. Þeir sem óska að notfæra sér þessa fjölgun gjald- daga sendi skriflega umsókn þess efnis til undir- ritaðs fyrir 1. september n.k. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. VERKFRÆÐINGUR Hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps hefur ákveðið að ráða verkfræðing til að annast verkfræðistörf fyrir hreppinn. Umsóknir sendist fyrir 15. september, til undir- ritaðs, sem veitir allar nánari upplýsingar. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. 4 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.