Þjóðviljinn - 01.09.1964, Síða 2
2 SlÐA
MÓDVILÍINN
Þriðjudagur X. sepember 1964
Um hina bohuiu alþjóðlegu
ráistefnu kommúnista
1 Pravda 10. ágiist 1964 birt-
ist forystugrein um þá alþjóð-
legu ráðstefnu kommúnista-
flokka, sem Kommúnistaflokkur
Ráðstjórnarríkjanna hefur
boðað til. Forystugreinin í
enskri þýðingu var fylgirit
með New Times 19. ágúst. í
forystugreininni segir meðal
annarra orða:
,,Afstaðan til alþjóðlegrar
ráðstefnu flokka kommúnista
og verkamanna er orðin komm-
únistum um heim allan meg-
inmál. — 1 umræðum hefur
komið fram tvenns konar af-
staða til þessa máls. Alger
meirihluti kommún'staflokk-
anna telur nauðsynlegt að
halda nýja alþjóðaráðstefnu
í náinni framtíð. Kommún-
istaflokkur Ráðstjómarríkj-
anna er einnig þeirrar skoð-
unar. Leiðtogar kínverska
kommúnistaflokks:ns hafa að
undanförnu tekið afstöðu: að
þeirra dómi skyldi ráðstefnan
ekki kveðin saman fyrr en f
fyrsta lagi eftir fjögur eða
fimm ár og öllu heldur ekki
. . . Með því að leggja til, að
slík alþjóðleg ráðstefna verði
haldin hefur Kommúþista-
flokkur Ráðstjómarríkjanna
og aðrir marxleniniskir flokk-
ar fyrir augunum þörfina á
sameiginlegri lausn aðkallandi
vandamála í byltingarbarátt-
unni á núverandi tímaskeiði
og rótgróna hefð í hinni al-
þjóðlegu kommúnistisku hreyf-
ingu, nefnilega að vandamál
sameiginlegra hagsmuna komm-
únista um heim allan verði að
leysa á alþjóðlegum samkom-
um bræðraflokka. . . Á þessu
ári er öld liðin frá fyrsta
alþjóðlega fundi fulltrúa hinna
byltingas'nnuðu öreiga. Kall-
aður saman að frumkvæði
Marx og Engels, lagði hann
grundvöll að alþjóðlegum sam-
tökum kommúnista. fyrsta al-
þjóðasambandinu. . . 1 komm-
únistahreyfingunni um heim
allan nýtur almennrar viður-
kenningar mikilvægi ráðstefn-
anna 1957 og 1960. Þær áttu
sannarlega sögulega hlutdeild
í þróun og eflingu hreyfing-
arinnar á grundvelli leniniskra
meginreglna. I þeim skjölum,
Yfirlýsingunni og Álykuninni,
sem þær samþykktu. fólst mik-
ilvægt framiag til skapandi
þróunar marx-leninismans; þau
stuðluðu að því að sameina
kommúnista um heim allan,
örvuðu baráttuna t:l vamar
hagsmunum verkalýðsstéttar-
innar og afla sósíalismans . .
Þær hafa verið dýrmæt stoð
öllum framfarasinnuðum öfl-
um um okkar daga. 1 dag er
byltingarkenning óhugsandi án
þessara skjala, án1 ályktana
þeirra, byggðra á meginkenni-
setn’ngum, og athugana, fram-
settra í þeim. Allir þeir flokk-
ar. sem þátt tóku í ráðstefn-
unni féllust af frjálsum vilja
og samhljóða á að hlíta megin-
reglum þeirra. . . . Fjögur ár
eru liðin frá ráðstefnunni 1960
Margar mikilvægar breytingar
hafa átt sér stað í heiminum.
Þær þarfnast nýrrar sameig-
inlegrar athugunar og um-
ræðna. nýs mats og ályktana
. . . Marx-leninistar geta ekki
lokað augunum fyrir því. að
í röðum þeirra hefur komið til
djúplægs ágreinings, sem hef-
ur, í stað þess að sljóvgast,
orðið æ alvarlegri. Þessi á-
greiningur hefur nú vaxið upp
í opin átök, sem geta, ef fyr-
ir rætur ágreiningsins er ekki
grafið með sameiginlegu átaki,
leitt til klofnings í hinni al-
þjóðlegu hreyfingu kommún-
ista. . V'ð þessár aðstæður er
það mikilvægast að gera ráð-
stafanir til að sameina öll
andheimsvaldasinnuð öfl í
heiminum í dag og e'nkum
helztu sveitir þeirra, þjóðir
sósíalistisku landanna, hreyf-
ingu kommúnista og verka-
manna, og þjóðfrelsihreyf'ngar-
nar. Sameinað átak þeirra
verður að beinast að því að
örva baráttuna fyrir varð-
veizlu og styrkingu friðarins
og hindra ráðagerðir he:ms-
valdasinna, nýlendusinna og
afturhaldsmanna. Hver þessara
sveita stendur við hinar nýju
aðstæður frammi fyrir sérstök-
um verkefnum, en einnig sam-
e:ginlegum verkefnum og sam-
eiginlegri baráttu fyrir lýð-
ræðislegri - þróun, öryggi og
félagslegum framförum. . . .
Gagnstætt áliti algers meiri-
hluta kommún:staflokkanna.
hafa leiðtogar Kommúnista-
flokks Kína lýst yfir, að við
núverandi aðstæður hafi eng-
inn rétt til að kalla saman
alþjóðlega ráðstefnu og halda
fram, að það sé ,,óleyfilegt fyr-
ir nokkum einn flokk eða hóp
flokka“ að kveða saman slíka
ráðstefnu. Ámmntir, að ráð-
stefnan 1957 fól Kommúnista-
flokki Ráðstjómarríkjanna það
hlutverk að kalla saman „ráð-
stefnu kommúnista og> verka-
mannaflokka í samráði við
Aðalútflytjandi pólskrar vefnaðarvöru til fatnaðar.
.CONFEXIM'
Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland
Sími: 285-33 — Simnefni: CONFEXIM, Lódz
hefur á boðstólum:
☆ Léttan sem þykkan fatnað fyrir konur,
karla og börn.
☆ Prjónavörur úr uli, bómull, silki og gerfi-
þráðum.
☆ Sokká, allar gerðir.
☆ Bómullar- og ullarábreiður.
☆ Handklæði „frotte“.
☆ Rúmfatnað
■ár Hatta fyrir konur og karla.
☆ Fiskinet af öllum gerðum.
☆ Góifteppi.
☆ Gluggatjöld.
Gæði þessara vara byggist á Iöngu starfi
þúsunda þjálfaðra sérfræðinga og að
sjálfsögðu fullkomoum nýtizku vélakosti.
Vér bjóðum viðskiptavinum vorum hina hag-
kvæmustu sölu- og afgreiðsluskilmála.
Sundurliðaðar. greinilegar upplýsingar geta
menn fengið hjá umboðsmönnum vorum:
ÍSLENZK ERLENDA
VERZLUNARFÉLAGINU H.F.
Tjamargötu 18 Reykjavík eða á skrifstofu
verzlunarfullt*--',-, r>^,n-,nds Grenimel 7, Rvík.
-®nœii«h-
AF ERLENDUM
VETTVANG
bræðraflokka“. kváðu þeir,
að orðin „í samráði við
bræðraflokka“ merktu, að
„boðun ráðstefnu þarfnist ein-
róma samþykk's bræðraflokka-*.
„Á það ber að leggja á-
herzlu, að Kommúnistaflokkur
Ráðstjórnarríkjanna hefur
aldrei verið þeirrar skoðunar,
að einn flokkur eða tveir, —
jafnvel svo stórir flokkar sem
hinir sovézku og kínversku. —
geti tekizt á hendur að ákvarða
mál, sem be'nlínis snerta hags-
muní og örlög hinnar alþjóð-
legu kommúnistisku hreyf:ngar.
„Það er eindregin skoðun okk-
ar að það væri að hverfa aft-
ur til persónudýrkunarinnar
að skipta flokkunum í ,.æðri“
og „undirgefna". Flokkur okk-
ar mun aldrei aðhyllast slíkar
and-leniniskar skoðanir og mun
afdráttarlaust snúast gegn
hverri tilraun til að koma á
alræð’ eins flokks í hinni al-
þjóðlegu hreyfingu. . . Þau
knýjandi vandamál, sem nú
steðja að hreyfingu kommún-
ista. og ágreininginn innan
hreyfingar beirra geta og eiga
allir hinir marx-leninisku
flokkar með sameiginlegu á-
taki að kanna og leysa. Sér-
hver kommúnistaflokkur er
ábyrgur gagnvart verkalýðs-
stétt og vinnandi fólki í landi
síhu. og jöfnum höndum fyr-
ir stöðunni innan- hinnar
kommúnisku hreyfingar. seni
heild, fyrir varðveizlu og efl-
ingu einingar og samheldni
hennar. •. . I umræðum sínum
um vandamálin varðandi boð-
un ráðstefnunnar, athuguðu
kommúnistaflokkamir tilhögun
sameiginlegs undirbúnings. Það
þótti ráðlegt að fylgja fordæmi
ráðstefnunnar 1960 og setja
upp tillögunefnd til að gera
uppkast að helztu skjölum ráð-
stefnunnar og einnig að til-
lögum og ályktunum á öllum
þeim sviðum, sem snerta gang
ráðstefnunnar“.
Matráðskona óskast
Staða matráðskonu við Vistheimilið í Breiðuvík er laus
til umsóknar. Upplýsingar veitir Ágúst H. Pétursson,
Patreksfirði.
SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA.
Storfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Kleppsspítalans.
Upplýsingar gefur matráðskonan í síma* 38164 og 32162.
SKRIFSTOFA RfKISSPlTALANNA.
FRÁ SINDRA
Þeim jároiðnaðarfyrirtækjum sem nota Smit rafsuðuþráð
er hér með bent á að sérfræðingur frá verksmiðjunum
verður stiddur í Sindrasmiðjunni, Borgartúni, þessa viku
og leiðbemir rafsuðumönnum um notkun hinna ýmsu
tegunda Smit-rafsuðuþráðs.
SINDRI H.F.
Forstöðumannsstaða
„Kommúnistaflokkur Ráð-
stjórnarríkjanna er hlynntur
ráðstefnu til þess að ráða bót
á núverandi vandkvæðum og
Hindra klofning. 1 tillögum
Kínverja er lögð sérstök á-
herzla á þá staðhæfingu, að
við núverandi aðstæður geti
ráðstefna aðeins klofið hreyf-
ingu kommúnista, að hún muni
óhjákvæmilega leiða til á-
stands, þar sem deilur munu
blossa upp og allir munu
hverfa heim án þess að hafa
komizt að neinni niðurstöðu
. . . A ráðstefnunni getur sér-
hver marx-leniniskur flokkur
fyrir opnum tjöldum og að verk-
legum hætti sett fram skoð-
anir sínar á öllum aðkallandi
vandamálum, svo að til sjón-
armiða hans verði tekið til-
lit. þegar komizt verður að
sameiginlegum viðhorfum og
sameiginlegum ákvörðunum. A
ráðstefnunní gefst hið bezta
tækifæri fyrir ábyrga fulltrúa
kommúnistaflokka til að heyra
skoðanir annarra flokka. bera
þær saman við sínar eigin
með því að taka þátt í alls-
herjar og uppbyggjandi um-
ræðum, að komast að gagn-
kvæmum skilningi og einingu
•á grundvelli marx-leninisma"
„Það var á almanna vitorði.
að ráðstefnan 1960 var kölluð
saman fyrst og fremst til að
gera kommúnistaflokkum kleift
að kryfja til mergjar ágreining-
inn, sem spratt upp af hinni
sérstæðu stöðu, sem leiðtogar
Kommúnistaflokks Kína höfðu
tekið í nokkrum öndvegismál-
um. . . Þá höfðu 81 kommún-
ista- og verkamannaflokkur
hugrekki til að koma saman
á ráðstefnu og ræða þessi
flóknu mál op'nskátt að hætti
góðra félaga. en iafnframt með
tilliti til erundvanarsiónarmiða.
Að hi,f búnu lvstu allir komm-
únistnflokkar án undanteknirig-
ar vfir. að ráðstefnan 1960
hefði verið gagnleg og áraijg-
ursrík“. H.J.
Staða forstoðumanns við Vistheimili ríkisins í Breiðuvík
er laus til umsóknar, Laun samkvæmt kjarasamningum
opinberra ítarfsmanna. Allar nánari upplýsingar veitir
Ágúst H Pétursson Patreksfirði.
Reykjavík, 31. ágúst 1964
SKRÍFSTOFA RlKISSPlTALANNA.
Karl Marx-fyrirlesturinn
flytur Haraldur Jóhannsson í kvöld, þriðjudaginn 1.
sept. í Tjarr.argötu 20. kl. 8,30.
FRÆÐSLUFF L ð G SÓSlALISTA.
Kópavogur - Nóqrenni
Húsbyggiendur, múrarar.
Höfum kalk fyrirliggjandi.
LITAV'A L,
Álfhólsvegi 9. y
Sími 41585.
Skrifstofustörf
Stöður bókara <jg ritara hér við embættið eru lausar
til umsókna nú þegar — Nánari upplýsingar í síma
50216.
, I
BÆJARFÓGETINN I HAFNARFIRÐI.