Þjóðviljinn - 01.09.1964, Side 3
Þriðjudagur 1, septerrber 1964
ÞiesvniiNN
SIÐA
Bandaríkin ýta Khanh
aftur í fremstu línu
Síðastliðna viku hafá bardagar í Suður-Víetnam milli
skæruliða og hersveita bandaríkjaleppanna í Saigon verið
harðari en oft áður, þó fregnir af þeim hafi að nokkru
horfið í skuggann af innbyrðist stríði hershöfðingjanna í
höfuðborginni. En Bandaríkin sviku ekki Khanh sinn á
raunatímum, fréttir af því að hann væri geggjaður orðinn
hafa verið lýstar einber ósannindi og mun hann eiga að
taka við völdum á ný.
SAIGON 3178 — Bandaríski
sendiherrann í Suður-Víetnam
Maxwell Taylor skýrði frá því
í kvöld, að Khanh hershöfðingi
væri væntanlegur til Saigon inn-
an tíðar til að taka aftur við
skyldustörfum sínum að stjórna
landinu.
Khanh hress
Sendiherrann heimsótti Khanh
á hvíldarheimilið, sem hann
dvelur á í borginni Dalat um 300
km norðaustur af Saigon, til
Kýpurumræðum hætt
GENF 31/8 — Samningavið-
raeðunum í Genf um Kýpurdeil-
una er lokið.
Ekki er þó fullkunnugt hvort
þeim er lokið fyrir fullt og allt,
en sérlegur sendimaður Johnsons
forseta Dean Acheson og full-
trúi Bretlands Hood halda í dag
eða á morgun til London.
Acheson mun eiga þar við-
ræður við brezka utanríkisráð-
herrann Butler áður en hann fer
heim til Washington.
þess að ræða við hann vanda-
málin í Suður-Víetnam og að
líkindum hughreysta hann. Jafn-
framt var skýrt frá því að Tran
Thien Kiem hershöfðingi, sem er
einn þrístjóranna og einn af
varaforsætisráðherrum lands-
ins Do Mau hefðu einnig heim-
sótt hann sömu erinda.
Taylor hershöfðingi skýrði frá
því að Khanh hefði verið hraust-
legur að sjá, hefði hann hvílzt
vel og væri búinn að ná sér eft-
ir ofþreytuna í vinnunni síðustu
vikur.
Stúdentar
Stúdentar við háskólann í
Saigon sem í fyrri viku skipu-
lögðu kröfugöngur gegn Khanh,
lýstu í dag yfir stuðningi sin-
um við þrístjórana, en Khanh
er sem kunnugt er einn þeirra.
Stúdentamir skýrðu frá því,
að þeir hefðu tekið þessa á-
kvörðun með tilliti til þjóðlegr-
ar einingar, þannig að hægt
væri að kalla saman ráðstefnu
til þess að kjósa nýjan þjóð-
arleiðtoga og setja upp nýjar
stofnanir m.a. þjóðþing.
Þá hafa stúdentamir ákveðið
að stofna eftirlitsnefndir. sem
eiga að hafa eftirlit með öllum
málum í Saigon og gefa leyni-
lögreglunni skýrslur um ástand-
ið í hverjum skóla og gefa upp
nöfn hvers og eins, sem er hlið-
hollur hugmyndinni um hlutleysi
eða þjóðfrelsisbaráttu.
Bardagar við skæruliða
í Saigon er skýrt frá því, að.
sex Víetnamar hefðu látið lífið
og 11 særzt, þeirra á meðal
bandarískur liðsforingi, þegar
tvær skæruliðasveitir réðust á
heimavarnarlið. sem var á eft-
irlitsferð vestur af Saigon.
1 síðastliðinni viku misstu
hersveitir stjórnarinnar 127
drepna og 35 er saknað. Þetta
er 63% meira mannfall en varð
£ vikunni þar á undan. Sagt er
að Víetkong hafi misst 328 og 47
verið teknir höndum.
Búizt er við að Víetkong hefji
í næstu viku umfangsmeiri hem-
aðaraðgerðir gegn stjómarhem-
um.
Borgarafundssrinn á Siglufirðí
Framhald af 1. síðu.
telur það eitt til bjargar að
flýja bæinn og gefa þar með
upp alla von um lífvænlega at-
vinnu hér heima. Fundurinn tel-
ur enga ástæðu fyrir verka-
fólk að taka til slíkra ráða, og
geri verkafólk það, þá fyrst sé
hreinn voði fyrir dyrum þessa
bæjarfélags.
Fundurinn telur, að það sem
bæjarstjórn beri skylda til að
gera sé tvíþætt. 1 fyrsta lagi
að krefjast og veita aðstoð svo
sem hægt er, til þess að þau
fyrirtæki, sem nú þegar eru
starfhæf og hafa starfsmögu-.
leika, hefji starfrækslu. í öðru
lagi að hefja nú þegar raun-
hæfan undirbúning að staðsetn-
ingu og stofnsetningu atvinpu-
fyrirtækja með framtíðarsjónar-
mið fyrir augum.
Fundurinn vill benda á, hvað
að hans dómi er hægt að gera
til að leysa bráðasta vandann:
1. Krafizt verði af stjórn SR
og af stjórn hins nýja útgerS-
arfélags, að a. m. k. 4—5 hátar
hefji róðra strax upp úr þessum
mánaðamótum og leggi afla sinn
upp hjá hraðfrystihúsi SR.
2. Þessi verði krafizt og að-
stoð veitt svo sem hægt er, til
þess að hraðfrystihúsið ísafold
hefji starfrækslu um þessi mán
aðamót með 2—3 bátum.
3. Krafizt verði, að niðurlagn-
ingarverksmiðjan hefji starf-
rækslu og vinni í vetur úr a.
m. k. 3 þús. tunnum síldar.
4. Krafizt verði, að b.v. Haf-
liði, m.s. Siglfú'ðinvur og m.s.
Æskan leggi hér að einliverju
leyti upp afla.
5. Krafizt verði af stjórn
Tunnuverksmiðju ríkisns, að
verksmiðjuhús' hví sem er í
bygirineru verði lokið. vélar set*-
ar niður og starfræksla hafin
um áramót.
Ekkert af þeim atriðum, sem
hér að ofan eru nefnd, eru þess
eðlis, að ekki ætti að vera hægt
að framkvæma þau, en ef þau
eru ekki framkvæmd, ber það
vott um algert getu- og skil>-
ingsleysi á aðkallandi vand-
málum.
Þá vill fundurinn leggja
þerzlu á, að bæjarstjórn geri
þegar ráðstafanir, er raunhæf
geta talizt, til undirbúnings at-
vinnureksturs með framtíðar-
sjónapmið fyrir augum. í þvi
sambaridi telur fundurinn eðli-
legt, að á vegum bæjarstjórnar
fari nefnd manna til Reykjavík-
ur og vinni að þeim málum við
ríkisstjórnina og aðra aðila bg
hafi í því augnamiði samband
við atvinnumálanefnd þá, sém
hér hefur verið á. ferð til rann-
sókna á atvinnumálum kjör-
dæmisins.
í þessu sambandi telur fund-
urinn, að leggja beri aðaláherzlu
á bætt starfsskilyrði fyrir smá-
útveginn og í öðru lagi byggingu
dráttarbrautar og skipasmíða-
stöðvar við innri höfnina með
tilheyrandi verkstæðum og
byggingu fiskmóttökuhúss þar
sem smáútgerðamenn hefðu full-
komna möguleika til þess að
fullvinna afla sinn til útflutn-
ings.
Aðstaða til frystingar, söltun-
ar, skreiðarframleiðslu og full-
þurrkunar afla , allan ársins
hring ásamt lægí og landsetn-
ingu báta gæti e.t.v. á fáum ár-
um breytt þeirri þróun, sem hér
er landlæg, að hugsa aldrei um
annað en söltun og bræðslu síld-
ar. Fundurinn vill benda á, að
með tækjum bæjarins (ýtum og
krönum) er létt að mynda báta-
lægi sunnan innri hafnarinnar
og mynda um leið ákjósanlegt
landsvæði fyrir framtíðarstarf-
semi margs konar.
Meðan Siglufjörður getur ekki
annazt alla venjulega þjónustu
fyrir veiðiflota þjóðarinnar, er
eðlilegt að niður á hann sé litið
sem útgerðarbæ.
Þótt fleira sé ekki fram tekið
sem bjarga mætti við þvi á-
standi, sem hér ríkir í atvinnu-
málum, er ýmislegt fleira. sem
til greina gæti komið, en svo
fremi að þau atriði verði fram-
kvæmd, sem hér er drepið á,
byrfti enginn að flýja bæinn
vegna ónógrar atvinnu.
Fundurinn er þeirrar skoS-
unar að svo fremi að bæjar-
stjórn taki ekki \'essi mál til
mcðferðar í fullri alvöru. og
j hafi um þau forgöngu, þá
beri hcnni að segja af sér og
gefa bæjarbúuni kost « að
velja sér aðra mcnn til for-
göngu um að lcysa h<r> að
kallandi vandamál.
Tsjombe íorsætisráðherra Kongo hafði ekki úr háum söðli að detta, en þó hefur skömm hans aldr-
ei verið meiri né fordæming almennari um alla Afríku, en þegar hann brá á það örþrifaráð, til að
klóra í bakkann, að ráða hvíta málaliða í stórum hópum til Kongo. ,dVew York Times” ákærði I
fyrri viku ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Belgíu fyrir að þær stæðu að baki málaliðaráðningu
Tsjombe í Suður-Afríku og Suður-Rhodesíi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins bandaríska, Ro-
bert McCIoskey hefur neitað að segja af eða á um ásakanir blaðsins. Þá hafa Bandaríkin verið
harðlega gagnrýnd, bæði innanlands og þó fyrst og fremst í Afríku, fyrir að veita Tsjombe aðstoð.
Myndin hér að ofan sýnir kröfugöngu fyrir framan bandaríska sendiráðið í Brazzaville. Meðal á-
Ietrana á kröfuspjöldunum má lesa: „Bandrikjamenn gerið ekki Kongo að nýju Víetnam”.
Makarios krefst brott-
flutnings erlends hers
ALEXANDRIA. 31/8- — Makarios forseti Kýpur sagði á|
blaðamannafundi í dag, að allt herlið yrði að verða á brott!
frá Kýpur. Kýpurbúar yrðu sjálfir að ákveða hvort þeir
gengju í samband við Grikkland, en það kæmi ekki til mála
undir nokkrum kringumstæðum meðan erlendar herstöðvar
væru á eynni.
Áður en Makarios hélt til
Nicósiu úr heimsókn sinni til
Egyptalands. þar sem hann átti
viðræður við Nasser forseta
skýrði hann frá því á blaða-
mannafundi1 að þeir Nasser
hefðu rætt um sameiginlegar
varnaraðgerðir gegn hugsanlegri
árás á eyjuna.
En hann bætti við, að hann
vonaði einlæglega að ákvarðan-
anir þær sem hefðu verið tekn-
ar væru skref í átt til friðsam-
legrar lausnar deilunnar.
Makarios y sagði að viðræður
fbrsetannna um helgina hefðu
verið mjög opinskáar, einlægar
og óformlegar, og segist hann
vera sérlega ánægður með þær.
1 sameiginlegri yfirlýsingu
sem birt var í útvarpinu í Kairo
í dag. segir að báðir forset-
amir hafi verið á einu máli
um nauðsyn þessa að finna
lausn, sem varðveiti einingu
Kýpur.
Þvf er bætt við að hver of-
beldfeaðgerð gegn Kýpur sé ógn-
un við frið og öryggi í þessum
hluta heims.
Nasser styður Kýpurstjórn
Sagt er að Makarios forseti
hafi skýrt Nasser nákvæmlega
frá vandamálum á Kýpur, frá
því að landið hlaut sjálfstæði,
hinum mismunandi tillögum um
lausn núverandi kreppu og af-
Endurskoiunarsinni
gagnrýndur í Kína
stöðu ríkisstjórnar Kýpur til
þeirra. Nasser sýndi mikinn
skilning vandamálum Kýpur og
lýsti því yfir að árás á eyj-
una eða ihlutun í innanríkismál
hennar væri ógnun við friðinn
og brot á meginreglum Samein-
uðu þjóðanna.
1 yfirlýsingunni segir enn
fremur að Sameinað Araba-
lýðvéldið telji að hætta verði
allri erlendri íhlutun í málefni
eyjarinnar, svo að Kýpurbúar
geti sjálfir leyst vandamál sín.
Sovézk aðstoð?
Makarios forseti sagði að rík-
isstjórn sín væri alltaf tilbúin
til viðræðna um það, hvemig
bezt væri að tryggja réttindi
tyrkneska minnihlutans. ,,Ég
gleddist, ef hægt væri að koma
málunum þannig fyrir að SÞ
eða einhver stofnun þeirra gett
tekið að sér að hafa eftirlit
með því. að réttindi tyrknesku-
mælandi manna á eynni séu
tryggð“.
Makarios skýrði frá því að
Kýpurstjóm gæti enn fengið að-
stoð frá Sovétríkjunum. „Það er
skylda stjómarinnar, að leita
aðstoðar hvaða lands sem vera
skal og hvort heldur í austri eða
vestri, svo framarlega sem eng-
in skilyrði eru bundin við að-
stoðina“.
Tyrkneska stjómin hefur lýst
því yfir að hún fallist alls ekki
á sameiningu Kýpur við Grikk-
land og muni ekki hika við
að bcita vopnavaldi. ef rcynt
yrði að koma henni á.
Kjarnorka verli
til frilarþarfa
PHKING 3178 — Einn af
helztu leiðtogum kínverskra
kommúnista Jang Séng Sen.
sem á sæti í miðstjórn flokks-
ins og er skólastjóri æðsta
flokksskólans var harðlega gagn-
rýndur í dag fyrir að hafa vik-
ið frá díalcktískum kcnningum
flokksformannsins Mao Tse
Tung.
1 grein sem birtist i „Rauða
fánanum“, sem er viðamesta
fræðilega tímarit kínverska
kommúnistaflokksins er sagt að
hann hafi vitandi vits komið
til móts við endurskoðunar-
sinna og hr.nn styðji smáborg-
araleg viðhorf til Kína.
\ Þar er sagt að Sen og stuðn-
ingsmenn hans, og eru tveir
beirra nafngreindir, trufli flokks-
starfið á óþolandi hátt.
Fréttamenn telja þessa grein
í ,,Rauða fánanum" þáttaskil 1
margra vikna umræðum í kín-
verskum blöðum um fjölmörg
díalektísk vandamál.
Jang Séng Chen er ákærður
fyrir að halda fram hugmynd-
um. sem gangi í berhögg við
kenningar Mao Tse Tung, en á
kenningar hans er kínversk
stjómarstefna byggð bæði í ut-
an- og innanlandsmálum.
Sen er fyrstur hinna æðri
leiðtoga Kínverja, sem er gagn-
rýndur fyrir að styðja Sovétrík-
in í hugmyndafræðilegum á-
greiningsefnum þessara ríkja.
,,Rauði fáninn“ segir, að hann
hafi notað hvert tækifæri til
þess að setja fram skoðanir sín-
ar bæði í fyrirlestrum og blaða-
gi'einum og með þessu hafi hann
stutt nútíma endurskoðunar-
stefnu, og haldið sjónarmiðum
hennar á lof.
GENF 31/8 — Þriðja alþjóö-
Iega ráðstefnan um notkun
kjamorku til friðarþarfa var sett
í Genf í dag. 4000 fulltrúar og
áheyrnarfulltrúar frá 71 landi og
fimm afþjóðleg samtök taka þátt
í ráðstefnunni.
Forseti ráðstefnunnar sovézki
pófessorinn Vassilij Emeljanov,
sem er meðlimur vísindaaka-
demíunnar í Moskvu sagði m.a.
í setningarræðu sinni, að hinn
óramikli kraftur sem byggi í at-
óminu megi ekki hvería í rúst-
um menningarheims, sem hefði
hrunið. Við verðum að læra að
lifa saman í friði.
Aðalritari SÞ U Þant sagði í
ræðu sinni við setningu ráðstefn-
unnar, að ekkert nema kjam-
orkan gæti fuUnægt stórfelldri
orkuþörf heimsins. Hann sagðist
vona að margt gott og nytsamt
leiddi af umræðum á ráðstefn-
omni.
Notkun kjamorku til friðar-
þarfa væri þegar allt kæmi til
alls hlutverk gjörvalls mannkyns
en ekki útvalinna þjóða.
Johnson forseti hefur sent ráð-
stefnunni heillaóskir, og kveðst
hann hafa ástæðu til að ætla að
hægt verði að gera atómið að
þjóni manna en ekki fjanda.
Brátt höfum við í tuttugu ár
vitað hvað kjamorka er í ófriði,
nú á dögum erum við farin að
skilja hvílíkar vonir er hægt að
binda við kjamorkuna sem frið-
arafl.
Krústjoff forsætisráðherra hef-
ur einnig sent ráðstéfnunni
heillaóskir sínar. Hann segir að
notkun kjamorku til hemaðar-
þarfa sé alvarleg hindmn þess,
að henni verði eingöngu beitt
til friðarþarfa. Skjótust lausn
þessa vanda sé því almenn og
algjör afvopnun.
Kjamorkuveldin verði að
hætta stjómarstefnu, sem geti
leitt til dreifingar kjamorku-
vopna.
Þau verða að sjá til þess að
kjarnorkan verði eingöngu not-
uð til tæknilegra framfara.
Krústjoff óskar ráðstefnunni
heilla í störfum og lætur þá von
í Ijós að hún verði mikilvægur
áfangi í þeirri viðleitni að koma
á nánari vísindasamstarfi um
kjamorku til friðsamlegra nota.