Þjóðviljinn - 01.09.1964, Qupperneq 8
StÐA
MÖÐVILIINN •
Þriðjudagur 1. sepember 1964
ííipíi innioipgjinifl
veðrið
skipin
★ Klukkan tólf í gær var
suðaustan stinningskaldi og
rigning vestan til á landinu,
en suðvestan andvari og úr-
komulaust austan til.
Yfir Bretlandseyjum er
mikil hæð, en grunn lægð
'yfir Grænlandshafi.
til minnis
★ I dag er þriðjudagur 1-
september. Egidíusmessa. Ár-
degisháflæði kl. 1.11. Fisk-
veiðilandhelgi Islands í 12
mílur 1958. Fæddur Guð-
mundur Böðvarsson skáld,
1904.
★ Nætur- og helgidagavörzlu
í Reykjavík vikuna 29. ágúst
til 5. sept. annast Vesturbæj-
arapótek, sunnudag Austur-
bæjar apótek.
★ Næturvörzlu f Hafnarfirði
annast 'í nótt Eiríkur Bjöms-
son læknir sími 50235.
★ Slysavarðstofan I Heilsu-
verndarstöðinni er opin allan
sólarhringinn. Næturlæknir á
sama stað klukkan 18 til 8.
SÍMl 212 30.
★ Slökkvistöðin og sjúkrabif-
reiðin sími 11100.
★ Lögreglan simi 11166.
★ Neyðarlæknlr vakt alla
daga nema laugardaga klukk-
an 12-17 — SlMI 11610.
★ Kópavogsapótck er opið
alla virka daga klukkan 9—
15.20 laugardaga klukkan 15-
18 og sunnudaga kl. 12-16.
★ Eimskipafélag Islands.
Bakkafoss fór frá Norðfirði
27. fm til Kaupmannahafnar,
Lysekil, Gautaborgar, Fuhrog
Kristiansand. Brúarfoss kom
til Reykjavxkur 28. fm frá
NY. Dettifoss fór frá Ham-
borg 29. fm til Reykjavíkur.
Fjallfoss fór frá Siglufirði 31.
fm til Akureyrar, Raufar-
hafnar, Austfjarða og þaðan
til Hull. London og Bremen.
Goðafoss fór frá Vestmanna-
, eyjum 31. fm til Hamborgar,
Grimsby og Hull. Gullfoss fór
frá Reykjavík 29. fm til Leith
og Kaupmannahafnar. Lagar-
foss kom til Grimsby 30. fm
fer þaðan til Gautaborgar og
Rostock. Mánafoss fer frá
Hull í dag til Leith og Rvík-
ur. Reykjafoss fer frá Kotka
31. fm til Ventspils. Selfoss
er í Camdén, fer þaðan til
NY. Tröllafoss kom til Arc-
angelsk 25. fm frá Reykjavík.
Tungufoss fer frá Rotterdam
í dag til Reykjavíkur.
★ Skipaútgerð ríkisins. Hekla
er væntanleg til Reykjavíkur
í fyrramálið frá Norðurlönd-
um. Esja fer frá Reykjavík
kl. 17.00 í dag vestur um land
í hringferð. Herjólfur fer frá
Vestmannaeyjum kl. 21.00 í
kvöld til Reykjavíkur. Þyrill
er á leið frá Seyðisfirði til
Bolungavíkur. Skjaldbreið fór
frá Reykjavík í gær vestur
um land til Akureyrar.
Herðubreið er í Reykjavík.
Baldur fer frá Reykjavík á
flugið
★ Loftleiðir. Leifur Eiriks-
son er væntanlegur frá NY
kl. 7.00. Fer til Luxemborg-
ar kl. 7.45. Kemur til baka
frá Luxemborg kl. 1.30. Fer
til NY kl. 2.15. Snorri Sturlu-
son er væntanlegur frá Lond-
on og Glasgow kl. 23.00. Fer
til NY kl. 0.30.
sýning
fimmtudag til Snæfellsness-
Hvammsfjarða- og Gilsfjarð-
arhafna.
★ Kaupskip. Hvítanes losar
salt í Þórshöfn í Færeyjum.
★ Eimskipafél. Reykjavíkur.
Katla er á leið iril Canada.
Askja er á leið til Stettin frá
Sharpness.
★ Jöklar. Drangajökull er í
Hamborg. Hofsjökull er í
Reykjavík. Langjökull er
Aarhus.
★ Skipadeild SlS. Amarfell
losar á Norðurlandshöfnum.
Jökulfell er væntanlegt 3.
september til Reykjavíkur.
Dísarfell losár á Vestfjörðum.
Litlafell er í olíuflutningum á
Faxaflóa. Helgafell er í
Hafnarfirði, Hamrafell kem-
ur 3. sept. til Batumi. Stapa-
fell er væntanlegt til Reykja-
vfkur á morguri. Mælifell er
væntanlegt til Reykjavíkur á
morgun.
★ Sýning sVeins Björnssonar
í Listamannaskálanum, sem
opnuð var 22. ágúst og átti
að standa til 30 ágúst. hefur
verið framlengd til kl. 10 í
kvöld vegna mikillar aðsókn-
ar. Á sunnudag sóttu 400
manns sýninguna. Myndin
hér fyrir ofan er ein þeirra
sem enx á sýningunni og
nefnist hún „Áhrif frá
Systrastapa”.
brúðkaup
★ Nýlega voru gefin saman
í hjónaband af séra Sigurjóni
Ámasyni, ungfrú Helga
Sveinbjörnsdóttir og Hannes
Friðriksson. — (Stúdíó Guð-
mwndar Garðastræti 8).
útvarpið
13.00 „Við vinnuna”.
15.00 Síðdegisútvarp: Einar
Kristjánsson syngur þrjú
íslenzk lög, Menuhin og
R. Master-hljómsveitin
leika fiðlukonsert i a-moll
eftir Bach: Menuhin stj.
Poulence og Fíladelfíu-
blásarakvintettinn leika
sextett eftir Poulence. E.
Um borð í „Höfrungnum’’ skilur Lupardi við hina.
Vísindamaðurinn sem æ ofan í æ hefur látið í ljós
gleði sína yfir gjöfinni mun sigla á brott í lystisnekkj-
unni.
„Leyfið mér herra að færa yður litla gjöf til minning-
ar um samveru okkar”, segir hann við Conroy, þegar
hann kveður hann og réttir honum um leið litla kistu.
Schwarzkopf syngur lög
eftir H. Wolf. Jacqueline
de Pre og Gerald Moore
leika Kol Nidrei op. 47 eft-
ir Max Bruch. Rikhter leik-
ur þrjú lög eftir Albeniz.
Lög frá Múnchen. Marsar
frá Mílanó.
17.00 Endurtekið tónlistar-
efni: a) Atriði úr „Car-
men” eftir Bizet. Patrica
Johnson, ásamt kór og
hljómsveit Sadlens Wells ó-
perúnnar; C. Davis stj. b)
Sinfónía nr. 4 í A-dúr op.
90, „Italska hljómkviðan”
eftir Mendelssohn. Cleve-
land hljómsveitin leikur;
Szell stj.
18.30 Þýzk þjóðlög: Gunter-
Amdt-kórinn syngur.
20.00 Einsöngur í útvarpssal:
Eva Prytz frá Noregi syng-
ur átta lög eftir H. Kjerulf.
Johnsen leikur undir.
20.25 Erindi: Fjölskylduá-
ætlanir. Hannes Jónsson
félagsfræðingur flytur.
20.50 Pólónesa nr. 1 í c-moll
op. 26 eftir Chopin. W.
Malcuzynski leikur.
21.00 Þriðjudagsleikritið
„Umhverfis jörðina á átta-
tíu dögum” eftir Jules
Verne og Tommy Tweed;
XI. þáttur. Þýðandi: Þórð-
ur Harðarson. Leikstjóri:
Flosi Ölafsson. Leikendur
Róbert Arrriinnsson, Erling-
ur Gíslason, Þorsteinn ö.
Stephensen, Ævar Kvaran,
Brynja Benediktsdóttir,
Baldvin Halldórsson. Þor-
grímur Einarsson, Klemens
Jónsson. Einar Guðmunds-
son, Haraldur Adolfsson og
Flosi Ólafsson.
21.30 Sellókonsert nr. 2 eftir
Villa-Lobos A.ldo Parisot
og hljómsveit ríkisóper-
unnar í Vín leika; G. Mei-
er stjómar.
21.50 Upplestur: Þórarinn frá
Steintúni flytur frumort
kvæði. j
22.10 Kvöldsagan: „Það blik-
ar á bitrar eggjar,”, saga
frá Kongó eftir Anthony
Leijeune; I. Þýðandi: Giss-
ur Ó. Erlingsson. Lesari:
Eyvindur Erlendsson.
22.30 Létt músik á síðkvöldi:
a) Hollenzkir listamenn
syngja og leik’a þjóðlög
heimalands sfns. b) Dálítil
sinfónía frá Suður-Amerfku
eftir Morton Gould. Sin-
fóníuhljómsveitin í Utah
leikur; Abravanel stj.
23.15 Dagskrárlok.
25 ára
starfsafmæli
Það, að ung stúlka ráði sig
í vinnxx, .telst eip til stórtið-
inda En þó er það svo að
þess dags. sem Elín Jónsdótt-
ir til heimilis Einholti 9 hér
í bæ réðst tH sítarfa'hjá Leð-
uriðjunni hf. mun jafnan
verða getið f veraldarsogunni.
Því að þann hinn sama dag,
eða 1. september 1939, brauzt
síðari heimsstyrjöldin út.
1 dag eru liðin 25 ár frá
því $ð þetta gerðist og allan
þennan tíma hefur Elín gegnt
þessu sama starfi. Af bessu
tilefni átti Þjóðviljinn í gær
stutt viðtal við hana. Kvaðst
hún alls ekki hafa látið sér
detta það f hug að hún myndi
Hendast svo á sama stað eða
réttara sagt ef til vill ekki
hugsað tiltakanlega um það.
Enda teldi hún réttast að láta
hverjum degi nægja sína
þjáningu.
söfnin
★ Ásgrímssafn, Bergstaða-
stræti 64 er opið sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga
kl. 1.30—4.00.
★ Bókasafn Félags jámlðn-
aðarmanna er opið á sunnu-
dögum kl. 2—5.
★ Þjóðskjalasafnið er opið
laugardaga kiukkan 13—19 og
aUa virka daga kl. 10—15
og 14—19.
★ Listasafn Einars Jónssonar
er opið daglega kl. 1.30—3.30.
^VWWVI
,,Mér mun verða tíminn, sem ég dvaldi með böiTium
yðar ætíð ógleymanlegur.”
Þórður horfir lengi á eftir lystisnekkjunni. Oft höfðu
leiðir hans og vísindamannsins legið saman. Var þetta
í síðasta sinni? Eða myndi hann einhversstaðar ein-
hvemtíma mæta honum á ný?
Lögtaksúrskurður
Hérmeð úrskurðast lögtök fyrir vangreiddum manntals-
bókargjöldum, samkvæmt gjaldheimtuseðli 1964, ákveðn-
um og álögðum í þessum mánuði. Gjöldin eru: Tekju-
skattur, eignarskattur, námsbókagjald, kirkjugjald,
kirkjugarðsgjald. slysa- og lífeyristrygging atvinnurek-
enda skv. Í0. gr. og 28. gr. alm. tryggingalaga, iðgjöld
til atvinnuieysistryggingasjóðs, alm. tryggingagjald og
iðnlánasjóðsgjafd.
Ennfremur úx-skurðast lögtak fyrir söluskatti 4. ársfjórð-
ungs 1963 l. og 2. ársfjórðung 1964, og viðbótarálagn-
ingu vegna vangreidds söluskatts 1962, bifreiðaskatti
1964, skoðunargjaldx bifreiða, vátryggingargjaldi öku-
manns '964 svo og skipulagsgjaldi af nýbyggingum,
skipaskoðunaigjaldi, vitagjaldi, lestagjaldi, vélaeftirlits-
gjaldi og iðgiöldum og skráningargjöldum vegna lög-
skráðra sjómanr.a, auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar.
Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa
úrskurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerS skil
fyrir þann rima.
BÆJARFÓGEIINN I KÓPAVOGI, '
27. ágúst 19 54.
Sigurgeir Jónxson.
Bréfberi
SCOTT'S haframjöl er drýgra
Pósthúsið í Kó.avogi vantar bréfbera.
ar hjá staóvai-stjóranum, sími 41141.
Upplýsing-
í
’ t
t