Þjóðviljinn - 01.09.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.09.1964, Síða 10
10 SlÐA ÞJ6ÐVILÍINN Þriðjudagur I. sepember 1964 — Mjög míkla, sagði Jack. Guido hugsaði sig um andar- tak. — Ég myndi fara með kon- una mína og börnin til Toulon í viku, sagði hann, — og heim- saekja vinyrkjubúið og konuna sem ég vann hiá á stníðsárunum. Tvö htmdruð eða tvö hundruð og fimmtíu dollarar, reiknaði Jack út. Varla meira. Há fjár- upphæð i augum Guidos. Jú, ég ætia að gefa honum hetta, ákvað Jack. Þegar ég fæ útborgað. Framlag mitt til Italíu. Hann andvarpaði. Hann var þreyttur og hann þurfti að taka á til að hafa sdg útúr bílnum. — Góða nótt, Guido. sagði hann. Við sjáumst í fyrramálið. Gjöfin átti að koma á óvart. — Góða nótt, monsieur, sagði Guido. Sofið vel. Hann ók burt. Dyravörðurinn hafði þrenn skilaboð handa honum. í þeim öllum stóð hið sama. Persónulegt samtal frá París. Símastúlkan hafði skrifað það Parigi. Fyrsta hringingin hafði komið um há- degi, hin síðasta fyrir hálftíma. Jack leit á úrið sitt. Klukkan var ekki nema tíu mínútur yfir eitt. Það hafði gerzt svo margt þennan dag, að það virtist ótrú- legt, að klukkan væri ekki meira. Hann fann allt í einu að hann var sársvangur, og'hann bað um ölflösku, brauð og ost upp á her- bergið * eitt. Meðan hann beið eftir lyftunni og vöðlaði bréf- miðana þrjá saman í hendinni. mundi hann eftir morgni þessa sama dags, þegar Bresach beið eftir honum í anddyrinu og sím- skeyti Veronicu: Hafðu engar á- hyggjur, elskan . . . Síðan voru fimmtán klukkutímar. Það var á allt ððru tím'askeiði. þegar fólk gat skrifað: Hafðu engar áhyggj- ur, elskan. Zúrich, mundi hann. Hvemig var ástatt um hjörtun í Zúrich? Hvar stóðu Svisslend- ingar f málinu: Tryggð Delaneys við eiginkonuna: Hvert var álit þeirra í því hlutlausa landi á Barzelli og fylliröftunum henn- ar þremur? Síminn hringdi um leið og hann opnaði dymar að íbúð sinni. Jack kveikti ljósið og gekk að borðinu og sagði: Halló. halló . . . — Þú þarft ekki að rífa mig í þig, sagði kvenrödd og hló lítið eitt. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og enyrtistofu STEINXJ og DÖDÖ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SIMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. i D 0 M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfl — TJARNARSTOFAN, — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Marfa Guðmundsdóttir!) Laugavegi 13. — SÍMT: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. — Hver er það? spurði Jack. þótt hann vissi það vel. — Þú veizt hver það er, Jack. — Garlotta, sagði Jack. Hann hafði ekki talað við hana síðan þennan morgun í Galforníu og hafði aðeins haft samband við hana gegnum lögfræðing og það voru næstum tíu ár síðan, en hann vissi það. Mér sýndist ég sjá þig þegar ég fór af spítalan- um. — Þú virðist ekki sérlega hrifinn af því að heyra rödd mína. sagði hún. — Garlotta, sagði hann. Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir mig og ég er þreyttur og það bíða mín mörg samtöl. . . — Ég er niðri á þriðju hæð, sagði hún, með Stiles og kampa- vínsflösku. Af hverju kemurðu ekki niður til ökkar? — Segðu Stiles að það sé hezt fyrir hann að koma sér heim í háttinn, sagði Jack. Hann á að mæta klukkan níu í fyrramálið. Og fyrst þú talar við hann á annað borð. þá segðu honúm að gefa kampavínið upp á bátinn. — Ég skal segja horrum þetta allt saman, sagði Garlotta. Ég skal segja honum að við viljum heldur vera ein. Ég er viss um að hann skilur það. — Ég kem ekki niður, sagði Jack. — Það er ekki sérlega vinsarn- legt að þér, Jack. sagði hún. — Ég er ekki sérlega vinsam- legur þessa stundina. — Eftir öil þessi ár. Nú þótt- ist hún vera særð. Ég er búin að gleyma allri þeirri óvild sem hugsanlegt væri að ég bæri til þín. — Óvild . . . greip Jack fram í. Svo þagnaði hann. Hann vildi ekki rífast við Garlottu. Ekki í nótt. Hvern fjandan ert þú ann- ars að gera í Róm? — Ég var í London að borða hádegisverð, sagði Garlotta. Og þá heyrði ég það í útvarpinu. — Hvað? spurði Jack ringlað- ur. — Um Maurice. Ég fór með fyrstu flugvél sem ég náði í. Þegar allt kemur til alls er hann einn af minum elztu vinum. Og þetta lét svo óhugnanlega í eyr- um í útvarpinu .... einsog hann .... Hún þagnaði andar- tak. Þeir vildu ekki leyfa mér að líta til hans á spítalanum og það eina sem þeir sögðu, var að honum liði eftir atvikum vel .. Jack .. Hún lækkaði róminn. Er hann að deyja? — Það er ekki víst. — Hefurðu séð hann? — Já, í eina mínútu. — Hvemig leið honum? Jack hikaði. Hvemig leið hon- um? Honum leið einsog Maurice Deianey. það var lóðið. Hann hafði rétt einu sinni áhyggjur af ómerkilegri kvikmjmd og vit- lausri kvenpersónu, rétt einsog hann var vanur, nema í þetta sinn gerði hann það endilangur á bakinu í sjúkrarúmi og fékk súrefnisgjöf á meðan. Hann var í góðu skapi, sagði Jack. Það lét að minnsta kosti nærri. Hann sagðist ekki vera hræddur við að deyja. — 0, vesalings Maurice. Held- urðu að þeir leyfi þér að líta til hans á morgun? — Já, ég býst við því. — Viltu segja honum að ég sé héma, Jack? — Já. — Og viltu segja honum að ég verði héma þangað til honum líður betur og mig langi til að heimsækja hann? — Já. — Þú virðist ósköp þolinmóð- ur, Jack, sagði Garlotta ásak- andi. — Ég er að reyna að hringja til Parísar. — Já, en á eftir, viltu þá ekki koma hingað niður? Bara and- artak .... ég er svo .... forvit- in. Hún hló. — Mér þykir það leitt, Gar- lotta. Ekki í kvöld. — Jack, viltu svara einni spumingu? — Hver er hún? ' — Hatarðu mig? Jaek andvarpaði. Eftir Clöru og Barzelli var hægðarleikur að hata allt kvenkjms. Nei, sagði hann rólega. Ég hata þig ekki, Carlotta. Góða nótt. — Góða nótt, sagði hún. Hann lagði tólið á og sat á- lútur í frakkanum og starði á 59 símann. Carlotta. Auk ails ann- ars. Carlotta ofaná ailt hitt. Svo hringdi síminn aftur. Hann lét hann hringja þrisvar meðan hann hélt um hann; svo svaraði hann. Það var París og spurt var eftir herra John And- rus, og svo heyrði hann rödd konu sinnar og bakvið hana tón- list og raddaklið. — Jack, Jack, heyrirðu til mín? sagði Hélena. Röddin var fjarlæg og óskýr, trufluð af einhverju hljóði sem minnti á gítarslátt. Hvemig líður þér, Jack? Ég las það í blaðinu í morgun — er það ekki hræði- legt — og ég hef verið að reyna að ná í þig í allan dag. Heyr- irðu til mfn, Jack? — Það er á takmörkunum, sagði Jack. Honum fannst eitt- hvað einkennilegt í því sem hún sagði, en hann var of þreyttur til að brjóta heilann nánar um það. — Hvaða hávaði er þetta kringum þig? — Ég er hjá Bert og Vivian, sagði Hélena. Það er boð hjá þeim. Hér er rússnesk sígauna- kerling. Hún spilar á balalæka og syngur. Heyrirðu til mín? — Sæmilega, sagði Jack. Ein- hverra hluta vegna * gramdist honum við hana. vegna þess að hún hringdi til hans frá stað þar sem rödd hennar dmkknaði næstum í hávaðanum frá bala- læka og sígaunakerlingu. — Ég hef haft svo miklar á- byggjur af þér í dag. chéri, sagði Hélena. Ég veit þetta hlýt- ur að vera hræðilegt fyrir þig. Þú getur varia haft mjög miklar áhyggjur, langaði Jack mest til að segja. fyrst þú ert úti klukkan hálftvö að nóttu innan um allt þetta drukkna fólk. Svo skammaðist hann sin fyrir að hugsa svona og sagði það ekki. Þegar allt kom til alls, þá gat hann varia ætlazt til þess að Helena gerði eitt eða neitt. Hún hafði aldrei hitt Delaney og það var varia við því að bú- ast að hún sæti í sorg við sím- ann þótt hann hefði veikzt í þúsund mílna fjariægð. Nú hækkaði veizluglaumui’inn og Jack gat ekki heyrt hvað konan hans sagði. Hann heyrði aðeins óminn af rödd hennar, dálítið æstan, innilegan og ögn hærri en venjulega af áfenginu. Hann hlustaði, ringlaður af þreytu og dálítið feginn þessari hlýju rödd og þeirri tilfinningu að loksins eftir þennan langa dag væri þó einhver sem hefði áhuga á að hjálpa honum í stað þess að biðja hann um eitthvað. Það var barið að dymm hjá honum og hann hrópaði: Kom inn, og þjónninn kom inn með ölið hans og ostinn, — Hvað er það? sagði Helena. Þetta andartak var línan alveg skír og söngurinn bakvið hana og hinar raddimar höfðu hljóðn- að töluvert og hann gat heyrt til hennar eins og hún væri í næsta herbergi. — Það er þjónninn að koma með brauð og ost, sagði Jack. Ég hef ekkert borðað í allan dag. Hann gaf þjóninum merki um að setja bakkann á borðið hjá símanum. — Ó, Jack. það var einmitt þetta sem ég var svo hrædd um, sagði Helena. Þú ferð svo illa með þig. Viltu ekki að ég taki mér flugfar á morgun og komi til þín? Jack hikaði meðan hann horfði á þjóninn opna ölflösk- una. Hann rótaði í vasa sínum og fleygði tvö hundruð límm á bakkann til þjónsins sem hneigði sig settlega í þakklætis- skyni. — Jack. sagði Helena. Heyr- irðu til mín? — Já, ég heyri til þín, sagðx Jack. — Væri gott að ég kæmi? Tilhugsunin um að hafa Hel- enu hjá sér næstu dagana, með- an hann þurfti að halda Carl- ottu í hæfilegri fjariægð, vera höggtieyfir fyrir Bresach og Clöm. ræða þau vandamál sem fylgdu tilboði Holts, var allt í einu dásamlega freistandi. Það heyrðust hlátrasköll í sím- anum frá gestum Berts og Vivi- ans, og hávaðinn í balalækanu og sx'gaunakeriingunni varð ær- andi í símann. Nú er nóg komið, hugsaði Jack, og lét undan taugaspennu sxnni. Fyrst henni bráðliggur svona á að tala við mig. gæti hún að minnsta kosti leitað uppi rölegri stað. Fullur af gremju mundi hann eftir kvörtunum hennar á flugvellin- um yfir þvi að hann hefði ekki sofið hjá henni í hálfan mánuð og ásakanir hennar um að hann vildi gjaman komast að heiman. Kröfur kvenfólksins, og launsát- ur og rell og snönxr. Tónlistin í sxmanum gerði hann ofsareið- an. Hann fann að hann titraði. Hann vissi að hann kærði sig ekki um að hafa konuna sx'na í hótelherberginu hjá sér. Hann var kaldur og ósnortinn af henni og feginn fjariægðinni milli þeirra. Allur sá kærieikur sem hann megnaði að finna til þessa stundina, beindist að Delaney. Honum fannst í svipinn sem hann gæti hæglega sagt við Helenu ef hún gengi á hann, að hann kærði sig aldrei um að sjá hana framar. — Hvað sagðirðu, chéri? sagi Helena. Ó, þessi bannsettur hávaði. — Ekki neitt, sagði hann. t — Hvenær heldurðu að þú komir? — Nú kemur það, hugsaði hann. Sprengingin. Hér er allt í ringulreið, sagði hann. Kannski kem ég ekki fyrr en eftir hálfan annan mánuð. — Hálfan annan mánuð? Hún virtist furðu lostinn. — Ég skal skrifa þér um það allt í bréfi, sagði hann. — Já, en hvað um Jóa Morri- son? Hvað um starfið? — Ég skal skrifa honum bréf. — Hann samþykkir þetta áldr- ei — — Hann kemst ekki hjá því, sagði Jack. Heyrðu, þetta sam- tal verður rándýrt . . — Ég skil ekki eitt einasta orð. Hvað hefur komið fyrir þig? Nei, þú mátt ekki slíta .. sagði hún í skyndi. Og svo fjær sx'm- anum: Hafið ekki svona hátt, strákar mínir, ég er að tala til Róm. Svo sagði hún aftur við hann: Jack, er nokkuð að þér? Ég skil ekki um hvað þú ert að tala. Ertu drukkinn? Þú getur ekki verið að heiman í hálfan annan mánuð .... Þá rann upp fyrir honum hvað honum hafði þótt undar- legt í upphafi samtals þeirra. Helena, greip hann fram í fyrir henni. Hvað segistu hafa lesið í blaðinu í morgun? Delaney fékk kastið klukkan ellefu .... — Delaney? sagði Helena. Hver var að tala um Delaney? Ó. þetta vandræða samband .. — Helena, sagði Jack. Talaðu hægt og skýrt. Hvað var það sem þú last í blaðinu í morg- un? — Jean-Batiste, sagði hún. Hann var drepinn í gær. I Al- gier. Úr launsátri. Vissirðu það ekki? Ertu ekki biíinn að lesa blöðin í dag? — Nei, sagði Jack. Hkœtaðu nú á. Ég legg á, svo hringi ég til þín á xnorgun. — Jack, sagði Helena örvíln- Skrá yfír umboSsmenn Þjóðviljans úti á landi AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 — 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Oleeir Friðfinnsson DALVlK: Trvggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRTNDAVtK: Kiartan Kristófersson Tröð HAFNARETÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70 Sími 51369. HNÍFSDATJTR’ HeVi Biömsson HÓLMAVÍK: Ami E Jónsson. Klukkufelli. HT'JSAVtK' Amór Kristiánsson. HVERAGERÐT: Verzlunin Reykjafoss h/f. HÖFN. HORNAETRÐT’ Þorsteinn Þorsteinsson. TSAE.TÖRDUR’ Bókhlaðan h/f. KEELAVtK- Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRT-N.TARDVfK’ .Tóhann Guðmundsson. ÓLAFSEJÖRÐUR- Sæmundur Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir RAUFARHÖEN’ Guðmundur Lúðvíksson. REYDAREJÖRÐUR: Biörn Jónsson, Reyðarfirði. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sigurbiömsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 189. SELFOSS: Magnús Aðalbiamarson. Kirk^uvegi 26. SEYÐTSFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason. SIGLUFJÖRDUR: Kolbeinn Friðbjamarson, Suðurgötu 10. Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gisladóttir, Hof- túni við Vífilsstaðaveg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR- Jón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. FERÐIZT MED LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skiþum Greiðsluskilmálar LofHeiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNiÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN JL f\ IM O S V N úr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYXJAVÍK. UMBOD LOFTLEIÐA.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.