Þjóðviljinn - 01.09.1964, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 01.09.1964, Qupperneq 12
Fangikveikir í dýnunnií ktefa sínum A tíunda tímanum á laugar- dagskvöldið veitti fangavörður í fangageymslunni í Síð'umúla því athygli aS reyk lagði fram á ganginn meðfram hurð eins fangaklefans. Opnaði hann klef- ann og gaus þá þykkur reykjar- mökkur á móti honum. Hafði fanginn sem í klefanum var kveikt í rúmdýnunni og gerðist þar af mikill reykur. Var gripið til þess ráðs að tæma Síðumúla í skyndi því svæluna lagði um al-lt húsið. Fanganum hafði með einhverj- um hætti tekizt að fela eldspýt- ur inn á sér og kveikti með því í dýnunni sem er úr svampi. Þegar súrnaði reykurinn í aug- um lagðist hann á gólfið framan við hurðina og andaði að sér fersku lofti er barst inn um rifuna sem er undir hurðina. Varð honum ekki meint af til- tækinu. Tjón varð lítið af eldin- um en klefinn skemmdist nokk- uð atf reyk. Eins og áður segir var gripið til þess ráðs að Me^a út úr fangageymslunni. Var þeim sem ferðafærir voru sleppt lausum en hinir sem ósiálfbjarga voru af drykkju keyrðir heim til sín. Fanginn sem kveikti í var þó færður til gistingar í kjallaran- um ásamt öðrum manni sem skömmu áður um kvöldið hafði verið fiskaður upn úr Þingvalla- vatni og var illa haldinn af kulda og vosbúð og þarfnaðist aðhlynningar. Magnus Kjarfans- son fer til Kína Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans lagði af stað í Kína- för á laugardaginn, en honum hefur verið boðið til Kína og mun hann ferðast um landið næstu vikur og m.a. vera við hátíðahöldin á 15 ára afmæli JCínverska alþýðulýðveldisins. Þriðjudagur 1. september 1964 — 29. árgangur — 196. tölublað. ilagl»>iBsia 1 31SEI A Góð ýsuganga á Skagafirði Kópavogur Þjóðviljann vantar ungl- inga til blaðburðar í aust- urbænum. — Hringið í síma 40319. Ljósmyndarinn okkar átti leið niður að höfn rétt fyrir helgina og tók þá þessa skemmtilegu mynd af ungum og gömlum aflamönnum. Sjómennirnir voru að störfum við bátinn sinn og strákarnir að veiðum á bryggjunni en vafalaust eiga þeir eftir að stunda veiðar af bátum líka þótt seinna verði. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Stuðningsmannafundur her- námsandstæðinga á morgun Landsfundur hernámsandstæðinga er um næstu helgi við Mývatn. Búizt er við góðri þátttöku á fundinum, sérstaklega af Norður- og Austurlandi. Á miðvikudagskvöld verður haldinn stuðnings- mannafundur í Reykjavík í Dagsbrúnarhúsinu við Lindargötu, og verður þar kosin kjörnefnd, sem annasf val fulltrúa úr Reykjavík á landsfundinn. Það er mjög áríðandi, að all- ir hernámsandstœðingar, sem vilja koma á landsfundinn, hafi tafarlaust samband við skrifstof- una í MJÖSTftÆTI 3, sem opin er daglega frá 10—19, sími 24701. Sérstaklega er nauðsynlegt að vita með hvaða ferðum menn vilja fara. Um fjóra kosti er að velja: li) í bíl á eigin veg- um, 2) með rútbíl á vegum sam- takanna um hádegi á föstudag, 3) með rútubíl á vegum sam- takanna síðla á föstudagskvöld (næturferð), 4) með fiugvél til Akureyrar á laugardagsmorgun. Flestum mun vera ljóst, að framkvæmd slíks landsfundar 60 útlendingar sækja stjórnarnefndar- fund Lútherska heimssambandsins í Rvík í gær hófst í Reykjavík stjórnarnefndarfundur Lúth- erska heimssambandsins. For- seti þeirrar stjórnar sambands- ins, sem nú situr er dr. Fred- rik Sehiötz biskup frá Ame- ríku. Á sunnudaginn var messað í öllum kirkjum í Reykjavík og í nokkrum í nágrenninu og var kirkjusókn yfirleitt sæmileg. Þá var sama dag klukkan 16 hátíð- arguðsþjónusta með skrúðgöngu presta úr alþingishúsinu í dóm- kirkjuna. Við hátíðaguðsþjónustuna prédikaði dr. Franklin Clark Fry, fyrrverandi forseti Lúth- erska heimssambandsins og að lokinni prédikun var almenn altarisganga. Páll ísólfsson lék fyrir kirkjusöngnum. Formleg setningarathötfn fór svo fram í gærmorgun í Nes- kirkju. Þar prédikaði dr. Sehiötz en Sigurbjörn Einarsson, biskup, og Jóhann Hafstein kirkjumála- ráðherra fluttu ávörp. Eftir setningarathöfnina í Nes- kirkju hófust svo almenn fund- arstörf í súlnasalnum á Hótel Sögu. Þar flutti framkvæmda- stjóri heimssambandsins dr. Sehmidt-Clausen frá Þýzkalandi skýrslu um starfið á íiðnu ári. Þá var flutt skýrsla gjaldkera. Á kvölclfundi í gærkvöld var rætt um starfið meðal stúdenta og hafði Schmidt-Clausen framsögu um þau mál. Stjórnarfundurinn hefst í dag kl. 9,30 og meðal dagskráratriða í dag er skýsla frá guðfræði- deild sambandsins. Fundurinn mun standa allt fram á laugardag og verður honum slitið formlega' með há- tíðlegri athöfn í Skálholti. Framhald á 9. síðu Orðsending frá Þjóðviljanum Þar sem skólarnir hefjast í næsfa mánuði og fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á útburðarliði blaðsins eru þeir sem gæfu tekið að sér útburð á blaðinu í september vinsamlega beðnir að hafa sam- band við afgreiðsluna hið fyrsta. Þjóðviljinn. Sími 17.500. LAUS HVERFI UM MÁNAÐAMÓTIN: Höfðahverfi — Melar — Skjól — Safamýri — Grunnar. Þjóðviljinn. Sími 17.500. kostar mjög mikið fé og má minna á útgjaldaliði eins og auglýsingar. erindrekstur, funda- húsnæði, fjölritun, blaðaútgáfa og fjölmargt fleira. HAPP- DRÆTTI HERNÁMSAND- STÆÐINGA var sett á fót til að mæta þessum útgjöldum og til að gera samtökunum kleift að skipuleggja nokkra starfsemi næsta árið. Það er því höfuð- nauðsyn, að allir hemámsand- stæðingar styðji samtökin með því að kaupa eina eða tvær blokkir í happdrættinu, en fimm miða blokk kostar 250 krónur. Síðastliðið föst.”dfí"s'tvöld var haldin héraðsráðstefna her- námsandstæðinga í Borgamesi. Avörp flutbu Ragnar Amalds. alþm. og Séra Rögnvaldur Finnbogason. Eggert Guðmunds- son á Bjargi setti ráðstefnuna, en fundarstjóri var Pétur Geirs- son. Mikill einhugur og áhugi ríkti á ráðstefnunni og var þar kjörin fimm manna héraðsstjórn hemámsandstæðinga í Mýrasýslu til að hafa yfirumsjón með vali fulltrúa á landsfundinn og fram- tíðarstarfi hernámsandstæðinga í héraðinu. Kjörnir voru Egg- ert Guðmundsson á Bjargi, Snorri Þorsteinsson, kennari, Hvassaféllí, Séra Rögnvaldur Finnbogson, Bjami Valtýr Guð- jónsson. Svarfhóli og Pétur Geirsson, Borgarnesi. 1 gærkvöld var héraðsráð- stefna hernámsandstæðinga í Eyjafirði haldin á Akureyri og verður sagt frá henni síðar. Hofsós, 29/8 — Góð ýsuganga er nú á Skagfirði og virðist þetta vera allsterk ganga. Ó- gæftir hafa hins vegar verið hér hálfan mánuð og er þetta fyrsti gæftadagurinn í dag. Eru allir bátar á sjó. Sjó- menn hér í plássinu gera sér góðar vonir um vænan ýsuafla með haustinu og byggja það á gamalli reynslu. Hér er nú unn- ið af kappi við að byggja við- bótarálmu við frystihúsið. Bætist þar við einn vinnusalur og þó nokkurt frystirými. Veirður þannig hægt að sinna sjávar- afla í sláturtiðinni. Það hetfur ekki verið hægt áður. Einn bátur hefur gert út á ufsaveiðar undanfamar vikur og er hættur þeirri viðleitni og ætlar að snúa sér að ýsunni. Þá hefur einn bátur gert út á dragnót og gert það sæmi- legt. — G.J. Hólmavíkurbátar afla dável Hólmavík 29/8 — Sæmilegur afli hefur verið hjá snurvoðar- bátum undanfarnar fimm vikur og hafa þeir aðallega sótt á mið austan megin í flóanum r.álægt Skagaströnd. Hefur afli þeirra verið um fimmtán tonn eftir tæpa þriggja sólarhringa útivist. Fjórir bátar stunda þess- ar veiðar héðan og heita þeir Guðmundur frá Bæ. Hilmir, Sigurfari og Víkingur. Þeir veiða aðallega kola og ýsu. Þá hefur afli glæðst hjá þremur færabátum síðustu daga og hafa þeir sótt á mið út af Kald- baksvík og Reykjafirði. Smásíldin hefur hins brugðizt í sumar. 1 frystihúsinu hefur verið unnið allt að tíu tímum við að vinna úr þessum afla. — Sig. Krist. vegar Leggur höfuðið í bleyti? Hólmavík, 29/8 — Tékknesk- ur sérfræðingur frá Skodaverk- smiðjunum hefur dvalizt hér undanfarið að Þverárvirkjun vegna nýrrar Ijósavélasamstæðu. sem sett hefur verið þar upp og hefur gangráður vélarinnar verið í ólagi. Rafmagnsskömmtun hefur ver- ið yfirvofandi vegna ónógs raf- magns frá virkjuninni og hef- ur spennan faUið niður i 180 volt og stundum ekki unnt að hafa vélamar í gangi til dæm- is í frystihúsinu að deginum til. Er þetta bagalegt, þar eem þó nokkur afli berst á land þessa daga. — Sig Krrét. Hafa ekki misst truna á plássið Skagaströnd, 31/8 — Heldur hefur vænkazt um atvinnu hér í plássinu að undanförnu og eru góðar horfur um atvinnu næstu tvo mánuði. Fjórir drag- nótabátar hafa aflað þetta tvö til þrjú tonn á sólarhring og hefur afli verið nær eingöngu koli. Siðustu daga hefur þó bor- ið á smáýsu. Bátarnir leggja afla sinn í tvö frystihús á staðnum. Þannig vini.a þrjátíu manns að staðaldri í frystihúsi kaupfélagsins og hefur vinnu- tími verið tólf klukkustundir á sólarhring og bæta þarf við þann mannskap, þegar sláturtið hefst' um miðjan september. >á hefur verið byggingarvinna hér í plássinu og er þannig verið að byggja læknisbústað og fjög- ur íbúðarhús eru í smíðum. Menn hafa þannig ekki misst vonina um þetta pláss í fram- tíðinni. Engin síld hefur borizt á land hér í sumar. Það stóð til að flutningaskip flytti hingað síld af Austfjörðum. Þau sluppo aldrei fram hjá Siglufirði og fóru öll þangað. Bjartsýnir á Króknum Selfíutti þýfið Aðfaranótt sl. sunnudags var framið innbrot í viðtækjaverzl- unina Radionette í Aðalstræti 18 og stolið þaðan 10 viðtækjum er samtals voru nær 40 þúsund króna virði. Var þjófurinn hand- tekinn á tröppunum heima hjá sér eftir tilvísun manns er sá til ferða hans með tvö af tækj- unum undir hendinni. Maðurinn sem innbrotið framdi sagðist hafa verið á leið heim til sín eftir gleðskap og drykkju er honum varð gengíð fram hjá glugga Radionette og fékk ágimd á tækjunum sem þar var útstillt. Braut hann rúðuna í glugganum og tók tvö tæki og bar heim til sín en hélt síðan þegar í nýjan leið- angur. Var hann í fimmtu ferð- inni er til hans sást og sat á tröppunum heima hjá sér með tvö síðustu tækin og hvíldist er lögreglan kom og tók hann. Fann hún hin tækin 8 í húsinu. Sauðárkróki, 31/8. — Sterkur ýsustofn virðist genginn á mið- in í Skagafir'ffi og hafa bátar fengiff dágóðan ýsuafla að und- anförnu. þegar gefiff hefur á sjóinn. Þá hafa bátar á snurvoð fengið dágóðan kolaafla líka aff undanförnu. Mönnum þykir þó einkennilegt, hvernig afli bátanna skiptist í tvö horn. Þannig kom Hjörtur Laxdal inn með fjögur tonn af ýsu einn daginn og varð ekkert var viff kola og Jóhann Skúlason kom inn sama daginn meff hálft ann- að tonn af kola, en sá ekki ýsubein í það skiptið. Hins vegar gera menn sér góffar vonir með haustinu með ýsuaflann, þegar kólnar í veffri og sjómenn bjartsýnir á næstu vikur. / Tvö frystihús eru hér á staðnum og hefur góff atvinna verið hér í sumar og á eftir að aukast með sláturtíðinni. sem hefst U). tuttugasta sentember. Þá hefur togarinn Skagfirðingur verið aff veiffum í sumar og leitað víða eftir afla og lagt upp hér á Króknum. Afli hetf- ur verið Iélegur fram að þessu. — H.S. Fyrstu réttir búnar Blönduós, 29/8 — I dag er hér glampandi sólskin og fyrsti góðviðrisdagurinn eftir hálfs- mánaðarh"et. Er,, f-"\” þvít nið- ur í miðjar hlíðar. A mándag hefst undirbúningur að slátur- tiðinni með því að rýma til í frystihúsinu og sinna öðrum undirbúningsstörfum. Hefst slát- urtíð tíunda september Þegar er búið að rétta einu sinni í Vatnsdalsrétt og AuS- kúlurétt og er það fé af Auð- kúluheiði og Grímstunguheiði. sem hrakist hefur fram að girð- ingum í hretinu. Var ekki búist við, að féð myndi sækja aftur inn á afrétt- ir og tóku bændur það til ráffí að reka það í réttir. — GTh. Hey er lítið hrakið Hvammstanga. 29/8 — Engln útgerð er nú hér í plássínu og bíffa menn hér eftir sláturtíð- inni. 1 sveitinni hér í kring er nú aftur tekiff til þar sem frá var horfiff með heyskapinn áð- ur en hretið hófst fyrir hálf« um mánuði. Hey er Iítið hrakið og náffa bændur bví almennt í sátur. Mikiff hefur þó rignt undan— farinn hálfan mánuð. — B.F. i i «

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.