Þjóðviljinn - 05.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.09.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 5, september 1964 MÖÐVILTINN StDA J Kommúnistaflokkur Italíu leggst gegn heimsþingi RÓMABORG 4/9 — í dag birti Kommúnistaflokk- ur Ítalíu yfirlýsingu, er Palmiro Togliatti lét eftir sig er hann lézt. í yfirlýsingu þessari, sem Togli- atti reit fám klukkustundum áður en hanrí fékk heilablóðfall, lýsir hann andstöðu sinni við fyrir- hugað heimsþing, kommúnistaflokkanna vegna hugmyndafræðideilunnar við Kína, og segir ít- alska kommúnistaflokkinn algjörlega óháðan þeim sovézka. Luigi Longo, eftirmaður Togliattis, kveð- ur Kommúnistaflokk Ítalíu munu leggja þessa yf- irlýsingu til grundvallar stefnu sinni. Togliatti lagði ennfremur á- herzlu á það, að mikill sé mun- ur xnilli landa, og hver komm- únistaflokkur fyrir sig verði að Opinber hóruhús STOKKHÓLMI 4/9 — Ung- ur, saanskur sálsýkifræð- ingur, dr. Lars Ullerstav að nafni, hefur nú skrifað bók sem kemur á markaðinn í næstu viku og líkleg er til að valda nokkrum deilum. Höfundur y-trir ýmsar til- Iögur til að bæta geðsmuni landa sinna, m.a. að kom- ið verði á fót ríkisreknum hóruliúsum! Fleiri eru tillögur dr. UHerstavs „athyglisverðar". Hann Ieggur til, að stofn- aðar verði skrifstofur, sem annist kynmiðlun — en að vísu undir opinberu eftir- liti. Þá verði einnig tryggt, að „góð klámrit" eins og það er nefnt í NTB-frétt- inni, verði jafnan á boð- stólum. Tuomioia heim HEISINGFORS 4/9 —Sak- ari Tuomioja, fyrrum sáttasemjari S'ameinuðu þjóðanna á Kýpur, er nú kominn heim til Hclsingi en þangað var hann flutt- ur á fimmtudag. Líðan hans er eftir atvikum góð. Skotinn ítali RÓMABORG 4/9 — Hálf- þrítugur hermaður ítalsk- ur var skotinn til bana þegar árás var gerð á her- skála í Suður-Týról á fimmtudagskvöld. Ekki er vitað, hve margir menn tóku þátt í árásinni. Blóðpriafarbing STOKKHÓLMI 4/9 —Sven Aspling, félagsmálaráðh. Svíþjóðar, setti á fimmtu- dagskvöld tíundu alþjóða- ráðstefnuna um blóðgjöf. Ráðstefnuna sitja um eitt þúsund þátttakendur. Beta vío-ir hrú QUEENSFERRY 4/9 — El- ízabeth Englandsdrottning vígði í dag nýja brú yfir Forth-fjörðinn í Skotlandi. Brúin, sem kostað hefur 20 miljónir sterlingspunda, er hin lengsta af sinni gerð í Evrópu, hálfan þriðja km. á lengd. Sex ár hefur tek- ið að byggja brúna og sex manns hafa látið lífið við vinnuna. haga starfsemi sinni að eigin ósk. Sjálfstæði hinna ýmsu kommúnistaflokka sé ekki að- eins nauðsynlegt hreyfingunni heldur algjört skilyrði fyrir á- framhaldandi þróun flokkanna við núverandi aðstæður. Af þessum ástæðum sé rétt að snú- ast gegn hverri tilraun til þess að skapa eina, alþjóðlega yfir- syórn flokkanna. Eining verði að nást með því mótinu, . að virða mismunandi aðstæður og þróunarstig viðkomandi landa. Alvarlegt ástand Það kemur ella fram af yfir- •lýsingu Togliattis, að hann leit mjög alvarlegum augum á á- standið í alþjóðamálum í dag, og taldi það alvarlegra nú en fyrir tveim árum. — í dag staf- ar meiri hætta af Bandaríkjun- um en áður, reit Togliatti. 1 landinu er nú djúpstáeð þjóð- félagskreppa, þar sem kynþátta- deilumar eru aðeins eitt atriðið af mörgum. Hvernig sem allt fer, er ekki unnt að útiloka það. að Goldwater nái kosningu. og hann hefur stríð á stefnu- skrá sinnk og talar eins og fas- isti. Gegn heimsþinginu Á föstudag tilkynnti Komm- únistaflokkur Italíu það opin- berlega, að hann muni taka þátf í þindirbúningsráðstefnu í Moskvu í desember næstkom- andi. Hinsvegar lýsir flokkur- inn sig andvígan þeirri tillögu Kommúnistaflokks Ráðstjómar- ríkjanna að halda heimsþing kommúnistafl. á sumri kom- anda. Vísaði Luigi Longo í því sambandi til þess álits Togliattis, að undirbúningsþingið í Róm eigi fremur að hafa það tak- mark að skapa á ný einingu i alþjóðahreyfingunni heldur en að fordæma Kínverska alþýðu- lýðveldið. Vinningar í 5. fíokki DAS f fyrradag var dregið í 5. fl. Happdrættis D.A.S. um 200 vinninga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali kr. 500.00,0 kom á nr. 38883. Umboð Aðal- umboð. Opel Caravan Station- fólksbifreið kom á nr. 34841, umboð Aðalumboð. Consul Cort- ína fólksbifreið kom á nr. 64314, umboð Sjóbúð. Bifreið eftir eig- in vali' kr: 130.000,00 köfri á nr. 31962, umboð Aðalumboð. Bif- reið eftir eigin vali kr. 130.000i.00 kom á nr. 56929. Umboð Aðal- umboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 25.000,00 kom á nr. 40698 umboð Vík í Mýrdal. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr- ir kr. 20.000,00 kom á nr. 51607 umboð Siglufjörður og 56658 umboð Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15.000,00 kom á nr. 714 umboð Aðalumboð og 7375 umboð Aðalumboð og 51036 umboð Akranes. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert: 27775 35058 50206 51910 56646. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000,00 hvert: 63 517 547 779 1007 1621 1879 2949 3600 5613 5804 5815 6210 6334 6425 6834 7083 7396 8621 8730 9199 10983 11197 11496 12088 12186 12711 12822 12940 13338 13439 14088 14109 16001 16031 Philby er kominn fram MOSKVU 4/9 — Það var haft eftir góðum heimildum í Moskvu í dag, að enski blaðamaðurirtn Harold Kim Philby, sem hvarf í Beirut snemma á síðasta ári, vinni nú við sovézku fréttastof- una Novosti, og hafi hlotið sov- ézkan ríkisborgararétt. 16485 16492 17059 18382 18850i 19175 19313 19505 19553 19578 20847 20988 21L32 21577 21845 21920 22054 23405 23661 23782 23932 23939 24172 24405 24640 25131 25298 25301 25415 25786 25839 25962 26061 26259 26574 27040 27331 27429 27475 27767 28740 29303 29410 29559 29644 31241 31256 31490 31705 31748 31982 32292 32539 32605 32701 33128 33574 33970 34382 34850 35129 35383 36486 38239 38597 38744 39360 39534 40050 40583 40646 40910 41488 41606 42191 42247 42255 4£750 42784 42974 42995 43061 43530 43700 44433 45019 45152 45667 45766 45782 45851 45958 45999 46419 46505 46530 46642 48697 48987 49211 50115 50483 51877 51951 52327 52375 52473 52611 52732 52905 53311 54258 54698 .54776 55039 56367 55480 55947 56044 56045 56181 56297 56942 57355 57394 57672 57720 58203 58446 58477 58588 58617 59024 59060> 59267 59402 59582 60032 60207 60723 61329 61595 62133 62485 63226 64124 64447 64509 64815. X Birt án ábyrgðar)' Stúdentaóeirðir i Suður- Víetnum Myndin er frá óeirðum stúdenta í Saigon fyrir skemmstu og sýnir árás þeirra á útvarpsstöðina í borginni„ Endurskipuleggur stjórn S-Víetnam SAIGON 4/9 — Nguyen Khanh, forsætisráðherra í Suður-Víet- nam, tilkynnti það í dag, að herforingjar í stjórninni hafi boðizt til að segja af sér og lof- að því jafnframt, að allt vald verði lagt i hendur óbreyttum borgurum innan tveggja mán- aða. Ella kvaðst Khanh hafa í hyggju að endurskipuleggja stjórn sína og taka i hana menn, sem nytu trausts alþýðu manna. Tvö meginverkefni kvað Khanh bíða srn. Væri hið fyrra að „framkvæma byltinguna“ en hið síðara að koma á lýðræðis- skipulagi í landinu. Khanh til- kynnti þetta á blaðamannafundi, og hafði rakað af sér hökutopp- inn sem tákn þess, að hann væri sem nýr maður. Hann kvaðst sjálfur mundu fara úr stjóm- inni og taka aftur til við her- mennskuna eftir fáa mánuði, ef fólkið æskti þess. í útvarpsræðu á föstudag hafnaði Van Minh, hershöfðingi, hugmyndinni um hlutlaust Víet- nam, og hvatti til harðari bar- áttu gegn kommúnistum. Frétta- menn í Saigon telja þessa ræðu mikilvæga að því leyti, að þetta sé í fyrsta skipti, sem Minh hafi lýst beinum stuðningi við stjórn- ina frá því hann missti völd fyr. ir sjö mánuðum. Sovézk bernaóar- aðsloð við Indland MOSKVU íljjt — Indverski landvamaráðherrann Ghavan hefur undanfarið setið fundi með sovézkum fulltrúum til við- ræðna um hergagnaþörf Ind- lands. Chavan, sem kom til Moskyu á föstudag, vonar að Sovétrfkin geti hraðað byggingu indverskra verksmiðja sem framleiði þotur af gerðinni MIG 21. Chaudhury yfirhershöfðingi indverska hersins er með Ghav- ari íTVToskvu. og er sagt að hann hafi einkum áhuga á því að kaupa létta herbíla í Sovétríkj- unum. Johnson forseta WASHINGTON 4/9 — Hópur þekktra, bandarískra fjármála- manna myndaði í gær nefnd til stuðnings Lyndon B. Johnson og Hubert Humprey í forsetakosn- ingunum. Áður hafa menn þessir stutt Repúblikanaflokkinn. Nefndin mun hafa aðalstöðvar sínar í New York. Meðal nefnd- armanna eru Henry Ford, Mari- on Folsom, yfirmaður Kodak-fé- lagsins, og Henry Fowler, fyrr- um fjármálaráðherra Bandaríkj- anna. Er Fowler ætlað að vera tengiliður milli Hvíta hússins og nefndarinnar. Eftir fund með forsetanum sendi nefndin frá sér tilkynn- ingu þar sem segir, að nefndar- menn séu sannfærðir um það, að Johnson sé hæfasta forseta- efnið. Ennfremur sé honum að þakka að miklu leyti sú grózka, sem nú sé í bandarísku efna- hagslífi. Indónesls kærÓ í Öryggisráðinu NEW YORK 4/9 — Malasíusam- bandið kærði í gærkvöld árás Indónesa fyrir Sameinuðu þjóð- unum og krafðist þess, að Ör- yggisráðið verði kvatt saman til fundar að ræða málið. Fulltriii Malasíu hjá SÞ kvaðst búast við því, að Öryggisráðið myndi fjalla um málið næstkomandi þriðjudag. f Washington skýrðu opinber- ir embættismenn svo frá, að Bandaríkjastjórn muni styðja þessa kröfu Malasíu. f aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna er bú- izt við því, að Malasía muni fara þess á leit við Öryggisráð- ið, að það samþykki ályktun þar sem fordæmd sé árás Indó- nesa. Eins og kunnugt er af fréttum hefur Malasíustjórn haldið því fram, að Indðnesar hafi að undanförnu sent fallhlíf- arsveitir til Malaya, og lýsti Ab- dul Rahman, forsætisráðherra Malasíu, hernaðarástandi í land- inu í gær af þeim sökum. Indó- nesíustjórn hefur hinsvegar svarað því til, að með árásar- fréttum þessum sé Malasíustjóm að reyna að breiða yfir eigin innanlandserfiðleika. f Singapore urðu miklar óeirð- ir í nótt, og segir Malasíustjórn að flugumenn Indónesa hafi staðið á bak við þær. Allt er nú með' kyrrum kjörum í borg- inni. Stjórn Nýja-Sjálands hef- ur heitið Malasíustjóm hemað- araðstoð í átökunum við Indó- nesíu. Býður enn fram LONDON 4/9 — Frjáls- lyndi flokkurinn í Englandi, sem nú á sjö fulltrúa á bingi, mun við næstu kosn- ingar bjóða fram í að minnsta kosti 355 kjör- dæmum. BRÉFBERASTARF Póststofan í Heykjavík óskar að ráða menn til bréf- berastarfa nú þegar eða 1. okt. n.k. — Upplýsingar í skrifstofu póstmeistara, Pósthússtræti 5. > ( %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.