Þjóðviljinn - 05.09.1964, Síða 8
g SÍÐA
- HÖÐVILJINN
Laugardagur 5. september 1964
marga sjúkrabeði, svo marga
dánarbeði að hún var búin að
heyra allar útgáfur af játning-
nm, alls konar samtöl. Forvitni
hennar beindist ekki framar að
öðra en slagæð og líkamshita.
Læknirinn hafði sagt, að Jack
mætti vera stundarfjórðung.
Enn átti hann eftir sex eða sjö
mínútur. Fyrir þann tíma myndi
hjúkrunarkonan ekki skipta sér
af neinu, hvað svo sem hún
heyrði eða skildi eða skildi til
hálfs.
— Það er satt, sagði Delaney.
— Ég svaf aldrei hjá henni. Ég
hélt henni naktri í fangi mér
nótt eftir nótt, en ég svaf ekki
hjá henni. Ég hef aldrei fyrr á
ævinni gert neitt slíkt. Rödd
hans var lág og þreytuleg. Aug-
un ennþá lokuð. — Ég veit ekki
hvers vegna ég fór þannig að.
Kannski vildi ég að með henni
yrði þetta öðru vísi en með
nokkurri annarri konu... f>eg-
ár ég hélt henni í örmum mér,
leið mér eins og þegar ég var
tmgur. Hún yngdi mig upp og ég
blómstraði... Ég var vanur að
fara frá henni um þrjú eða fjög-
ur leytið á morgnanna og aka
þeim, og einhvem veginn fannst
mér sem ég væri að byrja upp
á nýtt, alveg eins og þegar ég
var ungur maður í New York,
og ekkert gæti stöðvað mig.
Eins og ég yrði betri maður á
því að neita mér um nautnina.
Eins og ég væri að byrja að
fá einhverja nasasjón af því
hvað ást væri.... Nú opnaði
hann augun, sneri höfðinu og
horfði á Jack. Augun voru Ijóm-
andi og skinu í teknu og ó-
rökuðu andlitinu. — Eina kon-
an á ævi minni sem ég hefði
getað fengið og tók ekki, og
hún fékk mig til að blómstra.
Reyndu að skilja það. Re.yndu
að skilja eitthvað yfirleitt.
Reyndu að fá konuna mína til
að skilja það...
Hinn írski Antaeus, hugsaði
Jack, sem hverja nótt studdist
við fagurskapaða ítalska mold.
Hver er ég, að ég ætti að fara
að eyðileggja táimyndir sjúks
og útbrunninq manns um end-
urskönun? Ef hann heldur að
sár hans séu gróin, er það þá
í verkahring vinar hans að segja
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18, III. h. '(lyfta) —
SÍMI 2 46 16.
P E R M A Garðsenda 21. —
SlMI; 83 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN, — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (Maria
Guðmundsdóttir) Lsugavegi 13.
— SlMT- 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
að hann sjái enn blóð, meira
blóð en áður?
— Þessi blóm hérna eru frá
Carlottu, sagði Delaney stuttur
í spuna, eins og hann sæi eftir
hreinskilni sinni og vonaði að
Jack gleymdi orðum hans. Hann
benti á stóran, vönd af rauðum
rósum í glervasa, — Hún kom
hingað í gærkvöld, en þeir
hleyptu henni ekki inn. Hún
sendi mér skilaboð. Hún spurði
hvort það væri ekki eitthvað
sem mig vanhagaði um. Hann
hló snöggt og biturlega. — Ef þú
hittir hana, þá segðu henni að
mig vanhagi um dálítið — nýtt
hjarta. Ertu búinn að tala við
hana?
— Aðeins andartak, sagði
Jack. — f símann.
— Að hugsa sér að hún skuli
hafa komið hingað fljúgandi frá
Englandi, sagði Delaney. — Af
öllum þeim konum sem ég hef
þekkt... Guð minn góður, en
það ástand. Veiztu hvað ég hef
verið að hugsa um í allan dag,
Jack?... Ég gæti hugsað mér
að sjá alla þá sem ég hef elskað
’eða gert illt eða misnotað eða
hjálpað eða hatað, og gefa þeim
skýringu. Skýra út fyrir þeim
hvers vegna ég hafi hagað mér
einmitt þannig, útskýra hvern-
ig þeir gerðu illt eða hvemig
beir hjálpuðu mér. Koma mér
úr allri flækjunni...
— Þá þyrftirðu að fá lög-
regluþión hingað til að stjóma
umferðinni, sagði Jack og tók
viljandi létt á þessu. Það var
naumast heppilegt fyrir lífsvilja
Delaneys að hann lægi þarna i
rúminu og gerði trpp reikninga.
— Flestum finnst ég vera
brjótur, sagði Delaney hrein-
skilnislega. — Þannig hefur það
verið alla mína ævi. Jafnvel
meðan ég var kornungur. Og
alla ævina hef ég látið sem mér
stæði alveg á sama. Látið sem
að...
— Ég sendi út umburðarbréf,
sagði Jack. — Maurice Delaney
er enginn þrjótur. Það sparar
mikinn tíma.
— Eins og til dæmis kven-
fólkið... hélt Delaney áfram án
þess að sinna léttúðarsvörum
Jacks. — Þegar ég var ungur.
var ég ófríður og gat aldrei náð
í bær stúlkur sem mig langaði
til. Eða nokkrar stúlkur yfir-
leitt Svo varð ég af tilviljun
áhrifamikill maður og allt í einu
kom á daginn, að ég var alls
ekki svo ljótur þrátt fyrir allt,
ég var fyndinn og aðlaðandi og
svo ómótstæðilegur, að það voru
Aðeins Stæði marga mánuði
fram í tímann. Hann hló þurr-
lega. — Ef ég leit ekki í spegil-
inn gat ég hæglega talið mér
trú um að ég væri hávaxinn
og engilfríður. Og svo bætti ég
mér upp tímann sem farið hafði
í súginn. Ég var víst hræddur
um að einn góðan veðurdag
yrði draumurinn búinn og ein-
hver . kvenmaður myndi hlæja
að mér og segja: „Já, ég kann-
ast við þig, þú ert litli, lióti
karlinn úr South Side í Chi-
cago“. Einu sinni var stúlka út
með ströndinni sem reyndi as
fyrirfara sér vegna mín. vegna
þess að ég fór frá benni Henni
var nú bjargað en það munaði
ekki mfklu, og þegar ég frétti
þetta datt mér ekki fyrst í hug:
Guði sé lof fyrir að hún er á
lífi, nei, heldur hugsaði ég þann-
ig; Það er gott — það er til
kvenmaður sem finnst ég þess
virði að drepa sig vegna mín. Ég
skal segja þér — andartak, áð-
ur en siðmenningin fékk yfir-
höndina hjá mér — var ég glað-
ur. Já, þetta fólk sem segir að
ég sé þrjótur, hefur víst mikið
til síns máls .... Hann andvarp-
aði.
— Annars er ég vist farinn
að þreytast .... sagði hann og
röddin varð daufari. Ég ætti
víst að sofa dálítið. Þakka þér
fyrir að þú komst. Svíktu mig
ekki, Jack. Við getum malað þá
mélinu smærra, við tveir. Vertu
nú góður strákur og skildu eft-
ir heimilisfang svo að ég geti
fundið þig .... Hann lokaði aug-
unum og gaf sig svefninum á
vald í kvöldkyrrðinni á stóra
spítalanum.
Jack reis á fætur og kinkaði
kolli til hjúkrunarkonunnar, sem
sat hreyfingarlaus í homi sínu,
og gekk hljóðlega útúr herberg-
inu.
Það lágu blöð útum alla stof-
una, fimm eða sex frönsk blöð
63
og miðjarðarhafsútgáfa af New
York Herald Tribune. Despiére
var á forsíðu í frönsku blöðun-
um og á annarri síðu í Tribune.
Frásögnin var stutt, vélræn og
innihaldslaus og Jack hafði les-
ið hana hvað eftir annað. Des-
piére hafði farið af stað með
njósnarflokk; það hafði verið
ráðizt á þá úr launsátri, hand-
sprengju verið kastað. Einhverra
hluta vegna sögðu blöðin skakkt
til um aldur hans. Þar stóð að
hann væri þrjátíu og tveggja
ára. Eini eftirlifandi ættingi
hans var systir í Bayonne, stóð
þar. Hann yrði jarðaður með
viðhöfn í Algier daginn eftir
Despiére hafði haft gaman af
hermönnum og þótt þeir bama-
legir, og honum hafði verið
skemmt við tilhugsunirta um
jarðarför með hermannaviðhöfn.
Jack safnaði saman öllum
blöðunum og tróð þeim í þréfa-
körfuna, svo að hann gæti ekki
lesið frásögnina oftar. Handrit-
ið að greininni um Delaney lá
enn á skrifborðinu' undir ösku-
bakkanum. Jack opnaði skrif-
borðsskúffuna og setti handrit-
ið niður í hana. Despiére hafði
skrifað, að hann vildi að það
yrði eyðilagt, en Jack gat ekki
fengið það af sér — ekki enn-
þá.
Hann tók kvikmyndahandritið
og reyndi að einbeita huganum
að því. Það átti ekki að vinna
í kvikmyndaverinu næsta dag,
vegna þess að það var einhver
helgidagur. Aldrei þessu vant
var Jack feginn þessum aragrúa
af hélgidögum í Evrópu. Það
gaf honum tóm til að átta sig
svolítið og búa sig betur undir
starfið. En fjölrituð orðin runnu
saman í ruglingslega bendu fyr-
ir augum hans og látlaus runa
af nöfnum streymdi f sífellu
gegnum höfuðið á honum, Dela-
ney, Despiére, Veronica, Helena,
Carlotta, Barzelli Clara, Bresach,
Delaney, Despiére, Veronica,
Helena, Carlotta. Barzelli Clara,
Bresach...
Það er eins og þegar aðsúgur
er gerður að banka, hugsaði
hann. Allar kröfur eru gerðar
samtímis. Ofsahræðsla. Árás er
gerð frá öllum hliðum. Ekkert
atvik stendúr eitt sér eða er ein-
falt og ljóst eða án sambands
við önnur atvik. Fann neyddi
sjálfan sig til að lesa handritið
sem lá fyrir framan hann á
skrifborðinu. Það var eitt af því
sem var skakkt við handritið.
Atvik fylgdi á eftir atviki í
skynsamlegri röð. Það var hið
sama sem var athugavert við
allar kvikmyndir, allar skáld-
sögur. Það var allt saman rök-
rétt og þess vegna ósatt.
Síminn hringdi en það var
skakkt númer, ölvuð bandarisk
rödd. sem spurði um Marylon
MacClain og neitaði að trúa þvi
að Marylon MacClain væri ekki
þarna. \
Síminn minnii hann á það að
hann hafði lofað að skrifa Hel-
enu og útskýra fyrir henni hvað
væri að gerast. Hann hafði sent
henni símskeyti um morguninn,
en það hafði verið stuttort og ó-
fullnægjandi frá hennar sjónar-
miði — það þóttist hann viss
um. Hann fann flugpappír og
byrjaði- að skrifa í skyndi og
reyndi að tína ástæðumar fyrir
því að hann yrði að vera kyrr
í Róm. Hann var að enda við að
skrifa: Beztu kveðjur, Jack, þeg-
ar barið var að dyrum. Jack
lagði bréfið á hvolf á skrifborð-
ið og fór til dyra.
Bresach stóð þarna, berhöfð-
aður og baraxlaður í þykku úlp-
unni með tvö handrit undir
handleggnum. Hann gekk inn í
herbergið án þess að segja orð,
fleygði handritunum á sófann og
lét fallast niður í hægindastól
með útrétta fætur og hendur í
vösum. Hann sýndist uppgefinn
og ánægður í senn. Jack lokaði
dyrunum og stóð kyrr og horfði
á hann. Bresach umlaði þreytu-
lega.
— Má ég fá drykk? sagði
hann.
— Það var ágæt hugmynd,
sagði Jack. Hann hellti í glös
handa þeim báðum. Hann var
undrandi á því hve feginn hann
varð að sjá Bresach.
Bresach drakk áfergjulega.
Hann starði á dagblöðin sem
troðið hafði verið í bréfakörf-
una. Vesalings náunginn. sagði
hann. Hann Despiére. Eftir all-
ar þessar styrjaldir ....
— Ef maður heldur áfram
nógu lengi, sagði Jack og gætti
þess að leyna geðshræringu
sinni, þá kemur að lokum styrj-
öld sem gerir útaf við mann.
— Algier, urraði Bresach. Ég
veit ekki hverjum ég vorkenni
mest, Despiére eða vesalings,
þrautpínda Serkjanum sem
fleygði handsprengjunni. Mér
var ekkert um Despiére gefið. í
rauninni hefði ég átt að hata
hann. Það var honum að kenna
að þér hittuð Veronicu. En
þetta .... Hann gretti sig. La
gloire.
— Þú þekktir hann ekki eins
og hann var, sagði Jack. ’
— Ég fæ rasspínu af Frökkum,
sagði Bresach.
— Vitið þér hvað hann skrif-
aði um Algier rétt áður en hann
var drepinn? spurði Jack. Hann
skrifaði, að þar væri fullt af ó-
þverra á báða bóga.
— Ég sagðist fá rasspínu af
Frökkum, sagði Bresach. Ég
sagði ekki, að þeir væru illa
gefnir.
— Hættu þessu, sagði Jack
stuttur í spuna. Ég kæri mig
ekki um að tala um það.
Bresach tók eftir raddhreim
hans. Fyrirgefðu, sagði hann.
Fjandakomið — það er alltaf
verið að drepa fólk. Á morgun
fleygja þeir sprengjunni á þig
og mig og Sallý hjólbeinóttu
frænku mína. Ef ég ætti nokkur
tár eftir, myndi ég úthella þeim
fyrir Frakkann. En ég græt
þurrum augum. Ég vakna á næt-
umar og græt og teygi út hand-
leggina eftir Veronicu. Ég græt
yfir þeirri sem lifir. Gamaldags,
rómantískt kvæði. Hann sagði
þetta með ofsa í rómnum. Ég
er fullur af viðbjóði á sjálfum
mér, sagði hann. Það kemur að
þvf að ég get ekki lengur fyrir-
gefið sjálfum mér að ég framdi
ekki sjálfsmorð. Guð minn góð-
ur .. Hann tók drjúgan teyg úr
whiskýglasinu. En ég kom ekki
hingað til að tala um þetta. Ég
hef verið að hugsa um kvik-
myndina. Hefurðu áhuga á að
heyra hvað ég hef verið að
hugsa um kvikmyndina?
— Já.
— Við getum aldrei gert hana
góða, sagði Bresach, en við get-
um gert hana þannig úr garði
að hún verði ekki hreinasta upp-
sölulyf.
Jack hló, Bresach horfði tor-
tryggnislega á hann. Hvers
vegna í fjandanum ertu að
hlæja? spurði hann.
— Engu.
Síminn hringdi. Fjandinn hafi
það, sagði Bresach. Geturðu
ekki sagt þeim þama niðri að
þeir eigi ekki að hringja í þig?
Það var Holt í símanum. Jack
sagði mjúk og drafandi röddin.
ég á leið út til Maurice á spítal-
ann núna. Þeir sögðu að ég
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu loftræstilagn-
ar fyrir Kvennaheimilið Hallveigarstaði hér í
borg. Útboðsskilmála má vitja á teiknistofu Skarp-
héðins Jóhannssonar Laugarásveg 71 frá og með
mánud. 7. sept- Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 29. sept. kl. 11,00 að viðstöddum
bjóðendum.
Framkvæmdastjórn Kvennaheimilisins
Hallveigarstaða.
ISLANDSMÓTIÐ
I. DEILD
NJARÐVÍKURVÖLLUR
Laugardag klukkan 16 keppa:
Kefíavík— Valur
Tekst Val að stöðva sigurgöngu Keflvíkinga?
Mótanefnd.
Saumakonur
Nokkrar saumakonur geta fengið vinnu
strax.
BELGJAGERÐIN, Bolholti 6.
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Selium farseðla með fiugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar LofHeiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ YIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LANGSYN U-
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — BEYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
4