Þjóðviljinn - 05.09.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA
Otgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sóslalistaflokk-
urinn —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði.
Varþað vonzka kommúnista
J£f menn vissu ekki annað um þá hæfileikamenn,
sem skrifa leiðara Morgunblaðsins og Alþýðu-
blaðsins en fram gengur af greinum þeirra, gæ'tu
menn haldið þá einfaldári og einstrengingslegri í
hugsun en rétt er. Þetta á þó einkum við þegar
vikið er að „kommúnisma“ og „kommúnistum".
Þegar þar kemur málum er engu líkara en skyn-
samlegri hugsun og rökstuðningi sé gefið frí. Skýr-
ing á öllum málum, innanlands og utan, verður
barnalega einföld að maður ekki segi einfeldnings-
leg, gefin samkvæmt greindarvísitölu og þekking-
ar sem er langtum lægri en til stendur. Skýring-
in á þjóðfélagslegum fyrirbærum verður þá ein-
faldlega vonzka kommúnista, íslenzkra og er-
lendra!
'JHlefni þessara lína eru vanstillingarlegar upp-
hrópanir sem Morgunblaðið og Alþýðublaðið
hafa birt í leiðarastað vegna greina sem Sverrir
Kristjánsson sagnfr. skrifaði í Þjóðviljann 1. og
2. september þegar aldarfjórðungur var liðinn frá
byrjun heimsstyrjaldarinnar. Þjóðviljinn leyfir
sér að telja þá grein byggða á traustum ságnfræði-
légum grunni, enda rituð af manni sem fylgzt
hefur af áhuga með heimildum um sögu heirns-
styrjaldarinnar sem komið hafa fram frá því
stríði lauk. Myndin af heimsstyrjöldinni sem
þannig er enn að skýrast, fellur að sjálfsögðu ekki
alltaf vel við samtímaskrif , Morgunblaðsins, Al-
þýðublaðsins, Þjóðviljans eða annarra blaða frá
styrjaldarárunum, svo margt var þá hulið sem nú
er Ijóst orðið. En þá drætti þeirrar myndar sem
Sverrir dregur fram í grein sinni mun torvelt að
vefengja.
Y^egna þess atriðis, sem helzt virðist vefjast fyrir
blöðunum, gæti verið hollt að rifja upp tilvitn-
un, sem fram kemur í grein Sverris um tilboð Sov-
étríkjanna í apríl 1939 um bandalag við Bretland
og Frakkland til að tryggja öll landamæri ríkja
í Mið-Evrópu og Austur-Evrópu sem væru í hættu
fyrir árás frá Hitlers-Þýzkalandi. • Sverrir vitnar
í orð Churchills um þann atburð, á þessa leið: „Á
því getur enginn vafi leikið, að Sótra-Bretland og
Frakkland hefðu gert rétt að ganga að boði Rússa
og lýsa yfir þríveldabandalagi. Bandalag Stóra-
Bretlands, Frakklands og Rússlands hefði vakið
mikinn ugg í Þýzkalandi árið 1939, og enginn get-
ur vitað nema að afsfýra hefði mátt þá jafnvel
ófriðnum“. En það var Chamberlain, maðurinn
sem Morgunblaðið hélt að bjargað he'fði heims-
friðnum um vora daga með Munchensáttmálan-
um, sem var forsætisráðherra Bretlands, og það
varð ekki fyrr en um sumarið 1941, mitt í blóðug-
ustu styrjöld mannkynssögunnar, að bandalagið
varð til, sem sigraði að lokum Hitlers-Þýzkaland.
ítalíu fasismans og Japan. En heimildirnar um að-
draganda og gang heimsstvrialdarinnar eru nú
begar orðnar bað t.raustar að óbarff er, og raunar
vitagagnslaust, að halda áfram að hamra á ald-
arf-iórðungsgömlum áróðursformúlum um atburð-
in? — s.
ÞlðÐVILIINN
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Páls Fampichlers Páissonar á aðaltorginu, Vágrlinum,
í Þórshöfn.
Guðmundur Norðdahl:
MAR6TAB LÆRA...
í sumar heimsótti Lúðra-
sveit Reykjavíkur frændur
okkar í Færeyjum í þoði bæj-
arstjórnar Þórshafnar og
„Havnar hornorkesturs“, sem
kom hingað í fyrra í boði
bæjarstjórnar Reykjavíkur og
Lúðrasveitar Reykjavíkur. ís-
lendingum er minnisstæð heim-
sókn færeysku hljómsveitar-
ihnar fyrir ógleymanlegan leik
hennar í Háskólabíói og víðar.
Sannarlega komu þeir mjög
á ‘ó,vart -með féguðum leik sín-
um. För okkar félaga í Lúðra-
sveit Reykjavíkur var til að
endurgjalda. þá heimsókn.
Flugfélag íslands hefur tekið
upp Færeyjaflug sem kúnnugt
er. Miklir erfiðleikar eru á
flugi þessu, sérstaklega vegna
veðurfars í Færeyjum, lend-
ingarskilyrða svo og beinlínis
af manna völdum, (flugum-
ferðastjórn, sem er í höndum
Dana) enda tók ferðin til eyja
2 sólarhringa í stað 4—5 tíma.
Færeyjar heilluðu okkur bað-
aðar sólskini og „Faxamir"
tveir, ' sem höfð'u samflot síð-
asta spölinn lentu heilú og
höldnu á flugvellinum . við
Sörvog á Vogey. Sörvogur er á
vesturströnd og sér á Mykines,
vestustu eyjuna. Þaðan mun
vera ættaður einn af snilling-
um núlifandi iistmáiara, sem
einnig ber nafnið Mykines.
Strax eftir lendingu fórum
við niður í þorpið Sörvog (í-
búar ca 8—900) og lékum þar
nokkra stund við barnaskól-
ann að viðstöddu fjölmenni.
Þetta var árdegis fimmtudag-
inn 23. júlí. Ég gekk nokkuð
um skólahúsið og undraðist
stærð þess og útbúnað allan.
Skólar í Færeyjum eru að
mínu viti miklu fullkomnari og
betur búnir en hér á fslandi.
Enn er danska lögð að jöfnu
við færeysku, en þó sá ég lít-
ið af dönskum kennslubókum,
utan söngbókar með bamalög-
um og sálmum, sem mér finnst
óskiljanleg ráðstöfun í landi
þar sem almennur söngur, fær_
eyskur er á háu stigi að ó-
gleymdum einum dýrasta fjár-
sjóð Norðurlanda, færeysku
danskvæðunum. Ég reyndi eft-
ir því, sem tími og aðstæður
leyfðu að skoða skólahúsin í
þeim byggðum. sem við heim-
sóttum og snyrjast fyrir um
skólahaldið. Til dæmis las ée
það í skýrslu að í T-ílakksvík
og á norðureyjum öllum (miv
minnir að' sex ey.far séu bvgvð-
ar) sé 21 nemandi á kehnar.-'
að jafnaði og var þetta teki'"'
sem lélegt ástand í .skólaæú'
um þar.
Siglt yar á „Sigmund” frá
Miðvpgi til Þórshafnar. f sól-
skini og blíðu meðtókum við
þann færeyska „atmosphere“,
sem hélzt allan tímann á ferð-
um okkar og mun haldast um
ókomna framtíð meðal flestra
okkar fslendinganna: Koltur og
Hestur, tignarlegar klettaeyjar,
stórfengleg landsýn, hrikalegt
klettabelti í sjó fram, grasi-
gróin fjöllin á efsta tind
(„Rússvöm“ Nato á einum
tindinum). Svo sannarlega er
rétnefni titill bókarinnar
„Mosaic in the Atlantic".
Á hafnarbakkanum í Þórshöfn
biðu vinir okkar úr H.H. með
bíla, útréttar hendur og þá frá-
bæru gestrisni og ljúfmennsku,
sem seint mun launuð. Fór nú
ferðafólkið að, koma sér fyr-
ir. Margir bjuggu í „Studenta
Skúlan í Höjdal" menntaskóla
í fögru umhverfi utan við að-
albyggðina. Þar er verið að
reisa nýtt glæsilegt skólahús.
Aðrir bjuggu á heimilum með-
lima H.H. við miklar dýrðir.
Upphófst nú hljómleikahald
og gleðskapur mikill. Fyrstu
hljómleikarnir voru haldnir í
fagurlega skreyttum sal í nýju
Kommunuskúlahöllini. I Leikn-
ir voru marsar og ýmis ko.n-
ar amerísk músík úr operett-
um o.s.frv. Einnig slæddust
með dásamleg tónlög eftir
Waagstein, færeyskt tónskáld,
í • • raddfærslu snillingsins
Oughtons, Englendings. sem
kennt hefur hljóðfæraleik í
Þórshöfn og leikið með H.H.
(einnig með Gísla Magnússyni
píanóleikara í íslenzka Ríkisút-
varpinu). Merkilegasta lagið,
sem leikið var, er eflaust
,^Konsert fyrir blásara og slag-
verk“ eftir okkar gáfaða
stjórnanda Pál S. Fálsson.
Við lékum einnig úti þrisvar
í Þórshöfn og þrisvar í Klakks-
vík, einu sinni í Vestmanna
og Sörvog sem áður er getið.
Veizlur voru haldnar og ræður
fluttar, sungið á færeysku og
íslenzku. dansaður færeyskur
dansur og erískur dansur.
Húrrahróp: þrefalt færeyskt,
fjórfalt íslenzkt. Fararstjórarn-
ir, Helgi Sæmundsson, form.
Menntamálaráðs og okkar -í-
káti og óþreytandi Friðfinnur
Ölafsson, forstjóri, mæltu fyr-
ir munn Islendinga mörg
snilliyrði og verður þeim seint
þakkaður aliur þeirra gjörn-
'ngur.
I Klakksvík er eitt dýrasta
l'staverk sem ég hef augum
litið. Sunnudaginn 7. júlí 196?
var ,-Christianskirkjan í
Kíakksvík” vígð (arkitekt Peter
Koch. danskur). Kirkjan er
gott dæmi um nútíma arki-
tektúr, byggðan á sterkum
bjóðlegum erfðum, þar sem
list og notagildi haldast í hend-
ur. Kirkjan tekur yfir þúsund
manns og er þéttsetin við hvert
helgihald. Sagt er að kirkjan
sé umgjörð um altaristöflu
mikla, sem hylur allan kór-
gafl. (Komna frá listasafninu
í Viberg, málaða 1801). Er það
frábær mynd af kvöldmóltíð-
inni og einnig táknræn um
friðsælt líf og starf mann-
fólksins. Ég er ekki maður til
að iýsa þessum dásamlega stað;
farið til Klakksvíkur. litla
fiskiþorpsins og hlýðið messu.
KlakksVík er líklega þekktasta
byggð Færeyja hér á landi
síðan læknadeilan stóð sællar
minningar og.Heigi Sæn).,kast-
aði fram hinum landsfræga
visubotni: Klakksvík yrði
Kópavogi, kærleiksríkur vina-
bær. Lúðrasveit Reykjavíkur
fékk það skemmtilega verkefni
að leika á bryggjunni við komu
nýs fiskiskips, smíðað í Fær-
eyjum. Þeir smíða alla sína
báta sjálfir, nýja stóra stál-
báta, nýtízkulega á allan máta,
þó hafa Færeyingar ekki tek-
ið kraftblokkina almennt í
sína þjónustu. Allir sem vett-
lingi gátu valdið, úr KlakksvÍK
og nærliggjandi sókríum, voru
þama á bryggjunni og hlýddu
á ræður og lúðraþyt.
Konsert í íþróttasal barna-
skólans, veizla. færeyskur
dans, fagrir þjóðbúningar,
geislandi bros og dökkar flétt-
ur. Við fórum „heim” með
flóabátnum ..Pride” Þórshöfn
og síðan Ólafsvakan.
Fyrir framan mig liggur
„programm fyrir Ólavsvökuna
1964. Prísur 75 0yru“. Mána-
dagin 27. júlí.
12.00—20.00 Atómframsýning
í gamla kommunuskúlanum.
Filmsýning hvdnn tíma frá kl
15.00—19.00
15.00—19.00 Listasölufram-
sýning M.F.S. í dvari fimleika-
h0U kommunuskúlans. (Min-
erva eftirprent).
21.00—24.00 Enskur dancur í
Laugardagur 5. september 1964
sjónleikarahúsinum. Faroe Boys
spæla. i
Ólavsvþkuaftan
11.00—15.00 F0roysk lista-
framsýning í fimleikarhþll
kommunuskúlans.
14.00—19.00 Framsýning av
vovnum lutum í Mettustovu.
Já, þetta er langt prógram:
kappróður, fótbolti, handbolti.
konsertar, samkomur trúfé'laga,
bazarar, sýningar, fundarhöld
og ræður menntamanna. kabá-
rett menntaskólanema að ó-
gleymdum færeyska dansinúm
og bítlarokki. Eftir að L. R
hafði leikið við setningu Ól-
afsvökunnar. við þinghúsið,
þar sem Niels W. Poulsen,
landstýrimaður, hélt setning-
arræðu, gekk ég niður að
höfn og horfði á kappróðra. T
fjarska sást á báta, sem færð-
ust óðum nær. Kílómeter að
baki og ungar og laglegar gént-
ur stukku upp á bryggju, rjóð-
ar og hraustlegar. Strákamír.
sem róa á sjómannadaginn hér
heima, ættu að kynna sér ára-
lag færeyskra kvenna. Síðan
unglingar. 4-mannaf0r, 5-
mannaf0r, 6~mannaf0r, 8-
mannaf0r og að lokum 10-
mannafþr hraustra manna,
sem réru tvo kílómetra og
slógu ekki af. „Sunnbingur”
frá Sumbæ syðstu byggð Fær-
eyja vann í þetta sinn og þyk-
ir mikill heiður. Seinna þetta
aðfangakvöld Ólafsvöku lék
L.R á knattspyrnuvellinum, en
þar áttust við Danir og Fær-
eyingar. Síðan heimboð og hús-
vitjanir, skál og dans, ógleym-
anleg stemning.
Undir morgun er lagzt fyrir
örlitla stund, en færeysku ljóða-
flokkamir hljóma enn kröftug-
lega; einfalt danssporið mynd-
ar hrífandi mótsögn við á-
herzlur og hrynjandi laghátt-
anna, og áfram hlykkjast
hringríansinn, sem er ein heild,
einnar ættar. Maður kemur í
manns stað.
Ólavsvþkudag
10.00— Hámessa í katólsku
kirkjunni.
11.00 L0tingsmenn, prestar
oð aðrir embætismenn fara
skrúðgongu úr 10gtingshúsinum
í kirkjuna. Poul Jacobsen,
prestur, prædikar.
Það er langt prógramið þenn-
an þjóðhátiðardag Færeyinga:
kappsund, kappreiðar og fleiri
íþróttir.
12.30 Havnar Sangfelag syng-
ur undir Tinghúsinum.
13.45 — Lúðrasveit Reykja-
víkur hevur konsert á Vaglin-
um. Listsýningar, kabarettar.
söngur og dans og margt fleira.
En það sem svip setur á há-
tíð þessa er viðmót fólksins.
Vinátta, héimboð og kynning-
ar. allt er öllum opið; heimilin
standa upp á gátt fyrir öllum,
þetta er friðar- og vináttuhá-
tíð.
Og enn er hátiðin ekki útL
Hósdaginn, 30. júúlí er enn
dansað. Goggan spælir. Síðan
mega bændur og búandlýður
hefja slátt.
Þaö vakti furffu okkar ferða-
langa á heiðum uppi, miðja
vegu milli Þórshafnar og Vest-
manna, að þurfa að ganga
spottakorn á milli vegarenda.
Friðfinnur Ólafsson taldi, að
þetta stafaði af eins konar
..helmingarskiptareglu”: Þórs-
meni) keyrðu sín megin en
Vestmenn handan gangstígsins.
Engvir bílar komust á milli. I
Vestmanna tók á móti okkur
Framhald á 7. síðu.
Hin sérkennilega kirkja í Klakksvík.