Þjóðviljinn - 09.09.1964, Qupperneq 2
V
SfÐA
HðÐVILJINN
Miðvikudagur 9. september 1964
• Þessi grein er tekin úr vestur-þýzka vikublaðinu
„Ste'rn" og er athyglisverð frásögn þessa borgara-
blaðs um það, hvernig málefni Suður-Víetnam hafa
þróazt frá því að Genfarsamningurinn var gerður
Hverjir rufu sœttir
um VÍETNAM?
Eftir Gert von Paczensky - Stytt í þýðingu
Ekki alls fyrir löngu hélt
heimurinn andanum niðri í sér
í 48 klukkustundir: mundi
skothríðin á Tonkingflóa leiða
til stríðs milli Bandaríkjanna
og Kína, eða jafnvel til heims-
styrjaldar? Báðar heimstyrjald-
imar á þessari öld hófust einn-
ig þegar sumarfríin stóðu yfiE
Hrunið dundi ékki yfir. En
hvernig gat hafa komið til
svona ógnvekjandi ástands? í
Sambandslýðveldinu var fátt
eitt hægt að heyra eða lesa
um forsögu málsins — og mest-
an part lygi. Ha? er annars
enn verið að berjast í Víet-
namf Skýringin kemur vand-
ræðalega upp /á þá, sem telja
að samstarfið við Bandaríkin
geri sjálfstæða hugsun óþarfa.
Stefna Bandaríkjanna í Indó-
kína er reyndar sérstaklega
flókinn kapítuli. Ekkert sérstak-
lega hrósverður og heldur ekki
sérlega happadrjúgur. Það er
ekki fyrr en nú. að svo lítur
út sem stefnubreyting kunni
að vera í aðsigi.
Forsaga
Hér kemur forsagan í stærstu
dráttum:
-jfc- Fyrir 10 árum fellur
Dien Bien Fú og þar með eru
tilraunir Frakka til að halda
nýlendustjórn sinni * Indókína
með vopnavaldi endanlega úr
sög'tmni. Indókína eru löndin
Laos. Kambodja og Víetnam.
Genfarráðstefnan inn-
siglaði sumarið 1954 franska ó-
sigurinn. Laos og Kambodja
voru gerð fullvalda og hlut-
laus ríki. Víetnam var skipt.
Norðurþlutann fékk Víetminh-
hreyfingin (undir stjórn Ho Chi
Minh) sem hafði barizt gegn
Frökkum. 1 suðurhlutanum sat
áfram sú stjóm, sem Frakkar
höfðu komið til valda.
hr En skipting Víetnam átti
annars, eins og ákveðið var i
Genf aðeins að vera til bráða-
birgða. Landamærin áttu alls
ekki að vera milli tveggja
ríkja, en ,.aðeins” markalína.
Tveim árum seinna átti að
hþlda almennar frjálsar kosn-
ingar til þess að sameina
landshlutana aftur. Vesturveld-
in kröfðust þessa tveggja ára
hlés, því öllum bar saman um
það, að hefðu kosningar farið
fram þegar í stað, hefði Víet-
minh að minnsta kosti hlotið
80% atkvaeða meirihluta.
ir Norður- og Suður-Viet—
nam máttu ekki ganga í nein
bandalög né veita erlendum
ríkjum nokkra aðstöðu í lönd-
um sínum. Fr'ánski herinn
mátti að vísu sitja um kyrrt
í Suður-Víetnam. en aðeins
bar til ríkisstjórnin vísaði hon-
um úr landi.
ir Þetta samkomulag skuld-
batt Frakkland, England, Sov-
étríkin, Kína, Laos, Kambodja,
Suður- og Norður-Víetnam.
Bandaríkin lýstú því yfir, að
þau virtu samkomulagið. En
skömmu síðar segir Eisenhower
forseti, að Bandaríkin telji sig
ekki buhdin af því Ekki líður
á löngu þar til nýja ríkisstjórn-
in í Suður-Víetnam sem er
undir vemdarvæng Bandaríkj-
anna tekur nókvæmlega sömu
afstöðu og þau. Forsætisráð-
Herra hennar Ngo Dinh Diem
lýsti því yfir. að ekki sé hægt
að fallast á Genfarsáttmálann
né sé hann bindandi.
ir Ríkisstjórn Bandaríkj-
anna, sérstaklega Dulles utan-
ríkisráðherra finnst Genfar-
sáttmálinn þungt áfall fyrir
vesturveldin. í Asíu og flest-
um Evrópulöndum hafði hann
að vfsu hlotið góðar undirtekt-
ir. En þá höfðu bandarískir
stjómmálamenn enn ekki skýrt
frá þeim skilningi, sem þeir
síðar skildu hlutlausar ríkis-
stjórnir, og í Genf höfðu þrjú
Asíulönd verið gerð hlutlaus í
einni svipan. Þar að auki var
það ekki í samræmi við megin-
markmið Bandaríkjanna í As-
íu: einangrun Kína. Dulles
Khanh hershöfói
,a eða ekki vera?“
ráða því.
— Bandaríkin
snýr sér þá að því að eyði-
leggja Genfarsáttmálann sem
skjótast og koma Frökkum,
sem voru eitt þeirra ríkja sem
áttu að ábyrgjast hann úr
landi. Diem var honum hjálp-
legur við það. 1 Indókína hófst
nýr harmleikur.
Skemmdarverkamenn
úr lofti
IÞÁTTUR. Bandaríkjamenn
• taka við stöðum franskra
ráðgjafa og herforingja. Banda-
rísk hernaðaraðstoð streymir
inní landið. Bandarískir þjálf-
arar taka víetnamska herinn að
sér.
rt ÞÁTTUR Dulles kemur
hinu svonefnda Suðaustur-
Asíu varnarbandalagi SEATO
á fót. Það eru ekki beinlínis
mörg Asíulönd sem ganga í
það: Pakistan, Fillippseyjar og
Thailand. Hins vegar Banda-
ríkin. Stórabretland, Frakk-
land, Ástralía og Nýja Sjá-
land. Varnarbandalag þessara
ríkja ábyrgist að verja einn- '
ig Kambodja. Laos og Suður-
Víetnam.
3ÞÁTTUR. Diem forseti slít-
• ur þegar '1955 viðræðum
við stjórnina í norðri og hætt-
ir undirbúningi kosninganna,
sem áttu að sameina landið.
Stöðugum tilmælum að norð-
an er engu sinnt
4ÞÁTTUR. Diem festir sig
• smám saman og með erfið-
ismunum í sessi í Suður-Ví-
etnam. Hann er kaþólikki og
kaþólikkar eru litill minnihlutt
— aðeins tíundi hver Viet-
nami er kaþólskur. 70 prósent
eru Búddatrúar. 1 stjómmál-
um er hann langt til hægri.
Með stuðningi Bandaríkj-
anna kemur hann eindreginni
einvaldsstjórn á, sem er jafn
ófrjálslynd og hún er and-
kommúnistísk, annars vegar
mörkuð frændrækni og spill-
ingu, hins vegar fagurgala um
nersóntifrelsi, sem er skert æ
meir með lagasetningum. Þetta
Tongur ekki átakalaust.
Endalaus barátta
Barátta er háð við hluta
hersins. Átök eru við flótta-
menn að norðan, sem höfðu
verið tæidir suður með fögrum
Ómældar eru þjáningar allrar alþýðu í Suður-Víetnam og fyrir það verða þeir að svara til
saka sem eyðilögðu Genfarsáttmálann frá 1954 um frið í Indó-Kína.
loforðum. sem síðan var ekki
hægt að standa við.
Barizt var gegn þjóðarbrot-
um, sem höfðu verið rekin
af löndum sínum. til þess að
hægt væri að koma nokkrum
hluta flóttamannanna þar fyr-
ir.
Barizt var við bændur, sem
höfðu að afloknu frelsisstríðinu
framkvæmt jarðabætur upp á
eigin spýtur. Barizt var við
volduga trúarflokka, sem höfðu
sinar eigin herdeildir.
Það var ekki fyrr en þrem
árum eftir fullveldi, að bar-
áttan við trúflokkana var unn-
in. Reyndar hafði einvalds-
stjóm Diem enn ekki náð yf-
irráðum í öllum héruðum.
Víetkong
5ÞÁTTUR. Bandaríkjastjóm .
• hjálpar Diem að byggja
upp her. En þeir hafa ekki að-
eins í huga að mynda varn-
arlið gegn Kína eða Notður-
Víetnam — ellegar óvinum
innanlands. 1957 til 58 hefjast
fyrstu aðgerðirnar handan við
landamærin í norðurhluta
landsins.
Skemmdarverkahópar og
skæruliðar eru fluttir flugleið-
is til Norður-Víetnam. En rík-
isstjómin í Norður-Víetnam
féll ekki, eins og búizt hafð:
verið við. Skemmdarverkin
bera lítilfjörlegan árangur. Eft-
ir margvíslega n»fsheppnan er
dregið mjög úr þessum aðgerð-
um, og þær eru ekki teknar
upp aftur fyrr en síðar og þá
af nýjum krafti.
En heyrið nú — hvernig er
betta eiginlega með kommún-
istana, sem eiga að hafa átt
upptökin samkvæmt útbreiddri
öfuglesningu? Og hvað um
skæruliða kommúnista í Suður-
Víetnam. og þann fræga her
Vietkong, sem sendur er að
norðan og studdur þaðan? Þeir
koma fyrst í Ijós 1958.
(Fréttaritari ,,Times” David
Hotham skýrði t.d. frá því í
,,La Nouvelle République”
25.11 ,1957: „Á þeim þrem ár-
um sem Diem hefur setið að
völdum hefur ríkisstjórnin f
norðri ekki sýnt nokkurn á-
gang, né hafa kommúnistar
innanlands gert nokkra tilraun
til að steypa stjórninni í Suð-
ur Víetnam“).
6ÞÁTTUR. Örói vex í Suð-
• ur Víetnam. Bændur hafa
orðið fyrir miklum vonbrigð-
um með Diem. Ekkert hefur
orðið úr skiptingu jarða. Bænd-
umir efla andstöðu sína. Rík-
isstjóm og her auka viðsjár
með hörkulegum aðgerðum.
Frá 1958 reynir herinn að
brjóta undir stjómina þau
héruð, þar sem kommúnistar
hafa verið sérstaklega sterkir
frá lokum sjálfstæðisbarátt-
unnar. Víetminh var vissulega
sigurvegari og hafði mikið
fylgi 1 suðri. sem enn ligg-
ur þar í landi.
Þegar Diem ætlar að færa
harðstjórn sína yfir þessi hér-
uð, verður jarðvegurinn beztur
fyrir kommúnista. Hin komm-
únistiska Víetkpng-hreyfing er
mynduð. Hún skipuleggur að-
gerðir bændanna og tekst að
lokum að sameina fjölmarga
andstöðuhópa í sameiginlega
. .Þjóðfrelsisfylkingu”
90.000 óbreyttir á vakt
Strax 1960 eru flestir frétta-
menn sammála um það, að
ríkisstjórn .Diems sé enn ekki
fulltrúi nema lítils minni-
hluta þjóðarinnar og hafi ekki
stjóm á nema litlum hluta
landsins. Síauínnn stuðningur
Bandaríkjanna, æ fram-
kvæmdasamari íhlutun þeirra
(— nú eru allt að 20.000 banda-
rískir hermenn í' Suður-Víet-
nam) geta jafnlitlu breytt um
þessa mynd og hörkulegar að-
farir ógnarstjómarinnar sem
Diem greip tiL
Þar að auki stendur það ó-
haggað þrátt fyrir útbreiddar
sögusagnir, að ,.Þjóðfrelsis-
fylkinguna” skipar yfirgnæf-
andi meirihluti Suður-Víet-
nama, en ekki útsendara frá
Norður-Víetnam, þó liðsfor-
ingjar og stuðningur berist að
norðan.
Hefndarráðstafanir
7ÞÁTTUR. Diem fer sínu
• fram við kúgun Búddatrú-
armanna og æsir með þvf ekki
aðeins sívaxandi hluta eigin
þjóðar gegn sér heldur og al-
menningsálitið í allri Asíu.
Þess vegna reyna Bandaríkja-
menn loks að hafa taumhald á
honum. Engu tauti verður
komið við Diem. Loks veltir
herinn honum úr valdastóli og
hann er drepinn.
Núverandi ríkisstjórn sem
herinn hefur í sínum höndum
hagar sér ekki mikið á annan
hátt Það er ólíklegt að henni
takist betur en Diem, að snúa
fylgi almennings frá upprefen-
arhernum Víetkong og því síð-
ur fylla hann vinsamlegum til-
finningum í garð vesturveld-
anna.
í augum margra Víetnama
er vestrið ekki annað en fjand-
samlegt veldi sem brennir
heil þorp til ösku með napalm-
og fosfórsprengjum, eyðir
gróðri með sérstökum eitur-
Framhald á 7. síðu.
9