Þjóðviljinn - 09.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.09.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. sopternber 1964 ÞIÓÐVILIINN SlÐA Keralastjórn féll TRIVANDRUM 8/9. Stjórn- in í Kerala-fylki, sem er i suðvesturhluta Indlands. féll í dag og var vantraust á hana samþykkt á fylkis- þingi með 73 atkvæðmr gegn 50. Það var Kongreí flokkurinn. sem með völd in fór í héraðinu, og réði það örlögum stjórnarinnar, að fimmtán þingmenn flokksins snerúst gegn henni. Stjórn Kongress- flokksins í Kerala hefur verið borin fjármálaspill- ing á brýn og ýmislegt misferli annað. ^ ! Til Ungverjalands ADDIS ABEBA 8/9. Haile Selassie, keisari í Eþíópíu, kemur í opinbera heimsókn til Ungverjalands 20. sept. og stendur heimsóknin í tvo daga. Klofinn flokkur NEW DELHI 8/9. A. K. Goplan, sem verið hefur formaður í þingflokki ind- verskra kommúnista, klauf í dag flokkinn og stofnaði sinn eigin þingfl. hlynnt- an kínverskum kommúnist- um. Goplan tók með sér tíu af 32 þingmönnum flokksins í neðri dcild þingsins, en þrjá af ellefu í þeirri efri. Þessi klofn- ingur hefur það í för með sér, að Kommúnistaflokk- t ur Indlands er ekki lengur ^ stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn. Viðræður * BELGRAD 8/9 — Tító Júgóslavíuforseti og Ghe- orghe Gheorghiu-Dej, for- seti Rúmeníu, áttu á mánu- dag nytsamlegar viðræður um ýmis alþjó'ðamál. segir í frétt frá TANJUG-frctta- stofunni. Þeir forsetarnir áttu annars fund með sér vegna sameiginlegra virkj- (' unarframkvæmda, sem fyr- irhugaðar eru á Iandamær- um Júgóslavíu og Rúmen- íu. NÆSTA ALÞJÓÐA HEIMS- SÝNING f MONTREAL x___. ._____________________^.uioiiiiiguna í Chile var fylgzt af athygli um heim allan. Ilér talar fram- bjóðandi Alþýðufylkingarinnar Allende á fjöldaf undi í höfuðborginni, Santiago de Chili. t------------------------------- Borgaraleg stjórn í Finnlandi? HELSIN GFORS 8/9 — Frétta- mönnum þótti sem aukizt hefðu líkurnar fyrir því, að kornið yrði á fót borgaralegri stjórn, sem meirihluta hefði í finnska þinginu. Þóttu viðræður um þessi mál hafa vel á stað farið um helgina. SamsærT" ZOMBA. MALAVÍ 8/9 — Hastings Banda, forsætis- ráðherra í Malaví, lýsti því yfir í þjóðþinginu á þriðju- dag, að kínverska sendiráð- ið í Dar-es-Salam í Tang- anyika hefði staðið á bak við samsæri gegn sér. Einn- ig kvað Banda sendiráðið hafa boðið mútur til þess að Malaví viðurkenndi Kín- verska alþýðulýðveldið. Samskólaganga NEW VORK 8/9 — A þriðjudag hófu hvít börn og þeldökk skólagöngu i sömu skólum í Montgom- ery í Alabama og Farm- ville í Virginia. Ekki kom til neinna átaka í sam- bandi við skólagönguna. Kveður Tékka sammála Sovét MOSKVU 7/9 — Nikita Krúst- joff, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, hélt í dag sjónvarps- og útvarpsræðu, en hann ec nú ný- kominn heim frá Tékkóslóvakíu. Krústjoff kvað Tékka sammála Sovétleiðtogunum um það, að Kommúnistaflokkur Kína sé að kljúfa alþjóð,ahreyfingu komm- únista og veítti um leið heims- valdasinnum hvatningu til nýrra hemaðarævintýra. Ungur Rvíkinpr sýnir á Mokka I gær opnaði 24 ára gamali Reykvíkingur, Eyjólfur Einars- son málverkasýningu í Mokka á Skólavörðustíg. Sýnir hann þar 6 vatnslita-- myndir og 8 olíumálverk. Þetta er fyrsta sýning listamannsins. Hann er nemandi í listaakadem- íunni í Kaupmannahöfn og hef- ir vérið það síðastliðin tvö ár. Áður stundaði hann nám við Handíða- og myndlistarskólann. Virðist hann fremur svartsýnn á tilveruna, því að allar myndir hans eru málaðar í svörbum eða mjög dökkum litum. Samtímis þessu gerðu bæði kommúnistar og sósíaldemókrat- ar harða hríð að embættis- mannastjórn þeirri. er nú hef- ur setið að völdum í nærri þvi ár. Forystumaður þeirrar stjórn- ar er Rheino Lehto. Báðir höföu þessir flokkar lagt fram fyrir- spurnir um efnahagsstefnu stjórnarinnar. Samkvæmt þingræðisvenjum í Finnlandi mun þesum fyrir- spumum verða fylgt eftir með vantraustsyfirlýsingu á stjórn- ina. Ríkisstjórninni er skylt að svara ásökununum innan hálfs mánaðar frá þeim tíma, er þær eru bornar fram. . Síldin Framhald af 1. síðu. Rvík 20.205 og Jón Finn&son, Garði 20.045. Til samanburðar má geta þess að um þetta leyti í fyrra höfðu aðeins fjögur skip aflað yfir 20 þúsund mál og tunnur en það voru Sigurpáll, Garði 26.878, Guðmundur Þórðarson, Reykjavik, 25.616, Sigurður Bjamason, Akureyri, 22.249 og Grótta, Reykjavík 20.690. Sendisveinn óskast Piltar eða stúlka, hálfan eða allan daginn. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÓRÐ, sími 24120, Fulbrightstyrkir til náms- og ferða Menntastofnun Bandaríkj- anna hér á landi, Fulbright- stofnunin, tilkynnir, að hún muni veita náms- og ferða- styrki íslendingum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi og hyggja á frekara nám við bandaríska háskóla á skólaár- inu 1965—1966. 210 kirkjukérar Aðalfundur Kirkjukórasam- bands íslands var haldinn laug- ardaginn 29. ágúst sl. Mættir vorijt fulltrúar frá flestum kórasamböndum víðsvegar að af landinu. Fundarstjóri var kjörinn séra Þorgrímur Sigurðsson, prófastur, Staðarstað, og fund- arskrifari séra Andrés Ólafs- son prófastur, Hólmavík. For- maður Kirkjukórasambandsins, Jón ísleifsson, flutti skýrslu um liðið starfsár. Hann gat þess, að tveir kirkjukórar hefðu verið stofnaðir á starfs- árinu og væru þeir samkvæmt skýrslum 21» talsins um gjörv- allt landið. 42 kirkjukórar nutu söngkennslu og fjárhags- legrar aðstoðar Kirkjukóra- sambands fslands í alls 47 vik- ur. Fjögur organistanámskeið voru haldin á vegum Kirkju- kórasambandsins í fulla þrjá mánuði í tveim prófastsdæm- um, Barðastranda og, Skaga- fjarðar. Þátttakendur voru 69. Aðalkennari Kirkjukórasam- bandsins var i ár sem fyrr, Kjartan Jóhannesson organisti, Stóra-Núpi. Stjórn Kirkjukórasambands fslands skipa: Jón ísleifsson organisti, formaður. Frú Hrefna Tynes, ritari. Finnur Árnason, byggingafulltr., gjaldkeri. Jón- as Tómasson, tónskáld, ísa- firði. Eyþór Stefánsson, tóh- skáld, Sauðárkróki. Séra Einar Þór Þorsteinsson, Eiðum. Frú Hanna Karlsdóttir, Holti. Athugasemd við yfirlýsingu próf. Hreins Benediktssonar Vegna bréfs prófessors Hreins Benediktssonar hefur dr. Þor- geir Einarsson beðið blaðið fyr- ir eftirfarandi: Yfiriýsing prófessors Hreins, þó löng sé og full af útskýr- ingúm á formsatriðum, breiðir ekki yfir þá staðreind, að ég fékk ekkei't af fyrirhuguðum mannaskiptum að vita, fyrr en óviðkomandi maður sagði mér frá þeim í byrjun ágúst. Þá fyrst hringdi ég i prófessor Hrein til þess að fá staðfest- ingu á fréttinni. Það er því ekki rétt, sem prófessor Hreinn gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, að ég hafi vitað af fyrirhuguð- um mannaskiptum í taeka tíð. Virðingarfyllst. Þorgeir Einarsson Æ.F.H. Félagsfundur verður hald- inn n.k. fimmtudag í Góð- templarahúsinu (uppi). DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á þing Æ. F. 3- Önnur mál. 4ríðandi að allir félagsmenn mæti- STJÓRNIN. ÁriS 1967 gengst alþjóðlega he’mssýningarráðið fyrir heims- sýningu í Montreal í Kanada. Ráð betta var stofnað árið 1928 og var þá ákvcðið að heimssýn- ingar skyldu haldnar tíunda bvert ár. Var sú fyrsta í París árið 1937, önnur skyldi haldin í Róm 1947, en féll niður vegna ðstandsins eftir síðari heims- styrjöldina önnur sýningin var í Briissel 1958 og er sýningin í Montreal því sú þriðja í röðinni. Fyrir stuttu var staddur hér á landi M. Pierre Dupuy fyrrver- andi ambassador Kanada í Haag. Róm og París, en hann er að- alframkvæmdastjóri sýningar- innar í Montreal. Sýningin hefir verið skipulögð að mestu leyti og ferðast hann nú heimsend- anna á milli, til að semja við ríkisstjórnir og vekja áhuga al- mennings á sýningunni. Fer hér á eftir það helzta. sem hann sagði um framkvæmd sýningarinnar á blaðamanna- fundi s.l. föstudag. Sýningin mun standa frá 28. apríl til 27. október, en 1. júlí 1967 eru liðin hundrað ár frá því að kanadísku fylkin voru sameinuð undir sameiginlega sjálfstjóm og er sýningin jafn- framt haldin í minningu þess. Kanadíska stjómin skipulegg- ur í öllum höfuðdráttum sýn- inguna, en hvert ríki um sig ber kostnað af sýningarskálum sínum. Helzta markmið sýningarinnar er að sýna manninn og heim þann er hann lifir í í tdag. Sýningunni er skipt í sex að- aldeildir og eru þær: , 1) Maðurinn og heimsskauta- svæðin. Þar er sýnt við hvaða erfið- leika þær þjóðir. er búa nyrzt og syðst í heiminum eiga við að etja og hvernig úr þeim er leyst. 2) Maðurinn og geimurinn. Þar sýna Bandaríkin og Sov- étríkin í sameiningu þróun geimvisinda og helztu nýjungar í þeim efnum. i 3) Maðurinn og hafið. Þar munu allar strandþjóðir segja frá m. a. nýjum fiskveiði- aðferðum, rannsóknum á sviði fiskveiða, nýrri samgöngutækni á sjó. vinnslu á fersku vatni úr sjó. o.s.fi*v. 4) Maðurinn, sem framleiðandi Þar er sýnd öll hin nýjasta tækni í iðnaði. 5) Maðurinn, scm skapari. Fimmtíu vísindamenn eru nú að starfa við rannsóknir í þvi sambandi og ákveða hverju sú deild skuli lýsa. 6) Maðurinn og stórborgin. Þar eru sýndar ýmsar nýjung- ar í húsagerðarlist og glímt við ýmis vandamál, sem myndast í stórborgum. Auk þessara sex aðaldeilda, er , svo sérstök deild fyrir unga fólk- ið í heiminum. Og er unnið að því að fá unga verkamenn, sjó- menn og stúdenta til þess að koma til Montreal og setja þar fram skoðanir sínar á þeirra eigin vandamálum Stærsti sýningarskálinn á sýn- ingunni verður skáli Bandaríkj- anna. Einnig eiga aðrir aðilar en einstök rfki þar skála, svo sem Alheimskirkjuráðið og Samein- uðu þjóð'mar. í sambandi við sýninguna verður mikið um að vera í lista- lífi borgarinnar. Hafa verið gerðir samningar við t.d. Scala óperuna í Mílanó. Bolshoi ball- etinn, Parísaróperuna, Metró- pólítan og Bayreuth — Wagner- flokkinn um að listafólk frá þeim komi til Montreal og skemmti á meðan á sýningunni standi. Að lokum má geta þess að heimssýningar þær sem alþjóð- lega heimssýningarráðið gengst fyrir, standa í engu sambandi við þær heimssýningar, sem ein- stök ríki með aðstoð nokkurra stórfyrirtækja halda í gróða- skyni, svo sem eins og heims- sýningin í New York. Sænskur tæknifræðingur óskar eftir 2—3 herbergja íbúð sem fyrst. Þrennt í heimili. Upplýsingar fást hjá póst- og símamála- stjórninni í síma 221 gegnum 11000. Netagerðin VÍK Brekkustíg 34 — Ytri Njarðvík — sími 92-2220. Tökum að oss hverskonar vinnu við net og næt- ur — uppsetningu — viðgerðir — geymsla — þurrkun. Netagerðarmeistari: GUNNLAUGUR GUÐLAUGSSON sími 50399. Upplýsingar gefur ennfremur ÁKI JAKOBSSON sími 15939.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.