Þjóðviljinn - 12.09.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 12.09.1964, Side 3
Laugardagur 12, septerrber 1964 Nytsamur gervihnöttur WASHINGTON 11/9 — Það getur vel komið til mála að landvarnaráðu- neyti Bandaríkjanna not- færi sér fjarskiptahnöttinn Syncom 3. til að hafa sam- band við austurlönd fjær, auk þess sem hann verður notaður samkvæmt áætlun til þess að senda frétta- myndir frá Olympíuleikun- um í Tokío í haust. Sérstaklega hefur ráðu- neytið áhuga á að senda boð til Suður-Víetnam um gervihnöttinn. Bandaríska geimrann- sóknarstofnunin NASA skýrði frá l>ví í gær, að Syncom kæmist á endan- lega braut sína aðfaranótt föstudags. Kjarnorkuvopn BLACKPCXÍL 11/9 — Samband. brezkra landbún- aðarverkamanna, en í því eru átta miljón verkamenn, gerði í dag samþykkt, þar f sem því er mótmælt að V- Þýzkaland fái kjarnorku- vopn. Á aðalfundi landssam- bandsins sem lauk í dag var lögð áherzla á það, að sérhvert skref í þá átt að fá V-Þýzkalandi kjam- orkuvopn mundi gera horf- ur á samningi um kjam- orkuafvopnun ískyggilegri. Einnig mundi það leiða til þess, að önnur ríki sem ekki hafa yfir kjamorku- vopnum að ráða enn þá, mundu ásælast þau enn frekar. ' Á lokafundinum í Black- pool var Harald eollison fyrrverandi landbúnaðar- verkamaöur kosinn for- maður stjómar landssam- bandsins fyrir næsta ár. Japan TOKIO 11/9 — Sovétrík- in afhentu Japansstjórn mótmælaorðsendingu í dag vegna þess, að Japan hefur veitt kjarnorkuknúnum bjndarískum kafbátum heimild til að nota jap- anskar hafnir. 1 mótmælaorðsending- unni segir, að þetta jafn- gildi því að gera Japan að bandarískri kjarnorku- vopnaherstöð, og er bent á að það geti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir Japan. Tito BUDAPEST 11/9 — Tito forseti Júgóslavíu kom í dag með einkalest til- Búdapest í sex daga opin- bera heimsókn til Ung- verjalands. Búizt er við að viðræður Tito og gest- gjafa hans muni einkum snúast um hugmyndafræði- legan ágréining Kína og Sovétríkjanna. Viðræðum- ar hófust í kvöld. I ræðu, sem hann hélt við komuna, sagði Tito for- seti að samskipti Ung- verjalands og Júgóslavíu hefðu þróazt i jákvæða átt og hann lét þá von í Ijósi að sjónarmiðin færðust æ nær og yrðu til þess að styrkja sambandið milli landanna. Janos Kadar forsætis- ráðherra Ungverjalands, sagði að Júgóslavía og Ungverjaland ættu sér sameiginleg markmið i sósíálistiskri þróun og upp- byggingu. HðDVIlIINH TYRKIR BOÐA BIRGDA- FLUTNINGA MEÐ VALDI NEW YORK 11/9 — Á fundi i Öryggisráði SÞ í dag skýrði U Þant aðalframkvæmdastjóri frá því, að Tyrkir hefðu tilkynnt að innan tveggja, þriggja daga myndu þeir senda birgðaskip í herskipafylgd til Kýpur til þess að rjúfa þá herkví, kem Tyrkir á Kýpur yrðu að hírast í við þröng- an kost. U Þant vitnaði í greinargerð sem fulltrúi Tyrkja hjá SÞ hafði fengið honum á fimmtudag. t greinargerðinni er kveðið skýrt á um það, að tyrkneska ríkis- stjómin ætli að senda mat og aðrar nauðsynjar til þeirra, s,ern eru innikróaðir í bænum Kokk- ina. Þá er því lýst yfir, að SÞ verði gert aðvart þegar hafizt verði handa. Eftirlitsncfnd Tyrkland fór þess á leit við öryggisráðið, að send yrði nefnd til Kýpur til að „komast að sannleikanum um áætlanir Grikkja að innlima eyjuna”, eins og komist er að orði. Fulltnii Grikkja féllst á til- löguna, en bætti því við að Kýpur væri sjálfstætt ríki og yrði því einnig að samþykkja hana. Hann sagði einnig að nefndin yrði að fara til Tyrklands til þess að líta eftir herstöðvunum, þaðan sem Tyrkir sendu flugvél- ar sínar í árásarleiðangurinn á Kýpur í fyrra mánuði. Fulltrúar Kýpur í Moskvu. Andreas Araeuzos verzlunar- og iðnaðarmálaráðherra Kýpur kom í dag til Moskvu með Kost- Brctar og índónes- ar draga samán lið KUAiLA LUMPUR 11/9 — Varaforsætisráðherra Malasíu- sambandsins, Tun Abdul Razak, skýrði frá því í dag að(fjölmarg- ir stjórnmálamenn, verkalýðs- leiðtogar og meðlimir sósíalista- flokksins í Singapore sem er andvígur sambandinu hafi verið teknir höndum. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa undirbúið ólöglegar aðgerðir til þess að hindra almennt herút- boð. Varaforsætisráðherrann sagði, að þeir hefðu gert áætl- anir um miklar kröfugöngur og bardaga við lögregluna á laug- ardag. Brezkur herstyrkur Talsmaður brezka sjóhersins skýrði í dag frá því í Singa- pore, að liðsauki yrði sendur brezku fkjtasveitunum við aust- urlönd fjær vegna þess hve á- stand hefur farið versnandi á þessu svæði upp á síðkastið. Tvær freigátur og tveir tund- urspillar verða send að strönd- um Malasiu. Amir Kachmud hershöfðingi yfirmaður indónesíska landhers- ins í Suður-Bomeó lýsti þvi yf- ir í dag, að stríð milli Indónes- íu og Malasíusambandsins gæti brotizt út þegar minnst varði. Hershöfðinginn sagði í tilskip- un til herliðs síns að auka verði undirbúning með tilliti til þess, að vel væri hugsanlegt að kæmi til vopnaðs uppgjörs við Malas- 1 dag mótmælti Sukamo for- seti Indónesíu því, að indónesar hefðu staðið að óeirðunum í Singapore síðustu daga. Þá skýrði hin opinbera frétta- stofa ANTARA frá því, að tvær sveitir sjálfboðaliða hefðu verið sendar til landamærahéraðanna á Bomeo. as Assiotis fulltrúa utanríkis- ráðuneytis Kýpur. Assiotis sagði að viðræður við Sovétríkin mundu bæði fjalla um hemaðar- leg málefni og stjómmál. Búizt er við að utanríkisráð herra Kýpur Spyros Kyprianov muni einnig koma til Moskvu en hann er nú í New York vegna fundar öryggisráðsins urt Kýpur. Assiotis skýrði frá því, að sendinefndin mundi dvelja 10 daga í Moskvu eða jafnvel í hálfan mánuð. Heimsóknin er gerð í sambandi við sovézku yfirlýsinguna 15.^ ágúst, þar sem Sovétríkin lýstu sig reiðubúin að hjálpa Kýpuv til að verja frelsi sitt og sjálf- stæði gegn erlendri árás. Tillögur U Þants Á fundi öryggsráðsins lagði U Þant til. að friðargæzlu SÞ verði haldið áfram enn um þriggja mánaða skeið eftir að núverandi heimild þeirra renn- ur út 26. september. En U Þant lagði jafnframt á- herzlu á það, að SÞ yrðu að fá nákvæmar skilgreind völd, en þær hafí .nú, svo að þær geti betur gegnt hlutverki sínu. Hann telur að þær verði að fá fullt ferðafrelsi og hæfilegan rétt til að fjarlægja virki sem ógni friðnum og grípa til allra nauð- synlegra ráðstafana til sjálfs- vamar ef á þær yrði ráðist við störf sín. Þá yrði yfirmaður friðarsveit- anna að hafa rétt til þess að setja upp hindrunarsvæði milli fjandaflokka. S-Rhodesía sjálf- stæð á þessu ári? VÉLRITUN FJÖLRITUN PRENTUN PRESTÖ Klapparstíg 16. LONDON 11/9 — Brczka stjórnin hefur ekki gengið að kröfu stjómar Suður-Rhodesiu um að landið fái sjálfstæði þeg- ar í stað. Ian Smith forsætSsráðherra hefur í viðræðum sínum við brezka forsætisráðherran Home farið þess á leit, að Suður-Rhod- esía fái þegar í stað sjálfstæði á grundvelli núverandi stjómar- skrár. Hann telur að yfirgnæf- andi meirihluti íbúa landsins séu sammála þessum kröfum. 1 yfirlýsingu, sem var send út f London í dag segir enn fremur að Home hafi lýst því yfir að brezka ríkisstjómin bíði þess, að Suður-Rhodesía verði sjálfstætt rfki í brezka samveldinu, en fyrst verði brezka ríkisstjómin að vera þess fullviss, að gjörv- öll þjóðin í Suður-Rhodesíu standi að stjómarskránni. sem sjálfstæði verði reist á. ' Ian Smith viðurkenndi að brezka stjómin hefði rétt til þess að krefjast sannana á full- yrðingum hans um einhuga stuðning þjóðarinnar, og sagðist mundu hugsa málið, hvemig hann gæti auðveldast lagt þær fram. Seinna sagði Ian Smith á blaðamannafundi, að ekki stæði til að lýsa yfir sjálfstæði lands- ins fyrr en stjómarskrármálið hefði verið tekið aftur til um- ræðu og lét jafnframt þá von í ljós, að samningar næðust um þetta atriði fyrir árslok. ★ í Suður-Rhodesíu eru 200000 hvítir aðkomumenn, sem reyna að dæmi Suður-Afríkum að nota ógnarstjórn til þess að kúga 4 miljónír hcimamanna undir veldi sitt. Réttindi sVarta meirihlntans eru fótum troðin og svo búið um hnútana að kosningarréttur þeirra er svo takmarkaður, að þeir geta eng- in áhrif haft á stjóm landsins Það getur því vafist fyrir Ian Smith forsætisráðherra kyn- þáttakúgaranna að sanna þá fullyrðingu sína, að þjóðin standí einhuga að stjómar- skránnl, sem er þannig gerð, að hún tryggir yfirráð hvítu hús- bændanna. Kannski heimamenn teljist annars ekki til þjóðar- innar? KR-frjálsíþróttamenn. Innanfélagsmót f köstum f< fram í dag og á morgun. Stjórnin. CONSUL CORTINA bílaleiga magnúsai* skipholtl 21 símar: 21190-21185 " •' .? '.lítöý&h tHaukur GjuömuHctóóOH HEIMASÍMI 21037 KIPAUTGCRB RIKISINS M.S. HERJÓLFUR M.s. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 13.00 í dag til Þorlákshafnar og þaðan aftur kl. 17.30 til Vestmannaeyja. Surts- eyjarferð verður farin kl. 23.00 frá Vestmannaeyjum. Á sunnu- dag fer Herjólfur fpá Vest- mannaeyjum kl. 5.00 til Þorláks- hafnar, þaðan aftur kl. 9.00 til Vestmannaeyja og síðan kl. 18.30 að Surtsey, þá til Þorlákshafnar og þaðan um kl. 24.00 áfram til Reykjavíkur. SlÐA J Makarios erkibiskup er hér á myndinni með yfirmanni þjóðhers Kýpur Grivas hershöfðingja (t.v.) og griska varnarmálaráðherr- anum Jaroufalias. Þeir eru að ræða saman eftir að Makaríos kom úr heimsókn sinni til Nassers. GÓLFTEPPI margar tegundir. * TEPPADREGLAR 3 metra breiðir. * GANGADREGLAR alls konar * TEPPAFÍLT nýkomið. * GEYSIR H.F. Teppa- og dregladeildin. Hjúkrunarkonur — Starfsstúlkur Tvær hjúkrunarkonur og nokkrar starfsstúlkur óskast að Farsóttahúsinu í Reykjavík 1. okt. n.k. Upplýsingar í síma 22490. Reykjavík, 11. september 1964. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. TILKYNNING um kæru- og áfrýjunarfresti til ríkis- skattanefndar Kærur til ríkisskattanefndar út af álögðum tekju- skatti, eignarskatti og öðrum þinggjöldum, í Reykjavík árið 1964, þurfa að hafa borizt til ríkis- skattanefndar eigi síðar en 4. okt. n.k. Áfrýjun til ríkisskattanefndar út af álögðu aðstöðu- gjaldi í Reykjavík þarf að hafa borizt til ríkis- skattanefndar eigi síðar en 4. okt. næstkomandi. Áfrýjun til ríkisskattanefndar út af álögðu út- svari í Reykjavík árið 1964, þarf að hafa borizt skattstjóranum í Reykjavík eigi síðar en 4. okt. næstkomandi. Reykjavík, 13. sept. 1964. Ríkisskattanefnd.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.