Þjóðviljinn - 12.09.1964, Qupperneq 2
2 SlÐA
ÞÍÖÐVILJÍNN
Laugardagur 12. september 1964
MINNISBLOÐ
En það eru margir aðrir vett-
vangar en þessir þar sem við
eigum og getum beitt okkur
af meiri dirfsku, með því að
segja skilið við gamlar form-
úlur sem eiga hvergi heima í
raunveruleika dagsins í dag.
Innan hins kaþólska heims
og meðal hins kaþólska al-
múga átti sér stað greinileg
hreyfing til vinstri á dögum
Jóhannesar páfa Nú er kaþ-
ólskan aftur beggja bils. henni
hefur þokað til hægri. Enn eru
hins vegar við lýði undir niðri
skilyrði fyrir hreyfingu til
vinstri sem við eigum að skilja
og ýta undir. I þessu skyni ar
hinn gamlj guðleysisáróður
gersamlega óhæfur.
Við verðum að taka öðrum
tökum en áður sjálft vanda-
mál trúarvitundarinnar, eðli
hennar og rætur í fjöldanum,
ef við ætlum okkur að eiga
aðgang að hinni kaþólsku al-
þýðu og viljum að hún skilji
okkur. Gerum við það ekki,
verður hin „útrétta hönd” okk-
ar til kaþólskra túlkuð sem
einber hentisemi. ef þá ekki
sem hraesni.
... Kommúnistum standa einn-
ig opnar dyr á sviði menningar
‘‘(bókmennta, lista, vfsindarann-
sókna o.s.frv.). í auðvalds-
heiminum skapast nefnilega
skilyrði sem leiða af sér að
kostur menntamanna þrengist
og vegið er að frelsi þeirra
Það erum við, sem eigum að
vera forsvarsmenn frelsisins í
menntalífinu, frjálsrar liSÍ-
sköpunar og vísindaframfara
Til þess að svo geti orðið meg-
um við ekki setja okkur og
hugmyndir okkar á háan hest
gagnvart öði-um viðhorfum og
menningarstraumum; heldur
hefja viðræður við fulltrúa
þeirra og leitast á þann hátt
við að dýpka og auka skilning
á hinum menningarlegu við-
fangsefnum, eins og þau blasa
við í dag. Því fer fjarri að all-
ir beir sem eiga ekki samleið
með okkur á hinum ýmsu
brautum menningarinnar í
heimspeki, sagnfræði og félags-
vísindum. séu fjandmenn okk-
ar eða leiguþý fjandmanna
okkar. Það er hinn gagnkvæmi
skilningur, áunninn í stöðug-
um rökræðum sem veitir okkur
virðingu og áhr;favald. og gef-
ur okkur um léið tækifæri til
að fletta ofan af okkar raun-
verulegu fjandmönnum, fals-
spámönnunum, uppskafningun-
um í listinni og öðrum af því
sauðahúsi. Á þessu sviði gæti
okkur borizt mikil hjálp, en
hefur ekki alltaf bórizt. frá
beim löndum þar sem við
stiómum þegar öllu þjóðfélags-
lífinu .. .
Og ég læt liggja á milli
hluta, til að lengja ekki mál
mitt um of. mörg önnur atriði
sem hefði mátt nefna.
Þegar v-'ð hugleiðum og á-
kveðum stefnu okkar í heild
höfum við að leiðarbnoða, og
höfum ævinlega t.alið að við
ættum að hafa. niðurstöður 20.
þingsins. En í dag barf að
fjalla að nýiu einnig um þess-
ar niðurstöður og draga af
þeim nýjar ályktanir Til dæm-
is má nefna að frekarí athug-
un á kenningunni um að hægt
sé að fara friðsamlega leið til
sósúdismans knýr okkur til að
skilgreina nánar. hvað . við
e’gum mpð lýðræði t borg-
aralegu þjóðfélagi, hvernig færa
Vandamál landa sósía/ismans
megi út kvíar frjálsræðisins
og lýðræðisstofnananna og
hvemig sé 'heppilegast að haga
aðild hins vinnandi fjölda að
efnahags- og stjórnmálalífinu.
Þama kemur upp spumingin
um hvort verklýðsstéttin get-
ur tekið völdin í þjóðfélagi
sem hefur ekki breytt um
borgaralegt' eðli sitt og þá hvort
hægt sé að breyta smám sam-
an því' eðli með baráttu innan-
frá. I löndum þar sem komm-
jínistahreyfingin er orðin öflug,
eins og hjá okkur (eða í Frakk-
landi), er þetta .mál málanna í
allri hinni póltisku baráttu. Af
því leiðir auðvitað aukna rót-
tækni þessarar baráttu og und-
ir henni mun svo aftur komm
vígstaða okkar síðar.
Alþjóðaráðstefna getur vafa-
laust greitt fyrir lausn þessara
vandamála, en það er þó fyrst
og fremst verkefni hvers ein-
staks flokks að kryfja þau til
mergjar og leysa þau. Það er
jafnvel ástæða til að óttast að
lausn þeirra væri torvelduð
með samþykkt algildra leiðar-
vísa. Það er mín skoðun að á
núverandi þróunarskeiði sög-
unnar sem í meginatriðum
markast af framsókn og sigri
sósíalismans í öllum heiminum.
verði í nánustu framtíð bæði
form og ytri aðstæður þessarar
framsóknar með allt öðrum
hætti en verið hefur áður. Sam-
tímis er mikill munur á að-
stæðum f hverju' landi. Þess
vegna verður hver flokkur að
kunna að ráða ferðinni sjálfur.
Sjálfræði flokkanna, sem við
styðjum eindregið, er ekki að-
eins innri nauðsyn hreyfingar
okkar,. heldur algert frumskil-
yrði fyrir þróun okkar við nú-
verandi aðstæður. Við værum
því andvígir hverskonar tillög-
um um að setja á stofn ný al-
þjóðasamtök undir einni mið-
stjórn. Við erum traustir stuðn-
ingsmenn einingarinnar í
•hreyfingu okkar og hinni al-
þjóðlegu verklýðshreyfingu,
en þessi eining á að birtast í
fjölbreytni hinnar pólitísku af-
stöðu, sem jafnan sé samhæfð
ástandi og þróunarstigi hvers
lands. Þessu fylgir auðvitað
sú hætta að flokkarnir ein-
angrist hver frá öðrum og af
því getur leitt vissa ringulreið
Það þarf að varast þá hættu
og í því skyni teljum við að
Við teljum það skipta megin-
máli fyrir þróun hreyfingai’
okkar að komið sé á hánum
kynnum og samstarfi milli
kommúnistaflokkanna í auð-
valdslöndunum og þjóðfrelsis-
hreyfinganna í nýlendunum
og hinum nýfrjálsu lönd-
um. En þessi tengsl ættu
ekki aðeins að vera við
kommúnistaflókka þessara
landa, héldur öll þau öfl sem
berjast fyrir sjálfstæðinu og
gegn heimsvaldastefnunni og
einnig, eftir því sem hægt er,
við stjómir þeirra ný-
frjálsu landa þar sem fram-
faraöflin ráða ríkjum. Mark-
miðið ætti að vera að koma
sér saman um ákveðna stefnu-
hafa verði þessi ráð: Alltíð
samskipti á milli flokkanna
sem geri hver öðrum grein fyr-
ir starfi sínu og reynslu; sam-
eiginleg fundahöld til að fjalla
um vandamál sem vissir flokk-
ar hafa allir við að glíma; al-
þjóðafundir til rannsóknar á al-
mennum vandamálum hagvís-
inda, heimspeki, sagnfræði og
svo framvegis.
Jafnhliða þessu enum vlð
hlynntir því að rökdeilur fari
fram milli einstakra flokka um
mál sem þeir láta sig sérstak-
lega varða og að þær rökdeil-
ur séu einnig á opinberum vett-
vangi til að vekja athygli alls
almennings á þeim; en for-
senda þessa er, vel að merkja,
að rökdeilurnar fari fram af
fyllstu kurteisi, með gagn-
kvæmri virðingu deiluaðila.
með hlutlægri rökfærslu, en
ekki með þeim ruddaskap og
ofstopa sem Albanar cg Kín-
verjar hafa tamið sér!
skrá til leiðsagnar í baráttunni
gegn heimsvaldasinnum og ný-
lendustefnunni. Jafnhliða ætt-
um við að rannsaka betur
vandamálin sem snerta þróun-
arleiðir hinna nýfrjálsu landa
og hvað fyrir þeim vakir að
stefna til sósíalismans. Og
þannig mætti lengi telja. Hér
er um að ræða ný úrlausnar-
efni, sem ekki hefur Verið
glímt við fram að þessu. Þess
vegna, eins og ég hef áður
sagt, myndum við hafa fagnað
því að haldin væri alþjóðaráð-
stefna sem einvörðungu væri
ætlað að fjalla um þessi efni
og við verðum að láta þau
skipa æ rýmri sess í öllu okk-
ar starfi.
Ég held að óhætt sé að full-
yrða að ofsafengin og
smánarleg herferð Kínverja og
Albana á hendur Sovétríkjun-
um, Kommúnistaflokki Sovét-
ríkjanna, og þá einkum félaga
Krústjoff, hafi ekki fengið
slíkan hljómgrunn meðal al-
þýðu manna að ástæða sé til
að gera mikið veður út af
henni, enda þótt hinn borgara-
legi áróður hafi notfært sér
hana út í æsar. Virðing og
áhrifavald Sovétríkjanna er
enn geysilegt meðal alþýðunn-
ar. Hinar fáránlegu ásakanir
Kínverja (endurreisn burgeis-
anna í Sovétríkjunum o.s.frv)
eni alger vindhögg. En það
vefst hins vegar fyrir mönn-
um hvernig á því stóð að sov-
ézku tæknifræðingarnir voru
kvaddir heim frá Kína.
Það sem menn velta mjög
fyrir sér. allur almenningur
og einnig (a.m.k. í okkar landi)
ekki óverulegur hópur komm-
únista, er sjálf sú staðreynd
að kominn er upp slíkur heift-
arlegur ágreiningur milli
tveggja landa sem bæði komu
á sósfalisma eftir sigur I
tveimur miklum byltingum.
Þessi staðreynd vekur til um-
hugsunar um sjálf grundvall-
aratriði sósíalismans og við
verðum að leggja okkur alla
fram til að skýra, hverjar eru
þser sögulegu, pólitísku, flokks- \
legu og persónulegu ástæður
sem liggja til ágreiningsins og
deilnanna. Hér mætti nefna
að á Italíu eru stór héruð,
sem byggð eru fátækum bænd-
um og þar var kínverska byít-
ingin orðin einkar vinsæl
vegna þess að hún var bænda-
bylting. Af þessari ástæðu
varð flokkurinn að taka til
meðferðar sjónarmið Kínverja.
gagnrýna þau og hafna þeim,
einnig fyrir opnum dyrum.
Hins vegar hefur enginn virt
Albana viðlits, enda þótt á
Suður-ítalíu búi þjóðarbrot af
albönskum stofni.
Auk ágreiningsins við Kín-
verja eru önnur vandamál
hins sósíalistíska heims sem
við vildum að veitt væri at-
hygli.
Það er ekki rétt að ræða
um sósíalistísku löndin (og
þetta á einnig við um Sovét-
ríkin) eins og þar gangi ævin-
lega allt að óskum. Þetta er
t.d. galli þess kafla ályktun-
arinnar frá 1960 þar sem fjall-
að er , um þessi lönd. Það
koma nefnilega stöðugt upp í
öllum sósíalistísku löndunum
erfiðleikar, andstæður, ný
vandamál sem verður að lýsa
undanbragðaJaust. Enn verra
er að láta sem allt gangi að
óskum, þegar við stöndum svo
allt í einu frammi fyrir þeirri
nauðsyn að þurfa að tala um
erfiðleika og gefa skýringu á
þeim. En hér er ekki aðeins
um einstök atriði eða mál að
ræða. Þekking manna á vest-
urlöndum á öllum þeim marg-
víslegu vandamálum sem
snerta efnahagslega uppbygg-
ingu sósíalismans er öll í, mol-
um og oft æði fi’umstæð. Það
skortir þekkingu á breytileg-
um aðstæðum í hinum ýmsu
löndum, á mismunandi óætl-
unaraðferðum og hvemig þær
taka smám saman breytingum.
á þeirrl aðferð sem höfð hef-
ur verið og þeim örðugleikum
sem orðið hafa á því að sam-
hæfa efnahag hinna ýmsu
landa, og þar fram eftir göt-
unum. Það hefur þannig stund-
um skapazt ástand sem mönn-
um hefur verið ofviða að
skilja. Stundum virðist sem
komið hafi upp ágreiningur
milli ráðamanna. en þá ekki
auðvelt að gera sér grein fyr-
ir, hvort svo sé í raun og
veru, og hver sé þá ágrein-
Tengs/ hreyfíngarínnar við
ný/endur og nýfr/áls lönd
ihguriim. Það gæti ef til vill
verið gagnlegt að upp kæmu
við og við í sósíalistísku lönd-
unum deilur fyrir opnum
tjöldum um mál dagsins sem
ráðamennimir tækju einnig
þátt í. Það myndi vissulega
verða til að auka áhrifavaid
og álit hins sósíalistíska þjóð-
félags í sjálfu sér.
Þess er ekki að dyljast að
gagnrýnin á Stalín hefur skil-
ið eftir alldjúp spor. Einna
alvarlegast er í því sambandi
að mönnum, einnig þeim sem
standa okkur nærri, hættir til
að taka af tortrýggni fréttum
af nýjum efnahagslegum eða
pólitískum ávinningum. Auk
þess verður að álíta að enn
hafi ekki verið ráðinn sá
vandi, hver voru upptök Stal-
ínsdýrkunarinnar og hvernig
hún gat komið upp. Það er
ekki hægt að faHast á þá
skýringu að allt hafi það staf-
að af persónulegum göllum
Stalíns. Reynt er að grafast
fyrir um hver hafi getað ver-
ið þau pólitísku mistök sem
áttu sinn þátt í upphafi dýrk-
unarinnar. Um þetta fjalla
sagnfræðingar og reyndir for-
vígismenn flokksins. Við letj-
um þá ekki, vegna þess að
þetta leiðir af sér dýpri skiln-
ing á sögu byltingarinnar og
erfiðleikum hennar. En við
ráðleggjum þeim að vera var-
fæmir í dómum og að fylgj-
ast með því sem birt er og
þeim rannsóknum sem gerðar
eru í Sovétríkjunum.
En vandamálið sem okkur
varðar mestu í dag þegar Sov-
étríkin og önnur lönd sósí-
alismans eiga í hlut er hvernig
sigrazt verður á því stjómar-
fari réttindaskerðingar og af-
náms á' lýðfrelsi og almennum
mannréttindum sem Stalín kom
á. Það er ekki sömu sögu að
segja frá öllum sósíalistísku
ríkjunum. Þegar á heildina er
litið fær maður hugboð um
seinagang og viðnám gegn
afturhvarfi til hinnar lenínsku
aðferðar, sem tryggir mönnum
skoðanafrelsi bæði innan
flokks og utan, ekki aðeins á
sviði menningar og lista, held-
ur einnig um stjórnmál. Við
eigum erfitt með að skilja
þennan seinagang og þetta við-
nám. einkum eins og nú horf-
ir, þegar ekki er Iengur um
að ræða umsát auðvaldsríkj-
anna og hinir stórfenglegustu
sigrar hafa unnizt í uppbygg-
ingu efnahagslífsins. Okkur er
það grundvallaratriði að sósi-
alisminn sé það stjórnarfar
sem veitir vinnandi fólki hið
mesta frelsi og það eigi á
virkan og skipulegan hátt að-
ild að stjóm alls þjóðlifsins,
Við fögnum því öHum þeim
meginreglum og öllum þeim
staðreyndum sem eru til vitn-
is um að þetta sé raunveru-
leikinn í ölium hinum sósíal-
istísku löndum, en ekki aðeins
í Sovétríkjunum. En hver sú
staðreynd sem stundum sýnir
okkur hið gagnstæða skaðar
alla hreyfingu okkar.
Við veltum mjög fyrir okk-
ur einu atriði og gerum okk-
ur ekki fulla grein fyrir því.
Þetta er sú staðreynd að mið-
flóttaafls gætir í samskiptum
sósíabstísku landanna. Þarna
er augljós og alvarleg hætta
á ferðum sem við teljum að
sovézku félagarnir <~ttu að
Framhald a 7. síðu..