Þjóðviljinn - 12.09.1964, Síða 5
Laugardagur 12. sep*en,ber 1964
ÞIÓÐVILnNN
SlÐA 5
Einstefnan er úr sögunni
mmmm
-
Heilablóðfa'U lagði Palmiro
Togliatti að velli áður en
hann náði tali af Nikita Krúst-
joff, en boðskapurinn sem for-
irigi öflugasta kommúnista-
flokks Vestur-Evrópu hugðist
flytja forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna hvarf ekki í gröfina
með honum. Kommúnistaflokk-
ur Ítalíu hefur birt greinargerð-
ina sem Togliaíti var að semja
síðustu dagana áður en hann
veiktist. Þetta merkilega plagg
hefur verið birt í heild hér
í blaðinu, svo engin ástæða
er til að endursegja efni þess
nú, enda er samt af nógu að
taka þegar ræða skal deilurn-
ar sem háðar eru meðal komm-
únista. Ekki verður þó hjá því
komizt að minna á nokkur
atriði sem Togliatti leggur á-
herzlu á í pólitískri erfðaskrá
sinni. Hann lýsir því yfir að
Kommúnistaflokkur Xtalíu taki
ekki í mál að eiga aðild að
neinum útskúfunardómum á
flokkaráðstefnunni sem sovézki
flokkurinn hefur boðað í des-
ember. Italskir kommúnistar
séu Kommúnistaflokki Sovét-
ríkjanna að mestu leyti sam-
þykkir í flestum helztu ágrein-
ingsmálum við Kommúnista-
flokk Kína, en láti það ekki
blinda sig fyrir að framkoma
sovétmanna við Kínverja eigi
verulega sök á því hvemig
komið er. Tómt mál er um
það að tala, segir Togliatti.
að koma á algerri einingu
hinna fjölmörgu kommúnista-
flokka, það sem þeir þurfa að
læra er að fara hver sínar
e'gin götur án þess að lenda
í árekstrum og illdeilum.
Sex vikur eru liðnar síðan
Kommúnistaflokkur Sovét-
ríkjanna boðaði fulltrúa 26
flokka til fundar í Moskvu 15.
desember til að undirbúa
Um fegurð og verksvit
Vegfarandi skrifar:
„Sumarið kom snemma, enda
sýna trén það. Haustfölvi er
farinn að færast yfir trjágróð-
urinn, margskonar litir komn-
ir á laufkrónur trjánna. Þess-
ir Jitir eru stundum mjög fal-
legir, enda hafa skáldin heill-
azt af þeim. Steingrímur tal-
aði úm ,,þúsund litan skóginn”.
Mynd Einars Jónssonar af
Þorfinni karlsefni stendur á
lágum stöpli. Er því auðveld-
ara að skoða listaverkið betur.
Það vekur undrun hjá manni
hversu mikil nákvæmni og
finleiki er á öllu handbragði.
Maður hrífst ekki aðeins af
svipmótinu. Nei, það er hin
fíngerða nákvæmni sem heill-
ar augað mest. Einar Jónsson
verður fram á næstu öld fög-
ur fyrirmynd annarra mynd-
höggvara.
Á dögunum átti ég leið um
Hljómskálagarðinn svonefnda.
Við vegkant lágu fjórir piltar,
á að gizka 15—16 ára, allir
með ljáspíkur og voru að
krafsa grastoppa frá trjástofn-
unum. Þetta er sú frumlegasta
aðferð við þessa vinnu sem
ég veit að til er. Þó eru til
hentug járn með löngu skafti
sem nota á við svona vinnu.
Það er að minnsta kosti þægi-
legra að geta staðið upprétt-
ur en liggja á hnjánum.
En verksvit læra ungling-
arnir ekki eða vinnuvísindi.
Þeir hafa hreinsað garðinn
ágætlega, enda þótt vinnu-
tækni þeirra sé fornfáleg. Ekki
draga vinnubrögð sem þessi
úr kostnaði við garðinn. Ann-
ars er Hljómskálagarðurinn
ekkert einsdæmi. Þegar gengið
er um einhvem hluta þessar-
ar borgar kemur allstaðar i
ljós skipulagsleysið og kotbúa-
háttur sem stingur í stúf við
hraðfara framþróun.”
Vegfarandi.
heimsráðstefnu kommúnista-
flokka á næsta ári. Fundar-
boðið var sent enda þótt ljóst
væri af löngum og ströngum
bréfaskiptum að Kommúnista-
flokkur Kína og þeir flokkar
sem honum fylgja að málum
myndu ekki taka þátt í und-
irbúnihgsfundinum. og því síð-
ur allsherjarráðstefnunni sem
á eftir skyldi fara. Á hálfum
öðrum mánuði hafa níu flokk-
ar formlega boðað að þeir
ætli að senda fulltrúa á fund-
inn í Moskvu en tveir hafn-
að boðinu. Me:rihlutinn á því
enn eftir að svara. Öhætt er
að fullyrða að undirtektirnar
eru mun dræmari en fundar-
boðendur gerðu sér .vonir um.
Af þrettán flokkum sem- ekki
hafa enn sent svar hafa níu
stutt sovétmenn í meginatrið-
um í deilum undanfarinna ára,
en reynt að stilla til friðar
og leitt orðaskakið sem mest
hjá sér. Að líkindum senda
þeir flestir fulltrúa á fundinn
í Moskvu. en ekki í því skyni
að styðja við bakið á sovét-
mönnum t deilu þeirra við
Kínverja heldur til að firra
frekari vandræðum, reyna að
afstýra algerum klofningi með-
al kommúnistaflokkanna.
Og ekki nóg með það að
hætta sé á að flokkamir
skiptist í fjandsamlegar fylk-
ingar, klofnings er þegar far-
ið að gæta innan einstakra
flokka milli hópa sem fylgja
sovétmönnum og Kínverjum að
málum. Flokkarnir í Japan,
Ástralíu, Brasilíu, Belgíu og
Indlandi eru þegar klofnir, sá
indverski meira að segja í
þrennt. Er sú upplausn í öðr-
um stærsta flokki landsins
mikið fagnaðarefni- fyrir hægri
öflin í Indlandi, nú þegar los
kemst á indversk stjómmál
eftir fráfall Nehru. Klofning-
urinn í Kommúnistaflokki Ind-
lands á auðvitað rót sína að
rekja til harðneskjulegra"
framkomu Kínastjórnar í
landamæradeilu ríkjanna."
Hlutlausum fræðimönnum ber
saman um að í því máli hnígi
flest söguleg og lagaleg röx
Kínverjum í vil. en enginn
nauður rak þá til að grípa
til umfangsmikilla hernaðar-
aðgerða. Markmiðið með þeim
virðist meðal annars hafa ver-
ið að koma sovétstjóminni i
klípu.
Mikill meirihluti kommún-
istaflokkanna er hliðholl-
ari meginstefnu sovézka flokks-
ins en þess kínverska, en þar
með er ekki sagt að þeir séu
reiðubúnir til að leggja bless-
un sína yfir aðgerðir sovét-
manna í deilunni. Þetta sést
vel á afstöðu ítalska flokks-
ins. Togliatti hefur deilt á
stefnu Kínverja og hlotið þung-
ar ákúrur þeirra, en í gre:n-
argerð hans er því slegið
föstu að sovézki flokkurinn
beri sinn hlut af ábyrgðinni
á hvernig komið er. Reynsla
síðustu ára hefur kennt komm-
únistaflokkum úti um heim að
sovézki kommúnistaflokkurinn
þarfnast frekar aðhalds en
stuðnings af þeirra hálfu.
Frumhlaupið gagnvart Júgó-
slavíu og þvingunarráðs|tafanir
í garð Kína eftir að deilur
tóku að 'narðna eru í fersku
minni. Á síðustu mánuðum
hefur Efnahagssamvinnuráð
Sovétríkjanna og landa Aust-
ur-Evrópu lent í ógöngum
vegna tilraunar til að segja
Rúmerium fyrir verkum um
þróun atvinnuveganna í landi
þeirra. Framkoma sovétmanna
í Austur-Evrópu fyrsta áratug-
inn eftir að heimsstyrjöldinni^
síðari lauk á meginsök á því "
að gamall þjóðrembingur og
þjóðemaerjur skjóta nú enn á
ný upp kollinum á þessum slóð-
um.
Ein nýjasta sakargift Pravda
í garð Kínverja er að þeir
reyni hvað þeir geti til að egna
til landamæraágreinings milli
Sovétríkjanna og nágrannaríkja
þeirra í vestri. Jafnframt sak-
ar blaðið Maó Tsetúng um að
mælast til þess í viðræðum
við sendinefnd Sósialistaflokks
Japans að Kínverjar og .Jap-
anir taki höndum saman til
að koma á nýrri skiptingu
landrýmis í Austur-Asíú sem
sé í samræmi við þarfir þess-
ara þéttbýlustu landa heims.
Milli Sovétríkjanna og Kína
liggur hin víðlenda en strjál-
býla Mongólía. 1 deilum und-
anfarinna ára hafa Mongólar
tekið eindregna afstöðu með
Longo, eftirmaður Togliatti, fiz Krústjeff forsaetisráðherra (t.h.)'
bera kistu hins kitna í Simferopoi á Krún.
Sovéti-íkjunum, enda segir
Pravda að Maó Tsetúng hafi
stungið upp á því við Krúst-
joff árið 1954 að Kína fengi
að innlima Mongólíu. Nú saka
Mongólar Kínverja um undir-
róður í landamærahéruðum og
fréttir berast frá Moskvu um
liðsamdrátt Kína megin viö
landamæri ríkjanna. Hvað sem
hæft er í þessu er ljóst að
lít'ð þarf útaf að bera til að
sambúð ríkjanna sem þama
eiga í hlut komist í óefni.
Ymsir eru auðvitað ósparir að
spá skjótri upplausn hins
sósíalistíska heims, rétt eins
og sömu aðilar fullyrtu á sín-
um tíma að Sovétríkin myndu
líða undir lok þegar Stalíns
m'ssti við. Raunin þá varð allt
önnur. framfaraöfl losnuðu úr
læðingi og hafa gert Sovétrík-
in langtum öflugri bæði inná-
við og útávið en nokkru sinni
fyrr. Á alþjóðlegum vettvangi
hefur þróunin orðið hægari,
en nú er kom:ð að tímamótum
í sögu hinnar kommúnistísku
hreyfingar. Sá tími er liðinn,
og varaði reyndar miklu leng-
ur en efni stóðu til, þegar
hún snerist um fyrsta sósíal-
istíska ríkið. Nú eru komin til
sögunnar tvö sósíalistísk stór-
veldi, hvort með sínar ólíku
sögulegu forsendur sitt á hvoru
þrepi efnahagsþróunar. Ný
tæknibylting gengur yfir iðn-
aðarlöndin en bylting vaknandi
vosa geysar 1 vanþróuðum
hlutum heims. Rígskorðuð ein-
stefna er fyrirfram dauðadæmd
við þessar aðstæður.
M.T.Ó.
Utsvör á Húsavik
Húsavík, 31. ágúst 1964.
Vegna greinar G.H. í Alþýðu-
manninum 27. ág. s.l., þar sem
sagt er frá útsvarsniðurjöfnun
á Húsavík, óskar frafntals-
nefnd Húsavíkur þess, að þér
birtið eftirfarandi í blaði
yðar:
I nefndri grein er sagt orð-
rétt: „Hér var lagt á bætur
almannatrygginga, og sjó-
mannafrádráttur ekki veittur.
og auk þess voru gamalmenn-
um engar ívilnanir gefnar“.
I reglum sem prentaðar eru
með útsvarsskrá gerir Fram-
talsnefnd m.a. grein fyrir á-
lagningunni á þessa leið: „Und-
anþegnar útsvarsálagningu
voru þessar bætur: elli og ör-
orkulífeyrir, sjúkrabætur,
mæðraláun og sjúk’radagpen-
ingar. Auk þess voru útsvör
elli- og örorkulífeyrisþega
lækkuð verulega.
Hjá einstaka gjaldendum
var tekið tillit til sjúkrakostn-
aðar, skertrar greiðslugetu
vegna dauðsfalla og slysa, og
vegna menntunarkostnaðar
bama eldri en 16 ára“.
Ennfremur segir: „Vikið var
frá ákvæðum skattalaga um
aukafrádrátt sjómanna".
Samkvæmt framansögðu var
t.d. dreginn frá tekjum þeirra
30 ellilífeyrisþega, sem útsvör
voru lögð á, allur ellilífeyrir
þeirra að upphæð samtals kr.
684.500.—, sem svarar til þess
að útsvör þeirra hafa verið
Framhald á 7. síðu.
62. DAGUR.
Haraldur bróðir hans var jafnan innan hirðar hinn næsti
maður um alla þjónustu og hafði hann allar féhirzlur kon-
ungs að gæta. Það er sögn manna að þá er fram leið að
andláti konungs, að þá var Haraldur nær og fátt manna ann-
að. Þá laut Haraldur yfir konunginn og mælti; „Því skírskota
eg undir alla yður að konungur gaf mér nú konungdóm og
allt ríki á Englandi" Því næst var konungur hafður dauður
úr hvílunni Þann sama dag var þar höfðingjastefna. Var þá
rætt um ko.nungstekju.
Lét þá Haraldur bera fram vitni sín, þau er Játvarður kon-
ungur gaf honum ríki á deyjanda degi. Lauk svo þeirri stefnu
að Haraldur var til konungs tekinn og vígður konungsvígslu
hinn þrettánda dag jóla í Pálskirkju. Gengu þá allir höfð-
ingjar til handa honum og allt fólk.
En er það spurði Tósti jarl bróðir hans líkaði honum illa.
Þóttist hann eigi verr til kominn að vera konungur. „Vil ég“,
segir hann, „að landshöfðingjar kjósi þann til konungs er þeim
þykir bezt vera til fallinn". Og fóru þau orð milli þeirra
bræðra. Haraldur konungur segir svo að hann vill eigi upp
gefa konungdóm fyrir það að hann var settur í konun'gs-
stól á þeim stað sem konungur átti en verið.. síðan smurður
og vígður konungsvígslu. Hvarf og til hans allur styrkur fjöl-
mennis. Hafði hann og féhirzlur konungs allar.
4
)
i