Þjóðviljinn - 17.09.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 17.09.1964, Side 1
Gæzlufíð SÞ verður áfrum á Kýpur NBW YORK 16/9 — A fundi í öryggisráði SÞ í dag lét U Þant í ljós ánaegju sína með ákvörðun Makarí- osar forseta að aflétta efna- hagslegum þvingunum gegn kýpurtyrkjum og náða þá sem hefðu verið teknir hönd- um. Hann telur þetta draga mjög úr spennu á Kýpur og auðvelda gæzluliði SÞ störf sín. Fundurinn var haldinn til að ræða framtíð gæzluliðsins á Kýpur og talið er víst að ákveðið verði að það muni enn sitja á eynni næstu þrjá mánuði. Kýpurstjórn hefur lýst á- nægju sinni m,eð þær fréttir að U Þant ætli að skipa Galo Plaza sáttasemjara á Kýpur og hún fallist einnig á það, að gæzluliðið verði þar um þriggja mánaða skeið og vilji hún eiga beztu samvinnu við liðið. svofremi að það virði fullveldi landsins. En kýpurstjóm er ákveðin í því að leggja deiluna fyr- ir Allsherjarþing SÞ í haust, ef fullar sættir takast ekki 30 skip með yfir 20 þús. mál og t. □ Samkvæmt síldveiðiskýrslu Landssambands ísl. út- vegsmanna höfðu 30 skip aflað yfir 20 þúsund mál og tunnur á miðnætti sl., laugardag þar af voru þrjú skip með yfir 30 þús. mál og tunnur. Jörundur III. er enn afla- hæstur með 36.278 mál og tunnur og hafði hann engu bætt við sig í vikunni. Þá kemur Jón Kjartansson með 35.483 og Snæfell með 32.640. Öll þessi skip hafa bætt ein- hverju við sig í þessari viku og auk þerra mun Sigurpáll nú vera búinn að ná 30 þús. mála markinu og vel það. Eftirtalin 30 skip höfðu afl- að yfir 20 þúsund mál og tunn- ur á miðnætti sl. laugardag: Jörundur III., Rvík 36.278 Jón Kjartanss., Eskifirði 35.483 Snæfell, Akureyri 32.640 Sigurpáll, Garði 29.982 Sig. Bjamason, Akureyri 28.125 Bjarmi, Dalvík 27.158 Helga Guðmundsd., Patr. 26.587 Höfrungur III., Akranesi 26.285 Ámi Magnúss., Sandgerði 25.151 Hafrún, Bolungarvík 24.920 Þórður Jónasson, Rvík 24.551 Lómur, Keflavík 24.295 Niðurlagningar- verksmiðjunni tryggt hráefni Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur afl- að sér mun stjóm Síldar- verksmiðja ríkisins, sem jafnframt hefur með hönd- um stjóm Niðurlagningar- verksmiðju ríkisins á Siglu- firði, nú hafa samþykkt að gera ráðstafanir til þess að útvega verksmiðjunni hrá- efni til þess að vinna úr í vetur og mun þegar vera búið að tryggja verksmiðj- unni sex til sjö þúsund tunnur síldar til niðurlagn- ingar. Helga, Reykjavík 23.948 Guðrún Jónsdóttir, ísaf. 23.892 Ólafur Friðbertsson, Súg. 23.666 Sólfari, Akranesi 23.008 Faxi, Hafnarfirði 22.844 Hannes Hafstein, Dalvík 21.961 Pétur Ingjaldsson, Rvík 21.786 Hrafn Sveinbjs. III., Grv. 21.708 Loftur Baldvinsson, Dalv. 21.357 Grótta, Reykjavík 21.300 Jón Finnsson, Garði 21.223 Þorbjörn II-, Grindav. 21.138 Reynir, Vestm.eyjum 20.834 Oddgeir, Grenivík 20.483 Ófeigur II., Vestm.eyjum 20l218 Ólafur Magnússon, Ak. 20.208 Margrét, Siglufirði 20.155 Vigri, Hafnarfirði 20.002 Síldarskýrslan í heild er birt á síðu @ Félugsfundur ÆFR í kv'óld ■ Æskulýðsfylkingin í Reyk’javík efnir til félagsfundar í kvöld kl. 20.30 í Tjarnargötu 20. Á fundinum verða m.a. kosnir fulltrúar á 21. þing Æ.F., sem haldið verður í Hafn- arfirði dagana 25.—27. september. Dagskrá fundarins er annars á þessa leið: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Einar Olgeirsson skýrir frá viðræðum Sósíalistaflokksins og Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna 2. þ.m. 3. Kosning fulltrúa á 21. þing ÆskuIýCsfylkingarinnar. 4. Fulltrúaráð Æ.F.R. 5. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. 133 þásund mál og tunnur tíl Reyðurfjurður í sumur Reyðarfirði. 16/9 — Þrjátíu bátar liggja nú hér á höfninni og bíða eftir því að brælunni linni. Bræðsla í verksmiðjunni er í fullum gangi og lýkur sennilega annað kvöld. Fimm þúsund mál eru í þrónum þessa stund- ina, en þróarrými er fvrir tólf þúsund mál. Verksmiðjan hefur nú tekið á móti 111.400 málum í sumar. Búið er að salta í 22346 tunn- ur og skiptist þannig eftir sölt- unarstöðvum. Gunnar og Snæ- fuglinn 9217 tunnur, Austursíld 5532 tunnur. Katrín 4606 tunn- ur og Aldan 2991 tunnur. — Snjór er nú niður í miðjar hlíðar. — B.J. myndinni: Gunnvör Braga Björnsdóttir, sém Iekur hlutverk Heienar Keller í „Kraftaverkinu“ og þjóðleikhússtjóri, á blaðamannafundinum í gær. ASKURog VÍKINGUR RÁKUST Á Kl. 10 í gærmorgun rákust tveir togarar á við Austur- Grænland, Víkingur frá Akra- nesi og Askur frá Reykjavík. Báðir togaramir skemmdust við áreksturinn, Askur þó sýnu meir, brotnaði borðstokkur og brúin skaddaðist og kom mikill leki að skipinu. Vikingur skemmdist minna. Togaramir eru nú báðir á leið heim og eru væntanlegir á morgun. Maður finnst látinn Um áttaleytið í gærmorgun var lögreglunni í Reykjavík til- kynnt að maður lsegi við olíu- geyminn hjá rafstöðinni við Elliðaár. f Reyndist maðurinn vera lát- inn og var fluttur í líkhús Landspítalans til rannsóknar, og kom í Ijós að banamein hans var hjartabilun. Maðurinn hét Sigursteinn Þórðarson. nálægt sextugu, f. 1905. STJÓRN SÍLDARVERKSMIÐJA RlKISINS MÆLIR MEÐ: 55 miljón kréna ríkisábyrgð handa síldarverksmiðju Jóns Gunnarssonar Eins og kunnugt er af fréttum hefur Jón Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins sótt um lóð undir 5 þúsund mála síldarverksmiðju sem hann og fleiri aðilar hyggjast reisa á Raufarhöfn og hefur hreppsnefndin á Raufarhöfn orðið við þeirri umsókn. Nýverið var leitað álits stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins á um- sókn Jóns um 55 milj. króna ríkisábyrgð fyrir lántöku til verksmið’jubyggingarinnar og samþykkti hún með 4 atkvæðum gegn 1 að mæla með veitingu ábyrgðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá fí-éttaritara Þjóðviljans á Rauf- arhöfn sótti Jón Gunnarsson um lóð undir hina fyrirhuguðu verksmiðju á Raufarhöfn í sum- ar og samþykkti hreppsnefnd Raufarhafnar að veita honum lóð undir verksmiðjuna á svo- nefndu Eiði. Vissu Raufarhafn- arbúar almennt ekki um þessa samþykkt fyrr en þeir lásu frétt- ir.a. Morgunblaðinu. Hefur með ferð hreppsnefndarinnar á þessu máli svo og staðarvalið vakið mikla óánœgju á Raufarhöfn og rituðu um 120 kjósendur á staðnum undir áskorun til hreppsnefndarinnar um að efna til almenns borgarafundar um málið. Hefur fundurinn enn ekki verið haldinn en verður vænt,- anlega á næstunni. Það sem almenningur á Rauf- arhöfn hefur einkum út á stáð- setningu verksmiðjunnar að setja er það að með byggingu verksmiðjunnar á þessum stað yrði mjög þrengt að stækkun hafnarinnar í framtíðinni og í öðru lagi myndi sjúkraflugvöll- urinn takast af en án hans mega Raufarhafnarbúar alls ekki vera, einkanlega þar sem stað- urinn er nú læknislaus. Auk Jóns Gunnarssonar munu Kristinn Baldursson lögfræðing- ur og Benedikt Sveinsson, son- ur Sveins Benediktssonar og tengdasonur Jóns, standa að þessari verksmiðju og er sagt að Benedikt eiga að verða fram- kvæmdastjóri hennar. Einnig er talið á Raufarhöfn að Sveinn Benediktsson. foimaður stjóm- ar Síldarverksmiðja ríkisins muni standa að þessari verk- smiðjubyggingu. Eins og áður segir samþykkti stjóm SR að mæla með veit- ingu ríkisábyrgðar með 4 at- kvæðum gegn einu og var það fulltrúi Alþýðuflokksins í stjóm- inni sem greiddi atkvæði gegn því. Hvaða síldarbátar eru á heimleið? ■ Sídveiðiskipin eru farin að tínast heim og eru það minni bátamir í síldveiðiflotanum, sem sigla ýmist norð- urfyrir eða suðurfyrir eftir heimahöfnum og eru mörg þegar á heimleið. ■ Norðaustan bræla er á miðunum og víða fyrir aust- an er snjór kominn niður í miðjar fjallshlíðar og heldur kuldalegt um að litast fyrir austan og norðan í brælunni. Frá unglingameistaramótinu íslandsmet í sundi Unglingameistaramót íslands í sundi var haldið í Sundhöll- inni í Reykjavík í gærkvöld. Mótið var einnig stigamót og sigraði Ármann með 117 stig- um. Vestri á Isafirði náði öðru sæti með 72‘/2 stig. Sundfélag Hafnarfjarðar var þriðja. Ung stúikr. setti nýtt Islands- met í 50 m flugsundi, hún synti á 36.2 sek. Þá voru einnig sett ný Is- landsmet í 4 sinnum 50 m fjór- sundi bæði drengja og stúlkna og voru þar Ármenningar að verki. Drengirnir syntu á 2.15.2 og stúlkurnar á 2.30.8 mín. Nánar verður skýrt frá mót- inu í blaðinu á morgun. Svo bregðast krosstré sem önnur tré og hætti Pétur Thor- steinsson síldarleit í gærdag. Er nú á leiðinni hingað til Reykja- víkur eftir að hafa kvatt með virktum. Fer sk-ipið þegar í klössun,- En Fanney og Ægir halda á- fram síldarleitinni og skora á flotann að halda áfram fram i október. Þá kvöddu þeir í gærdag Hrafn Sveinbjarnarson III og Runólfur frá Grundarfirði og eru á leiðinni í heimahöfn. Fara þeir suður fyrir. Þá tóku stefnuna norður fyr- ir og heim Heiðrún frá Bol- ungavík, Smári frá Húsavík, Bjarmi frá Dalvík og Sigurður frá Siglufirði í gær. Þá er einnig vitað um Þor- lák Ingimundarson frá Bol- ungavík og Einar Hálfdáns og voru þeir staddir á Húnaflóá í gærdag. Þá hættu í fyrradag Vörður og Áskell frá Grenivík og Gný- fari og Sæúlfur voru staddir út af Vestfjörðum á leiðinni heim í gær. Snæfellið er komið í heima- höfn á Akureyri og Akraborgin fór með síld til Hjalteyrar, en talið er víst, að þeir haldi út á miðin aftur begar brælunni linnir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.