Þjóðviljinn - 17.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.09.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. sapíember 1964 H6ÐVUJINN StBA 3 Frelsisvinirnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veður í fréttum frá Saigon er skýrt frá því að rannsókn vegna upp- reisnarinnar sé í fullum gangi og hafi fimm hershöfðingjar þeg- ar verið handteknir og verði þeim harðlega refsað. Þá halda liðs- foringjar og aðrir aðilar áfram margvislegum kröfugerðum, t.d. sagði Cao Ky yfirmaður flughersins, sem bjargaði Khanh er upp- reisnartilraunin var gerð, að hann hefði sjálfur lengi unnið að kröfulista. Bandaríska vikuritið „Newsweek“ skýrir frá því, að stjórnmálamenn í Washington hefðu ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið er fréttir bárust af uppreisnartilrauninni, og klykkir út með því að segja, að hin gamla góða stefna Bandaríkjanna gagn- vart Suður-Víetnam: Áfram með smjörið, sé nú augljóslega einsk- is nýt. — Á myndinni sjást þeir McNamara landvarnaráðherra (t. v.) og Taylor sendiherra Bandaríkjanna í Saigon. Kúbanskir flótta- menn sökkva skipi Samvinna ALEXANDRIA 16/9 — í gærkvöld náðu Sameinaða arabalýðveldið og írak samkomulagi um það að sameina alla stjórnmála- starfsemi í báðum löndun- um með því að sameina alla stjómmálaflokka. Erhard ESSEN 16/9 — Ludwig Er- hard forsætisráðherra sagði á fundi í Kristilega Demó- krataflokknum í Essen í gærkvöld, að ekkert gæti hvikað Vestur-Þýzkalandi frá vináttusamningi þess við Frakkland né samvinnu við De Gaulle Frakklands- forseta. Erhard flutti ræðu sína rétt eftir að sendinefnd frá franska utanríkisráðuneyt- inu hafði lokið viðræðum við stjórnarvöld í Bonn. Erhard sagði, að Vestur- Þýzkaland gæti ekki haldið stöðu sinni og stefnu, ef þýzk-franska samvinnan stæði ekki á traustum grunni, Erhard sagði og að De Gaulle hefði ekki beðið hann um að velja á milli Parssar og Washington, en þvert á móti sagt, að Þjóð- verjar yrðu að hafa gott samband við báða aðila. Havana HAVANA 16/9 — f gær- kvöki skýrði ríkisstjórn Kúbu frá því, að hún hefði skrifað undir samning við Albaníu um tækni- og vís- indasamvinnu. Fréttamenn benda á, að samningurinn sé í samræmi yið stefnu Fidel Kastro að reyna að halda Kúbu utan við hugmyndafrseðilegan á- greining Kína og Sovétríkj- anna og stuðningsríkja þeirra. Berlín BERLÍN 16/9 — Austur- þýzka fréttastofan skýrði frá því i dag, að Vestur- Þjóðverjar hefðu nú sett fram nýjar kröfur í sam- bandi við langvarandi samningagerð þýzku ríkj- anna um varanlegt fyrir- komulag á vegabréfum til heimsókna í Austur-Berlín. Austur-Þjóðverjar hafa vísað þessum kröfum frá. en jafnframt er tekið fram, að þeir séu fúsir til að skrifa undir samning um vegabréfin samkvæmt hin- um upprunalegu skilyrð- um. MIAMI 16/9 — Andstæðingar Kastros á Miaml í Bandaríkjun- um gáfu þær upplýsingar í gær- kvöld, að það hefði verið her- sveit úr Frelsisbyltingarhreyf- ingu Manuel Artimes sem réðist á spánska flutningaskipið Sierra Aranzazu austur af Kúbu á sunnudag. Samtök kúbanskra flóttamanna sem kenna sig við 30. nóvember sendu í gær út yfirlýpingu, þar sem því er hótað að öll skip sem fari til Kúbu eigi það á hættu að á þau verði ráðist. í yfirlýsingunni voru mörg skip sem ógnað er nefnd með nafni. Þeirra á meðal eru tvö ítölsk skip. mörg spönsk og eitt franskt Þeir af skipshöfninni á Sierra Aranzazu, sem lifðu af segja frá því, að tveir óþekktir bátar hefðu skotið á skipið með fall- byssum og vélbyssum. Við skothríðina kviknaði i skipinu og varð áhöfnin sam- stundis að yfirgefa skipið. Þrír af áhöfninni létust er hún hafði komist á björgunarfleka, en 17 var bjargað um borð í hollenzkt skip sem var þarna nærstatt. Sendiherra Spánar í Was- hington, Marquis de Merry del Val, fór í gærkvöld fram á við- tal við Dean Rusk utanríkisráð- herra, en hann hafði ekki tíma til að verða við því. Talsmaður spánska sendiráðs- ins telur þennan atburð mjög alvarlegan og lýsti yfir undrun sinni að þetta gæti gerst á hafi þar sem Bandaríkin hefðu ná- kvæmt eftirlit BLAÐBURÐUR Þjóðviliann vantar nú þegar fó'k til blaðburðar í þessi hverfi. SKJÖL - KVÍSTHAGA — LÖNGUHLlÐ — SKÚLA- , GÖTU — RRÚNIR — ÞÖRSGÖTU — LAUFÁSVFG — NJÁLSGÖTU — BEFG^öRUGGtii _ TJARNARGÖTU — HÖFÐAHVFRFI. ÞJÖÐVILJINN KÓPAVOGUR - KÓPAVOGUR Laus ótburðarhverfi í vesturbænum. Hringið í síma 40319. ÞJÖÐVILJINN VIÐSJAR AUKAST MILLI INDÓNESÍU 0G MALASÍU DJAKARTA 16/9 Sukarno for- scti hefur stofnað herstjórnar- stöðvar í ýmsum héruð'um Indó- ncsíu og veitt þeim fullt vald til að framkvæma handtökur. rannsóknir og taka upp eigur manna, í sambandi við barátt- una gegn Malasíu-sambandinu. Herstjórnargtöðvar þessar eru flestar í þeim héruðum lands- ins, sem liggja að landamærum Malasíu, og hafa sjálfboðaliða- sveitir þar fengið fyrirskipanir um það, að efla viðbúnað sinn vegna þróunar ágreiningsmál- anna við Malasíu. Bardagar Indverskir Gurkhahermenn bjuggu sig í dag til árásar á hæð nokkra skammt frá Labis í Suður-Malaíu. en þeir gera ráð fyrir að þar séu höfuð- stöðvar indónesiskra hermanna, sem hafa verið settir á land í Malaíu. Búizt er við að stöðvarnar séu vel varðar og framvarða- sveit Gurkha í héraðinu til- kynnti um nokkur vopnavið- skipti, en seinnna slitnaði allt samband við framvarðarsveitina vegna óveðurs. Varaforsætisráðherra Malasíu ALÞJÖÐASYNING Framhald af 10. síðu. ið í minnstu íbúðunum var 18,5 ferm.. í 2ja herb. íbúðunum 29 til 32 ferm. og í 3ja herb. íbúð- unum 39 fermetrar. Auk þess er svo auðvitað eldhús og snyrti- herbergi og bað með hverri i- búð, en sovétmenn telja gjama aðeins íbúðarherbergin sjálf þegar þeir ræða um stærð íbúða. Réttur manna til íbúðahús- næðis í Sovétríkjunum er eins og sakir standa bundinn við 9 ferm. á mann og að því er nú stefnt að uppfylla hann. Gífur- lega mikið hefur verið byggt á síðustu árum en þó eru enn húsnæðisþrengsli og þá ekki sizt í Moskvu þar sem fólki hefur fjölgað mjög vegna aðflutninga til borgarinnar. AUt til þessara verksmiðju- byggðu húsa kemur tilbúið á byggingarstaðinn, hvort sem um er að ræða hluta í íbúðarher- bergi, eldhús eða bað. Allar raflagnir eru lagðar í steypuna í verksmiðjunum og fylgja því með. Miðstöðvarhitaleiðslur eru og í jaðri vegghlutans þar sem hann mætir þeim næsta. Loft- hæð íbúðanna er 2,60 em. en 2,5 cm. er lágmark lofthæðar í í- búðum skv. byggingarreglum Moskvuborgar. íbúðimar í þessu hverfi voru allar hitaðar upp með heitu vatni frá einni og sömu kyndi- stöð. Arkitektinn sem sýndi okkur húsið kvað það taka 5—6 mán- uði að reisa 10—12 hæða íbúð- arblokk með verksmiðjuaðferð- inni. Er þá miðað við frá því hafizt er handa við grunn húss- ins og þar til flutt er inn í full- gerðar íbúðirnar. Byggingarkostnaður þessa sam- býlishúss með 180 íbúðum var 607 þúsund rúblur eða um 28,5 milj. ísl. kr. Hver fermetri í húsinu kostar 134 rúblur eða tæpar 6300 ísl. kr. og er þá allt með talið: fullbúnar innrétting- ar, fúllgert eldhús með raf- magnseldavél, frágengið bað með tækjurú. lyftur o.s.frv. Húsaleiga eftir tveggja her- bergja íbúð í þessu húsi er 7 rúblur um mánuðinn og er ljós og hiti innifalið. Þetta eru fæp- ar 330 ísl. kr. og þætti slík húsaleiga vfst -með ólíkindum hér og raunar víðar. Að síðustu vil ég biðja Þjóð- viljann fyrir kveðjur og þakkir til fulltrúa íslands í Moskvu, þeirra dr. Ki'istins Guðmunds- sonar ambassadors og Haralds Kröyer sendiráðsritara. fyrir þá ágætu fyrirgreiðslu og alúðlegu móttökur sem við ferðfélagam- ir áttum að mæta dagana sem við dvöldum í Moskvu. sagði í Kuala Lumpur í dag, að flestir fjandmannanna væru á þessu svæði og kvaðst hann vona að hreinsunin gengi fljótt og vel. Heimildarmenn í hemum í Labis telja að síðastliðinn mán- uð hafi indónesiskir hermenn fjórum sinnum verið settir á land í Malasíu. Skýrt er frá því að 32 Indó- nesar hafi látið lífið og 70 ver- ið teknir höndum í bardögum við brezka og malaíska hermenn Brezkar orustuþotur og þyrl- ur taka þátt í bardögunum við liðssveitir Indónesa. Öryggisráðið Fulltrúi Norðmanna hjá SÞ Sivert A. Nilsen lagði seint í gærkvöld fram ályktunartillögu á fundi öryggisráðsins um á- rekstra Malasíu og Indónesíu. I ályktuninni er gert ráð fyr- ir því, að öryggisráðið harmi atburði þá sem gerst hafa á þessu svæði og skori á aöila að hætta við valdbeitingu og hótanir en freista þess að leysa mál sín með samningum. Nilsen lagði tillögu sína fram eftir það. að tvö afríkuríki höfðu dregið sína tillögu til baka, en í henni var kveðið fastar að orði og gert ráð fyr- ir að ráðið fordæmdi fallhlff- liðaflutning Indónesa til Suð- •ur-Malaíu hinn 2. september. Fundi öryggisráðsins var frest- að í gær til fimmtudags. Haft er eftir góðum heim- ildum að Bandaríkin og Bret- land muni styðja norsku tillög- una, en Sovétríkin muni vilja breyta orðalagi að einhverju leyti. Indónesar hafa aldrei viljað hlýta neinum vítum vegna skæruhemaðarins, enda telja þeir sig vera að berjast gegn nýlendustefnu Breta. Frá gagnfræðaskóium Reykjavikur Nemendur mæti í skólunum föstudaginn 18. þ.m., kl. 3—6 síðdegis, til skráningar (1. og 2. bekkur) og til staðfestingar umsóknum sínum (3. og 4. bekkur). 1. bekkur. Skólahverfin verða hin sömu og s.l. vetur. 2. bekkur. Nemendur mæti hver í sínum skóla. 3. bekkur. LANDSPRÓFSDEILDIR: Þeir sem luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Hagaskóla, Vogaskóla og Réttarholts- skóla, mæti hver í sínum skóla. Nemendur frá Lánd- argötuskóla komi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en nemendur frá Langholtsskóla í Vogaskóla. Aðrir, er sótt hafa um landsprófsdeild, komi í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar við Vonarstræti. 3. bekkur. ALMENNAR DEILDIR: Nemendur mæti hver í sínum skóla, með eftirtöld- um undantekningum: Nemendur frá Laugarnesskóla komi í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Nemendur frá Miðbæjarskóla í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og nemendur frá Langholtsskóla komi í Vogaskóla. 3. bekkur. VERZLUNARDEILDIR: Nemendur frá Miðbæjarskóla og Laugarnesskóla komi í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Nemendur frá Langholtsskóla komi í Vogaskóla. Aðrir umsækj-/ endur um verzlunardeild mæti har, sém þeir luku unglingaprófi. 3. bekkur. FRAMHALDSDEILDIR: Framhaldsdeildir munu starfa við Vogaskóla og Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Umsækjendur mæti þar, sem þeir hafa fengið loforð um skólavist. 3. bekkur. VERKNÁMSDEILDIR: Hússtjórnardeild: Umsækjendur komi í Gagnfræða- skólann við Lindargötu. Sauma- og vefnaðardeild: 1 Gagnfræðaskólanum við Lindargötu komi umsækjendur, er unglingaprófi luku frá þeim skóla og frá Miðbæjarskóla. Aðrir umsækj- endur um sauma og vefnaðardeild komi í Gagnfræða- skóla verknáms Brautarholti 18. Trésmíðadeild: Umsækjendur mæti í Gagnfræðaskóla verknáms. Jámsmíða- og vélvirkjadeild: Umsækjendur mæti í Gagnfræðaskóla verknáms. Sjóvinnudeild: Umsækjendur komi í Gagnfræðaskól- ann við Lindargötu. Umsækjendur 3. bekkjar hafi með sér prófskírteini. 4 bekkur: Umsækjendur mæti þar, sem þeir hafa fengið skóla- vist. Nauðsynlegt er að nemendur mæti, eða einhver fyrir þeirra hönd, annars eiga þeir á hættu að missa af skólavist. FRÆÐSLUSTJÓRINN I REYKJAVlK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.