Þjóðviljinn - 17.09.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA
HÓÐVILJINN
Ptmmtudagur 17. september 1964
Otgefandi: Sameixiingarflokkur alþýdu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jód Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði.
Efnahags/egt sjálfstæði og
heifiarstjórn á fjárfestingu
Jjeir möguleikar á stóraukinni vinnslu síldar og
' stóreflingu atvinnulífs norðanlands og austan,
sem Sósíalistaflokkurinn hefur nú sannað að til
væru, eru aðalumræðuefni þjóðarinnar eins og
eðlilegt er. Veslings skriffinnar Nato verða að
hafa sig alla við, til þess að reyna að yfirgnæfa
staðreyndirnar með hávaða, eu tekst ekki.
Eykon er farinn að óttast um einokunarolíu-
hreinsunarstöð sína og Standard Oil og er miður
sín út af tilhugsun um aukin austurviðskipti í stað
minnkaðra. — Og jafnvel virðist einhver ótti læð-
ast að skriffinnum verzlunarauðvaldsins um að
það sé ekki öldungis víst að ísland sé nauðbeygt
til þess að gefa aluminiumhringnum einkaleyfi
hér, til þess að fá raforkulán. Það sé máski hægt
að fá þau með betri kjörum annars staðar en vest-
anhafs.
^ meðan Nato-blöðin þyrla upp ryki getur hins-
vegar síldin horfið — og eins og fyrirhyggjan
og skipulagsleysið er, eiga íslendingar nú enga
síld sjálfír til niðurlagningar.
‘Það sem þarf tafarlaust er að tryggja nægilega
síld, til þess að niðurlagningarverksmiðjur geti
framleitt, t.d. fyrir 50—60 milj. króna í vetur og
næsta ár. Til þess þarf hverfandi litla fjárfest-
ingu: 20—30 miljónir króna til að salta og krydda
síld og til að auka tækni niðurlagningarverksmiðj-
anna og koma upp nýjum — og stórbæta þannig
atvinnuástandið norðanlands og annars staðar þar
sem að þrengir.
Hér þarf að láta hendur standa fram úr ermum.
Þau blöð, sem áður fyrr hafa gert sig hlægileg
með kjaftæði um „skýjaborgir“ Sósíalistaflokks-
in, þegar hann hefur bent á nýjar leiðir í atvinnu-
og markaðsmálum, ættu að hafa sig hæg. Sósíal-
istaflokkurinn hefur alltaf sýnt sig raunsærri en
þeir, sem láta „hagfræðingana“ stjórna sér.
Jjað er til nóg fé til þessarar fjárfestingar. En
það vantar þá yfirstjórn á okkar fjárfestingu
og viðskiptum, sem er óhjákvæmileg, ef þjóðinni
á að vegna vel. Síldarverksmiðjur ríkisins ætla
að setja 100 miljónir króna í að auka bræðslumögu-
leika austanlands. Það er út af fyrir sig gott, og
eins og ástandið er helzt skynsamlegra aðgerða
þaðan að vænta, en hve lengi eigum við að bræða
næringarríkásta mat heimsins í mjöl og lýsi, í stað
þess að framleiða fullunnin síldarflök til matar
og fá mörgum tugum meira fé fyrir hverja tunnu
þannig unna?
Við íslendingar þurfum að læra að hugsa þann-
ig að vér eigum að vera sjálfstæð iðnaðarþjóð, sem
fullvinnur sínar afurðir. Það þarf að útrýma þeim
hugsunarhætti að vér eigum ýmist að vera vesæl-
ir hráefnaframleiðendur eða verðum að fá útlent
auðmagn inn í landið og ofurselja oss því, ef hér
eigi að koma upp arógæfur iðnaður.
jgaráttan um gerbyltingu í niðurlagningariðnaði
á síld er snar þáttur í baráttunni fyrir efna-
Klæðnaður Rússa og
ítala á 011 Tokio
> %
Meðan Ol-Ieik-
arnir standa
ganga kepp-
endur hverrar
þjóðar í sér-
stökuin bún-
ingi utan
keppni, því er
jafnan veitt
mikil athygli
hvernig þeir
búningar líta
út og er iitið á
þá sem tákn
um smekkvísi
viðkomandi
þjóðar í
kiæðaburði.
— Á myndinni
hér til vinstri
sjáum við
hvernig sov.
ézku keppend
urnir munu
klæðast en ti)
hægri er
teikning af
búningi ítala
á Olympíu-
leikunum.
Fimmtarþraut meistaramótsins
Olafur Guðmundsson sigraði
og setti nýtt unglingamet
Ölafur Guömundsson KR
setti nýtt drengja- og unglinga-
met í fimmtarþrautarkeppni
Meistaramóts Islands sem hald-
AAinningarhlaup
★ Hið árlega minningar-
hlaup um Rudolf Harbig var
haldið í Dresden um síðustu
helgi. Sigurvegari varð aust-
urríski hlauparinn Rudolf
Klaban, og hljóp hann 800
m. á 1:49,5 mín. Annar varð
Jan Kasal frá Tékkóslóvakíu
á 1:50,0 mín. og þriðji varð
Ungverjinn .'anos Aradi á
sama tíma.
Kepptí goffi
á Suðurnesjum
Meistarakeppni Golfklúbbs
Suðumesja er nýlokið. Keppt,
var í tveim flokkum, 1. og 2.
flokki.
Sigurvegari í 1. flokki varð
Jón Þorsteinsson, Keflavík. og
hlýtur hann titilinn Golfmeist-
ari Suðurnesja 1964. 1 2 flokki
sigraði Ásgrímur Ragnars,
Keflavíkurflugvelli.
Firmakeppni golfklúbbsins
hefúr staþið yfir að undanförnu
og eru nú eftir 8 fyrirtæki af
40 sem tóku þátt í keppninni.
sem er útsláttarkeppni.
Keppninni verður haldið á-
fram næstu daga, en úrslita-
leikurinn verður háður næsta
sunnudag.
'í keppninni kastaði Jón-Þ.
Ölafsson kringlu 43,30 m.
Árangur Ölafs í einstökum
greinum var þessi: Langst.
6,89 m, spjótk. 45,07 m, 200
m hlaup 22,4 sek, kringluk.
33,19 m, 1500 m hlaup 4:44,7
mín. Árangur Valbjörns var
þessi: 6,54 m, 62,21 m, 22,3 sek.
35,54 m, en árangur Kjartans
var þessi: 6,84 m, 48,67 m, 24,.0
sek, 40.06 m. Valbjöm og
Kjartan hættu báðir eftir fjór-
ar greinar.
Tími Ölafs í 200 m hlaupi
22,4 sek er nýtt drengjamet,
fyrra metið 22,6 sek átti Skafti
Þorgrímsson iR.
sitt af hverju
ir I landskeppni milli Frakk-
lands og Ungverjalands um
síðustu helgi setti Alain
Gottvakes frá Frakklandi nýtt
heimsmet í 100 m. skriðsundi
52,9 sek. i
if\ Noregsmeistari í tugþraut
varð Mikael Schie, hann náði
6364 stigum og er það nýtt
rpeistaramótsmet. Árangur
hans í einstökum greinum
varð þessi: 11,1 sek. — 6,95
metrar — 11,50 m. — 1,85 m.
— 53,2 sek. — 16.5 sek. —
33,08 m. — 4,30 m. 43,74 m.
— 4,37,0 mín.
ic Finnska frjálsíþróttasam-
bandið hefur ákveðið að auka
tölu keppenda á Olympíuleik-
unum um fjóra þannig að
þeir verða alls 16.
utan úr heimi
Ólafur Guðmundsson.
in var i fyrrakvöld, 2870 stig.
Keppendur voru sex en að-
eins þrír luku keppni. Fyrstur
varð Ölafur Guðmundsson KR
með 2870 stig, fyrra drengja-
og* unglingametið átti hann
sjálfur 2680 stig, en það setti
hann í fyrra. Annar varð Val-
björn Þorláksson KR með
2813 stig og þriðji Kjartan
Guðjónsson IR með 2479 stig.
60 keppendur á
OL frá Danmörk
★i Alls, verða 60 keppendur
frá Danmörku á Olympíu-
leikunum í Tokío. Flestir eru
keppendur í róðri (14) og í
hjólreiðum (13), í frjálsum
íþróttum verða fjórir kepp-
endur.
hagslegu sjálfstæði landsins, — fyrir framkvæmd
kjörorðsins: ísland fyrir íslendinga, — en ekki
fyrir Standard Oil og aluminiumhringinn. Og til
þess svo fámenn þjóð senl vér höfum vald á vorum
eigin atvinnumálum þu.rfum við heildarstjórn á
vorum eigin fjárfestingar- og viðskiptamálum. Það
er nú eins brýnt og það að eignast eiyin ríkis-
stjóm — ★
Merki fyrir
Kópavogskaupstað
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að
leggja fram tillögu að merki fyrir kaupstaðinn, til
1. nóvember n.k.
Uppdrættir skulu vera 12x18 cm. að stærð eða svo,
límdir á karton 14x21 cm. að stærð, og sendast
undirrituðum.
' ' ' f f " ‘ r . . 7
Umslag skal einkenna orðinu „MERKI“. Nafn höf-
undar fylgi í sérstöku umslagi vandlega lokuðu.
10 þúsund króna verðlaun verða veitt fyrir það
merki sem kann að verða valið, og áskilinn rétt-
ur til að nota það rherki að vild, án frekari greiðslu
fyrir það merkj.
Kópavogi, 16. sept. 1964,
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
Starfsstólka óskast
að heimavistarskólanum Jaðri.
Upplýsingar í síma'60143 á föstudag.
>