Þjóðviljinn - 19.09.1964, Síða 1

Þjóðviljinn - 19.09.1964, Síða 1
Laugardagur 19. september 1964 — 29. árgangur — 212. tölublað. DEILDAFUNDIR Aðalfundir, næstkomandi mánudagskvöld FORMANNAFUNDIR í dag kl. 6 síðdegis í Tjarnar- götu 20 Sósíalistafélag Reykjavíkur. / dag hefst fulltrúakjöríð á 29. jting Alþýðusambandsins □ Fulltrúakjör til 29. þings Alþýðusambands ^ íslands hefst í sambandsfélögunum í dag, laugar- daginn 19. september, og hefur miðstjóm sam- bandsins sett frest til að Ijúka fulltrúakjöri til sunnudagskvölds 11. október, en þann dag á mið- nætti á öllum kosningum til sambandsþingsins að vera lokið. Kosnir verða í félögunum 360—370 fulltrú- ar í um 160 félögum innan Alþýðusambands ís- lands. Neyðarblys sjást úti á Skagafirði Um kl. 9.30 í gærkvöld sást frá tveim bæjum sitt hvoru megin Félögin em þegar farin að gera ráðstafanir til fulltrúakjörs og nú í vikunni hafa þó nokkur verkalýðsfélög bæði j Reykja- vík og úti á landi auglýst eftir uppástungum. f einu þessara félaga a. m. k., Félagi járniánaðarmanna í Rvík, kom einungis fram einn listi og verður hann því sjálfkjörinn. f tveimur stórum Reykjavík- urfélögum, Iðju, félagi verk- smiðjufólks og Trésmiðafélagi Reykjavíkur, komu fram tveir listar og verður viðhöfð þar alls- herjaratkvæðagreiðsla. Frétt um sameiginlegan framboðslista vinstri manna í Iðju er á öðr- um stað í blaðinu. ★ Trésmiðafélag Reykjavíkur f Trésmiðafélaginu var frestur til að skila framboðslistum út- mnninn kl. 19 í gær, og höfðu þá borizt tveir listar. Annar er borinn fram af stjóm og trún- aðarmannaráði félagsins og eru á honum þessir menn: Jón Snorri Þorleifsson, Sturla H. Sæmundsson, Þórður Gísla- son, Hólmar Magnússon, Ás- björn Pálsson og Sigurjón Pét- Engin afvopnun GENF 17/7 — Afvopnunarráð- stefnan í Genf, en hana sátu fulltrúar 17 þjó'ða. Iauk í dag störfum og hafðí ekkert sam- komulag náðzt um almenna af- vopnun. Ráðstefnan verður kvödd saman á ný á næsta ári. ursson. Hinn listinn í Trésmiða- félagi Reykjavíkur er borinn fram af Guðmundi A. Sigfússyni og fleirum. ★ Góð regla að kjósa snemma Það má teljast góð regla hjá félögunum að vera snemma á ferðinni með rástafanir til full- trúakjörs á Alþýðusambands- þing, þar er ekki eftir neinu að bíða eftir að tilskilinn kosninga- tími er hafinn, og fyrir hefur komið að félög hafa misst af fulltrúa vegna þess að þeir drógu of lengi að koma kosn- ingunni af. Vinstri menn í löju bera fram sameiginlegan lista ■ í gær rann út frestur í iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, til að skila framboðslistum til fulltrúakjörs á Alþýðusambandsþing og komu fram tveir listar, annar borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði en hinn er borinn fram af vinstri mönnum í félaginu sameiginlega. Eru listarnir skipaðir 19 aðalmönnum og jafnmörgum til vara. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær kosningin fer fram. Listi vinstri manna sem er A-listi, verður þannig skipaður: Aðalmenn: 1. Gunnlaugur Einarsson, Næst samkomulag í 6 manna nefndinni? M Undanfarna daga hefur 6 manna nefndin sem á að ákveða haustverð á landbúnaðarvörum setið á löngum fundum en nefnd- in er sem kunnugt er skipuð þrem fulltrúum neytenda, þeim Eð- varð Sigurðssyni, Einari Gíslasyni og Sæmundi Ólafssyni og þrem fulltrúum framleiðenda, þeim Einari Ólafssyni, Gunnari Guð- bjartssyni og Sveini Tryggvasyni. ■ Haustverð á mjólk á að liggja fyrir 1. september og kjöt- verðið 15. september og er því komið fram yfir þann tíma. Náist hins vegar ekki samkomulag í 6 manna nefndinni fær yfirnefnd verðákvörðunina til meðferðar. ■ Er Þjóðviljinn leitaði frétta af störfum 6 manna nefndar- innar í gærkvöld sat hún enn á fundi og var búizt við að hann stæði fram á nótt og var talið að frekar væru horfur á sam- komulagi bannig að ekki þyrfti að skjóta málinu til yfir- nefndarinnar. Gólftepp agerðin. 2. Hannes Jónsson, Alafoss. 3. Halldóra Danívalsd. Max. 4. Sigríður Ingibergsdóttir Sportver. 5. Gísli Svanbergsson, ölgerðin. 6. Einar Eysteinsson, Plastgerðin Orri. 7. Anna Jóna Guðmundsdóttir, H/f Föt. •,/ 8. Alfa Kolbrún Þorsteinsdóttir, Vífilfell. 9. Sigurbjörn Knudsen. Nói. 10. Einar Eiríksson, Ofnasmiðjan. 11. Herberg Kristjánsson, Álafoss. 12. Tómas Sigurjónsson, Framtíðin. 13. Katrín Þórðardóttir, Gefjun. 14. Brynjólfur Einarsson, Kassagerðin. 15. Jóhann V. Guðlaugsson. Víkingur. 16. Guðni Eggertsson, Víðir. 17. Unnur Magnúsdóttir, Föt h7f. 18. Sigurbjöm Alexandersson, Vefarinn. 19. Bjöm Bjamason, Frigg. Varamenn: 1. Marta Þorleifsdóttir, Föt h/f. 2. Jóhann Einarsson, Ölgerðin. | 3. Kristján Matthíasson, Freyja. 4. Þuríður Karlsdóttir, Helica. 5. Guðlaug Vilhjálmsdóttir, 6. Kristján Norðmann, Vinnufatagerðin. Alafoss. 7. Gunnar Kjartansson, Steinstólpar. 8. Gunnlaugur Bjömsson, Oltíma. 9. Vilborg Tómasdóttir. Belgjagerðin. 10. Guðbrandur Benediktsson, Birgir Ágústsson. 11. Guðríður Einarsdóttir. Eygló. 12. Þráinn Arinbjamarson, Gólfteppagerðin. Framhald á 5. síðu. Hjúkrunarkonur og útvarpsmenn á BSRB-þingi Þing B.S.R.B. er haldið í Haga- skólanum þessa daga og lýkur á sunnudagskvöld. Hér sitja hjúkr- unarkonur á þinginu. Þær heita talið frá hægri: Sólveig Hall- dórsdóttir, Arndís Einarsdóttir, Anna Loftsdóttir og Guðrún Árnadóttir. Á bak við hjúkrun- arkonurnar og ætti ekki að væsa um þá, eru fulltrúar Starfs- mannafélags útvarpsins og sjást þar Guðmundur Jónsson, söngv- ari og Jón Sigurbjörnsson í Tæknideildinni. — Frétt og fleiri myndir frá þinginu eru á 12. síðu. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.). Skagafjarðar, Felli í Sléttuhlíð °og Kelduvík á Skaga, að neyðarblysi var skotið á loft úti á Skagafirði, að því er virtist nálægt Málmey eða rétt utan við hana. Slysavamafélaginu var þegar gert aðvart um atburð þennan og gerði það þegar ráðstafanir .til þess að leit væri hafin á þessum slóðum. Var vélbátur- inn Frosti frá Hofsósi staddur þarna nálægt og hóf hann þeg- ar leit en um kl. 12 í gærkvöld er Þjóðviljinn átti tal við Slysavarnafélagið hafði leitin engan árangur borið. Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Þjóð- viljans á Siglufirði laust fyrir miðnætti í nótt var Siglfirðing- ur frá Siglufirði þá einnig far- inn á vettvang. Að undanförnu hefur sést tals- vert mikið af borgarísjökum á reki á þessum slóðum eða um 6—8 sjómílur út af Sauðanesi og stafar að sjálfsögðu mikil hætta af þeim á þessari sigl- ingaleið. 1 gærkvöld v ru fimrn bátar frá Sauðárkróki á sjó og höfðu ekki borizt neinar fréttir af þeim. Einnig var vitað um fær- eyska skútu sem mun hafa ver- ið stödd einhvers staðar á Skagafirði í gærkvöld um það leyti sem neyðarblysið sást. SfÐUSTU FRÉTTIR Er blaðið átti viðtal við Slysa- varnafélagið rétt áður en farið var að prenta á seinni tímanum í eitt í nótt var mb. Frosti bú- inn að fara þrívegis yfir svæði það þar sem blysið sást upphaf- lega en varð einskis var. Fregn- ir höfðu þó borizt um það frá fjórum bæjum beggja vegna Skagafjarðar að aftur hefði sézt skotið neyðarblysum á loft á þessum slóðum eftir að Frosti var kominn á vettvang. Auk Frosta og Siglfirðings voru er síðast fréttist tveir bát- ar aðrir farnir af stað að leita Orri og Hringur. Ekki hafði þá náðst samband við nema tvo af þeim fimm bátum frá Sauð- árkróki sem voru í róðri. Sjálfkjörið til ASÍ-þings í Félagi járniðnaðarmanna I félagi járniðnaðar- manna rann út frestur til að skila framboðslist- um til fulltrúakjörs á Alþýðusambandsins á þriðjudag kl. 18. Hafði þá aðeins borizt einn listi, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs og verður sjálfkjörinn. hann því Aðalfulltrúar Félags járniðnaðarmanna í Rvík á Alþýðusambandsþingið í nóvember verða þessir: Snorri Jónsson. Tryggvi Benediktsson, Kristinn Ág. Eiríksson, Ingimar Sigurðsson og Guðjón Jónsson. Varamenn voru kjörn- ir Einar Siggeirsson, Er- 'ingur Ingimundarson, Jón Jónsson, Guðmund- ur Rósinkarsson. Haf- steinn Guðmundsson. 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.