Þjóðviljinn - 19.09.1964, Síða 3
Laugardagur 12. septeri'ber 1964
ÞTðDVILTINN
SlÐA
Inn í COMECON
BELGRAD 18/9 — Júgó-
slavía hefur nú ákveöið
aS gerast aðili aff COME-
CON, efnahagsbandalagi
Austur-Evrópuþjóöa. Þetta
framgengur af tilkynningu,
sem gefin var út í Moskvu
í gær af fulltrúum Júgó-
slava og COMECON.
Hann slapp
Fellt vantraust
NEW DELHI 18/9 — Ind-
verska þingið felldi í dag
vantrausttiliögu sem lögð
hefur verið fram á stjórn
Shastris vegna matvæla-
ekorts og stóraukinnar dýr-
tíðar í landinu.
/
Árósaverkfall
ÁRÓSUM 18/9 — Hafnar-
verkamenn í Arósum, sem
í rúma viku hafa ekki
mætt til vinnu, lögffu í dag
niffur þetta óopinbera
verkfall. í átta daga hefur
öll vinna viff hö fnina í
Árósum veriff sem lömuff
af þessum sökum.
Saturnus
KENNEDYHÖFÐA 18/9 —
Bandaríkjamenn skutu í
dag á loft risaeldflaug,
sem hlotið hefur nafniff
Saturnus. Eldflaugin var
50 metra löng og vóg 570
lestir. Frá eldflauginni var
svo skotiff gervihnetti, sem
vegur 18.7 lestir. Allt
gekk samkvæmt áætlun.
„Skemmdarverka-
menn“
PRETORIA 18/9 — Átta
Afríkumenn, setn voru sek-
ir fundnir um að hafa
staðið að skemmdarverkum
í Pretoria á tímabilinu
júni 1962 til jan. 1964,
hlutu á föstudag fimm til
fimmtán ára fangelsisvist.
Kosningabaráttan í Svíaríki
náði hámarki sínu í gær
STOKKHÓLMI 18/9 — Á sunnudag eru þingkosn-
ingar í Svíþjóð. Kosningabaráttan náði í kvöld
hámarki sínu með f jögurra klukkustunda löngum
umræðum flokkanna í útvarpi og sjónvarpi. Nú
eru um það bil tvær miljónir sjónvarpstækja í
Svíþjóð og álíka mörg útvarpstæki og eru kjós-
endur. Stjórnmálafréttaritarar í Stokkhólmi segja
því, að umræður kvöldsins geti haft úrslitaþýð-
ingu hvað kosningaúrslitunum viðkemur. Við
þetta bætist, að skoðanakönnun sýndi í byrjun
þéssa mánaðar, að enn höfðu 19% kjósenda ekki
ákveðið það, hvaða flokk þeir myndu styðja.
Kosningabarátta sú, sem há-
marki náði í kvöld, hefur ekki
verið sérlega æsandi. Þó er ým-
islegt við hana nýstárlegt.
Þannig hefur hin yngri kyn-
slóðin í sænskum stjórnmálum
reynt að hasla sér völl meir
en áður og kalla sumir þa3
„ameríkaniseraða‘‘ kosningabar-
áttu. Mikil áherzla hefur ver-
ið lögð á einstaklinga kosninga-
baráttunnar, og reynir hver
flokkur að gefa forystumönnum
sínum sem gleggst og greinileg-
ust persónueinkenni. Dæmi þess
er sú ákvörðun ungra hægri-
manna að bjóða fram sérstak-
lega í Stokkhólmi og er Jan
Gillberg, sem verið hefur for-
maður fiókksdeildar ungra
hægrimanna þar i borg. í efsta
sæti.
Beffiff um meirihluta
Sósíaldemókratar höfðu sem
stjórnarflokkur tvo fulltrúa í
stjórnmálaumræðunum, þá Tage
Erlander, forsætisráðherra, og
Thorsten Nilson, utanríkisráð-
herra. Flokkurinn bers.t nú fyr-
ir því að ná öruggum meirihluta
í neðri deild þingsins, sem er
stjómmálalega mikilvægust. Þar
hafa sósíaldemókratar nú 114
þingsæti, en þurfa þrjú í við-
bót til þess að vera óháðir
stuðningi Kommúnistaflokksins,
sem ráða úrslitum mála í deild-
inni. Kommúnistar hafa nú
fimm þingsæti, og sitja þrír
þingmenn þeirra í neðri deild-
inni. f efri deild hafa Sósíal-
demókratar öruggan meirihluta.
Varla stjómarskipti
Stjórnmálafréttaritarar búast
því ekki við stjórnarskiptum
Svíþjóð að kosningum loknum.
Síðasta skoðanakönnun bendir
til þess, að Sósíaldemókratar
muni nú sem fyrr hljóta nærri
því helming greiddra atkvæða
Enda þótt varað sé við því að
taka of mikið mark á slíkri skoð
anakönnun, telja flestir stjórn-
arflokkinn hafa góða möguleika
til bess að halda stöðu sinni.
Tage Erlander
Hermannsson
Mató - rugby!
„Þeim að kenna"
MOSKVU 18/9 — Anastan Mik-
ojan, forseti Sovétríkjanno
gerði í dag harða hríð að vest
urveldunum og lýsti þeirri skoð-
un sinni, að svo væri þeim ar.
kenna, að nú horfði ófriðvæn-
legar í heiminum en áður.
Tæpast borgarastjórn
Borgaraflokkamir hafa hins-
vegar 113 þingsæti í neðri deild-
inni. Þeir leggja því meginá-
herzlu á að reyna að ná fjög-
urra þingsæta aukningu, sem
myndi hnekkja veldi Sósíal-
demókrata. Slík aukning þing-
sæta myndi þó ekki endanlega
hafa í för með sér borgaralega
stjóm, þar eð Gunnar Hedlund,
foringi Miðflokksins, hefur lýst
því yfir, að borgaraflokkamir
verði að vinna átta eða tíu
þingsæta meirihluta og hann ör-
uggan í báðum þingdeildum, eigi
Miðflokkurinn að taka þátt í
borgaralegri stjórn.
Hvað bíður kommúnista?
Þá híða stjórnmálafréttaritar-
ar þess með óþreyju að sjá,
hvemig kommúnistum reiði af.
f vetur var skipt um flokksfor-
ystu og tók við flokksformanns-
stöðunni Carl Hermannsson. —
Hann hefur lagt áherzlu á ó-
háða afstöðu flqkksins og í út-
varps- og sjónvarpsumræðunum
komu fram fyrir hönd flokksins
ungir, þjálfaðir menn. Flokkur-
inn hefur nú fimm þingsæti og
hlaut við síðustu kosningar 4,5%
atkvæða. Við síðustu skoðana-
könnun hlaut flokkurinn 3,7%
atkvæða.
í héruðunum umhverfis Shanghai hefur kínverska stjórnin veitt
álitlegar fjárupphæðir til þess að veita rafmagni til byggðanna,
og hefur mikið áunnizt á þessu ári. — Hér sjáum við verka-
menn við byggingu einnar rafveitunnar.
Soidwater sakar Johnson
um rágsherferl gegn sér
WASHINGTON 18/9 — Barry Goldwater, öldungadeildar-
þingmaður og frambjóðandi Repúblikana við forsetakosn-
ingarnar í Bandaríkjunum, sakaði á föstudagskvöld John-
son, keppinaut sinn, um það, að hefja að yfirlögðu ráði
herferð þar sem honum,, Goldwater, sé lýst sem „skot-
glöðum“ (væntanlega trigger happy, fréttin er tekin frá
NTB) manni, þegar stríð eða frið beri á góma.
Goldwater hélt við þetta tæki-
færi fyrstu ræðu sína, sem sjón-
varpað var til allra Bandaríkja-
manna. Hann varaði bandarísku
þjóðina við því að leggja út í
stríð, ef hún væri ekki nægilega
styrk til slíkra hluta, og bætti
við, að Winston Churchill hefði
eitt sinn áður varað sína þjóð
við slíku. Hann hefði þá talað
fyrir daufum eyrum.
Enn á ný endurtók Goldwat-
er ásakanir sínar um það, að
Johnson forseti og stjórn
hans hefðu „forklúðrað“ vanda-
málunum Kúbu og Suffur-Víet-
nam og að forsetinn hafi van-
rækt að auka herstyrk þjóðar-
innar. Repúblikanaflokkinn kvað
hann vera „flokk friðarins“,
vegna þess, að hann skyldi eðli
fjandmannsins, og líkti komm-
únismanum við strákinn, s' em
leggði alla götuna undir harð-
stjórn sína. Á þeim „strák“
mætti vinna bug, ef allir snerust
til varnar. Kommúnismann kvað
hann mundu þrýsta á ogþrengja
að, þar sem veikur punktur
allir hefðum við
manngerð í hinu
þetta um mælt notaöi hann
tækifærið til þess að lýsa stjóm
Johnsons sem óöruggri, óvar-
kárri og fjótfærri, þar eð hún
hætti á stríð vegna veikleika.
fyndist, og
mætt slíkri
daglega lífi.
— Og hlýðið nú vel á, sagði
Goldwater, ég hef ekki ætlað
mér að verða Bandaríkjaforseti
á friðartímum. Ég hef ekki ætl-
að mér að friður og frelsi verði
frá þjóðinni tekið og frá heim-
inum yirleitt vegna þess, að
okkur skorti vilja, von og for-
ustu.
Og enn kvað hann: Þið haf-
ið heyrt það sagt, að ég sé
framhleypinn, óvarkár og skot-
glaður. Ef þið minnist stjórn-
málalegra ástasðna er það þess
vegna, sem slík mynd hefur ver-
ið af mér upp dregin. Öll mín
verk allar mínar bænir eiga
sér eitt takmark: Það er frið-
ur.
Um leið og Goldwater lét
Vopnaviðskipti
í Tonkin flóa?
WASHINGTON 18/9 — Hvíta
húsiff og varnarmálaráðuneyti
Bandarikjanna neituffu í dag að
ræffa óstafffesiar fregnir þess
efnis, aff komiff hefffi til nýrra
vopnaviffskipta í Tonkin-flóan-
un. Blöff og útvarp í Banda-
íkjunum hafa í dag helgaff ó-
Inðfestum fregnum hér r.ff lút
andi miklu af tíma sínum og
rúnú,
Ráðstefna
ræðir Kongó
NAIROBI 18/9 — Á föstudag
var í Nairobi sett ráðstefna sem
hafa skal það hlutverk að ræða
frið í Kongó. Það er forsætis-
ráðherra Kenya, Jomo Kenyatta,
sem verið hefur helzti hvata-
maður ráðstefnunnar. Moise
Tsjombe, forsætisráðherra í
Kongó tekur einnig þátt í ráð-
stefnunni.
Kenyatta er formaður nefnd-
ar, sem ráðstefnan í Addis
Abeba, en hún fjallaði einkum
um Kongó-vandamálið, skipaði.
Er það ætlunarverk nefndarinn-
ar að rannsaka möguleika á
sættum í Kongó. Á umræddri
ráðstefnu sitja m.a. ráðherrar
frá ýmsum ríkjum Afríku, sem
ekki hafa tekið þátt í deilum
stórveldanna.
Malta skal ekki
* í NATÓ!
PARIS
kveðið
Malta
18/9 Frakkland hefur á-
að snúast gegn því, að
fái inngöngu í Atlanz-
hafsbandaiagið, en eyjan hlýtur
sjálfstæði um næstu helgi. Þctta
er haft eftir fréttaritara Reut-
ers, Harold King, og kveðst
hann hafa það eftir áreiðanleg-
um heimitdum í París í dag.
Það er vilað, að Malta hef-
ur í hyggju að sækja nm upp-
töku í NATO, en Frakkland hef-
ur áðtw, að sogn naartaa frétta-
stofunnar NTB, látið í það skína,
að það telji ekki æskilegt, að
fleiri ríkjum verði veitt upptaka
í bandalagið, þar eð áhrif þeirra
hljóti að verða hverfandi lítil.
Ennfremur er það haft eftir
frönskum ráðamönnum að Eng-
lendingar styðji vanalega Banda-
ríkin í Atlanzhafsbandalaginu, og
ef Malta fái upptöku, þýði það
eingöngu það, að þessi tvö ríki
fái einu atkvæði fleira í sam-
bandinu.
t
k
t