Þjóðviljinn - 19.09.1964, Side 4
4 SÍÐA
ÞIÓÐVILIINN
Laugardagur 19. september 1964
Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð fcl. 90,00 á mánuði.
Framleiðsla og markaðir
það er löngu kunn staðreynd, að íslenzkir sjó-
menn færa á land eitthvert bezta hráefni til
fullvinnslu matvæla úr sjávarafla, sem fáanlegt
er í heiminum. Fram til þessa hefur það hins
vegar verið hlutskipti okkar að flytja þessa vöru
út að miklu leyti óunna og láta öðrum þjóðum
það eítir, enda þótt vitað sé að með fullvinnslu
aflans innanlands er unnt að margfalda verðmæti
hans og skapa um leið fullt atvinnuöryggi um
allt land og framleiðsluvöru, sem í rauninni á
óþrjótandi framtíðarmöguleika. Enn býr stór hluti
mannkyns við fæðuskort og stöðug fólksfjölgun
kallar einnig á aukna matvælaframleiðslu. Þróun-
in í viðskiptamálum heimsins er einnig svo ör, að
• það væri mikil skammsýni að miða framtíðar-
möguleika stórfellds matvælaiðnaðar á íslandi
eingöngu við þau lönd, sem til þessa hafa verið
helztu markaðssvæði okkar. Til þessa hafa vald-
hafarnir þó sýnt þessum málum lítinn skilning
og oft hefur jafnvel virzt, að þeir hefðu hina megn-
ustu vantrú á möguleikum okkar á þessu sviði.
Þess í stað hafa þeir einblínt á erlent fjármagn
sjgm helztu lausn til uppbyggingar stórfelldum
iðnaði í landinu.
— ■ —
jgn þess verður nú vart, að vaxandi skilningur sé
fyrir hendi hjá stjórnarvöldunum á því, að
stefnt sé að fullvinnslu sjávaraflans hér innan-
lands. í Hafnarfirði er að taka til starfa verk-
smiðja, sem framleiðir niðursoðnar síldarafurðir
aðallega fyrir Bandaríkjamarkað og allar líkur
benda til þess að unnt sé að selja stóraukið magn
af niðurlagðri síld á Rússlandsmarkað. Með því
að tryggja þessari vöru markað í Sovétríkjunum,
skapast grundvöllur fyrir öruggri uppbyggingu
síldariðnaðar, sem haft gæti geysimikla þýðingu
fyrir efnahagslega afkomu allra landsmanna. Mjög
hefur verið reynt að gera því skóna undanfarið, að
viðskiptin við Sovétríkin séu pólitísks eðlis fremur i
en hin svokölluðu frjálsu viðskipti. En íslendingar I
hafa af því örugga reynslu frá landhelgisdeilunni
við Breta, að hinir svokölluðu „frjálsu markaðir“
geti skyndilega lokazt af pólitískum ástæðum. Það
skiptir að sjálfsögðu meginmáli, að íslendingar
noti viðskiptasambönd á þann hátt sem kemur að
beztum notum við uppbyggingu sjálfstæðs íslenzks
atvinnulífs og þess sé jafnan gætt, að framleiðslu-
vörur okkar séu samkeppnisfærar hvar sem er, ef
markaðsmöguleikar dragast saman um sinn í ein-
stökum viðskiptalöndum.
— B —
Jjingmenn Alþýðubandalagsins hafa oftlega bent
á nauðsyn þess að tryggja framleiðsluvörum
okkar sem öruggasta markaði og að fylgt sé þeirri
stefnu, að íslendingar leiti viðskipta, þar sem þau
reynast hagkvæmust þjóðhagslega séð, enda er sú 1
stefna eina leiðin til þess að tryggja efnahagslegt
sjálfstæði landsins og um leið bætta afkomu alls:
almenningp ^ grundvelli þess. — b. J
ÁSGEIR
I dag verður til moldar bor-
inn frá Stokkseyrarkirkju Ás-
geir Eiríksson, sveitarstjóri
Stokkseyrarhrepps, er lézt í
sjúkrahúsinu á Selfossi hinn 11.
þ.m. eftir langa og stranga
sjúkdómslegu.
Með Ásgeiri Eirikssyni er
fallinn til foldar sá maður, er
um áratugi hefur verið Stokks-
eyri og héraðsmálum Árnesinga
virkur starfskraftur. Hann
gegndi um áratugaskeið fjöl-
mörgum forystustörfum fyrir
sveit sína og hérað. var traust-
ur maður og heilsteyptur til
hverra starfa, er í hlut hans
féll að leysa á löngum og
giftudrjúgum starfsferli.
Ásge:r Eiríksson var fæddur
að Hlíðarhúsum á Djúpavogi
hinn 27. apríl 1892. Foreldrar
hans voru Katrín Björnsdóttir,
ættuð úr Suðurmúlasýslu og
Eiríkur Eiríksson, bóndi og
sjómaður, ættaður af Horna-
firði. af Hoffellsætt. Afi Ás-
geirs í föðurætt var séra Bene-
dikt E:ríksson, í Guttorms-
haga. Til Stokkseyrar fluttist
Ásgeir Eiríksson árið 1907 og
hefur átt hér óslitið heimili
síðan.
Ásge'r stundaði nám í Flens-
borgarskóla en gekk ekki út á
langskólabraut, en Ásgeir var
eigi að síður prýðilega mennt-
aður og fær maður. Hjá hon-
um fóru saman ágæt greind,
athugun og gætni í hverju
máli og velvilji til að leysa sem
bezt úr hverjum vandamáli, er
til hans kasta kom að leysa,
þegar til hans var leitað um
styrk og liðsinni í margskonar
vandamálum og erfiðleikum,
sem jafnan kemur í hlut for-
ustumanpa sveitarfélagsins að
fjnlla um. --
f sýslunefnd Árnessýslu sat
hann samfellt í 32 ár. Þar serr
annarsstaðar var Ásgeir v:rt-
ur og mikils metinn. Fundar
ritari nefndarinnar var hanr
urp mörg ár, en hann skrifað'
afbragðsfagra rithönd, sem bai
vott um snyrtimennsku han--
og bann vandaða frágang, er á
allri hans embættisfærslu var
Árið 1928 var hann kosinn '
hreppsnefnd Stokkseyrarhrepn
og hefur verið í henni nær ó
slitið síðan og hreppsnefndar
oddviti í 13 ár. Sveitarstjórí
Stokkseyrarhrepps var hann
ráðinn í júnímánuði 1962 or
S/ysa/aus
amferðl
Nú þegar skólarnir eru byrj-
aðir og glaðværir hópar barna
streyma til og frá skólunum á
ýmsum tímum dags oftast i
rökkri eða dimmu og í mis
jöfnu færi, þá er nauðsynlegt
að vegfarendur séu á eilífun-
verði til að fyrirbyggja slys i
umferðinni. Foreldrar, kennar-
ar, ökumenn og fólkið á göt-
unni, verður allt að taka hönd
um saman til að vinna a*
þessu marki: — Slysalausri um-
ferð.
Sérstaklega verður að gæt-
þessa ríkt við skólabörnin, sen
nú eru allt í einu komin út 1
hringiðu umferðarinnar, með
leyfi til að nota reiðhjól o-
þörf á að komast fljótt áfrarr
á misjöfnum götum og vegur>
þar sem oft er að mæta tillits
leysi og óþarfa þjösnaganp:
Árlega deyja eða limlestar
mörg börn af völdum umfsr?
arinnar eingöngu. Flest af þes<-
um slysum væri hægt að fyri'
byggja ef nægileg fræðsla o<
aðgæzla væri við höfð.
Foreldrar, kennarar, takið r=’
bömin þegar í tíma til að p'
vara þau um hættumar á vr
unum og fræða þau um
er þau þurfa að vita til
geta fanð ferða sinna hætti
Framhald á 5. síðu. .
EIRÍKSS0N, sveifarsfjóri
MINNINGARORÐ
gegndi því starfi meðan kraft-
ar entust.
1 stjórnmálum fylgdi Ásgeir
Sjálfstæðisflokknum að málum
og gegndi mörgum trúnaðar-
störfum á hans vegum, sat m.
a. í yfirkjörstjórn Árnessýslu
og síðan Suðurlandskjördæmis
sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
Ásgeir Eiríksson
ins. Þó Ásgeir væri harður
flokksmaður naut hann mikils
trúnaðar og trausts hjá stjórn-
málaandstæðingum sínum í
sveitarfélaginu og var t.d. kos-
inn í sýslunefnd með yfirburð-
um atkvæða í sveitarfélaginu,
þó flokkur hans hefði minni-
hluta atkvæða við sveitarstjórn-
arkosningarnar. Sýnir það með-
al annars það traust og vin-
sældir sem Ásgeir naut í
Stokkseyrarhreppi. Enda var
Ásgeir drengilegur baráttumað-
ur, sem jafnan beitti málefna-
legum vopnum á málþingum en
forðaðist persónulega áreitni
og allar ódrengilegar baráttu-
aðferðir, sem því miður eru
stundum notaðar á hinum póli-
tíska vígvelli.
Ásgeir Eiríksson skipaði sér
ungur að árum í sveit ung-
mennafélaganna, sem þá voru
merkisberar þess bezta. er hver
æskúmaður gat tileinkað sér
sem vegarnesti út í lífsstarfið.
Hann var stofnandi U.M.F.
Stokkseyrar árið 1908, 'og í
stjóm þess og forustuliði um
áratugi og heiðursfélagi þess
hin siðari ár. Hann var íþrótta-
maður góður á sínum yngri
árum. Sérstaklega náði hann
góðum árangri í íslenzkri
glímu, sem á hans unglings-
árum var mikið stunduð meðal
æskumanna á Stokkseyri og
víðar um héraðið. Keppti Ás-
geir á íþróttamótum og hlaut
oft verðlaun fyrir frammistöðu
sína, enda búinn góðum kost-
um íslenzkrar íþróttamennsku;
drengskap, prúðmennsku og
háttvísi í allri framkomu hvort
heldur var í starfi eða á leik-
velli.
Ásgeir Eiríksson var frábær
félagi og vinsæll meðal allra
þeirra, er höfðu af honum ein-
hver kynni. Á samkvæmis- og
gleðistundum var þessi hlé-
drægi maður hrókur alls fagn-
aðar. sem með hnyttnum svör-
um og ljúfmannlegu viðmóti
veitti birtu og frjómagni lífs-
gleðinnar í störf og viðfangs-
efni þeirra starfshópa, sem
deildu með honum gleði- og
starfsstundum hverju sinni.
Ungur að árum kom Ásgeir
Eiríksson til Stokkseyrar
Stokkseyri helgaði hann krafts
sína öll manndómsár ævi sinn-
ar. Sæmd og heiður Stokkseyr-
ar voru honum hjartans mál.
sem hann lét fyrir öllu ganga.
Ég, sem þessar línur r ta.
átti um mörg ár náið sam-
starf í félags- og hreppsmr'-
um við Ásgeir Eiríksson. Þav
bar aldrei skugga á. Frá fyrstu
kynnum okkar til síðus;
stundar var hann sama ljú
mennið, sem af drengskap og
heilindum tók á hverju máli.
Ég vil að leiðarlokum fæia
honum þakkir fyrir vináttu o"
samstarf liðinna ára.
Blessuð sé hans minning.
Björgvin Sigurðsson
íhaldsstefnuskrá
lögð fram í gær
LONDON 17/9 — Sir AW
Douglas-Home, forsætisráðherra
lagði á fundi með fréttamönn-
um í dag fram kosningastefnu-
skrá enska íhaldsflokksins. Legg
ur Ihaldsflokkurinn áherzlu 6
það, að ef Verkamannaflokku
inn vinni kosningarnar, mum
hann svipta Eglendinga kjarr
orkuvopnum og þeir þann 1
missa aðgang að mikilvægv
alþjóðaráðstefnum þar sem bar*
Frakkar og Kfnverjar e'
heimtingu á þátttöku. Þá er t
lýst yfir í stefnuskránni,
ef Ihaldsflokkurinn vinni kor
ingarnar muni ekki fyrst ur
sinn verða sótt um upptöku
Enahagsbandalag Evrópu.
AðaKitflytjamlí pólskrar vefnaðarvöru til fatnaðar.
.C0NFEXIM
Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland
Simi: 285-33 — Símnefni: CONFEXIM, Lódz
hefur á boðstólum:
☆ Léttan aem þykkan fatnað fyrfr konur,
karla oe börn.
☆ Prjónavörur úr ull, bómull, silki og gerfi-
þráðum.
☆ Sokka, allar gerðir.
☆ Bómullar- og ullarábreiður.
☆ Handklaeði „frotte“.
☆ Rúmfatnað
☆ Hatta fyrir konur og karia.
☆ Fiskinet af öllum gerðum.
,☆ Gólfteppi,
☆ Giuggatjöld.
Gæði þessara vara byggist á longu starfi
búsunda þjálfaðra sérfræðinga og að
sjálfsögðu fullkomnum nýtízku vélakosti.
»
^ér bjóðum ðskiptavinum vorum hina hag-
kvæmustu sölu- og afgrciðsiuskilmála.
Sundurliðaðar, greinilogar upplýsingar geta
menn fengið hjá umboðsmönnum vorum:
íslenzk erlenda
VERZLUNARFÉLAGINC H.F.
Tjamargötu 18, Reykjavik eða á skrifstofu
verzlunarfulltrúa Póllands. Grenimel 7, Rvik.