Þjóðviljinn - 19.09.1964, Qupperneq 12
Þing BSRB á aö
Ijúka annað kvöld
í gær hélt 23. þing BSRB áfram störfum og urðu m.a.
miklar umræður um skýrslu stjórnar bandalagsins. Þing-
inu verður framhaldið í dag en því á að ljúka síðdegis á
morgun og fer þá fram kjör nýrrar stjórnar.
Á kvöldfundi þingsins í fyrra-
dag flutti Kristján Thorlacius
forma'ður bandalagsins skýrslu
stjórnarinnar og gjaldkeri skýrði
reikninga þess en síðan voru
kjörnar nefndir þingsins.
í gærmorgun og eftir hádegi
sátu nefndir að störfum en
fundur hófst að nýju kl. 3.30 j
síðdegis og stóð til kl. 7.30. Fóru
þá m.a. fram miklar umræður
um skýrslu stjórnarinnar og
einnig voru reikningar banda-
lagsins samþykktir.
I gærkvöld og í morgun áttu
nefndir að halda áfram störfum
en þingfundur hefst að nýju kl.
1.30 í dag og verða þá m.a.
nefndaálit til umræðu.
Þingstörfum verður haldið á-
fram á morgun og þá m.a. kjör-
in stjórn fyrir næsta kjörtíma-
bil. Er gert ráð fyrir að störf-
um þingsins ljúki síðdegis á
morgun en annað kvöld verður
þingir.u slitið með hófi.
Kenna só/inni um árekstur
togaranna við Græniand
1 gær fóru fram sjópróf hér
í Reykjavík vegna áreksturs tog-
aranna Víkings frá Akranesi og
Asks úr Reykjavík á Jónsmið-
um við Austur-Grænland nú í
vikunni. Dómsforseti sjódómsins
Surtsey stækkar
dag frá degi
Surtsey heldur áfram að
stækka jafnt og þétt og rennur
viðstöðulaust hraun úr gígnum.
Síðasta mæling, sem gerð hefur
verið á eyjunni er frá 25. ág-
úst og þá’mældist hún 2,15 fer-
kílómetrar að flatarmáli. — Er
helmingur undir hrauni.
Síðan hefur eyjan stækkað og
telja fróðir menn hana nú orðna
um 2,20 ferkm. Hæð eyjarinnar
er sú sama og áður eða 173
metrar, þar sem hún er hæst.
Þrír Eyjabátar
fyrir austan
Þrír Eyjabátar stunda ennþá
síldveiðar fyrir austan, en hin-
ir eru allir komnir heim. Þann-
ig kom Bergur að austan í gær-
dag. Þeir sem halda ennþá út
fyrir austan eru fsleifur IV.,
Huginn II. og Gjafar. Lítið var
að frétta ,af síldveiði við Eyj-
ar i gærdag.
Uhlnann er enn
efstur í Havana
Að loknum 14 umferðum á
minningarmóti um Capablanca.
sem nú stendur yfir á Kúbu,
er austur-þýzki stórmestarinn
Uhlmann enn í fyrsta sæti með
11 vinninga, annar er Evans frá
Bandaríkjunum með 10 vinninga
og eina biðskák, þriðji er Smys-
loff, fyrrverandi heimsmeistari,
með 10 vinninga.
var Valgarður Kristjánsscai
borgardómari en meðdómendur
E'rikur Kristófersson skipherra
og Sigmundur Sigmundsson.
Sjóprófin hófust kl. 10 fyrir
hádegi og lauk síðdegis í gær.
Fyrir réttinn komu skipstjórar
beggja skipanna, Hans Ragnar
Sigurjónsson á Víkingi og Arin-
björn Sigurðsson á Aski, svo
og stýrimenn og vélastjórar.
Bæði skipin voru að toga þeg-
ar árek&turirin varð og sigldi
Víkingur á móti sólu og sagði
dómforsetinn í viðtali við Þjóð-
viljann í gær að svo virtist sem
þeir á Víkingi hefðu ekki séð
Ask fyrr en of seint vegna sól-
arinnar og það verið orsökin
fyrir árekstrinum.
Gott veður á mið-
unoM og bátarnir
byrjaðsr að vesða
Er Þjóðviljinn hafði samband
við síldarleitina á Dalatanga um
kl 10 í gærkvöld var komið
ágætis veiðiveður á miðunum
og flotinn allur kominn út, ým-
ist á miðin eða á leið þangað.
Síldarleitinni var þá þegar
kunnugt um að þrír bátar höfðu
fengið afla um 70 sjómílur út
af Dalatanga en flest skipin
voru á þeim slóðum. Má því
búast við að talsverð veiði hafi
verið i nótt eftir nokkurra daga
hlé vegna brælu á miðunum.
Konstantin er
kominn á fast
AÞENUBORG 18/9 — Þau skötu-
hjúin Konstantín Grikkjakon-
ungur Qg Anna María Dana-
prinsessa voru í dag gefin sam-
an í heilagt hjónaband í Aþenu.
Þótti athöfnin vel takast. Brúð-
hjónin ungu héldu síðan í brúð-
kaupsferð og þögðu opinberir
starfsmenn í Aþenu um það
þunnu hljóði, hvert förinni væri
heitið. Getspakir menn gizka þó
á Rhodos. samanber hið forn-
kveðna, hic Rhodos, hic salta.
Hér sitja saman í friði og spekt prestar og tollheimtumenn
á þingi B.S.R.B. í Hagaskólanum. Er slíkt vel séð í helgri ritn-
ingu. Óðaverðbólga geisar í landinu og bcra að kíkja með öðru
auga á veraldleg máíefni þessa stundina. En spurningin er bara
þessi: Eru nokkrir farísear á þessu þingi? — Talið frá vinstri:
Sr. Jakob Jónsson og sr. Gunnar Árnason frá Prestafélagi fslands
og Bergmundur Guðlaugsson og Eiríkur Guúnason frá Tollvarða-
félagi íslands. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
mrnm
Laugardagur 19. september 1964 — 29. árgangur — 212. tölublað.
Ráðstefnan á Siglu-
firði hefst í dag
■ f dag kL 3 e.h. hef 1 á Siglu-
firði ráðstefna sú er verkalýðs-
félögin Þróttur og Brynja boð-
uðu til um atvinnumál Siglu-
fjarðar. Til ráðstefnunnar er
boðið þingmönnum úr Norður-
Iandskjördæmi vcstra, fulltrúum
þingflokkanna, fulltrúa rikis-
stjórnarinnar, formanni milli-
þinganefndar í atvinnumálum,
fulltrúum bæjarstjómar Sigln-
fjarðar, bæjarstjóm Siglufjarð-
ar, fulltrúa frá atvinnuveitenda-
félagi Siglufjarðar, fulltrúa frá
Síldarverksmiðjum ríkisins og
fulltrúa frá Alþýðusambandi fs-
lands. Munu flestir eða allir
þessara manna mæta ncma for-
maður milliþinganefndar í at-
vinnumálum som hefur boðað
forföll.
Á dagskrá ráðstefnunnar í
dag er atvinnuástandið á Siglu-
firði nú í vetur og verður það
rætt undir fimm dagskrárlið-
um: 1. Niðurlagningarverksmiðj-
an. 2. Tunnuverksmiðjan, 3. Út-
gerð og hraðfrýstihús, 4. Vinna
við Strákaveg, 5. önnur úrræði.
Á morgun verður rætt um at-
vinnuuppbyggingu á Siglufirði ?
sootiariia-
stöð §i á Siglaf.
Siglufirði, 18/9 — Um kl. 6.30
Framhaldsskólakennarar eiga tíu fulltrúa á þingi B.S.R.B. í Haga-
skólanum og sjást hér fjórir fulltrúar þeirra. Talið frá hægri.
Einar Laxness, Kristinn Gíslason, Hjörtur Guðnason og Björn í morgun urðu menn þess varir
r „• ... . . . . x , ,, , að eldur var kominn upp í soð
Bjarman. Olafur Exnarsson felagi þeirra var í ræðustol, þegar
þessi mynd er tekin og bar sig illa undan launakjörum kennara.
Þeir hafa sérstakan hug á að fækka launaflokkum innan raða
þeirra og er það helzta baráttumál þeirra á þinginu fyrir utan
hærra kaup. — Ljósm. Þjóðv. G.M.).
kjarnastöð Síldarverksmiðja rík-
isins hér á Siglufirði. Var eld-
urinn innan j trekt sem mjölið
er leitt í gegnum. Eldurinn var
fljótlega slökktur og skemmdir
urðu litlar.
Fundur
métmællr al
© u
SS
sveitalimir
B 10. september
Æskulýðsfylkingunni
síðastliðinn var haldinn fundur í
í Hafnarfirði. Lágu fyrir fundinum
ýmis verkefni, svo sem kosning fulltrúa á þing Æ.F. og
er félagatala Æ.F.H. nú orðin það há, að það hefur rétt
til að senda 7 fulltrúa á það þing. Miklar umræður urðu
á fundinum um þá ráðstöfun bæjarstjórnarmeirihlutans að
færa ógreidd tryggingargjöld skólafólks, sem framfærslu-
styrk þeim til handa á reikninga bæjarins. Einnig kom
til umræðu hinn lági fargjaldastyrkur er bærinn veitir
skólafólki er stundar nám í Reykjavík. Samþykkti fund-
urinn eftirfarandi tillögur vegna þessa:
„Fundur haldinn í félagi
ungra sósíalista í Hafnarfirði,
Æ.F.H., 10/9 1964 mótmælir
harðlega þeirri ráðstöfun bæj-
arstjórnarmeirihlutans í Hafn-
arfirði, að færa ógreidd trygg-
ingargjöld efnalítils námsfólks,
BLADBURÐUR
Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í þessi hverfi:
SKJÖL — KVISTHAGA — LÖNGUHLÍÐ — BRÚNIR —
ÞÖRSGÖTU — LAUFÁSVEG — NJÁLSGÖTU — MEÐ-
ALHOLT — HÖFÐAHVERFI — DRÁPUHLÍÐ — TJARN-
ARGÖTU.
moM
sem framfærslustyrk þeim til
handa á reikningi bæjarins.
Fundurinn ályktar, að þeir ung-
ir Hafnfirðingar, sem ráðast í
það stórvirki að afla sér mennt-
unar við þau aumu skilyrði er
„viðreisnar“þjóðfélagið býður
upp á ættu fremur að vera
verðlaunaðir með sérstökum
fjárstyrk, en merktir sem sveit-
arlimir.“
„Fundur haldinn í félagi
ungra sósíalista, Æ.F.H, 10.
september 1964 skorar á bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar að hækka
fargjaldastyrk þann, er hún
veitir skólafólki, er stundar nám
í Reykjavík. Vill fundurinn
benda á að á tveim árum hafa
fargjöld milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur hækkað um 90%,
en á sama tíma hefur fargjalda-
styrkurinn ekkert hækkað.
Telur fundurinn, að styrkur-
inn geti eigi verið lægri en 50%
af fargjöldum vetrarins og
bendir á því til stuðnings, að
Kópavogskaupstaður greiði 50%
af fargjöldum skólafólks þar,
enda þótt fargjaldaútgjöld þess
séu 40% lægri, en skólafólks í
Hafnarfirði.
Ennfremur vill fundurinn
benda á, að sakir hinnar stopulu
vinnu er verið hefur hér í bæ
í sumar eru fjárráð mikils hluta
skólafólks enn minni en und-
anfarna vetur og því enn brýnni
ástæða til þess að hækka far-
gj aldastyrkinn"
Firðinum
framtíðinni og skiptist dagskrá-
in þá einnig í fimm liöis 1»
aðstaða til þorskútgerðar, 2.
skipasmíðastöð og dráttarbraut,
3, Lýsisherzla, 4. Smáiðnaður, 5.
önnur mál.
Ráðstefnunni lýkur á sunnu-
dag.
Fvllirí
en friður og ró í
Skeiðaréffum
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Hafnarfirði var 6-
venj-a mikið fyllirí { bænum f
gærkvöld og fylltist fanga-
geymslan á hálftíma. Hins veg-
ar hafði lögreglan á Selfossi
þær f réttir að færa að allt hefði
farið fram mep friði og spekt í
Skeiðaréttum og ekkert borið þar
til tíðinda,
Leyfður rekstur
kjörbúðabíla
Bæjarstjórn Kópavogs sam-
þykkti í gærkvöld að breyta
lögreglusamþykkt bæjarins og
taka þar af allan vafa um rekst-
ur kjörbúðabíla framvegis.
Málið verður þó tekið til ann-
arrar umræðu á bæjarstjórnar-
fundi og verður það í fyrsta
lagi eftir viku.
Það er sérstaklega þrettánda
greinin í lögreglusamþykktinni,
sem tekin er til endurskoðunar.
Miklar umræður voru á þess-
um bæjarstjórnarfundi og stóð
hann írá kl. fimm um daginn í
Félagsheimilinu til klukkan að
ganga tíu um kvöldið.
17 dagar
eftir
Þá ei-u allar deildir komnar
á blað nema 13. deildin hér
í Reykjavík og öll kjördæmi
nema Norðurland eystra og
Vestfirðir. 1. deild hefur for-
ustu eins og oft áður, en
margar deildir hafa bætt all-
vel við sig.
Nú eru aðeins 17 dagar
eftir og því mikil þörf á að
nota þennan tíma vel. Á
mánudaginn verða deildar-
fundir og þá þurfa deildirn-
ar að undirbúa lokasóknina
í happdrættinu. Það eru
eindregin tilmæli til allra
þeirra sem fengið hafa senda
miða að koma til okkar í
skrifstofuna sem fyrst þannig
að auðveldari verði lokahrið-
in.
Skrifstofa happdrættisins
verður opin frá kl. 9—12 f.h.
í dag og hægt er að senda
okkur uppgjör. Utanáskriftin
er: Happdrætti Þjóðviljans
Týsgata 3. Einnig er hægt
að gera upp við umboðsmenn
okkar á þeim stöðum sem
þeir eru. Á moflgun birtum
við fleiri umboðsmenn okk-
ar.
Þá kemur hér staðan í
deildarsamkeppninni:
l.l.d Vesturbær 35%
1.1.d Vesturbær 35%
2.8.da Teigar 29%
3.10.db Vogar 27%
4.5.d Norðurmýri 23%
5.3.d Skerjafjörður 22%
6.4.d Þingholt 15%
7.4.d Skuggahverfi 15%
8.8.d Lækir 15%
9.14.d Krmglumýri 15%
10.2.d Skjólin 12%
11.6.d Hlíðar 11%
12.7.d Rauðarái’holt 10%
13.15.d Selás 10%
14.9.d Kleppsholt •9%
Gerið skii