Þjóðviljinn - 20.09.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 20.09.1964, Side 1
DIOÐVIUINN Sunnudagur 20. september 1964 — 23. árgangur — 213. tölublað. Fulltrúar Einingar á Ak- ureyri urðu sjálfkiðrnir BLAÐBURÐUR Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í þessi hverfi: SKJÖL — KVISTHAGA — LÖNGUHLÍÐ — BRÚNIR — ÞÖRSGÖTU — LAUFÁSVEG — NJÁLSGÖTU — MEÐ- ALHOLT — HÖFÐAHVERFI — DRÁPUHLÍÐ — TJARN- ARGÖTU. Ljéskastaraljós — ekki neyðarblys? Eins og frá var skýrt i blað- inu í gær taldi fólk á fjórum bæjum í Sléttuhlíð og á Skaga að það hcfði séð neyðarblysum skotið á loft úti á Skagafirði ná- lægt Málmey í fyrrakvöld. Á hádegi í gær rann út frestur til að skila fram- boðslistum til fulltrúa- kjörs á þing Alþýðusam- bandsins hjá Verkalýðs- félaginu Einingu á Ak- ureyri. Listi stjómar og trún- aðarmannaráðs varð sjálfkjörinn, þar sem ekki komu fram aðrir listar. Fulltrúar Verkalýðsfélags- ins Einingar verða þessir: Bjöm Jónsson, Þórhallur Einarsson, Vilborg Guðjóns- dóttir, Björgvin Einarsson, Auður Sigurpálsdóttir, Har- aldur Þorvaldsson, Margrét Magnúsdóttir. Varamenn: B'jörn Gunn- arsson, Adolf Davíðsson, Jónína Jónsdóttir, Freyja Eiríksdóttir, Kristján Lars- son, Eiður Aðalsteinsson og Margrét Vilmundardóttir. FULLTRÚAKJÖR IÐJU Frestur til að skila listum í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri rann einnig út í gær kl. 18, en blaðið fór í prentun fyrir þann tíma og því er ekki hægt að skýra nánar frá framboðum þar fyrr en eftir helgi. lEignin var slegin á 2,5 miljón króna í fyrradag fór fram annað og síðasta uppboð á eigninni Smiðjustígur 10 hér í bæ. Upp- boðið er haldið til slita á sam- eign þeirra Ragnars Halldórs- sonar og Þórólfs Beck Svein- bjamarsonar að fyrmefnda aðil- anum nauðugum. Eigninn fór að lokum fyrir 2.5 miljónir króna og kom það boð frá Lúðvík Storr. <&- Hvaða fólk er nú þetta? Allt saman dömur í Vesturbæn- um. Svona fínt er nú fólkið þar. Sum- ar af þeim eru í Mclaskólanum. - En þær eru ekki allar í Melaskólanum. Þarna fremst á myndinni cru t. d. Gunnilla í Grana- skjóli og Villa og Inga á Fálkagötunni, og svo eru það Sjöfn og Sigríður á Dun- haganum. Þær voru á heimleið úr skól- anum í fyrradag. Auðvitað áttu þær að hlaupa beint heim og læra undir morgundaginn. Það segja allir. En freist- ingar heimsins byrja snemma að trufla ungar dömur. Þær —i —lentu nefnilega inn í Háskólabíó. — Mikið eru þær fínar, sagði Gunnilla. Þær eiga líka hérna heima og eru alltaf í sunnudagafötunum. Fritt í bió allan daginn. — En hverjar eru hinar dömurnar? — Þær eru í le ikfangahappdrætti Thorvaldsensfélagsins. Það á víst að draga 15. október. Miðinn kostar tíkali. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.). Flugmálasfjórar Norðurlanda á fundi í Reykjavík SAS krefst enn hækkunar á far- gjöldum Loftleiða til New York ■ Deila Loftleiða og SAS um fargjöld á flugleiðinni yfir Norður-Atlanzhafið verður enn á dagskrá og reyndar aðalmálið sem til umræðu verður á fundi flugmálastjóra Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hefst hér í Reykjavík á morgun, mánudag. Blöð á Norðurlöndum hafa látið sér alltíðrætt um þetta fundarhald að undanförnu, m.a. ræðir Ekstrabladet í Kaup- Enn allt óljóst um átök á Tonkin-flóa WASHINGTON 19/9 — Enn eru óljósar allar fregnir af á- tökum þeim, sem eiga að hafa átt sér stað í Tonkin-flóanum í gær. Bandaríska varnarmála- ráðuneytið rannsakar nú skýrsl- ur þær sem borizt hafa um at- burðina. Seint í gærkvöld barst til Washington skeyti frá tveim bandarískum tundurspillum, sem voru á ,,eftirlitsferð“ á flóanum. Sagði i því skeyti, að skotið hefði verið á tundurspillana, en ekki var í skeytinu sagt neitt um upptök þess atburðar. Fréttastofan Nýja Kína ti.lkynnti það frá Hanoi í dag, að Banda- ríkin hafi sent bæði á fimmtu- dag og föstudag allmarga tund- urspilla inn í Tonkin-flóann.’ Fréttastofan vitnaði í heimild- armenn frá utanríkisráðuneyt- inu í Norður-Víetnam og hafði eftir þeim, að kl. 22 í gær eft- ir staðartíma hefðu heyrzú mikl- ar sprengingar á hafinu suður af Hanoi. og að frá ströndinni hefðu flugvé’.ar sézt svema yf- ir væntanlegu orustusvæðinu. mannahöfn málið í ýtarlegri grein sl. föstúdag. Ekstrabladet segir að í sum- ar hafi forsvarsmenn SAS, skandinavíska flugfélagsins, sem að 50 hundraðshlutum er eign ríkissjóða Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, reynt að semja við Islendinga um einhverja hækk- un fargjalda Loftleiða á leið- inni milli Norðurlanda og New York, en án árangurs og þess- vegna hafi deilúnni nú enn ver- ið vísað til flugmálastjóra við- komandi landa. Blaðið segir að viðhorfin í fargjaldastríði SAS og Loftleiða hafi breytzt með tilkomu hinna nýju Rolls Royce 400 flugvéla íslenzka félagsins, en í greininni er því> haldið fram að Loftleíðir . hafi þegar pantað þriðju vélina. Segir blað- DEILDAFUNDIR Aðalfundir annað kvöld, mánudagskvöld. Sósíalistafélag Reykjav.kur. ið að með notkun stóru vélanna á leiðinni milli íslands og New York og DC6B vélanna milli Is- lands og meginlandsins og Bret- land&eyja geti Loftleiðir ,,mjólk- að“ alla Skandinavíu og Mið- Evrópu. Nokkuð er bollalagt um afstöðu skandinavísku landanna til lendingarleyfa Islendinga ytra, en loftferðasamningur Is- lands og Norðurlandanna munu falla úr gildi 1. nóvember n.k. Blaðið lætur þess ennfremur getið, að nú séu fargjöld Loft- leiða á flugleiðinni milli megin- landsins og New York um 500 dönskum krónum lægri en far- gjöld SAS. Forráðamenn síðast- nefnda félagsins telji að þenn- an mismun verði að lækka að minnsta kosti niður í 200 dansk- ar krónur eða 30 Bandaríkja- dollara. Um þessa kröfu SAS- manna verði m.a. fjallað á flugmálastjórafundinum hér í Reykjavík. Slysavarnarfélaginu var Ul- kynnt um þetta og var Ieit þeg- ar hafin af fjórum eða fimm bátum og Ieituðu þeir á svæð- inu í alla fyrrinótt og fram und- ir hádegi í gær. Einnig fékk Slysavamafélagið fiugvél Bjöms Pálssonar, Dúfuna, til þess að fljúga yfir svæðið í gærmorgun og kanna það en hvergi sást neitt er benti til þess að þarna hcfði skip eða bátur lent í sjáv- arháska. Þjóðviljinn átti í gær tal við Lárus Þorsteinsson hjá Slysa- vamafélaginu er flaug norður með Dúfunni og sagði hann að helzt væri álitið að bátar frá Sauðárkróki og Hofsósi er voru þama að veiðum í fyrrakvöld hefðu verið með ljóskastara vegna þess að talsvert var um rekis á þessum slóðum og hefðu það verið ljósin sem fólkið á bæjunum sá. Lágskýjað var í fyrrakvöld og éljagangur og við þær aðstæður getur verið erfitt að greina ljós frá Ijóskastara er lýsir upp skýin frá ljósi á neyð arblysi. 1 gærmorgun var búið að ná sambandi við alla þá báta sem vitað var um að höfðu ver- ið á sjó í fyrrakvöld á þessum slóðum og hafði engum þeirra hlekkzt á. Afturerkomin bræla ó síldarmiSunum Tíu skip fengu síldarafla í fyrrinótt og gærmorgun níutiu mílur undan Dalatanga, en þar þjappast nú síldveiðuflotinn saman þessa stundina. Þama er líka mikið um rússnesk, norsk og færeysk reknetaskip með netatrossur um allan sjó. Er þetta óttalegur ræfill, sagði síldarleitin á Dalatanga. Þessi skip fengu afla. Harald- ur AK 750. Skarðsvík 400, Grótta 600, Þórður Jónsson 700, Hafrún ÍS 400, Viðey 400, Sól- fari 450. Vonin KE 450, Margrét 600 og Fákur 200. Síldin sem veiddist er blönd- uð og mikið af ungsíld og þykir ekki heppleg til söltunar. Norðvestan stormur er í upp- siglingu á þessum slóðum og var búizt við skipum í höfn um helgina vegna nýrrar brælu. Það er líka komið haust, sögðu þeir á Dalatanga. Náist hefir samkomulag um verðlagsgrundvöll búvara Þjóðviljinn hafði í gær tal af Sveini Tryggvasyni, fram- kvæmdastjóra Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og spurði hann frétta af störf- um 6 mannanefndarinnar, sem vinnur að verðlagningu búvara. Sagði hann að náðst hefði grundvallarsamkomu- lag, en eftir væri að reikna út verðlag á búvurum sam- kvæmt því. Nefndin hefur verið á stöðug- um fundum undanfama daga og stóð fundur til klukkan að ganga fimm aðfaranótt laugar- dags. Á þeim fundi náðist sam- komulag í grundvallaratriðum um uppbyggingu verðlagsgrund- vallarins. Hins vegar er mikið s1 vrf eftir við að reikna út verð búvaranna á þessum grundvelli og ekkert hægt að segja um það atriði nánar á þessu stigi máls- ins. Fundur átti að hefjast að nýju í nefndinni kl. 5 síðdegis í gær.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.