Þjóðviljinn - 20.09.1964, Qupperneq 5
Sunnudagur 20. saptember 1964
ÞJðÐVILJINN
Tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum:
Innkast og hornspyrna úr sögunni
Þekktur sovézkur knattspyrnufræðingur, Nikolai Star-
ostin, hefur nýlega komið fram með athyglisverðar til-
lögur um breytingar á knattspyrnulögunum. Hann telur
tímabært orðið að breyta í ýmsu núgildandi reglum, ef
knattspyrnuíþróttin á ekki að glata hylli sinni meðal al-
mennings. Áhorfendum finnst knattspyrnan leiðinleg orð-
in og eigi úreltar reglur stóran þátt í því. Óneitanlega
fengi knattspyrnan talsvert annan svip, ef þessar tillög-
ur Starostins yrðu samþykktar, og verður nánar rætt
um þær hér á eftir-
Innkast
Starostin bendir á, að eins
og knattspyrna sé nú leikin
séu margar leikreglur orðnar
úreltar og hæfi ekki lengur.
Hann segist vera sammála
ýmsum tillögum, sem fram hafi
komið um breytingar á regl-
unum, t.d. um að innkast verði
ur sögunni, en í stað þess verði
JblasCopcc
LOFTÞJÖPPUR
OC LOFTVCRKFÆRI
- .r ‘-V ■ ■:
Fleygar
Spennivélar
Slípivélar
Borvélar
Hnoðhamrar
Málningarsprautur
Ryðhamrar
o.fl. o.fl.
EINKAUMBOÐ FYRIR:
SANDVIK -
tmnmutt
BORSTAL
JltlasCopco
Það bezta á markaðnum
Landsssniðjan
SÍMI 20680.
RáBsteha M.Í.R:
10. ráðstefna Menningartengsla íslands og Ráð-
stjórnarríkjanna hefst í Reykjavík, laugardaginn
31. október 1964.
Dagskrá verður áuglýst síðar.
Framkvæmdanefnd M.I.R.
dæmt fríspark á þeim stað sem
boltinn fer út af vellinum. Það
kannast allir við að varnar-
menn taka ekki nærri sér að
sparka boltanum jafnvel langt
út í raðir áhorfenda til að
fleiri mönnum úr liðinu gefist
tími til að koma í vörn. Þeir
vita sem er að innkastið er
tiltölulega hættulaust og fæst-
ir geta kastað nema nokkra
metra inn á völlinn.
Þetta þýðir að refsingin fyr-
ir að senda boltann út af vell-
•inum er í raun og veru engin.
Ef dæmt yrði fríspark í stað-
inn fyrir innkast er trúlegt
að leikmenn hugsuðu sig tvisv-
ar um áður en þeir senda bolt-
ann út af vellinum. Áreiðan-
legt er að leikurinn fengi
skemmtilegri svip ef þessi
hvimleiðu spörk út af vellin-
um, sem sumir varnarmenn
iðka í tíma og ótima, hyrfu
úr sögunni.
Hornspyrnur
Þá leggur Starostin til að
reglum um hcirnspyrnur verði
breytt. Vörnin eigi mjög auð-
velt með og hafi góðan tíma
til að bægja hættunni frá með-
an boltinn svífur þá ríflega
49 metra sem eru frá horn-
punkti og að miðju marki.
Hornspyrnur eru því ekkert
vandamál fyrir vörnina og lítið
í hættu fyrir varnarmenn að
verjast áhlaupi með þvi að
senda boltann út fyrir enda-
mörk. Öðru máli væri að
gegna ef reglunum væri breytt
þannig að frísparkið væri tek-
ið á þeim stað sem boltinn fer
út fyrir endamörk, þá hlyti
að verða því meiri hætta sem
nær drægi markinu, en auðvit-
að yrðu að vera einhver tak-
mörk fyrir því hve nærri
hornspyrnan væri tekin, t.d.
ekki nær en 15 metra.
Þessar hugleiðingar um að
hornspyrnur séu í rauninni al-
veg hættulausar koma að vísu
ekki alveg heim við reynslu
okkar hér heima. Eins og þeir
vita sem fylgjast með leikj-
um hér er býsna oft skorað
mark úr hornspyrnu og jafn-
vel stundum beint úr horn-
spyrnu án þess nokkur komi
við knöttinn á milli. Þetta sýn-
ir þó aðeins að knattspyrnu-
menn hér kunna ekki að
byggja upp vörn gegn horn-
spyrnum og það er í hæsta
máta óeðlilegt hve mörg mörk
eru skoruð upp úr hornspymu.
Vítaspyrnur
Starostin segist einnig álíta
að reglur um vítaspymur séu
rangar. Mark er skorað úr 99
af hverjum 100 vítaspyrnum,
vegna þess að markvörður má
samkvæmt reglunum ekki
hreyfa sig fyrr en boltanum er
sparkað, ef hann gerir það er
vítaspyrnan endurtekin nema
mark sé skorað. Það er kom-
inn timi til að jafna leikinn,
markvörður ætti, eins og sá
sem spyrnir, að mega hreyfa
sig eftir að dómari flautar.
Auðvitað mætti hann ekki
þjóta út úr markinu í átt að
boltanum, þá gæti hann lok-
að markinu, en honum ætti
að vera leyft að hreyfa sig á
marklínu eins og hann lystir.
Meðan núgildandi reglur
standa veigra dómarar sér við
að benda á vítapunkt, þar eð
þeir vita að í rauninni eru
þeir að dæma mark. Ef regl-
unum væri breytt eins og bent
var á, myndu dómarar verða
óragari við að dæma víta-
spyrnu og yrði það til að draga
úr hörku í leiknum. Auk þess
er trúlegt að knattspymumenn
legðu þá meiri áherzlu á að
æfa skotfimi sína því að þá
reyndi meira á hana þegar
vítaspyrnur eru teknar.
Segja má um það sem hér
hefur verið rætt um víta-
spymur eins og hornspyrnur
áður, að það komi ekki rétt
vel heim við reynslu okkar hér
á landi. Hér finnst mönnum
vart tiltökumál þótt mark sé
ekki skorað úr vitaspyrnu og«,
allt að því eins algengt að þær
mistakist, Er það heldur ömur-
legur dómur um æfinga- og
kunnáttuleysi knattspyrnu-
manna okkar, þar sem víðast
annar,s staðar er talið að hver
knattspyrnumaður eigi nær
örugglega að geta skorað úr
vítaspyrnu.
Knattspyrnumenn vita þó
vel að hverju er horfið, ef
reglum um vítaspvrnur verður
breytt í þá átt sem Starostin
leggur til, þvi að áður voru
reglurnar þannig, að markverði
var heimilt að hreyfa sig eft-
ir línunni. Sagt er að þessu
hafi verið breytt eftir að
markvörður i einu ensku lið-
anna tók upp á þvi, þegar
Verður hætt að taka bornspyrnur eins cg sjást hér á myndinni?
SlÐA
Starostin segir að innkast sé of væg hegning fyrir að sparka
knettinum út af veliinum.
vítaspyrna var dæmd, að setja
upp stóra hvíta hanzka og
hlaupa svo eftir marklínunni
eins og óður maður, veifandi
báðum höndum. Tókst honum
þannig að trufla svo þá sem
tóku vitaspyrnuna að þeir fóru
algerlega úr jafnvægi og mis-
tókst oftast spyrnan.
Nú er það hins vegar aft-
ur orðið vandamál hversu auð-
velt er að setja markvörð úr
jafnvægi, með því t.d. að sá
sem á að spyrna hlevpur að
boltanum en hikar við, hreyf-
ist þá markvörður oftast úr
stað og er þar með qrðinn ó-
löglegur, ef spyrnan skyldi svo
mistakast.
Skammarkrókur
,Að lokum leggur Starostin
til að leikmaður sem brýtur
alvarlega af sér sé ekki rek-
inn af leikveili það sem eftir
er leikáins. Heldur verði hafð-
ur sami háttur á og er í ís-
hockey, þar sem brotlegur leik-
maður er látinn dúsa í þar til
gerðum skammarkrók í fimm
eða tiu mínútur. Það ætti að
vera nægur tími til að kæla
hann niður og jafnvel auð-
mýkja í viðurvist mannfjöld-
ans, svo að hann gæti komið
aftur til leiks og lið hans þyrfti
ekki að fara úr skorðum,
vegna þess að einn mann vant-
ar.
Barnamúsíkskólinn
í Reykjavík
mun að venju taka til starfa í byrjun oktqbermán-
aðar. Skólinn veitir kennslu í undirstöðuatriðum
tónlistar, nótnalestri og almennri tónfræði, söng
og hljóðfæralei^, (sláttarhljóðfæri, blokkflauta,
þverflauta, gítar, fiðla, píanó, cembaló, klarinett,
knéfiðla og gígja).
Skólagjöld fyrir veturinn
Forskóladeild
1. bekkur barnadeildar
2. bekkur barnadeildar
3- bekkur barnadeildar
Unglingadeild
I
Kr.
800,00
1.300,00
1.600,00
1.600,00
1.800,00
INNRITUN nemenda í forskóladeild (6—7 ára
böm) og 1. bekk barnadeildar (8 — 10 ára
börn) fer fram næstu viku (frá mánudegi til laug-
ardags) kl. 4—6 e.h. á skrifstofu skólans, Iðnskóla-
húsinu, 5. hæð, inngangur frá Vitastíg.
Skólagjald greiðist við innritun.
Þeir nemendur, sem þegar hafa sótt um skólavist
fyrir komandi vetur, greiði skólagjaldið sem fyrst
og hafi með sér AFRIT AF STUNDASKRÁ sinni
úr barnaskólanum um leið.
Barnamúsíkskólinn. Sími 2-31-91.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA.
A ðstoðarráðskonu
vantar
að Samvinnuskólanum Bifröst, á komandi
vetri. — Upplýsingar á símstöðinni Bif-
röst á mánudag, 21. sept., og næstu daga.
í
í
i