Þjóðviljinn - 20.09.1964, Qupperneq 6
MÓÐVILJINN
BETRA AÐ
VERJAST
SJÚKDÓMUM,
EN LÆKNA ÞÁ
Eftir
Vladimir
Asjitkov
„En ég er stálhraustur!“ segir Évgenij Fetisov.
g SIÐA-------------------------
Síminn hringdí á einu verk-
staeðinu í Borets vélaverk-
smiðjunni í Moskvu, og hjúkr-
unarkona úr heilsuverndardeild
verksmiðjunnar bað einn
verkamannanna að líta inn til
skoðunar.
— En það er ekkert að mér!
andmælti hann.
— Það er fínt. En komdu
nú samt og lítfcu við hjá okkur,
svaraði hún rólegri en ákveð-
inni röddu.
Fáum mínútum seinna
hringdi síminn á öðru verk-
stæði, og sama hjúkrunerkon-
an minnti Alexander Ivanov-
itsj a það, að hann ætti að
mæta til skoðunar.
Alexander hafði verið veik-
ur í fyrri viku og vissi að
hann yrði að koma í loka-
rannsókn, en hann hafði ótal
ástæður til þess að íresta
læknisskoðuninni þennan dag.
— Má ég ekki koma á morg-
un?
— Ne;, ég hef svo mikið að
gera á morgun.
Alexander er eins og flest-
um. meinilla við það að fara
til læknis. þegar ekkert geng-
ur að honum, en strax og hann
verður veikur er hann kominn
þangað og bíður eftir .því að
læknirinn kalli: Næsti.
— Það væri miklu minna um
veikindi. sagði María Kúznéts-
ova mæðulega, hún er fyrir
heilsuvemdardeildinni, — ef
fólk vildi koma til læknis þeg-
Maria Kúznétsova er yfirlækn-
ir heilsuverndardeildar í verk-
smiðjunni.
ar þsð er heilbrigt en bíða
exki bangað til það er orðið
svo veikt að það verður að
leggja það á spítala.
Auðveldara
Heilsuvemdardeildin í Borets
vélaverksmiðjunum er venju-
legur 35 rúma spítali með
nokkrum sérdeildum, skurð-
stofu og öllum venjulegum út-
búnaði
— En þar sem við fáumst
aðallega við heilbrigt fólk, eyð-
um við mestu af tíma okkar
til sjúkdómsvama, segir María.
— Það er ævinlega auðveld-
ara að koma í veg fyrir sjúk-
dóm, eða kæfa hann í fæð-
ingu en lækna hann. En stund-
um finnst okkur auðveldara að
lækna sjúkling en að fá heil-
brigðan mann til að koma til
skoðunar
— Hvernig komið þið í veg
fyrir sjúkdóma? spurði ég.
— Læknar okkar fram-
kvæma reglulega allsherjar
skoðun á öllum i verkstæðum
og á skrifstofum.
Þá sem þarf að rannsaka
nánar t.d með hjartariti. rönt-
genskoðun. eða taka til sér-
.stnkrar meðferðar . köllum 'við
síðan á heilsuverndardeildina
Auðvitað getur það verið, að
hin nákvæmasta rannsókn leiði
ekki st.rax í Ijós dulinn sjúk-
dóm Þess vegna verða þeir
sem eitthvað er að. að liggja
nokkra daga í rúminu á spít-
ala okkar meðan við Ijúkum
gapngprri rannsókn.
Eftir að sjúklingar hafa
notið læknishjálpar á verk-
smiðjuspítalanum eru þeir
sendir * heilsuhæU. eða hvíld-
arheimili verksmiðlunnar, serr.
er rautt^erulega nokkurs kon-
ar „næturheilsuhæli'* fyrir þs.
sem eru nógi; praustii til þes>
að vinna * rfaginn
Þeir búe. á hvíldarheimilinu
í mánaðartima og njóta írek-
ari aðhlynningar.
Aðgæzla
Hver sá sem hefur verið
veikur eða þjáist af krónísk-
um sjúkdómi er undir sérstöku
eftirliti. Spjaldskrárritarinn
sýndi mér eina af skrém sín-
um.
— Þetta er listi yfir þá sjúk-
linga okkar, sem þjást af of
háum blóöþrýstingi og sjúk-
dómssögur þeirra, sagði hún.
{ þessu herbergi eru geymd-
ar sjúkdómssögur allra verka-
manna { verksmiðjunni. f þeim
segir af náttúru sjúkdóma,
hverja 4 að kalla til skoðun-
ar til sjúkdómsvarna, og hverja
þarf að senda á heilsuhæli.
^Meginþættir i sjúkdómsvöm-
um eru einnig, að uppræta or-
sakir siúkdóma og bæta vinnu-
skilyrði,
Þetta er að sjálfsögðu mjög
mikilsvert málefni, sérstaklega
í Borets vélaverksmiðjunum,
sem voru byggðar löngu fyrir
byltingu og eigandann varðaði
ekki vitund um vinnuskilyrði.
Læknarnir vinna að lausn
þessa vandamáts í samvinnu
við verkalýðsfélagið í verk-
smiðjunni og stjórn hennar.
Vélaverksmiðjan hefur verið
endurbyggð, nýjum verkstæð-
um bætt við og nú fullnægir
hún nútímakröfum um vinnu-
hreinlæti.
Læknarnir sjá um það, að
hvergi' sé slakað á þessum
kröfum.
Til dæmis getur óhreint loft
valdið ýmsum sjúkdómum,
jafnvel eitrun sem getur dreg-
ið til dauða. Einnig útbreiðir
það ágætlega ýmsa smitnæma
sjúkdóma.
— Prufan sem við tókum af
andrúmsloftinu, segir ung
stúlka í hvítum slopp við verk-
stjórann, — sýnir að hér hef-
ur ekki verið hreinsað nógu
vel. GjÖrið svo vel að athuga
loftræstinguna.
Verkstjórinn lofar að sinna
því strax.
Nína Sokolova læknir í verjc-
smiðjunni er í miklum metum
hjá verkamönnunum. Hún gekk
bezt fram í því, að aflmiklir
loftventlar voru settir upp í
málmsteypunni og járnsmiðj-
unni,
Velkomnir
Læknarnir í Borétsspítalan-
um eru tíðir og velkomnir gest-
ir á verkstæðunum. En vinsæl-
ust er Valentína Mikaelova.
Hún á sér litríka fortið, því
hún var læknir með skærulið-
um á stríðsárunum, en nú fæst
hún aðeins við tannlækningar.
Heilbrigöar tennur eru bezta
tryggingin gegn magasjúkdóm-
um og Öðrum innri meinum.
Margir af verkamönnunum eru
henni þakklátir.
— Lækniseftirlit með vinnu-
skilyrðum er mjög mikilvægt
Sunnudagur 20. september 1964
í baráttunni fyrir bættri heilsu,
segir María Kúznetsova.
— Geturðu gért þér í hugar-
lund hversu miklu auðveldara
og árangursrlkara sjúkdóms-
vamastarf okkar væri, ef
verkamennimir væm viljugri
til samstarfs við okkur í sam-
bandi við allsherjar skoðanir
og í betrumbótum á húsnæðis-
og vinnuskilyrðum?
Læknamir ákváðu að halda
nokkra fyrirlestra um betri
vinnubrögð, holla tómstunda-
nýtingu og gott mataræði.
Sumir voru hræddir um að
fyrirlestramir yrðu illa sóttir,
því það var næstum ómögulegt
að fá verkamennina til þess fið
ganga undir árlega læknisskoð-
un.
En þvert á móti því sem við
hafði verið búizt fjölmenntu
verkamennimir ' „heilsuskól-
ann“ eins og þeir kölluðu fyr-
irlestrana.
Menn á bezta aldri höfðu
sérstaklegn áhuga á ráðlegg-
ingum húðsjúkdf.matræðinga
um það. hvemie forðast megi
skalla, og kvenfólkið hafði
heldur ekkert á móti því að
heyra um það, hvemig þær
gætu varðveitt æsku sína leng-
ur.
Ráðleggingar
Læknarnir gefa oft heilsu-
fræðilegar ráðleggingar í dag-
blaði verksmiðjunnar.
Þeir leggja sérstaklega á-
herzlu á það að kynna verk-
smiðjustjórninni hvaða vinnu-
skilyrði séu nauðsynleg fyrir
fólk, sem verður að setja til
auðveldari starfa, þegar það er
að ná sér eftir alvarlegan
sjúkdóm.
Verkstjórinn fær fyrirlestur
um sjúkdóminn og þau eftir-
kðst sem hann getur haft.
Þeir sem bezt hafa fylgzt
með • í „heilsuskólanum" em
læknum og hjúkmnarliði til
mikillar aðstotðar.
Verkstjórar og fulltrúar verk-
smiðjustjórnarinnar eru oft á
læknafundunum í skrifstofu
Maríu Kúznetsovu og leggja
þar fram tillögur sínar um
bættar sjúkdómsvarnír í verk-
smiðjunni.
Eftir að ég ræddi við Maríu
Kúznetsovu og aðra lækna við
Boretsspítalann ákvað ég að
láta skoða mig strax daginn
eftir
En eitthvað var þáð, sem ég
þurfti skyndílega að sinna —
eitthvað mjög mikilvægt, sérðu
til — og þess vegna varð ég
að fresta læknisskoðuninni!
Endurminningar GRÍVASAR
fá all misjafna dóma
Fyrir skömmu komu út í Englandi endurminn-
ingar nanns, sem mjög hefur borið hátt í frétt-
um undanfarinna ára. Er það George Grívas,
hershöfðingi og yfirmaður EOKA á Kýpur. Bók-
in hefur að sjálfsögðu fengið misjafna dóma,
enda ekki við öðru að búast, er jafn umdeildur
maður á í hlut. Hér skal lítillega drepið á um-
sagnir tveggja manna. sem báðir hafa verið
þátttakendur í hildarleiknum á Kýpur og klóast
þar öndverðir gegn Grívasi. Þessir menn eru
Sir Hugh Foot. fyrrum landsstióri. og Harding
lávar?íur, áður yfirmaður herliðs Englendinga á
eynni.
Sir Hugh Foot var landstjóri
á Kýpur fram að þeim degi,
er eyjan hlaut sjálfstæði sitt
16. ág. 1959. Sir Hugh er dipló-
mat að atvinnu, hann hefur
áratugaþjálfun í því að „ljúga
fyrir land sitt” og hafa
stjóm á skapi sínu. Þegar hann
lítur yfir farinn veg á Kýpur,
gerir hann það með fullkom-
inni sjélfsstjórn og að því er
virðist án nokkurrar béizkju.
Ritdómur hans birtist í Ob-
server þann 6. sept. sl. og þar
reynir landstjórinn að vega og
meta sem hlutlausast hann
kunni þessar endurminningar
hins foma andstæðings síns.
Sá heitir Charles Foley, sem
annazt hefur útgáfu endur-
minninganna. Að sögn Sir
Hugh var Foley þessi ritstjóri
annars tveggja dagblaða, sem
gefin voru út á ensku á Kýpur
og nefndist Tlmes of Cyprus.
Sir Hugh segir það enga til-
viljun, að Foley hafi verið eini
erlendi fréttamaðurlnn, sem
hitt hafi Grfvas að máli áður
en hann hélt frá Kýpur 1959.
Foley hafi Jafnan haldið uppi
vömum fyrir EOKA, þetta hafi
orðið þess valdandi. að fjöl-
margir hafi fyrirlitið hann, en
enginn hafi þó frýjað honum
vits né efazt um blaðamennsku-
hæfileika hans. Bókin berl öll
merki þess að vera rituð af
frébærum blaðamanni. Jafn-
framt sé hún sönn heimild
gagnvart Grivasi, hér sé að
flnna auk annars hégómlegt
mont. allskonar ónákvæmni og
hlægilega hlutdrægni hershöfð-
ingjans. Árangurinn sé athygl-
isverð persónudýrkun og með
henni hafi Charles Foley unnið
síðasta og jafnframt þarfasta
verk sitt í þjónustu EOKA.
Að dómi Sir Hugh eru aug-
ljósir eiginleikar Grivasar —
að frádregnu hugrekki og þol-
gæði, sem enginn muni efast
um — harka og hégómleiki
Dæmin. sem Sir Hugh tekur
eru á þessa leið:
„Kl. sex síðdegis sáu þeir
Breta sem var að vökva garð
sinn. Pavlou gekk að garð-
veggnum og skaut hann strax
af stuttu færi. Þegar hann
hrópaði upp yflr sig og féll
skaut Pavlou hann þrem skot-
um á ný og slapp .. Ég sendi
heillaóskir mínar vegna þess-
arar árásar”.
Sir Hugh tekur síðan nokkur
dæmi af hégómleika Grívasar,
eitt þeirra er á þessa leið:
,,í þann tíma (1955) taldi
enska herliðiö um það bil 4.000
manns, að mestu nýliða, og
með 500 þjálfuðum og vel
vopnuðum mönnum hefði ég
Grívas hcrshöfðingi.
getað hent þeim í sjóinn.”
En þrátt fyrir þetta viður-
kennir Sir Hugh Foot. að sem
skæruliðaforingi og leiðtogi
víðtækrar neðanjarðarhreyf-
ingar. hafi Grivas verið mikill
meistari, enda þótt hershöfð-
ingjann hafi að hans dóml
brostið alla pólitíska innsýn.
Vera má að hinn fomi land-
stjóri líti með meiru jafnaðar-
geði á hinn forna andstæðing
sinn vegna þess, að Grivas læt-
ur hann njóta sannmælis sem
verðugan andstæðing. eða eins
og hann segir sjálfur. „slung-
inn og hættulegur diplómat”.
Hins vegar virðist Grivas
hafa hálfgerða fyrirlitningu á
Harding lávarði, ef dæma skal
eftir ritdómi lávarðarins. sem
birtist í The Sunday Timcs 6.
sept. Harding lávarður var yf-
irmaður hins enska herliðs á
Kýpur á arunum 1955—57, og
í ritdóminum, sem er fullur af
beizkju. á hann erfitt með að
stilla skap sitt. Sir Hugh Foot
hafði í sínum ritdómi drepið á
það, sem hann nefnir allskon-
ar ónákvæmni Grivasar. Hard-
ing ver til þess alllöngu máli
að andmæla frásögn hershöfð-
ingjans af baráttunni. Hann
kveður að vísu Grivasi vera
frjálst að gagnrýna það. hvem-
ig Harding hafi á spilunum
haldið, en slíkt sé engin afsök-
un fyrir því að brengla stað-
reyndum, og hagræða beim í
samræmi við hégómagimd og
óskhyggju.
Að sjálfsögðu neitar Hard-
ing lávarður með öllu ýmsum
sakargiftum Grivasar á hendur
herstjóminni ensku. Grivas
heldur því m.a. fram, að vegna
þess, hver vöntun hafi verið á
svikurum á Kýpur. hafi Eng-
lendingar flutt til eyjarinnar
150 Kýpurbúa, mest Tyrki, sem
teknir hafi verið beint úr und-
irheimum og fangelsum Lund-
únaborgar. Þessu neitar Hard-
ing lávarður með öllu, enda
vandiséð hvemlg honum væri
stætt á að viðurkenna slíkt.
Það fylgir sögunni. að Grivas
hershöfðingi hugðist stofna sér-
staka sveit leigumorðingja til
að refsa þessum mönnum. sem
að sögn her^höfðingjans lifðu í
vellystingum praktuglega í Eng-
landi eftir að hafa svikið landa
sína í trvegðum. Þetta strand-
Framhald á 9. riðu.
I
i